Fréttablaðið - 09.08.2022, Side 6

Fréttablaðið - 09.08.2022, Side 6
Stjórnvöld í Taívan hafa lýst því yfir að þau undirbúi herinn fyrir stríð en segjast þó ekki sækjast eftir stríði. Það má nýta húsnæðið sem geymslu en ekki sem íverustað. Björn Ingimars- son sveitarstjóri Múlaþings thorgrimur@frettabladid.is PALESTÍNA Vopnahlé tók gildi milli Ísraelshers og vígahópsins Íslamsks jíhads í Palestínu (PIJ) á sunnudags- kvöld. Meiriháttar átök höfðu hafist á Gasaströndinni á föstudaginn þegar Ísraelsher gerði loftárásir á byggingu í miðborg Gasa. Árásin var hluti af svokallaðri „dagrenn- ingaraðgerð“ sem gerð var til að ráða niðurlögum Taysirs al-Jabari, liðsforingja í hernaðarvæng PIJ. Auk hans létust að minnsta kosti átta í árásunum, þar á meðal fimm ára gömul stúlka. Ísraelar héldu áfram árásum á skotmörk yfir helgina og Palestínu- menn svöruðu fyrir sig með eld- f laugaárásum á ísraelskar borgir. Á sunnudagskvöld gaf heilbrigðis- ráðuneyti Gasa út að alls hefðu 44 manneskjur látist í átökunum, þar á meðal 15 börn. Þá hafi rúmlega 300 manns slasast. Ekki hefur verið tilkynnt um að neinir Ísraelar hafi látist í gagn- árásunum. Ísraelski herinn segist hafa hæft 170 skotmörk tengd PIJ í aðgerðinni, drepið nokkra háttsetta leiðtoga í samtökunum og eytt hluta af vopnabúri þeirra. Talsmaður hersins, fylkishers- höfðinginn Ran Kochav, sagðist hafa fengið upplýsingar um alls 35 dauðsföll í Palestínu. Þar af hefðu 11 óbreyttir borgarar dáið í árásum Ísraelshers. Hins vegar staðhæfði Kochav að fleiri palestínskir borg- arar hefðu látist í gagnárásum Pal- estínumanna, alls 15. Dauðsföllin mætti rekja til eldf lauga sem PIJ hefði skotið en hefðu hrapað inni á Gasaströndinni án þess að drífa til Ísraels. Ísraelar og Palestínumenn þökk- uðu Egyptum fyrir milligöngu þeirra við að semja um vopnahléið. n Vopnahlé á milli Ísraelshers og íslamska jíhads heldur á Gasa Syrgjandi Palestínumenn bera lík hinna látnu í útfararathöfn í Jabalia-flótta- mannabúðunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Heilbrigðisráðu- neyti Gasa gaf það út á sunnudagskvöld að alls hefðu 44 látist í átökunum, þar af fimmtán börn. kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Aðeins eitt af hús- unum fjórum sem Múlaþing og Ofanf lóðasjóður keyptu af fólki við Stöðvarlæk eftir skriðuföllin á Seyðisfirði í desember árið 2020, verður fært á öruggt svæði. Ekki er þó enn kominn kaupandi að húsinu. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað verður gert við hin þrjú. „Það er óvíst hvort hin húsin séu í ástandi til f lutnings,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múla- þings. Vinnuhópur var settur í að meta hvað skyldi gert við húsin og er færslan nú í undirbúningi. Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur lýst yfir áhyggjum af því að húsin standi vannýtt, en Björn segir að sveitarstjórn muni ræða við heima- stjórnina um framtíð húsanna, sem standa við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b. Eru þetta eldri hús sem meðal annars hafa verið löguð með styrkjum frá Minjastofnun. „Það má nýta húsnæðið sem geymslu en ekki sem íverustað,“ segir Björn en sveitarstjórn bannaði búsetu eftir frumathugunarskýrslu Veðurstofunnar snemma árs 2021. Húsin fjögur voru keypt af ein- staklingum og annað hvort notuð sem heimili, sumarhús eða sem gistirými á Airbnb. Björn segir að hlutur Múlaþings hafi verið hærri en Ofanflóðasjóðs þar sem sveitar- félagið hafi ekki viljað greiða undir fasteignamati fyrir húsin en Ofan- flóðasjóður markaðsverð, sem hafi verið lægra. n Borgar sig ekki að færa þrjú af fjórum húsum á Seyðisfirði í skriðuhættu kristinnhaukur@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Ev rópusambandið hyggst taka upp samræmd skírteini fyrir fatlað fólk, til að einstaklingar geti nýtt sér fríðindi milli landa. Hér á Íslandi eru engin innlend skírteini lengur, sem eru forsenda þess að hægt sé að gerast aðili að samstarfinu. „Ávinningurinn af þessum sam- evrópsku skírteinum er fyrst og fremst fólginn í auknu aðgengi fatlaðs fólks á ferðalögum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandagsins. Þar sem aðgangur að þjónustu eða sérstök- um kjörum, til dæmis í almenn- ingssamgöngur eða af þreyingu, er í boði fyrir heimamenn, væri hann einnig í boði fyrir Íslendinga. Skírteinið hefur verið í prufu- keyrslu í átta ríkjum og hefur gefið góða raun. Verður það tekið upp í öllum löndum í lok næsta árs. Öryrkjabandalagið hefur ekki upplýsingar um hvort EES-ríki geti verið aðilar að skírteinunum, en eins og staðan er núna er það úti- lokað fyrir Ísland. Forsenda þess að Íslendingar geti fengið skírteini er að innlend skírteini séu til staðar en svo er ekki. „Tryggingastofnun hætti útgáfu þeirra fyrir nokkrum árum og við höfum þrýst á að þau verði gefin út á ný. Það er ekki ein- göngu vegna þessa máls, heldur er það líka mikið réttindamál fyrir fatl- að fólk svo það hafi aðgang að þeim sérkjörum sem stofnanir og fyrirtæki hafa ákveðið að bjóða okkar fólki,“ segir Þuríður. n Ísland ekki aðili að samevrópsku skírteini sem eykur réttindi fatlaðs fólks Hernaðaræfingar Kínverja við strendur Taívan virðast engan enda ætla að taka. Í gær hélt kínverski herinn hernaðar- æfingum sínum áfram og í þetta skipti eru æfingarnar ekki skipulagðar fyrir fram, heldur hefur ríkisstjórn Kína ekkert gefið upp um hvenær æfingunum muni ljúka. sigurjon@frettabladid.is KÍNA Fjögurra daga hernaðar- æfingar kínverska hersins hófust við strendur Taívan á fimmtudeginum í síðustu viku, kínverska ríkisútvarpið sagði æfinguna vera „mikilvæga hernaðarlega.“ Að sögn yfirmanna í kínverska hernum eru æfingarnar svar við heimsókn Nancyar Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, til Taívan í upphafi síðustu viku. Kínverjar höfðu hótað til- heyrandi viðbrögðum ef hún myndi heimsækja ríkið. Stjórnvöld í Taívan hafa lýst því yfir að þau undirbúi herinn fyrir stríð en þau segjast þó ekki sækjast eftir stríði, enda er kínverski her- inn margfalt stærri en sá taívanski. Um tvær milljónir manna eru í kín- verska hernum, samanborið við um hundrað og sjötíu þúsund manns í taívanska hernum. Með heimsókn sinni varð Nancy Pelosi æðsti embættismaður til þess að heimsækja Taívan í tuttugu og fimm ár, en forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er þriðja valda- mesta manneskjan í bandaríska valdapýramídanum. Árið 1949 flúðu þjóðernissinnar frá Kína til eyjunnar Taívan eftir ósigur í borgarastyrjöld gegn kín- verska kommúnistaflokknum, sem hefur verið við völd síðan þá. Stjórn- völd í Taívan telja sig stjórna hinu eina sanna Kína, enda er formlegt heiti ríkisins Lýðveldið Kína, nafnið Taívan er þó oftast notað til þess að vísa til ríkisins en „Kína“ er notað til þess að vísa til Alþýðulýðveldisins Kína á meginlandinu. Fá ríki viðurkenna sjálfstæði Taívan, einungis þrettán ríki gera það. Vatíkanið er eina Evrópuríkið sem viðurkennir sjálfstæði þess og Bandaríkin gera það heldur ekki formlega, þrátt fyrir mikinn stuðn- ing í gegnum tíðina, þá einna helst hernaðarlegan stuðning. Taívan er tæplega tvö hundruð kílómetra frá ströndum meginlands Kína og opinber stefna stjórnvalda í Kína er sú að Taívan skuli lúta stjórn Kínverja fyrir árið 2049, friðsamlega eða með afli. Taívan er hernaðarlega mikilvægt fyrir Kína, þrátt fyrir þær yfirlýsingar stjórnvalda að sam- eining Kína og Taívan sé einungis friðsamleg. Forseti Taívan, Tsai Ing-wen, kall- aði eftir því að alþjóðasamfélagið myndi „styðja lýðræðislegt Taívan. G7-hópurinn, hópur sjö helstu iðn- ríkja heims, hefur fordæmt æfingar kínverska hersins, en það leiddi til þess að kínversk stjórnvöld aflýstu fundi sem utanríkisráðherrar Kína og Japans stefndu á að halda í lok síðustu viku. Stjórnvöld í Kína hafa einnig tilkynnt viðskiptaþvinganir gegn Pelosi, ekki hefur enn verið til- kynnt hvers eðlis þær eru en slíkar þvinganir eru oftar en ekki tákn- rænar. Þá hafa Kínverjar einnig dregið sig út úr samstarfi við Bandaríkin um loftslagsmál, en ríkin eru tvö mest mengandi ríki á jörðinni. Árið 2014 komust þau að samkomulagi um að draga úr mengun, en sá samningur var talinn vera einn mikilvægasti samningur í sögu loftslagsmála. Stjórnvöld í Kína og her þeirra hafa hunsað áköll eftir því að minnka spennuna á svæðinu og hafa ekki gefið neinar yfirlýsingar um hvernig framhaldið verður, hvort þau muni halda áfram hernaðar- æfingum eða ekki. n Hernaðaræfingar Kínverja halda áfram við Taívan Ávinningurinn af þessum skírteinum er fyrst og fremst fólginn í auknu aðgengi fatlaðs fólks á ferðalögum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ Taívanski herinn undirbýr sig undir stríð en segist þó ekki sækjast eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.