Morgunblaðið - 11.04.2022, Síða 19

Morgunblaðið - 11.04.2022, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 ✝ Smári Hreið- arsson fæddist 17. október 1964 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur 2. apríl síðastliðinn á heimili sínu í Keflavík. Foreldrar Smára eru Erla Bjarna- dóttir, f. 1946, og Hreiðar Svavarsson veitingamaður, f. 1943, d. 2007. Systkini hans eru: 1) Arndís, f. 1963, og 2) Sverrir, f. 1968, kvæntur Margréti Ragn- arsdóttur. Smári kvæntist Mar- gréti Ástu Guðjónsdóttur 1991, þau skildu 2013. Börn þeirra eru: 1) Anna Lind Kristjánsdóttir, f. 1979, gift Einari Björgvinssyni, f. 1982, börn þeirra eru Daníel Frank og Kristján Felix, 2) Hall- dóra R. Guðmundsdóttir, f. 1987, gift Halldóri Kristni Halldórs- syni, f. 1988, börn þeirra eru Margrét Marín og Freyr, 3) hjá Ingvari Helgasyni í tvö ár áð- ur en hann sneri í veitinga- geirann. Þar starfaði hann í fjölda ára, lengst af með for- eldrum sínum í Smiðjukaffi, Pizzusmiðjunni og Ypsilon. Á fyrstnefnda staðnum kynntist hann Margréti Ástu og gengu þau í hjónaband 1991. Margrét átti tvær dætur fyrir og saman eignuðust þau tvo drengi og barnabörnin eru orðin fimm. Eft- ir aldamótin gerði Smári heið- arlega tilraun til að segja skilið við veitingageirann og starfaði m.a. við húsamálun í nokkur ár en lengi lifir í gömlum glæðum og hann var farinn að þjóna til borðs á Kaffi Reykjavík og baka pizzur á sínum eigin veit- ingastað, Pizza Pronto, áður en langt um leið. 2014 tók lífið nýja stefnu. Smári sneri aftur í bíla- leigugeirann og hóf störf hjá Procar þar sem hann starfaði síð- ustu árin. Sama ár tók Smári saman við Huldu Ingvarsdóttur og voru þau í sambúð til 2018. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 11. apríl 2022, klukkan 13. Hreiðar, f. 1992, dóttir hans er Amelía Lind, 4) Guðjón, f. 1998. Smári ólst upp í nokkrum hverfum Reykjavíkur og ná- grennis þar sem fjölskyldan flutti ört á hans uppvaxt- arárum. Þingholtin, Vesturbærinn, Breiðholtið og Foss- vogur fengu meðal annars að kenna á uppátækjum hans á með- an menn og málleysingjar á Ljót- arstöðum í Skaftárhreppi nutu krafta hans á sumrin. Fyrsta vinnan á mölinni var á Bílaleig- unni Miðborg 1975 þar sem hann, þá fjórtán ára, hjálpaði til við bón og þrif. Frá Hagaskóla og Hóla- brekku lá leiðin á Hótel Holt þar sem hann fetaði í fótspor föður síns og hóf nám í framreiðslu. Smári útskrifaðist svo sem þjónn 1985 og starfaði sem sölumaður Elsku Smári. Þau eru þung sporin þennan síðasta spöl, þetta kom okkur öllum svo á óvart. En þú varst ólíkindatól og þannig lifð- irðu lífinu, fórst það á harðahlaup- um, ef ekki handahlaupum, og með ótal bolta á lofti. Það er svo ómetanlegt að hafa kynnst sjálfsbjargarviðleitni og útsjónarsemi eins og þú hafðir. Í aðstæðum sem gátu virst vonlaus- ar sástu alltaf einhvern flöt sem hægt var að vinna með og gera það besta úr hlutunum. Ef þú lent- ir ekki á fótunum, þá stóðstu alltaf aftur upp og hélst áfram. Þú tókst öllum og bara öllu sem að höndum bar með opinn faðminn, hlýlegt glott og húmor. Og það var trixið; þetta er formúla sem reddar nán- ast öllu og bræðir hörðustu tól, þar á meðal tvær grjótharðar lill- ur sem þú fékkst í kaupbæti og láta sko ekki bjóða sér hvað sem er. Þær áttirðu skuldlaust. Í Hraunberginu var alltaf pláss við eldhúsborðið og ef það bættust við óvæntir gestir, þá græjaðir þú veislu úr því sem til var. Þú elsk- aðir góðar veislur og flott borð- hald – og bara almennt góða stemningu og fíling. Þannig gat stuttur rúntur í Bónus orðið að diskói með útvarpið í botni, Pepsi Max og slúður. Fyrir krakkana á heimilinu var frábært að alast upp með heimilisföður sem gekk eins og berserkur í öll heimilisstörf, viðgerðir og bras. Þú varst svo bóngóður, sannkallaður „já-mað- ur“ en líka „strax-maður“ og það er sko skemmtileg blanda. Þú varst líka langt á undan þinni sam- tíð hvað jafnrétti á heimilinu varð- ar og settir tóninn svo að dæturn- ar – já og vinkonur þeirra – sættu sig ekki við neitt minna á sínum heimilum. Við sitjum nú og rifjum upp ótal minningar nú þegar þú ert farinn áfram á næsta tilverustig. Við héldum ekki í við þig en náum þér á endanum. Vertu nú til friðs í Sumarlandinu. Anna Lind og Gréta. Pabbi. Haltu ekki á meiru en þú getur misst, andaðu rólega og hugsaðu fyrst. Vildi óska að þetta væri bara allt í gabbi, en nei, því miður … þá ertu farinn. Þú ert farinn frá mér pabbi. Ef ég bara gæti fengið að segja þér eitt í þetta síðasta sinn. Þá skaltu vita það að ég elska þig út í geim, stoltur þökk sé þér með bakið breitt, svo lengi sem ég lifi í þessum heimi. Sonur þinn segi með brosi að þú ert pabbi minn. Hvíldu í friði, Gamli. Hreiðar. Smári, við bræður vorum ósammála um flest, en aldrei það sem skipti máli. Ég trúi ekki að hann sé farinn, bíð hálfpartinn eftir að síminn hringi og svo svara ég; má ég hringja eftir smá? Hann vissi að það gat þýtt allt frá tíu mínútum upp í tíu daga – en það skipti engu máli. Við höfðum nægan tíma til að heyrast betur seinna. Hvernig er hægt, í stuttu máli, að varpa mynd á einhvern sem hefur fylgt manni frá blautu barnsbeini? Ef ég á að reyna að lýsa Smára og okkar bræðralagi í örfáum orðum, og réttri tímaröð frá fyrstu kynnum, þá væri það ef- laust svona: Fyndinn, fantur, fljótur, stærri, sterkari, strípur, stelpur, bílar, billinn, betri (aðeins), traustur, tregur, töffari, parið, pabbinn, parhús (eða var það ein- býli?) vandaður, vinsæll, vinur, afglöp, auðmýkt, afi greiðvikinn, geðgóður, gin (og tónik) hraður, hjartahlýr, horfinn. Horfinn allt of snemma. Smári var sem sagt ekki alltaf uppá- haldsbróðir minn á þessum fyrstu árum, en hann var eini bróðir minn. Vinátta okkar og traust styrktist svo bara með tímanum. Ég og fjölskylda mín nutum góðs af því hversu höfðinglegur Smári var heim að sækja. Hann hengdi upp af okkur með vinstri á meðan hann hristi kokteila með þeirri hægri og lagði á borð með þriðju hendinni. Ég er sannfærð- ur um að hann var með að minnsta kosti eina aukahönd – ef ekki fleiri. Slík voru fumlaus afköstin alla tíð. Allir sem hann þekktu vita hversu greiðvikinn hann var. Þurfti að mála, bera, gera við eitt- hvað, redda bílnum? Oftast var það bíllinn og með tímanum bíl- arnir. Smári borgaði aldrei upp- sett verð. Stundum aðeins meira en oftast minna – alltaf díll. Smári var lífskúnstner. Regl- urnar áttu ekkert endilega við hann enda lífið svo miklu skemmtilegra án þeirra. Og það var skemmtilegt í kringum Smára – stutt í húmorinn og hláturinn. Hann tók líka sénsa, var ekki gallalaus frekar en við hin en dvaldi aldrei við vandamálin – það voru bara lausnir. Smári var skemmtilegi frænd- inn, djókerinn, og einstaklega barngóður. Hans verður sárt saknað á mínu heimili. Elsku Anna Lind, Dóra, Hreið- ar og Gauki – þið og barnabörnin áttuð hjarta hans skuldlaust. Guð geymi ykkur. Smári minn, má ég hringja eftir smá? Sverrir Jolli Hreiðarsson. Elsku Smári. Það er þyngra en tárum taki að geta ekki þakkað þér fyrir það stóra hlutverk sem þú lékst í lífi mínu. Þú tókst mér sem þinni eigin frá fyrsta degi. Þú minntir mig reglulega á það hversu vænt þér þótti um mig, og ég trúði því. Ég efaðist ekki í eitt augnablik. Þú kenndir mér að það eru eng- in vandamál í lífinu, bara verkefni. Þú varst bóngóður, hlýr og allt- af til staðar fyrir mig, mína og þína. Þú komst keyrandi með bens- ínbrúsa þegar ég var strand á Mözdunni góðu. Mözdunni með topplúgunni manstu? Þú gerðir þér ótal ferðir á hverju kvöldi til að snúa við kass- ettunni og segja góða nótt, aftur og aftur. Nú er komið að mér að segja góða nótt. Bíllinn þinn var svo ekkert það ljótur, bindið ekki heldur. Takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Þú ert og verður alltaf minn fjögurra blaða Smári. Þín Dóra, Halldóra R. Guðmundsdóttir. Smári bróðir – ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um hann. Hann var orkubolti og stuð- pinni frá náttúrunnar hendi. Alltaf til í fjör og gleði og ekki lengi að henda upp góðu partíi með stutt- um fyrirvara og var þar hrókur alls fagnaðar. Það var aldrei lognmolla í kringum hann og oft sagt að hann væri farinn áður en hann kæmi. Smári átti að vera jólabarn en hans karakter kom strax í ljós, hann var tilbúinn svo hann skaust í heiminn 17. október, 11 dögum fyrir eins árs afmælið mitt, þannig að við vorum jafngömul í 11 daga á ári og okkur fannst það mjög skemmtilegt. Næstum því tvíbur- ar að eigin sögn. „Núna er ég bú- inn að ná þér,“ sagði hann alltaf á afmælinu sínu. Á tímabili fannst honum ekkert skemmtilegra en að stríða mér og fannst tilvalið að gera sem mest af því áður en hann yrði átta ára því hann hafði bitið það í sig, þegar sagt var að maður ætti að vera góður við minnimáttar, að það væri „minni en átta“. Hann var oft ansi uppátækja- samur og náði yfirleitt að fá mig til að þegja yfir hinum ýmsu prakk- arastrikum með því að lofa að segja ekki frá, hann vissi að ég tók það mjög hátíðlega þegar ég var búin að lofa einhverju. T.d. fékk hann „lánaðan“ einn bílinn af bíla- leigunni, sem pabbi og mamma ráku, og fór smá rúnt um Þing- holtin, löngu fyrir bílprófsaldur- inn, og lét mig lofa að segja ekki frá. Vegna vinnu sinnar hjá bíla- leigunni var hann oft og mikið á ferðinni um landið í ýmsum redd- ingum fyrir viðskiptavini, oftast ferðamenn sem lentu í vandræð- um með bílana. Þá hringdi hann oft og við spjölluðum um heima og geima og allt þar á milli. Svo gott að nýta tímann á keyrslu. Smári var einkar handlaginn og sagði „ef þessi getur þetta hlýt ég að geta það líka“, fór svo bara af stað og leysti verkefnin af snilld. Hann var líka einstaklega bón- góður og þau voru ófá kvöldin og helgarnar sem fóru í það að munda málningarpensilinn, skrúf- járnið eða önnur verkfæri fyrir fjölskyldu eða vini. Smári var bara þeim hæfileika gæddur að hann sá aldrei vanda- mál heldur bara lausnir sem áttu eftir að finnast. Elsku Smári minn. Ég á eftir að sakna þín óend- anlega mikið. Guð geymi þig alltaf. Arndís Hreiðarsdóttir (Addý). Elsku Smári minn, skrýtið þetta líf að þurfa að kyngja þessu að þú sért búinn að kveðja okkur svona snemma fyrirvaralaust. Ég man þegar við kynntumst fyrir um 40 árum, það var gaman og góður tími, þú varst svo flottur og skemmtilegur og duglegur. Alltaf varstu að vinna með foreldrum þinum og systkinum í fjölskyldu- fyrirtæki ykkar. Man hvað þú varst góður á hjólaskautum. Þeg- ar við Maggi vorum að spila diskó í hjólaskautahöllinni komst þú stundum yfir og tókst nokkra hringi, þá lifnaði staðurinn við og hraðinn líka, þér þótti mjög gam- an að fara frekar hratt elsku vinur varst stundum að skamma mig fyrir að fara frekar hægt. Ég gæti skrifað heila bók um okkar tíma saman ef ég væri betri penni. Held að við höfðum aldrei rifist þó að við værum ekki alltaf sammála um leiðina. Hittumst sem betur fer viku áður en þú kvaddir okkur þegar þú sóttir mig til Keflavíkur, það var mikið spjallað og hlegið. Síðasta ferðin þín var góð og komstu við hjá Önnu Lind í Sví- þjóð í nokkra daga á heimleið. Þetta líf verður ekki eins þegar það vantar þig, elsku vinur, Smári minn. Þá sérstaklega fyrir börnin þin, móður þína, systkini og vini. Hvíldu í friði og ró, Smári minn, takk fyrir allt. Þinn vinur, Bragi Björnsson. Smári Hreiðarsson ✝ Magnús Giss- urarson fædd- ist 16. febrúar 1928 í Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 1. apríl 2022. Foreldrar hans voru Gissur Gísla- son, f. 30.7. 1888, d. 15.7. 1964, og Árný Sigurðardóttir, f. 1.1. 1889, d. 23.1. 1988. Systkini Magnúsar voru: Sigurður, f. 1916, d. 2002, Ásta Steinunn, f. 1918, d. 2005, Sveinn, f. 1921, d. 1977, og Óskar Gísli, f. 1923, d. 1990. þrjár: 1) Ásta, f. 24. október 1972. Sambýlismaður hennar er Jón Valentínusson, þau eiga tvö börn, Hall Steinar og Halldóru. 2) Sig- urveig, f. 12. apríl 1975. Hún er gift Ingvari Karlssyni og eiga þau þrjár dætur, Hildi Völu, Höllu Björgu og Hugrúnu Erlu. 3) Hanna Valdís, f. 8. september 1988. Sambýlismaður hennar er Eysteinn Finnsson. Magnús ólst upp í Litlu- Hildisey yngstur fimm systkina sem öll eru látin. 19 ára flutti hann til Reykjavíkur og hóf nám í rafvirkjun. Sveinsbréf í rafvirkj- un fékk hann 1952 og svo raf- verktakaleyfi árið 1958. Magnús starfaði sem rafvirkjameistari hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og Háskóla Íslands, samhliða því að starfrækja raf- tverktakafyrirtækið Rafstoð hf. Útför Magnúsar fer fram í Ár- bæjarkirkju í dag, 11. apríl 2022, klukkan 13. Magnús giftist hinn 31. desember 1959 Ástu Valde- marsdóttur, f. 30.9. 1931, d. 21.12. 2015 eftir stutt veikindi. Foreldrar hennar voru Jóhanna Bjarnadóttir skips- þerna, f. 1903, d. 1981, og Valdemar Einarsson loft- skeytamaður, f. 1896, d. 1981. Ásta og Magnús eignuðust eina dóttur, Jóhönnu Valgerði, f. 15. júní 1953. Eiginmaður hennar er Hallur Steinar Jónsson, f. 13. mars 1953. Dætur þeirra eru „Afi, segðu mér sögu.“ Litlar stelpur laumuðust í afaból í sum- arbústaðnum og biðu spenntar eftir að heyra enn eina söguna, gátuna eða brandarann. Afi var svo skemmtilegur, barngóður og mikill húmoristi sem gaf sér nán- ast alltaf tíma til að spjalla við okkur litlu afastelpurnar. Við umgengumst afa og ömmu mikið, margar helgar og sumarfrí vorum við saman í sumarbústaðn- um og þegar við vorum í bænum þá bjuggu þau í næstu götu. Við stelpurnar vorum alltaf velkomn- ar og nýttum okkur það óspart. Afi fæddist árið 1928 í Litlu Hildisey í Austur-Landeyjum. Hann var yngstur 5 systkina og átti góða og skemmtilega æsku að eigin sögn. Hann hafði gaman af vélum, tækjum og tólum, keypti sér Willys-jeppa áður en hann fékk bílpróf sem var óspart not- aður á rúntinum og í lengri ferða- lög. Hann var ákveðinn í að mennta sig og flutti í bæinn 19 ára gamall þar sem hann lærði raf- virkjun og varð rafvirkjameistari árið 1958. Hann kynntist ömmu, Ástu Valdemarsdóttur, og þau eignuðust svo mömmu árið 1953. Litla fjölskyldan kom sér upp húsnæði og á sumrin ferðuðust þau um landið og stunduðu stangveiði. Síðar komu afi og amma sér upp sumarbústaðnum Hellisnesi sem varð þeirra sælureitur, þar áttu þau sínar bestu stundir í lífinu við að dytta að bústaðnum, skreppa í veiði eða leika við okkur afastelp- urnar sem dvöldum þar löngum stundum. Við erum endalaust þakklátar fyrir allar minningarnar frá Hellisnesi, veiði- og ævintýra- ferðirnar. Afi var duglegur, vinnuglaður og bjó yfir endalausri orku. Hann var alltaf að, sama hvort það var vinnan sem honum fannst svo skemmtileg, fiskveiðin sem var uppáhaldsáhugamálið, eða að byggja sér heimili. Hann byggði ásamt ömmu íbúðina í Skaftahlíð, sumarbústaðinn Hellisnes og svo raðhúsið við Fiskakvísl. Þegar við hugsum til afa þá er hann brosandi, til í að spjalla, að fá sér smá neftóbak eða hjálpa okkur systrum ef hann mögulega gat. Hann sá til þess að við lærð- um á bíl og fengjum bílpróf ásamt því að hafa okkur með þegar hann dundaði sér við að gera upp gömul raftæki úti í bílskúr. Eftir að amma lést þá dvaldi afi á Eir í Grafarvogi við mjög gott at- læti í 6 ár. Á Eir tók afi alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og þaðan var hann dug- legur að hringja í okkur. Það var gaman að fá símtal með fréttum hvort afi hefði unnið súkkulaði í bingó, hvort krossgátunum miðaði vel áfram eða hvort við myndum ekki kippa með neftóbaki og köku- sneið í næstu heimsókn. Það var alltaf svo gaman að koma til afa og sitja hjá honum á meðan hann gerði krossgátur, slaka á og spjalla. Heilsunni og minninu hrakaði eftir að amma dó og afi saknaði hennar. Það er ekki langt síðan hann talaði um hvað það hefði ver- ið fínt ef amma hefði getað verið með honum á Eir en núna er hann kominn til hennar í staðinn. Afi átti gott líf og hann kvaddi sáttur. Við systurnar trúum því að hann sé núna með ömmu og saman séu þau auðvitað í Hellisnesi, að dytta að, kíkja í veiði og njóta lífs- ins. Afastelpurnar, Ásta, Sigurveig og Hanna Valdís. Tengdafaðir minn Magnús Gissurarson er fallinn frá á 95. aldursári. Síðustu sex ár dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Eir, deild 3N, við góðan kost. Þar spændi hann upp krossgátubæk- ur. Hann vildi aðeins Mogga- krossgátur og það létti okkur lífið þegar þær fóru að koma út á bók. Hann var mikill neftóbakskall og vildi hafa nóg af því. Magnús var matmaður mikill, þótti kökur bestar og mikilvægt að eiga næg- an varaforða. Hann var í góðu sambandi við fjölskylduna, hringdi daglega og skipulagði heimsóknir, þá helst til þeirra sem von var um að kæmu með gott í gogginn. Svona liðu þessi ár á Eir. Magnús hafði góða nærveru, hlýr í allri viðkynningu og hafði góð áhrif á sitt samferðafólk. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar Ásta lést árið 2015. Hún hafði verið kletturinn í lífi Magn- úsar en heilsu hans hafði hrakað síðustu ár á undan og Ásta hafði séð um að honum liði vel. Ásta var starfsmaður Ríkisendurskoðunar og árið 1959 hófu þau ásamt starfsmönnum stjórnarráðsins byggingu Sigvaldablokkarinnar við Skaftahlíð. Árið 1986 byggðu Magnús og Ásta sér raðhús við Fiskakvísl og 2004 flytja þau síð- an í Hraunbæ 103. Þau hjónin fengu úthlutaða sumarhúsalóð í Ketlubyggð á Rangárvöllum. Þar hófust fram- kvæmdir 1977 með gróðursetn- ingu fjölda trjáa og byggingu sum- arhúss. Það var hópur góðra vina sem hjálpaði til við byggingu húss- ins. Þar á meðal systursynir Magnúsar, Óskar og Gissur, en Óskar hefur síðan verið Magnúsi þar til halds og trausts og tekið þátt í enduruppbyggingu í Hellis- nesi, einnig voru þeir góðir veiði- félagar. Áhugamál Magnúsar var stang- veiði, hann hafði sérstaklega gam- an af að kljást við sjóbirting, jafn- vel þó farið væri í vorveiði í snjó og kulda. Einna skemmtilegast þótti honum að veiða í Hólsá, þar sem von var um birting. Magnús og Ásta ferðuðust mikið um landið, oft var tjaldað á árbakka og notið náttúrunnar. Ekki sakaði að stutt var þá að henda út línu. Um 1970 var Magnús með Efri-Haukadalsá á leigu og byggði þar lítið veiðihús, staðsett í landi Eiríksstaða rétt hjá tóftum af bæ Eiríks rauða. Þar kviknaði sú hugmynd að byggja sumarbú- stað sem varð síðan að veruleika á Rangárvöllum. Reyndist það vera hin besta hugmynd, þar sem Ásta og Magnús nutu efri áranna í sælureitnum Hellisnesi og stutt var í veiði fyrir Magnús. Ég vil þakka Magnúsi fyrir samfylgd í meira en fimmtíu ár og að Ásta bíði hans í sumarlandinu. Hallur Steinar Jónsson. Magnús Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.