Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 6
Góð tilþrif sáust um helgina þegar ungir mat- og framreiðslumenn æfðu fyrir Norrænu nemakeppnina í faggreinum sínum. Sú verður í Menntaskólanum í Kópavogi síðar í þessum mánuði og þar var æft nú. Þegar að keppni kemur mæta frá hverju norrænu landi um sig tveir keppendur í matreiðslu og aðrir tveir í framreiðslu. Matreiðslunemarnir útbúa meðal annars fjögurra rétta málsverð og keppa í því en framreiðslunemarnir í vínfræðum, borð- skreytingu, pörun matseðla og vína og fleiru slíku. Keppendur Íslendinga í matreiðslu nú eru Klara Lind Óskarsdóttir og Guðmundur Hall- dór Bender og sjást þau á myndinni hér til hliðar Í framreiðslu keppa Petra Sif Lárus- dóttir og Tumi Dagur Haraldsson. Undanfarin ár hafa íslenskir mat- og framreiðslunemar raðað sér efstu sætin í norrænu keppninni þar sem þátttakendur eru alls 20. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Geirsson Æfðu meistara- takta í matreiðslu 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfshópur um orkumál á Vest- fjörðum telur heppilegt að stefna að því að raforkukerfi fjórðungsins verði byggt upp að lágmarki með einni öflugri virkjun á vestfirskan mælikvarða, 20-50 megavött að afli. Einnig verði byggðar fleiri minni virkjanir. Telur hópurinn að setja mætti það markmið að búið yrði að byggja virkjanir með að minnsta kosti 40 MW afli fyrir árið 2030. Vestfirðir hafa setið eftir varðandi afhendingaröryggi raforku og vitnar starfshópurinn til orkustefnu með að hann eigi að njóta forgangs um úr- bætur. Að mati hópsins verður markmiðið að vera það að ná hið minnsta sambærilegu afhendingar- öryggi og stjórnvöld hafa sett sem viðmið fyrir landið í heild. Þarf að auka afl innan svæðis Það er niðurstaða starfshópsins að til þess að bæta afhendingaröryggi á Vestfjörðum og tryggja nægilegt afl, ásamt því að auka kerfisstyrk, sé nauðsynlegt að vinna að úrbótum og verkefnum sem snerta nánast alla hluta raforkukerfisins. Þar er átt við meginflutningskerfið, svæðisbundna flutningskerfið, dreifikerfið og síðast en ekki síst orkuframleiðslu innan svæðisins, auk jarðhitaleitar. Verði tillögurnar að veruleika áætl- ar hópurinn að meiriháttar straum- leysistilfellum í þéttbýli fækki um allt að 90% á næstu sex til sjö árum. Tillögurnar snúa að endurnýjun og viðbótum við flutningskerfi raforku inn til landshlutans og innan hans. Til að útrýma dísilknúnu varaafli verði að auka orkuvinnslu vatnsaflsvirkjana. Markmiðum um gott afhendingarör- yggi verði náð með samspili uppbygg- ingar á vatnsaflsvirkjunum og styrk- ingar flutningskerfisins. Sérstaklega er nefnt að tryggt verði fjármagn til jarðhitaleitar svo hægt verði að rann- saka til hlítar möguleika á jarðhita við rafkyntar hitaveitur. Tvær stórar virkjanir á vestfirsk- an mælikvarða eru í undirbúningi í landshlutanum, Hvalárvirkjun á Ströndum og Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki í núgildandi ramma- áætlun og Austurgilsvirkjun er í til- lögum 3. áfanga rammaáætlunar sem er til umfjöllunar á Alþingi. Þá er EM orka langt komin með und- irbúningsvinnu við vindorkuver í Garpsdal í Gilsfirði. Það er í nýting- arflokki í drögum verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar. Vatnsfjarðarvirkjun í skoðun Í tillögum starfshópsins er þó lögð áhersla á Vatnsfjarðarvirkjun sem Orkubú Vestfjarða hefur verið að skoða. Til þess að hægt sé að ýta hugmyndinni inn í umfjöllun í rammaáætlun þarf að lyfta friðlýs- ingarskilmálum Friðlandsins í Vatnsfirði og leggur starfshópurinn til að umhverfisráðherra skoði það. Einnig leggur hópurinn til að virkjað verði í Steingrímsfirði eins og Orkubúið hefur verið með til athug- unar. Kallað eftir stórri virkjun vestra - Friðlýsingu Vatnsfjarðar verði breytt - Vilja útrýma dísilknúnu varaafli - Undirbúa vindorkustöð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Patreksfjörður Orkumálin eru í deiglunni á Vestfjörðum nú. Stefnt er að því að starfsemi fjögurra ríkisstofnana sem eru með starfsemi á Akranesi verði síðar á þessu ári flutt undir eitt þak að Smiðjuvöllum 28 þar í bæ. Þetta eru starfsstöðvar Vinnueftirlitsins, Vinnumálastofn- unar og Sýslu- mannsins á Vest- urlandi – og svo Landmælinga Ís- lands en höfuð- stöðvar þeirra eru sem kunnugt er á Skaganum. Þá hefur bæjarráð Akra- ness samþykkt að leigja pláss í um- ræddu húsi fyrir starfsemi Fjöliðj- unnar, vinnustaðar fyrir fatlaða. Landmælingar Íslands (LMÍ) hafa verið til húsa í Stillholti 16-18 á Akra- nesi allt frá flutningi stofnunarinnar á Akranes árið 1999. Fyrir nokkru komu rakaskemmdir í þeirri bygg- ingu í ljós og var starfsemi bæjar- skrifstofanna á Akranesi og eins af- greiðsla Skattsins, sem einnig voru í húsinu, flutt annað. Starfsemi Land- mælinga er enn í byggingunni, en þrengt hefur verið að 24 starfsmönn- um, og nokkrir sinna verkum sínum að mestu frá heimilum sínum nú. Gert er ráð fyrir að stofnunin verði komin á nýjan stað við Smiðjuvelli undir lok ársins. Gunnar H. Kristinsson er um þess- ar mundir settur forstjóri Landmæl- inga Íslands. Hann tók við starfinu 1. janúar sl. og gegnir því þetta árið, eða á sama tíma og Eydís Líndal Finn- bogadóttir, skipaður forstjóri, stýrir starfsemi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Stofnun á tímamótum „Í raun er starfsemi Landmælinga Íslands í dag á tímamótum,“ segir Gunnar. Í því sambandi getur hann þess að forsvarmenn LMÍ hafi síðasta áratuginn eða svo óskað eftir því að stofnunin verði sameinuð stærri ein- ingu eða stækkuð með tilfærslu verk- efna. Augljóst hagræði sé að slíku og nú sé svo komið að smæð torveldi um margt starfsemi LMÍ. Miklar og vax- andi kröfur séu gerðar til opinberra stofnana hvað varðar skýrslugjöf og skyldur ýmiss konar, óháð stærð þeirra. Mikill tími fari í þessa vinnu, sem væri hin sama eða svipuð í stærri stofnun. Megi í því sambandi benda á að LMÍ og Náttúrufræðistofnun Ís- lands vinni að ýmsum sambærilegum verkefnum en einnig megi benda á að í flestum löndum sem við berum okk- ur við séu korta- og fasteignastofn- anir sameinaðar. Bylting í fjarfunda- tækni geri það svo að verkum að öflugur vinnustaður geti áfram dafn- að á Akranesi þó að hann tilheyri stærri einingu. Fjórar undir sama þak Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Uppstokkun í rekstri opinberra stofnana í bænum er fram undan. Gunnar H. Kristinsson - Ríkisstofnanir á Akranesi fara á Smiðjuvelli - Landmæl- ingar Íslands á tímamótum - Stjórnendur vilja sameiningu Tvö mál sem bæði snúa að ríkinu hafa aukið óvissu við þann undirbúning að byggingu Hvalárvirkjunar sem staðið hefur í mörg ár. Það eru annars vegar nýjar kröfur óbyggðanefndar um að stór hluti Ófeigsfjarðarheiðar og þar með vatnsréttindi virkjunarinnar verði þjóðlenda og hins vegar áform umhverfisráðuneytisins um friðun fossa í ánum. Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks, skýrði frá þessum áskorunum sem bæst hefðu við aðrar hefðbundnari, þegar hann kynnti stöðu undirbúnings á orkuráðstefnu á Ísafirði. Benti hann á að fyrirtækið hefði unnið að undirbúningi og varið um 700 milljónum króna í virkjunar- kost sem Alþingi hefði talið henta betur en aðra kosti sem verkefnis- stjórn rammaáætlunar mat. Með kröfu um friðun fossa væru opinberar stofnanir að reyna að koma í veg fyrir nýtingaráform Hvalárvirkjunar sem hann sagði sérkennilegt í ljósi afgreiðslu Alþingis. Stofnanir vinna gegn Alþingi HVALÁRVIRKJUN Í hart gæti farið í Hvalfirði í dag þangað sem fólk úr Samtök hernaðar- andstæðinga ætlar að koma og huga að kræklingi í fjörum, á sama tíma og bandarískir hermenn á æfingunni Norðurvíkingi hyggjast æfa þar land- göngu. Í tilkynningu frá hernaðarandstæðingum segir að vonandi þvælist hermenn ekki fyrir þeim. Raunar beina þeir til skipuleggjenda Norðurvík- ings þeirri ósk að breyta áherslum sínum og snúa sér frekar að því að tína sjávarfang en stunda stríðsleik – eins og þeir kalla æfinguna. Í ljósi þess að Matvælastofnun hefur varað við neyslu kræklings úr Hval- firði vegna eiturefna segja Samtök hernaðarandstæðinga að svo geti farið að sjávarfangið verði ekki tínt. Verði því í staðinn kannað með sölvafjörur á svæðinu og skarfakál. Kanna kræklingafjörur á heræfingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.