Morgunblaðið - 11.04.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 11.04.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ALICANTE GOLF RESORT ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS ÆFÐU SVEIFLUNA Á ALICANTE INNIFALIÐ Í VERÐI: ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI 19. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 199.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 20. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 20. - 28. APRÍL VERÐ FRÁ 254.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 24. - 28. APRÍL VERÐ FRÁ 159.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 24. APRÍL - 03. MAÍ VERÐ FRÁ 269.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Komdu með til Alicante, hitaðu upp fyrir sumarið á Spáni. Í þessum ferðum til Alicante Golf Resort getur þú ráðið lengdinni á þinni ferð. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Kauptilboð hefur verið samþykkt í varðskipin Tý og Ægi og fara þau því úr eigu ríkisins á næstunni. Bæði skipin verða seld einum kaupanda, sem er íslenskur. Þetta staðfestir Helena Rós Sigmarsdóttir, lögfræð- ingur hjá Ríkiskaupum, í samtali við Morgunblaðið. Kauptilboðið er bind- andi og vænta má að drög að kaup- samningi séu komin langt á veg. Kaupverðið hefur ekki enn verið gef- ið upp, en verður gefið upp þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Tvö tilboð bárust Í byrjun febrúar sl., þá eftir aug- lýsingafrest, greindi Morgunblaðið frá því að hæsta tilboð væri 125 millj. kr. Tvö tilboð hefðu borist. Hið lægra hefði verið upp á tæpar 18 millj. kr. „Verið er að leggja mat á áframhald- andi samningsgrundvöll við hæst- bjóðanda,“ sagði í svari Ríkiskaupa í febrúar síðastliðnum. Helena segir aðspurð að fleiri tilboð hafi ekki bor- ist eftir auglýsingafrestinn. „Við þurftum því ekki að taka afstöðu til þess hvort við ættum að hleypa öðru tilboði að. Það hefði væntanlega verið tekið til skoðunar ef það hefði verið þess eðlis.“ Helena tekur fram að um- rædd auglýsing hafi ekki verið bind- andi. „Þetta var í sjálfu sér markaðs- könnun til að sjá hvert mögulegt markaðsverð fyrir varðskipin væri.“ Bæði lengi í flotanum Varðskipið Týr kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur 24. mars 1975 og var þá fullkomnasta skip Íslendinga og jafn- framt það dýrasta. Varðskipið fór sína fyrstu ferð til björgunar- og landhelgisgæslustarfa frá Reykjavík fáeinum dögum eftir komuna til landsins og átti eftir að duga vel og lengi, meðal annars í 200 mílna þorskastríðinu. Hinn 15. nóvember á síðasta ári fór skipið í sína síðustu eft- irlitsferð og varðskipið Freyja tók formlega við hlutverki þess í kjölfar- ið. Varðskipið Ægir hefur verið til sölu frá því í nóvember 2020. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku 1968. Það kom til landsins sama ár og leysti af samnefnt skip sem þá hafði verið í flotanum í tæp 40 ár. Morgunblaðið/G.Rúnar Skip Varðskipin sem nú á að selja, Týr og Ægir, þegar þau voru bæði í höfn, sem þá þótti fremur óvanalegt. Kauptilboð samþykkt í Tý og Ægi - Varðskipin Ægir og Týr seld íslenskum kaupanda - Kaupsamningur í vinnslu fram yfir páska - Til- boðið er bindandi - Hæsta tilboð nam 125 milljónum króna - Skipin hafa verið í útgerð frá 1968 og 1975 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Framkvæmdastjóri og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðar- þjónustu telja nýja samninga Sjúkratrygginga Íslands, samtak- anna og Sambands íslenskra sveit- arfélaga ánægjulega og mikið afrek enda marki þeir framtíðarsýn og tryggi aukið fjármagn til hjúkr- unarheimila. Um 130 milljarðar króna eru tryggðir til reksturs og þjónustu 45 hjúkrunarheimila á vegum Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, eftir að samn- ingar þess efnis til þriggja ára voru undirritaðir og kynntir á föstudag- inn. Hjúkrunarheimili hafa kvartað sáran að undanförnu undan erfiðu rekstrarumhverfi sem rekja má með- al annars til vanfjármögnunar rík- isins. Þar ber einna hæst að fé mun fylgja íbúum hjúkrunarheimilanna betur og greiðsluþak vegna hjúkr- unarþyngdar er afnumið en einnig hafa verið skipaðir starfshópar til þess að rýna í atriði á borð við mönn- un svo dæmi sé tekið. „Það er verið að semja á jákvæðari fjárhagslegum grunni en áður og það er verið að setja meiri pening í hjúkr- unarheimilin,“ segir Sigurjón Nor- berg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu. Hann segir að með samning- unum hafi loks verið sett fram eins- konar framtíðarsýn í málaflokknum. Í samningunum eru fjárveitingar bet- ur tengdar við hjúkrun og umönnun og fjármagn til umönnunar aukið sér- staklega. Í gömlu samningunum var sett 2% þak á það hve mikið greiðslur til hjúkrunarheimila mættu hækka vegna aukinnar hjúkrunarþyngdar. „Hið opinbera er að segja að greiðslur eigi að fylgja ástandi heim- ilisfólksins. Faglega séð munu þessir samningar gera hjúkrunarheim- ilunum fært að veita heimilisfólkinu betri umönnun,“ segir hann. Aukin framlög verða veitt til þeirra sem þurfa sérstaka umönnun, í gegn- um Útlagasjóð. „Sá sjóður fékk 13 milljónir árlega samkvæmt síðustu samningum en í þessum nálgast þeir 66 milljónir á þessu ári og hækka síð- an upp í 96 milljónir,“ segir hann. Þá lýsti ráðherra því yfir að hann vildi setja í gang vinnu við að hanna úr- ræði fyrir þá sem þurfa sérstaklega mikla umönnun eða þá sem passa ekki í núverandi mynstur á hjúkr- unarheimilunum. Fyrri samningar, frá 2016, voru endurnýjaðir í tvígang, síðast fram í mars eftir að þeir runnu út um ára- mótin. Samningaviðræður hófust stuttu eftir að Willum Þór Þórsson tók við embætti heilbrigðisráðherra. Björn Bjarki Þorsteinsson, for- maður Samtaka fyrirtækja í velferð- arþjónustu, segir ánægjulegt að samningar hafi náðst og sér í lagi að samið hafi verið um viðbótarframlög. Greiðslur fylgi ástandi íbúa hjúkrunarheimila - Framtíðarsýn lögð fram með samningi um rekstur hjúkrunarheimila - Samið til þriggja ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjármagn Hjúkrunarheimilin fá auk- in fjárframlög með samningunum. Diljá Mist Einarsdóttir, ásamt fjór- um öðrum þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, hefur lagt fram frum- varp á Alþingi sem felur í sér nokkrar breyt- ingar á ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Á meðal þeirra er niður- felling á skyldu forstöðumanna að áminna starfs- menn með form- legum hætti vegna brots á skyldum starfsmanna eða þegar þeir hafa ekki staðið undir þeim kröfum sem leiðir af starfi þeirra. Vilja einfalda reglur Segir í greinargerð að það sé mat flutningsmanna tillögunnar að auka þurfi sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda beri reglurum starfslok ríkisstarfs- manna. „Eftir sem áður verður það al- menn krafa að málefnaleg sjónar- mið liggi til grundvallar starfslokum og lausn frá embætti, enda tryggja stjórnsýslulög ríkisstarfsmönnum fullnægjandi réttarvernd í starfi,“ segir í greinargerðinni. Diljá Mist segir í samtali við Morgunblaðið að aðstæður á vinnumarkaði séu allt aðrar í dag en þær voru þegar lögin voru upphaflega samþykkt. „Hugsunin er að bregðast við breyttum aðstæðum og forsendum á vinnumarkaðnum þar sem rétt- arstaða opinberra starfsmanna hef- ur verið styrkt, en á sama tíma hafa kjör þeirra batnað og þeim fjölgað mikið á undanförnum árum,“ segir Diljá Mist. „Réttarstaða opinberra starfs- manna ætti því að færast nokkuð í átt að réttarstöðu starfsmanna einkafyrirtækja,“ bætir hún við. Í frumvarpinu er sömuleiðis lögð til breyting á lögunum til áréttingar á því að skipulagsbreytingar og aðr- ar sambærilegar aðstæður geti ver- ið grundvöllur fyrir setningu stjórn- enda í nýja stöðu til sex mánaða í senn. Vísað er til setningar ráðu- neytisstjóra í nýtt háskóla-, iðnað- ar- og nýsköpunarráðuneyti. Um- boðsmaður Alþingis gerði athugasemd við setningu Ásdísar Höllu Bragadóttur í stöðu ráðuneyt- isstjóra í vetur og sagði að und- anþágu frá auglýsingaskyldu bæri að túlka þröngt. Vill fella niður skil- yrði um áminningu - Auka sveigjanleika í starfsmannahaldi Diljá Mist Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.