Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 8

Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. apríl 2022 Auglýsendur athugið SÉRBLAÐ B A BLAÐ Páll Vilhjálmsson blaðamaður þekkir nokkuð til í bæjarpóli- tíkinni á Seltjarnarnesi því að hann var í forystu fyrir Samfylk- inguna þar á árum áður. Í færslu á blog.is í gær bendir hann á að „Viðreisn og Píratar eru systurflokkar á Seltjarnarnesi. Það má bara ekki segja það upphátt. Sameiginlegur listi þessara tveggja flokka á Nesinu heitir Framtíðin. - - - Á heimasíðu Pírata segir á hinn bóginn: „Björn Gunnlaugsson verður oddviti Pírata á Seltjarnar- nesi en Píratar bjóða þar fram í samstarfi við Viðreisn og óháða.“ - - - Hvers vegna koma Píratar og Viðreisn ekki hreint fram og kenna framboðslistann við flokk- ana sem standa að framboðinu? - - - Atkvæðaveiðar undir fölsku flaggi eru hvorki til marks um gagnsæi né virðingu fyrir kjós- endum.“ - - - Spurningar Páls eiga fullan rétt á sér en svarið er sennilega það að þessir flokkar kenna fram- boðið ekki við flokkana vegna þess að þeir telja þá tengingu ekki framboðinu til framdráttar. - - - Um leið eru þeir auðvitað að gera kjósendum erfiðara fyr- ir að leggja mat á þá kosti sem eru í boði. - - - Þetta á við víðar en á Seltjarn- arnesi og getur verið skiljan- legt í smærri sveitarfélögum, en Viðreisn, Píratar og Samfylking virðast eiga góða samleið víða án þess að vilja vekja á því athygli. Páll Vilhjálmsson Feluframboðin STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Með sölu á 22,5% hlut ríkissjóðs í Ís- landsbanka, sem skilaði ríkissjóði 52,7 milljörðum króna, gefst aukið svigrúm til fjárfestingar í innviðum samfélagsins. Slíkt er raunar í sam- ræmi við inntak stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem lögð er áhersla á að nýta þá fjármuni til uppbyggingar innviða samfélagsins. Þetta segir í bókun bæjarstjórnar Stykkishólms sem ræddi málið á fundi sínum í síðustu viku. Bæjarstjórnin gerir þá kröfu í bókun sinni að hluti fjármuna sem fengust með sölunni á Íslandsbanka hf. verði nýttur til samgöngumála. Þar sé margt nú í ólagi. Þar er sér- staklega tiltekinn Skógarstrandar- vegur og að endurnýja þurfi Breiða- fjarðarferjuna Baldur. Grunninnviðir sem séu í óboðlegu ástandi á alla mælikvarða eigi að vera í forgangi við ráðstöfun fjár- muna. Umrædd mál séu til að mynda forgangsatriði í samgönguáætlun Vesturlands. Þá hafi í kosningum fyrir skemmstu, þar sem sameining Helgafellssveitar og Stykkishólms- bæjar var samþykkt, verið rætt um áðurnefnd mál. Úrbætur á þeim séu að nokkru leyti forsenda sameining- ar sveitarfélaganna. Forgangsröðun ríkisstjórnar í innviðamálum á land- inu eigi að taka mið af því. sbs@mbl.is Bankasala borgi fyrir nýjan Baldur - Stykkishólmur - Íslandsbankafé fari í innviði - Svigrúm er til fjárfestinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferja Endurnýja þarf Baldur sem er í daglegum Breiðafjarðarferðum. Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Morgunblaðið að sambandinu hafi yfirsést afleiðingar breyttra reglna um hæfi kjörstjórn- armanna er kosningalögin voru í um- sagnarferli. Kosningalögin voru samþykkt á síðasta þingi og tóku gildi um ára- mótin. Reynir því í fyrsta skipti á þau í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúi í kjörstjórn má ekki eiga maka, fyrrverandi maka, núverandi eða fyrrverandi sambýlismann eða -konu, foreldri, barn, systkin, mág eða mágkonu sem eru í framboði. Þá ná nýju reglurnar líka yfir systkina- börn, barnabörn, afa, ömmu og systkini foreldra. „Ég verð bara að viðurkenna að af- leiðingar þess fóru framhjá okkur. Það voru einhver sveitarfélög sem gerðu athugasemdir en í umsögn sambandsins hefur þetta farið framhjá okkur, að þetta myndi hafa svona mikil áhrif,“ segir Aldís. Hún segir það ekki vera spurningu að það þurfi að breyta lögunum. „Það þarf að taka þetta til endur- skoðunar. Þetta er alltof víðtækt,“ segir Aldís og nefnir til dæmis að í Reykjavík séu hátt í 500 manns í framboði sem þýði að vanhæfið verði svo víða. Þá hafi þetta einnig mikil áhrif í smærri sveitarfélögum þar sem færri búa. „Þetta er komið langt út fyrir þau ákvæði sem sett voru í sveitarstjórn- arlögum,“ segir hún og bætir við að í sveitarstjórnarlögum séu tilgreind ákvæði um vanhæfi. SÍS yfirsást afleið- ingar breytinganna - SÍS gerði ekki at- hugasemd í umsögn um málið á sínum tíma Formaður Aldís Hafsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.