Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.08.2022, Qupperneq 1
1 6 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 9 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Tónlistarlegur hvalreki Már og Max á þurru Englandi Lífið ➤ 16 Lífið ➤ 18 n Getum safnað talsverðu sparifé n Getum safnað svolitlu sparifé n Endar ná saman með naumindum n Notum sparifé til að ná endum saman n Söfnum skuldum 49% 16% 24% 5% 5% Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/id5 Alrafmagnaður Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll Verð frá 7.690.000 kr. UMHVERFISMÁL Sérfræðingar hafa vanmetið líftölur íslenska lundans, ef marka má niðurstöður umfangs- mikilla endurútreikninga síðan í vor. Þá bendir margt til þess að kísil- skortur í hafi seinki tímasetningu vistkerfa sem leiðir til hruns í stofn- um sem treysta á rauðátuna, sem nærist á kísilþörungum. SJÁ SÍÐU 4 Kísilskortur í hafi ógnar lundanum Dr. Erpur Snær Hansen, líf- fræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands Samkvæmt nýrri könnun safna 10 prósent landsmanna skuldum eða þurfa að ganga á eigið sparifé til að ná endum saman. Staðan er verri á landsbyggðinni en höfuð- borgarsvæðinu. kristinnhaukur@frettabladid.is FJÁRMÁL Fjárhagur er erfiður hjá þriðjungi heimila samkvæmt nýrri könnun Prósents. Hjá 24 prósentum ná endar með naumindum saman um hver mánaðamót en 10 prósent safna skuldum eða þurfa að ganga á eigið sparifé til að ná endum saman. Hjá tekjulægsta hópnum, með undir 400 þúsund krónur í laun, eru 77 prósent í þessari stöðu og þar af 46 prósent í mínus. Þriðjungur heimilanna á ekki afgang 43 prósent af þeim sem hafa tekjur á bilinu 400 til 800 þúsund krónur eru á núlli um hver mánaða- mót og 15 prósent þeirra í mínus. Staðan er áberandi verst á Reykja- nesi. Þar eru 57 prósent íbúa annað hvort á núllinu eða í mínus um hver mánaðamót. Í heildina litið er fjár- hagur heimila verri á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu, og er munurinn 8 prósent. Í tveimur landshlutum mældist fjárhagurinn þó betri en á höfuðborgarsvæðinu, það er á Vesturlandi og Austurlandi. Munurinn á fjárhagsstöðu eftir kynjum mældist ekki jafn mikill og munurinn eftir búsetusvæðum. Fleiri konur eru þó í fjárhagserfið- leikum og er sá munur 3 prósent. Nærri helmingur svarenda könn- unarinnar, það er 49 prósent, sögð- ust geta safnað svolitlu sparifé um hver mánaðamót. 16 prósent sögð- ust geta safnað talsverðu sparifé. Af þeim sem eru í efsta tekju- hópnum, með heimilistekjur upp á 1,5 milljón krónur eða meira, eru 88 prósent með afgang um hver mánaðamót, 42 prósent talsverðan. Þegar litið er til aldurs er fólk á aldrinum 55 til 64 ára í bestri stöðu. 77 prósent þess á afgang um hver mánaðamót. Staðan er áþekk í öðrum aldurshópum nema þeim yngsta, 18 til 24 ára. Þar voru fáir á núllinu um hver mánaðamót en margir sem annað hvort geta safnað talsverðu sparifé eða skuldum. Könnunin var netkönnun fram- kvæmd 28. júlí til 4. ágúst. Úrtakið var 1.750 og svarhlutfallið 53,5 pró- sent. n Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að eldgosinu í Meradölum í gær þrátt fyrir að svæðinu hefði verið lokað vegna veðurs. Mörg dæmi voru um að fólk væri með börn með í för, væri illa búið og hundsaði tilmæli björgunarsveitafólks og lögreglu um að fara ekki að gosinu. Fjöldi fólks neyddist til að snúa við og aðrir þurftu á aðstoð að halda. SJÁ SÍÐU 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.