Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur • Vesti • Kjólar
Peysur • Bolir • Jakkar
Blússur • Buxur
VORVÖRUR
Vinsælu velúrgallarnir
Alltaf til í mörgum litum
og í stærðum S-4XL
Einnig stakar svartar velúrbuxur
Velferðarsjóðurinn Vinátta í verki, í
samvinnu við Grænlandsvini í Kalak
og Veraldarvini, auk fjölda íslenskra
og grænlenskra fyrirtækja og fé-
laga, standa fyrir hátíð á Grænlandi
um páskana. Hún fer fram í einu af-
skekktasta þorpi Grænlands,
Ittoqqortoormiit á austurströndinni.
Á dagskránni verða m.a. skákmót,
sirkuslistir, tónleikar og listasmiðj-
ur.
Skákfélagið Hrókurinn stóð fyrir
árlegum hátíðum í Ittoqqortoormiit
á árunum 2007-2019 og er það
Grænlandsvinum mikið ánægjuefni
að hátíðin skuli nú endurvakin eftir
tveggja ára hlé.
Gleðistundir fyrir börnin
Leiðangursmenn eru Axel Diego,
sirkuslistamaður og margreyndur
Grænlandsfari með Hróknum, Linus
Orri Gunnarsson Cederborg, tónlist-
armaður, skákmaður og sirkuslista-
maður, og hin bandaríska Sage Sov-
ereign sem sögð er ein fremsta
sirkuslistakona samtímans.
Hátíðin hefst í dag og stendur til
20. apríl. Bakhjarlar hátíðarinnar
eru sveitarfélagið Sermersooq, Nor-
landair, Air Greenland, Tusass,
Brim hf., Fulltingi, Bónus, Hagkaup,
Extrakaup, Forlagið, Margt smátt,
Penninn, Krumma, Ásgarður og ís-
lenskar prjónakonur og aðrir vel-
unnarar grænlenskra barna. Skipu-
leggjandi er Hrafn Jökulsson.
Meginmarkmið hátíðarinnar er að
skapa gleðistundir fyrir börn, ung-
menni og aðra íbúa í Ittoqqortoormi-
it. Leið Hróksins lá þangað fyrst fyr-
ir 15 árum og Ittoqqortoormiit er
mesta skákþorp Grænlands og jafn-
framt það þorp þar sem ísbirnir gera
sig oftast heimakomna, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu um
hátíðina.
Grænland Hátíðin um páskana verður haldin í einu afskekktasta þorpi Grænlands, Ittoqqortoormiit á austurströndinni. Stundum nefnt Scoresbysund.
Vinátta í verki á Grænlandi
Páskar Markmið hátíðarinnar er að skapa gleðistundir
fyrir börnin í þorpinu, sem fá m.a. páskaegg frá Íslandi.
Skák Mikill áhugi er á skák á Grænlandi, sem þakka má
átaki Skákfélagsins Hróksins og Grænlandsvina.
- Skák, sirkus, tónlist og myndlist á dagskrá hátíðar á Grænlandi um páskana
- Fjölmargir íslenskir aðilar standa að hátíðinni - Hrókurinn átti frumkvæðið
Lárus Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri og
fv. atvinnumaður
í knattspyrnu, er
efstur á lista Mið-
flokksins í
Garðabæ fyrir
komandi kosn-
ingar. Í öðru sæti
er Íris Kristina
Óttarsdóttir
markaðsfræðingur og Snorri Mar-
teinsson atvinnurekandi skipar
þriðja sætið. Elena Alda Árnason
hagfræðingur er í fjórða sæti og
Haraldur Ágúst Gíslason ferða-
þjónustubóndi í því fimmta. Heið-
urssæti listans skipar fv. bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
Sigrún Aspelund.
Fyrir helgi var í blaðinu greint
frá því að Karen Elísabet Halldórs-
dóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi, myndi leiða
Miðflokkinn þar í bæ. Allur listinn
hefur verið birtur og er söngvarinn
Geir Ólafsson í öðru sæti.
Lárus
Guðmundsson
Lárus leiðir Mið-
flokkinn í Garðabæ
Karl Pétur Jóns-
son, bæjar-
fulltrúi
Viðreisnar/Nes-
listans á Sel-
tjarnarnesi, skip-
ar efsta sæti á
nýjum lista
Framtíðarinnar
á Seltjarnarnesi.
Listann skipa 14
Seltirningar sem
eru „sammála um að stöðnun hafi
ríkt í sveitarfélaginu,“ eins og það
er orðað í tilkynningu. Ætlar fram-
boðið að koma rekstri bæjarins í
jafnvægi, bæta þjónustu við börn og
gera umhverfi bæjarins „skemmti-
legra og heilsusamlegra“.
Í öðru sæti listans er Áslaug
Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri
og Björn Gunnlaugsson kennari í
því þriðja. Katrín Pálsdóttir hjúkr-
unarfræðingur skipar heiðurssæti
Framtíðarinnar.
Karl Pétur efstur á
lista Framtíðarinnar
Karl Pétur
Jónsson
2022
Við opnun yfirlitssýningar Errós í
Listasafni Reykjavíkur sl. laugar-
dag afhenti listamaðurinn Fjólu
Ingþórsdóttur myndlistarkonu við-
urkenningu úr Listasjóði Guð-
mundu. Erró stofnaði Guð-
munduverðlaunin árið 1997 til
minningar um móðursystur sína,
Guðmundu S. Kristinsdóttur.
Styrkur úr sjóðnum er veittur
framúrskarandi listakonu, að jafn-
aði árlega, og er ætlað að vera
hvatning til dáða á sviði mynd-
listar. Upphæðin, ein milljón króna,
er ein hæsta viðurkenning sem
veitt er á sviði myndlistar á Íslandi.
Þetta var í 22. sinn sem styrkurinn
er veittur.
Gagnvirk verk og þátttaka
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, sem
er fædd 1976, er menntuð í mynd-
list og listasögu frá Listaháskóla
Íslands og háskólanum í Árósum í
Danmörku. Í sköpun sinni fæst
Ingunn við ýmsa miðla eins og mál-
verk, vefnað og innsetningar. Verk
hennar fela oft í sér gagnvirkni eða
beina þátttöku og hafa þau verið
sýnd víða í galleríum og söfnum á
Íslandi. Má þar nefna Listasafn
Reykjavíkur, Listasafn Íslands og
Hafnarborg. Ingunn hefur tekið
þátt í fjölda samsýninga erlendis
og margt spennandi er á döfinni í
starfi hennar – svo sem einkasýn-
ing í Listasafni Íslands sem opnuð
verður í maí nk. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Listamaður Fjóla Ingþórsdóttir með
viðurkenningu og Erró í bakgrunni.
Fjóla fékk Guð-
munduverðlaun
- Viðurkenning Errós - Ein millj. kr.