Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.08.2022, Qupperneq 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Þórunn Högna, stílisti og fagurkeri með meiru, hefur ávallt gaman af því að hafa fallegt í kringum sig og sér fegurðina í hverri árstíð, hátíða- og tyllidögum og viðburð- um. Þá fer hún af stað og undirbýr eitthvað dásamlegt, hvort sem það eru kræsingar, umgjörð eða skreytingar. Missir sig í skreytingum „Ég hef alla tíð haft gaman af því að nostra í kringum í mig en ástríðan fyrir matar- og kökukræsingum kviknaði fyrir um það bil tíu árum. Og magnaðist upp eftir að ég eignaðist Leuh Mist, þá fór ég alveg alla leið og hef eiginlega síðan þá misst mig í öllum afmælum og öðrum veislum. Ég spái mikið í hvernig ég ætli að stílisera bæði matinn og annað borðskraut og er alltaf með eitthvað þema. Ég fer bara á flug þegar ég byrja, ég hrein- lega elska þetta,“ segir Þórunn. Þórunn útbjó dásamlegt nesti sem er fullkomið fyrir hvaða pikk- nikk-ferð sem er þegar metnaður- inn á að vera við völd. „Fyrir þetta pikknikk á pallinum ákvað ég að vera með svart, hvítt og náttúr- legt og allar kræsingar á svörtum bökkum og kökudiskum.“ Nesti í bíltúrinn Yfir verslunarmannahelgina naut fjölskyldan samverustunda við hlaðborð kræsinga bæði í sveitinni sem og heima við. „Við vorum í sumarbústaðnum okkar, en síðan hittum við stórfjölskylduna í sveitinni okkar á Hörgslandi á Síðu og nutum saman. Svo þurfti líka að dytta að ýmsu heima og gott að fá svona langa helgi.“ Þórunn segist stundum undir- búa ljúffengt nesti til að njóta, fyrir bíltúrinn eða lengri ökuferð en þessa dagana sé það sumarbústað- urinn sem þau nýta sem mest fyrir stundir með kræsingar. „Við förum ekki oft í „road trip“ núna, en gerðum meira af því áður en við eignuðumst bústaðinn. Þá var ég alltaf með eitthvað nesti í tösku. Oftast nær var stoppað við foss og borðað og notið.“ Þórunn deilir hér með lesendum sælkeranesti sem erfitt er að stand- ast. Hér eru á ferðinni ljúffengir sælkeraréttir sem bornir eru fram á fallegan hátt fyrir bæði auga og munn. Það má með sanni segja að matur sé mannsins megin. n Ekki amalegt að setjast við veisluborð á pallinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Til upplýsingar fyrir þá sem vilja setja upp svona fallegt borð þá fékk Þórunn blómin í Blómavali, diskar, servíettur, rör, glös fyrir blóm, krukkur og blómalengjur eru frá Confettisisters og bakk- arnir frá Magnolia. Fremst er snakk í bréfpokum. Beikonvafðar kokteilpylsur sem velt hefur verið upp úr tómatsósu hitta í mark hjá yngri kynslóðinni. Þær eru hitaðar á pönnu. Þriggja hæða Nutella-kaka sem bráðnar í munni. Krakkar elska þessa. Hér þarf einungis svamp- botna, hægt er að vera með tvo en Þórunn notaði þrjá svampbotna, einn lítra af rjóma, eina krukku Nutella-súkkulaði og skreytti og bragðbætti með jarðarberjum, bláberjum og brómberjum. Girnilegar beyglur með Philadelphia-osti, hráskinku, basilíku og tómötum. Pestó-salat með tómötum, ferskri basilíku og mozzarella-osti. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Ég spái mikið í hvernig ég ætli að stílisera bæði matinn og annað borðskraut og er alltaf með eitthvað þema. Ég fer bara á flug þegar ég byrja, ég hrein- lega elska þetta. 2 kynningarblað A L LT 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.