Morgunblaðið - 11.04.2022, Side 21

Morgunblaðið - 11.04.2022, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 ✝ Þórey Eiríks- dóttir fæddist í Egilsseli í Fellum, N-Múlasýslu, 3. október 1929. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 29. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Pét- ursson, f. 13.6. 1883, d. 28.8. 1953, og Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 2.3. 1888, d. 26.5. 1954. Eiríkur og Sigríður stunduðu búskap í Eg- ilsseli. Þau eignuðust átta börn. Þau voru, talin í aldursröð: Þor- björg, Ragnheiður, Rósa, Bryn- dís, Pétur, Björgheiður, Þórey og Sölvi. Uppeldisbróðir þeirra var Jón Sigfússon. Þórey giftist hinn 13.6. 1959 Snorra Guðmundssyni leigu- syni. Þeirra börn eru Helena og Bjarki. Langömmubörn Þóreyjar eru orðin fjórtán. Þórey ólst upp í Egilsseli hjá foreldrum sínum. Átján ára göm- ul hleypti hún heimdraganum og fór ásamt Björgheiði systur sinni í Húsmæðraskólann vestur á Staðarfelli. Eftir námið á Stað- arfelli hélt Þórey til Reykjavíkur og sinnti þar m.a. iðnverkastörf- um. Eftir að þau Snorri hófu bú- skap var Þórey heimavinnandi eða þar til hún fór að sinna tilfall- andi ræstingastörfum í byrjun áttunda áratugarins. Upp úr því hóf hún líka að starfa í eldhúsi á Hótel Holti og sinnti störfum þar til loka starfsaldurs. Þau Snorri bjuggu lengst af á Frakkastíg 26a og síðar á Eiríksgötu 9. Síð- asta eina og hálfa árið bjó Þórey á hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum við góða umönnun. Útförin verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 11. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. bifreiðarstjóra, f. 3.6. 1915, d. 5.8. 1981. Foreldrar hans voru Guð- mundur Snorrason og Sigríður Bjarna- dóttir, þau bjuggu á Læk í Flóa. Þórey og Snorri eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðmundur endurskoðandi, f. 7.2. 1958, kvæntur Sigríði Elsu Oddsdóttur, börn þeirra eru Berglind, Snorri, Ásta Hrund og Brynja. 2) Eiríkur raf- eindavirki, f. 21.3. 1959. 3) Ragn- heiður skrifstofumaður, f. 29.5. 1960, gift Theodóri Guðfinns- syni, þeirra börn eru Bryndís María og Telma Björk. Fyrir átti Ragnheiður Þóreyju Heiðdal. 4) Sigríður bókari, f. 15.11. 1966, í sambúð með Kjartani Sigurðs- Elsku amma Þórey. Nú ertu komin til afa sem þú misstir allt of snemma. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og fyrir hvað þú varst hlý og góð amma, ávallt til staðar fyrir okkur. Þú tókst alltaf mjög vel á móti okkur á Eiríksgötunni. Þar var svo notalegt að sitja og spjalla og þú varst ekki lengi að galdra fram dýrindis hlaðborð með kleinum, ástarpungum og ylvolgum pönnu- kökum. Ávallt mættirðu með fullt fat af upprúlluðum pönnukökum í barnaafmælin í fjölskyldunni, okkur og gestunum til mikillar ánægju enda gerðirðu bestu pönnukökur í heimi. Það var mikil tilhlökkun að fá að gista uppi á loftinu hjá þér um helgar. Eftir veislur á Eiríksgöt- unni endaði oftar en ekki með því að nokkur okkar barnabarnanna fengu að verða eftir og sofa hjá þér og Eika frænda. Þú passaðir að okkur liði vel, hlóst að fíflalát- unum í okkur og sást til þess að við værum með magann fullan af góð- um mat. Svo bauðstu upp á hafra- graut í morgunmat og súrt slátur fyrir þá sem vildu. Það verður þó að viðurkennast að sykruðu pönnukökurnar slógu yfirleitt bet- ur í gegn en slátrið. Við eigum margar góðar minn- ingar frá sumarbústaðarferðun- um austur á Hérað á æskuslóð- irnar þínar en þangað var haldið alla vega einu sinni á ári. Okkur þótti sérstaklega gaman að fara í Egilssel þar sem þú ólst upp, keyra saman um sveitina, heim- sækja ættingja og ekki síst að fá að leika í gullabúinu við álfa- klettana í Egilsseli. Heima í Reykjavík var Eiríks- gatan ákveðinn miðpunktur fyrir stórfjölskylduna. Þegar við hugs- um til baka eru það einmitt heim- sóknirnar mörgu sem standa upp úr. Það var svo vinsælt og auðvelt að kíkja til þín í kaffi, það þurfti ekkert tilefni til. Svo bauðstu upp á laufabrauðsgerð fyrir jólin og það var föst hefð að kíkja við hjá ykkur Eika í hádeginu á aðfangadag á leiðinni í kirkjugarðinn til afa. Allir voru velkomnir til þín og þar hitt- um við systkinabörn okkar, frænk- ur og frændur og kynntumst þar með ættingjum okkar betur fyrir vikið. Allar stórfjölskyldur ættu að eiga eina ömmu eins og þig. Þú elskaðir að fá kossa og knús frá okkur, varst alltaf róleg og yf- irveguð en á sama tíma var stutt í kátínuna og svarta húmorinn. Það þurfti svo lítið til að gleðja þig og þú kvartaðir aldrei yfir neinu. Tal- aðir mikið um hvað allir væru ynd- islegir og góðir við þig. Þú kenndir okkur heldur betur mikilvægi þess að sýna þakklæti. Við mun- um sakna þín mikið. Takk fyrir allt það sem þú kenndir okkur gafst, elsku amma. Fyrir hönd barnabarna, Ásta Hrund Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast móður- systur minnar Þóreyjar Eiríks- dóttur. Þórey ólst upp í stórum systkinahópi að Egilsseli í Fellum. Hún var næstyngst og er síðust af sínum systkinum sem kveður, 92 ára gömul. Með sorg í hjarta kveð ég hana en um leið vil ég þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig, ég á örugglega eftir að sakna hennar. Hún byrjaði sinn búskap með manni sínum, Snorra Guð- mundssyni á Hofteigi í Reykjavík. Hún hafði laust herbergi sem ég fékk þegar ég flutti fyrst að heim- an. Það var ekki bara gæfa að fá herbergið heldur var ég líka svo lánsöm að geta notið stuðnings og umhyggju. Á þessum tíma átti Þórey tvo stráka, eins og tveggja ára, og gekk með þriðja barnið. Það var búið að segja þeim upp húsnæðinu en það var erfitt um húsnæði á þessum tíma í Reykja- vík en þau voru svo lánsöm að fá íbúð til leigu á Frakkastíg 26 þar sem þau bjuggu í mörg ár þar til þau keyptu íbúð á Eiríksgötu 9. Eftir að hafa búið hjá Þóreyju var alltaf kær vinátta á milli okkar og sterkt samband. Það var alltaf gott að koma til Þóreyjar hvort sem var á Frakkastíg eða Eiríks- götu, alltaf heitt á könnunni og hlaðið borð af veitingum og ekki má gleyma kaffirjómanum sem Þóreyju fannst ómissandi. Þórey kunni að njóta þess sem henni fannst gott og var ekki spör á syk- urinn og fékk sér gjarnan sykur- mola fyrir svefninn. Ef það gerðist að hún svaf illa kenndi hún því gjarnan um að hafa gleymt að fá sér sykurmola fyrir svefninn. Þór- ey var líka vanaföst og vildi hafa hlutina í föstum skorðum enda einstakt snyrtimenni. Þórey og mamma voru mjög nánar eins og fjölskyldan öll á Stöðulfelli. Þórey var eitt sumar heima á Stöðulfelli sem vinnukona og kom oft í heimsókn um jólin og um páskana kom hún oft í dags- ferð. Það hefur verið fastur liður á páskunum á Stöðulfelli að Þórey kæmi í heimsókn en hún var búin að ákveða að koma núna um páskana en ferðaplönin breyttust. Þórey lét sér mjög annt um stór- fjölskylduna og fylgdist vel með öll- um. Við sem vorum í nánu sam- bandi við hana fengum alltaf fréttir í gegnum Þóreyju og ég á eftir að sakna þess mikið. Þórey var límið sem hélt fjölskyldunni í tengslum. Þórey var alltaf þakklát, lífsglöð og með góðan húmor. Hún skellti oft upp úr og hafði gaman af söng. Þórey skilur eftir sig börn, barnabörn og barnabarnabörn sem hún var stolt af. Í seinni tíð bjuggu Þórey og sonur hennar Ei- ríkur saman á Eiríksgötunni en þau nutu góðs af samveru hvort annars. Þórey átt sterkt samband við öll börnin sín. Það verður seint fullþakkað sem Þórey gerði fyrir mig og mína og minningin lifir sterkt með okkur. Hvíldu í friði. Margrét Bjarnadóttir. Elsku Þórey frænka okkar er farin eftir langt og farsælt líf. Hún og mamma okkar, Björg- heiður Eiríksdóttir, voru systur úr átta systkina hópi frá Egilsseli í Fellum, austur á Héraði. Þær fylgdust að í gegnum lífið. Voru fæddar hvor sitt árið. Fóru saman fyrir tvítugt á Húsmæðraskóla og loks til Reykjavíkur. Þær giftust bræðrum frá Læk í Flóa, Snorra og Sverri. Þórey og Snorri bjuggu á Frakkastíg 26a þar sem veitinga- staðurinn Rok er til húsa í dag. Foreldrar okkar bjuggu á Freyju- götu 5. Börn Snorra og Þóreyjar, þau Gummi, Eiríkur, Ragga og Sigga, voru á svipuðu reki og við systkinin fimm á Freyjugötunni. Samgangur var mikill og er enn í dag. Æskuminningar frá Frakka- stígnum ylja. Barnaafmæli, sund- ferðir í Sundhöllina, Austurbæjar- skóli, Skólavörðuholtið. Þórey vann í eldhúsinu á Hótel Holti. Oft kíkti hún við í kaffisopa á Freyju- götunni þegar hún var að ganga í vinnuna. Þórey var rúmlega fimmtug þegar Snorri lést. Þá var fjölskyldan flutt á Eiríksgötu 9. Mikið var það Þóreyju og fjöl- skyldunni erfitt að missa hann. Hún sýndi mikinn styrkleika. Það var ekki til í hennar orðabók að kvarta eða gefast upp. Lífið hélt áfram en auðvitað saknaði hún Snorra. Hún naut þess að ferðast. Sumarferðalag austur á Hérað varð oft fyrir valinu og þá með Ei- ríki syni sínum og/eða öðrum börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Við systkinin eigum öll okkar skemmtilegu minningar um að hitta Þóreyju austur á Héraði. Sum okkar ferðuðust erlendis með mæðgininum Eiríki og Þór- eyju. Nafnarnir Eiríkur Snorra- son og Sverrisson fóru í mörg ferðalög með Þóreyju. Ásgeir son- ur Eiríks bróður var oft með í för. Það var alltaf gott að kíkja í heim- sókn til Þóreyjar. Hún sýndi manni einlægan áhuga. Vildi vita hvernig börnin okkar og makar hefðu það. Heitt á könnunni og jafnvel heimsins bestu pönnukök- ur á boðstólum. Hún var trygg við mömmu. Þegar heilsu mömmu fór að hraka var hún alltaf til staðar og heimsótti systur sína reglulega. Þórey var frænkan sem allir elsk- uðu. Hún er síðust af systkinum sínum og mökum þeirra að deyja. Það hlýtur að hafa verið skrýtið að vera ein eftir af sinni kynslóð. Allt- af var nóg pláss á hennar heimili. Þau eru ófá systrabörnin hennar og ættingjar sem hafa fengið að dvelja og gista á Frakkastíg eða Eiríksgötu. Við systradætur systranna frá Egilsseli stofnuðum frænkuklúbb fyrir nokkrum ár- um. Þórey mætti alltaf. Aldursfor- setinn og aðalprinsessan. Hún lét ekki heilsubrest koma í veg fyrir að hún mætti í síðasta frænku- klúbbinn, sem haldinn var sl. haust. Þórey bjó í áratugi á Ei- ríksgötunni ásamt Eiríki syni sín- um. Þau voru góð saman. Fyrir tæpum tveimur árum flutti hún á Hjúkrunarheimilið Droplaugar- staði. Þar lést hún að morgni þriðjudagsins 29. mars. Við Freyjugötusystkinin erum þakk- lát fyrir samfylgdina með henni og sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður, Eiríkur Egill, Erla, Svanhvít og Ástrós Björg- heiðar- og Sverrisbörn. Fallin er frá kær frænka, hún Þórey móðursystir mín. Þegar ég var lítil taldi ég Þóreyju uppáhalds- frænku mína. Ég fór sem smá- stelpa með henni með rútu upp að Geirshlíð að hitta tilvonandi eigin- mann. En þá var hann í vinnu í Borgarfirðinum og kom líka að Geirshlíð en Rósu frænka bjó þar. Þórey saumaði kjóla á mig og örugglega margar fleiri því hún var bæði vandvirk og greiðvikin. Man eftir mér standandi uppi á stól á Hofteignum að máta sídd kjólsins. Eftir að hún hóf búskap þá var venja að búa þröngt og leigja út frá sér ef eitthvert pláss var eða ekki pláss. Ég var tvo vetur hjá henni á Frakkastígnum þegar ég byrjaði í skóla í Reykjavík. Þá voru áður búnar að vera systur mínar og fleiri. Þar var gott að vera og vel hugsað um mann, en síðan fjölgaði börnunum þannig að sá kafli kláraðist. En alltaf var gaman að koma bæði á Frakka- stíginn og á Eiríksgötuna. Og þá var ekki síður gaman að fá fjöl- skylduna í heimsókn í sveitina meðan foreldrar mínir bjuggu þar. Það var alltaf góð vinátta milli systranna og fjölskyldna. Þórey missti allt of fljótt Snorra, elskulegan eiginmann. Mikið hvað þau hjón voru alltaf dugleg að fara austur á æskuslóðir Þóreyjar á sumrin. Eins var Þór- ey mjög dugleg að fara austur eft- ir hans dag og sinnti hún systk- inum sínum í Egilsseli vel. Þegar börnin stækkuðu fór Þórey að vinna á kvöldin í eldhúsinu á Hótel Holti. Þar stundaði hún sína vinnu vel eins og henni var lagið. Man eftir að mamma dáðist oft að gull- úrinu sem hún fékk þegar hún var búin að vinna einhvern fjölda ára. Þórey var dugleg að heimsækja foreldra mína eftir að þeir fluttu til Reykjavíkur. Eins þegar mamma var komin á Sóltún, þá fór hún að ég held í hverri viku í heim- sókn til hennar. Og hvað hún var þolinmóð að svara öllum spurning- um mömmu. Helst voru það nú spurningar að austan; hver byggi hvar eða hvort einhver byggi hér og þar. Og alltaf svaraði Þórey með sínu rólega fasi. Auðvitað var ekki alltaf hægt að svara öllu, en Þórey gerði þetta vel og þessa ein- stöku umönnun og hlýju vil ég sér- staklega þakka. Þórey var jákvæð og talaði aldrei talaði illa um fólk. Rétt grín- aðist með eitthvað skemmtilegt og hló með. Hún sá það jákvæða. Eitt sinn sagði Þórey við mig: „Ætli ég verði sú eina af systkinunum til að verða 90 ára?“ Og svo varð. Þegar litið er til baka koma upp í hugann of fáar heimsóknir til frænku, en alltaf þegar ég kom fékk ég ótak- markaðar þakkir fyrir komuna. Það væri svo gaman að fá mig. Eins eftir að hún fór á Droplaug- arstaði var hún ekki að kvarta. Sagði alla svo góða við sig og sér liði vel. Þetta sýnir hennar hug- arfar vel. Í haust náði hún að vera með okkur systradætrunum þeg- ar við hittumst – sagðist auðvitað mæta. Þetta minntist hún svo á, hvað hefði nú verið gaman að koma og vera með. Elsku Guðmundur, Eiríkur, Ragnheiður, Sigga og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar. Ljúf er minningin um góða frænku. Hvíli hún í friði. Kristín Davíðsdóttir. Með þakklæti í huga kveð ég elsku Þóreyju móðursystur mína. Þakklæti fyrir alla þá ást og um- hyggju sem hún hefur sýnt mér allt frá þeim tíma að ég og fleiri systra- börn hennar dvöldu hjá þeim hjón- um á Frakkastígnum meðan á námi og vinnu stóð. Það var ekki að hús- næðið væri svo stórt en hjarta heimilisins því stærra. Ógleyman- legustu stundirnar átti ég með henni austur á Héraði en þangað leitaði hugur hennar til Egilssels og alls stóra frændgarðsins þar. Dvaldi ég með þeim Eiríki syni hennar í sumarbústað nokkur sumur og naut þess að ferðast með þeim og hlusta á þau rifja upp og hana segja frá atburðum liðinna tíma á svo lif- andi hátt að mér fannst stundum eins og ég hefði verið á staðnum, mikið sem við gátum hlegið. Það var unun og eftirbreytnivert að sjá hversu nærgætinn Eiríkur var móður sinni. Fastir liðir í þessum ferðum voru að fara í Egilssel, kirkjugarðinn og bjóða nánasta frændfólki í veislu í bústaðinn. Nú er seinasti hlekkurinn sem hélt þessum ættartengslum horf- inn, síðust Egilsselssystkina. Aldrei komstu svo til hennar eða heyrðir í síma að ekki væri spurt um fjölskylduna rétt eins og henn- ar væri: „Hvað segja elsku dreng- irnir, gaman að hún Heiða skyldi koma upp Gylfanafninu“ og allar kveðjustundirnar enduðu á „ég bið nú að heilsa honum Alla mín- um, elskunni þeirri“. Og þegar ferðum okkar á Landspítalann fjölgaði rétti hún mér lykil að Ei- ríksgötunni svo við gætum hve- nær sem er hent okkur þar inn. Svona var öll hennar hugsun full af umhyggju og ást, sást það best á því hvernig hún tók þeim sem önnuðust hana á Droplaugarstöð- um; skipti ekki máli hver var, „hér eru allir svo góðir“ sagði hún og brosti og breiddi út faðminn mót hverjum sem til hennar kom. Það fylgdi svo mikil gleði og friður nærveru hennar sem ég mun leit- ast við að geyma innra með mér. Takk fyrir yndislegar samveru- stundir. Þín Hulda. Þórey Eiríksdóttir - Fleiri minningargreinar um Þóreyu Eiríksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR, Miðengi 15, fyrrum bóndi á Skúfslæk, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi miðvikudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 13. apríl klukkan 13. Sigurður Einarsson Magnús Eiríksson Magdalena Lindén Árni Eiríksson Sólveig Þórðardóttir Ólafur Eiríksson Halla Eiríksdóttir Erling Valur Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY EIRÍKSDÓTTIR frá Egilsseli, Eiríksgötu 9, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. apríl og hefst athöfnin klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Guðmundur Snorrason Sigríður Elsa Oddsdóttir Eiríkur Snorrason Ragnheiður Snorradóttir Theodór Guðfinnsson Sigríður Snorradóttir Kjartan Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF INGUNN INGÓLFSDÓTTIR, áður Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 2. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýjar kveðjur og vinarhug. Jakob Gunnar Hjaltalín Kristín Hjaltalín Sigurður Líndal Arnfinnsson Ingólfur Hjaltalín Dóra Hafliðadóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF BORGHILDUR VETURLIÐADÓTTIR, Hafnarstræti 19, Ísafirði, lést þriðjudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju miðvikudaginn 13. apríl klukkan 14. Guðmundur Einarsson Hulda S. Guðmundsdóttir Halldór V. Magnússon Hjálmar Guðmundsson Kolbrún Kristjánsdóttir Steingrímur R. Guðmundss. Sæunn S. Sigurjónsdóttir Kristín Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.