Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
England
Norwich – Burnley.................................. 2:0
- Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Arsenal – Brighton................................... 1:2
Everton – Manchester United ................ 1:0
Southampton – Chelsea ........................... 0:6
Watford – Leeds....................................... 0:3
Aston Villa – Tottenham.......................... 0:4
Brentford – West Ham ............................ 2:0
Leicester – Crystal Palace ...................... 2:1
Manchester City – Liverpool .................. 2:2
Staða efstu liða:
Manch. City 31 23 5 3 72:20 74
Liverpool 31 22 7 2 79:22 73
Chelsea 30 18 8 4 64:23 62
Tottenham 31 18 3 10 56:37 57
Arsenal 30 17 3 10 45:36 54
West Ham 32 15 6 11 51:42 51
Manch. Utd 31 14 9 8 49:42 51
Wolves 32 15 4 13 33:28 49
Crystal Palace 31 8 13 10 43:40 37
C-deild:
Bolton – Sheffield Wednesday............... 1:1
- Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 56 mín-
úturnar með Bolton.
Þýskaland
C-deild:
Dortmund II – Viktoria Berlín .............. 0:1
- Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leik-
inn með Dortmund.
Ítalía
B-deild:
Perugia – Pisa.......................................... 1:1
- Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 79 mín-
úturnar með Pisa.
C-deild:
AlbinoLeffe – Virtus Verona ................. 0:0
- Emil Hallfreðsson lék fyrstu 78 mínút-
urnar með Verona.
Frakkland
B-deild:
Niort – Nimes........................................... 0:0
- Elías Már Ómarsson kom inn á hjá Ni-
mes á 80. mínútu.
Quevilly Rouen – Rodez.......................... 2:0
- Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með
Rodez.
Rússland
Khimki – CSKA Moskva ......................... 4:2
- Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA.
Rúmenía
Universitatea Craiova – Cluj ................. 3:2
- Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á hjá
Cluj í uppbótartíma.
Belgía
Gent – OH Leuven ................................... 5:0
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Leuven.
Danmörk
Silkeborg – Bröndby............................... 3:0
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 71
mínútuna hjá Silkeborg.
SönderjyskE – OB ................................... 2:2
- Atli Barkarson var allan tímann á
bekknum hjá SönderjyskE og Kristófer
Ingi Kristinsson var ekki í hópnum.
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB.
B-deild:
Horsens – Fredericia .............................. 0:0
- Aron Sigurðarson lék fyrri hálfleikinn
með Horsens.
Bandaríkin
Inter Miami – New England................... 3:2
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 57
mínúturnar með New England og lagði upp
mark.
Houston Dynamo – SJ Earthquakes ..... 4:3
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou-
ston á 71. mínútu.
Svíþjóð
Degerfors – Häcken ................................ 1:2
- Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu
86 mínúturnar með Häcken.
AIK – Norrköping ................................... 1:0
- Ari Freyr Skúlason lék fyrri hálfleikinn
með Norrköping en Jóhannes Kristinn
Bjarnason var ekki í hópnum.
B-deild:
Öster – Brage........................................... 1:2
- Alex Þór Hauksson lék fyrstu 68 mín-
úturnar með Öster.
Dalkurd – Trelleborg.............................. 2:0
- Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Trelleborg.
Noregur
Sandefjord – Bodö/Glimt ....................... 1:2
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Viking – Aalesund ................................... 1:0
- Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan
leikinn með Viking en Samúel Kári Frið-
jónsson var allan tímann á bekknum.
EM U19 kvenna
Milliriðill á Englandi:
England – Ísland ...................................... 2:0
Undankeppni HM kvenna
H-riðill:
Þýskaland – Portúgal............................... 3:0
_ Þýskaland 21, Serbía 15, Portúgal 13,
Tyrkland 10, Ísrael 0, Búlgaría 0.
50$99(/:+0$
Fram tryggði sér deildarmeist-
aratitil kvenna í handbolta með
stæl á laugardag er liðið vann
sannfærandi 24:17-heimasigur á
Val í toppslag.
Valur hefði með sigri farið upp
í toppsætið fyrir lokaumferðina
en það var aldrei í boði hjá
Framkonum sem keyrðu yfir
Valsara. Sigurinn hefði getað
orðið enn stærri en Fram slakaði
aðeins á í lokin þegar úrslitin
voru ráðin.
Úrslitin gera væntanlega mikið
fyrir Fram, rétt fyrir úr-
slitakeppnina, en Valur hafði
unnið alla þrjá leiki liðanna í vet-
ur þar til á laugardag.
Valur féll niður í þriðja sætið
með tapinu og leikur hreinan úr-
slitaleik um annað sætið við
ríkjandi Íslandsmeistara KA/Þórs
næstkomandi fimmtudag. Þá
tryggði ÍBV sér fjórða sætið með
27:27-jafntefli við Hauka en
Haukar hefðu með sigri enn átt
möguleika á þriðja sætinu í loka-
umferðinni. Þess í stað leika
Haukar úrslitaleik við Stjörnuna
um fimmta sætið.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Safamýri Framkonur fagna deildarmeistaratitlinum á heimavelli eftir
sannfærandi sigur á Val í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar á laugardag.
Framarar fögnuðu
Haukar leika til úrslita um Íslands-
meistaratitilinn í körfubolta
kvenna eftir að hafa unnið Val
80:73 í gærkvöldi og þar með 3:0 í
einvíginu.
Haukar komust skrefi á undan
strax í fyrsta leikhluta og létu for-
ystuna aldrei af hendi. Varnar-
leikur Hauka í leiknum var mjög
góður og sóknarleikurinn gekk
smurt með Haiden Palmer í broddi
fylkingar. Helena Sverrisdóttir
sýndi svo mikilvægi sitt þegar mest
var undir en hún setti niður mikil-
væg vítaskot, ásamt því að ná í
dýrmæt fráköst og spila frábæra
vörn.
Það kemur ekki alveg strax í ljós
hverjir andstæðingar Hauka verða
í úrslitaeinvíginu en Njarðvík kom
sér í kjörstöðu með 72:51 útisigri
gegn Fjölni. Njarðvík leiðir nú ein-
vígið 2:1 og getur klárað það á
heimavelli á miðvikudaginn.
Það var aldrei spurning hvort
liðið færi með sigur af hólmi í gær
en Njarðvík gaf tóninn snemma og
komst í 11:2. Forystuna lét liðið
aldrei af hendi og sigldi að lokum
einstaklega þægilegum sigri í höfn.
Deildarmeistarar Fjölnis lenda í
vandræðum þegar aðrir leikmenn
en Aliyah Mazyck ná sér ekki á
strik, eins og gerðist í gær. Sanja
Orozovic skoraði bara eitt stig og
Dagný Lísa Davíðsdóttir átta svo
dæmi sé tekið.
Hjá Njarðvík var allt annað uppi
á teningnum. Fjórir leikmenn skor-
uðu 10 stig eða meira og gekk
sóknarleikurinn eins og vel smurð
vél mestallan leikinn. Ljóst er að
Fjölnir þarf að eiga tvo frábæra
leiki ætli liðið sér ekki snemma í
sumarfrí. aronelvar@mbl.is
Haukar með sópinn
á lofti á Hlíðarenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karfa Hildur Björg Kjartansdóttir
lék vel fyrir Val í gærkvöldi.
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur er deildarmeistari karla í
handbolta eftir sannfærandi 38:26-
útisigur á Selfossi í lokaumferð Ol-
ísdeildarinnar í gærkvöldi. Eftir sig-
ur á Haukum í toppslag í síðustu um-
ferð var ljóst að Valsmönnum nægði
sigur á Selfossi og var aldrei spurn-
ing hvort liðið færi með sigur af
hólmi.
„Það var ljóst strax í upphafi leiks
að Valur hafði aðeins eitt markmið í
dag og fyrirætlanir þeirra gengu
auðveldlega upp á móti Selfossliði
sem hafði ekki að neinu að keppa,“
skrifaði Guðmundur Karl Sigur-
dórsson m.a. um leikinn á mbl.is. Hjá
Valsmönnum skoruðu Finnur Ingi
Stefánsson, Róbert Aron Hostert og
Arnór Snær Óskarsson allir fimm
mörk.
Valur varð bikarmeistari á dög-
unum og er ljóst að lið verða að vinna
Val til að verða Íslandsmeistari.
Valur byrjar úrslitakeppnina á leik
við nágranna sína í Fram en Fram-
arar tryggðu sér sæti í úrslitakeppn-
inni á kostnað Aftureldingar með
26:23-sigri í Mosfellsbænum. Fram
fékk fimm stig í síðustu þremur leikj-
unum gegn Stjörnunni, FH og Aftur-
eldingu og laumaði sér upp í áttunda
sætið. Afturelding vann síðast leik í
febrúar og er því komin í sumarfrí.
Haukar þurftu að sætta sig við
annað sætið, þrátt fyrir nauman
32:31-heimasigur á FH. Haukar
koma í fínu standi inn í úrslitakeppn-
ina en FH vann aðeins einn leik af
síðustu fimm, eftir að hafa verið í
mikilli baráttu um deildarmeistara-
titilinn. Brynjólfur Snær Brynjólfs-
son og Stefán Rafn Sigurmannsson
voru markahæstir í liði Hauka með
sex mörk hvor.
Haukar mæta KA í átta liða úrslit-
unum en KA tapaði illa gegn Gróttu á
útivelli, 28:33, þar sem Andri Þór
Helgason, Akisama Abe og Ólafur
Brim Stefánsson skoruðu sex mörk
hver fyrir Gróttu. FH mætir Selfossi
í átta liða úrslitum.
Þá mætast ÍBV og Stjarnan í átta
liða úrslitum. ÍBV gulltryggði sér
þriðja sætið með 37:33-sigri á föllnu
liði HK á útivelli á meðan Stjarnan
vann fallna Víkinga á heimavelli,
42:30.
Valur fagnaði
deildartitlinum
- Framarar óvænt í úrslitakeppnina
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Fögnuður Valsmenn eru deildarmeistarar í handbolta eftir sannfærandi
útisigur á Selfyssingum í lokaumferð Olísdeildarinnar í gærkvöldi.
Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler bar sigur úr býtum
á Masters-mótinu í gærkvöldi, fyrsta risamóti ársins í golfi
í karlaflokki. Leikið var á Augusta National í Georgíuríki
í Bandaríkjunum. Scheffler, sem er 26 ára, er í efsta sæti
heimslistans, þrátt fyrir að hafa aldrei áður fagnað sigri á
risamóti. Besti árangur hans á risamóti fyrir Masters-
mótið í ár var fjórða sæti á PGA-meistaramótinu árið
2020. Besti árangurinn á Masters-móti var 18. sæti á síð-
asta ári.
Scheffler var í toppsætinu fyrir lokadaginn í gær og gaf
fá færi á sér. Hann lék lokahringinn á einu höggi undir
pari og lauk leik á samanlagt tíu höggum undir pari.
Norður-Írinn Rory McIlroy lék best allra í gær eða á átta höggum undir
pari og hafnaði í öðru sæti á samtals sjö höggum undir pari. Írinn Shane
Lowry og Ástralinn Cameron Smith deila þriðja sætinu á fimm höggum und-
ir pari.
Fyrsti sigurinn á risamóti
Scottie
Scheffler
_ U19 ára landslið Íslands tapaði 2:0
gegn Englandi í milliriðli EM kvenna í
fótbolta í á laugardag. Leikið var á
Englandi. Þetta var annar leikur
beggja liða í riðlinum. Ísland tapaði
einnig fyrsta leik sínum gegn Belgíu
og er því án stiga eftir tvo leiki. Eng-
land vann Wales í fyrsta leik sínum
og er því með fullt hús stiga. Síðasti
leikur Íslands í riðlinum er gegn Wa-
les á morgun.
_ Daníel Jóhannesson og Júlíana
Karitas Jóhanns-
dóttir urðu Ís-
landsmeistarar í
einliðaleik í bad-
minton á laug-
ardag. Daníel
hafði betur gegn
Róberti Þór Henn
í úrslitum í karla-
flokki og Júlíana
vann Sigríði Árnadóttur í kvenna-
flokki. Davíð Bjarni Björnsson og
Kristófer Darri Finnsson urðu Ís-
landsmeistarar í tvíliðaleik karla og
Anna Karen Jóhannsdóttir og Sig-
ríður Árnadóttir urðu Íslandsmeist-
arar í tvíliðaleik kvenna. Í tvennd-
arleik fögnuðu áðurnefndur
Kristófer Darri og Drífa Harðar-
dóttir sigri.
_ Charles Leclerc frá Mónakó kom
fyrstur í mark í Ástralíukappakstr-
inum í Formúlu 1 sem fram fór í
Melbourne. Leclerc keppir fyrir Ferr-
ari en hann tók forystuna strax í byrj-
un kappakstursins og lét hana aldrei
af hendi. Hinn mexíkóski Sergio Pe-
réz á Red Bull kom annar í mark og
Bretarnir George Russell og Lewis
Hamilton komu þar á eftir en þeir
aka báðir fyrir Mercedes. Leclerc er
efstur í stigakeppni ökuþóra með 71
stig, Russell í öðru sæti með 37 stig
og Carlos Sainz á Ferrari í þriðja sæti
með 33 stig.
_ Viðar Örn Kjartansson skoraði
bæði mörk Vålerenga í 2:1-heimasigri
á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni
í fótbolta í gær. Leikurinn var liður í
2. umferð deild-
arinnar og voru
mörkin þau fyrstu
sem Vålerenga
skorar á leiktíð-
inni og sigurinn
sá fyrsti sömu-
leiðis. Brynjar
Ingi Bjarnason lék
fyrri hálfleikinn í
vörninni hjá Vålerenga og Viðar fór af
velli á 70. mínútu.
_ Gerpla hafnaði í fjórða sæti í
flokki blandaðra liða á Norð-
urlandamóti unglinga í hópfimleikum
í Randers í Danmörku á laugardag.
Gerpla hlaut 42.000 stig. Höttur varð
í sjötta sæti með 37.700 stig. Í
stúlknaflokki hafnaði Gerpla í 5. sæti
Eitt
ogannað