Morgunblaðið - 11.04.2022, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
JANÚAR 2015
Hann handfjatlaði bækurnar með sömu
lotningu og prestur opnaði Biblíuna í
predikunarstólnum. Um morguninn
hafði ég bónað leðrið þar til það gljáði
sem silki og fingur hr. Pumpherstons
snertu það á sama hátt og fiðrildi sitt
útvalda blóm. Það var eins og hann
malaði af ánægju við snertinguna.
Gesturinn lagaði á sér gleraugun áður
en hann tók að fletta og auðséð var að
hrifning hr. Pumpherstons var ósvikin.
Augustus Muir, The Intimate Thoughts
of John Baxter, Bookseller (Methuen &
Co., London 1942)
Þegar Augustus Muir skrifaði
gamansama ævisögu Johns Baxter,
er íhugunarefni hvort honum hafi
verið fyllilega ljóst að einmitt þetta er
það besta við að
selja bækur og
sennilega við
bókasöfnun líka –
að finna og hand-
fjatla eitthvað
sjaldgæft og
merkilegt. Einu
sinni átti ég
tveggja binda út-
gáfu af Antiqui-
ties of Scotland
eftir Francis Grose. Í augum kaup-
andans var það merkilegasta bók
sem til var. Grose og Robert Burns
kynntust árið 1798 og urðu vinir.
Grose bað Burns að skrifa yfirnátt-
úrlega sögu með teikningu af Auld
Alloway Kirk í Antiquities of Scot-
land, bók sem hann var þá að afla efn-
is í. Þannig varð til eitt besta ljóð
Burns, Tam o’ Shanter. Þótt það
hefði komið fram á tveimur öðrum
stöðum áður var Antiquities of Scot-
land fyrsta bókin sem það birtist í.
Hún er ekkert óskaplega verðmæt
(síðast seldi ég hana á 340 pund) en
er afar merkileg í augum aðdáenda
Burns, að hluta til vegna þess að
Burns hefði kannski aldrei samið
Tam o’ Shanter nema fyrir áeggjan
Grose.
Sá sem ég seldi bókina hafði
ferðast norðan frá Ayr eftir að vinur
hans sagði honum að ég ætti til ein-
tak. Það var ekki fyrr en hann hafði
borgað að hann sagði mér frá teng-
ingunni við Robert Burns. Hefði
hann ekki gert það væri mér líklega
ókunnugt um hana enn þann dag í
dag. Hið kaldhæðnislega við starf
mitt er að þótt ég sé alla daga um-
kringdur bókum hef ég þekkingu
mína á þeim að mestu frá kúnnunum,
því sama fólki og ég vil fyrir alla muni
að tali sem minnst.
Lýsing Muirs á handfjötlun hr.
Pumpherstons á bókinni er rökrétt:
Fólk sem umgengst sjaldgæfar bæk-
ur tekur greinilega á þeim á sérstak-
an hátt, styður við spjöldin þegar það
opnar þær, togar ekki efst í kjölinn
þegar fólk tekur þær úr hillu. Þegar
maður hefur verið innan um sjald-
gæfar bækur um tíma verður maður
mjög næmur fyrir slæmri meðferð á
þeim.
Ánægjan við að fara höndum um
bækur sem hafa áunnið sér sess sem
merkilegar á sviði menningar eða vís-
inda er óneitanlega það sem mest
yndi má hafa af í starfsgrein minni.
Fáar aðrar greinar bjóða upp á jafn
mörg tækifæri til að njóta slíks. Þess
vegna kvíði ég því ekki á morgnana
að dagurinn verði leiðinlegur og við-
burðalaus heldur vænti ég þess að fá
ef til vill tækifæri til að handfjatla
eintak af verki sem kveikti hugmynd
og breytti gangi sögunnar, hvort sem
væri The Rights of Man frá 1791,
enska þýðingin á Das Kapital frá
1887 eða gömul útgáfa af Uppruna
tegundanna frá 1859 eftir Darwin.
Um slíkt snýst málið.
FIMMTUDAGUR 1. JANÚAR
Netpantanir:
Fundnar bækur: Lokað á nýárs-
dag.
Eftir góðan morgunblund hjólaði
ég til Callums vinar míns í árlega ára-
mótagleði hans um hádegið. Þaðan
fór ég um þrjúleytið til að missa ekki
dagsbirtuna á heimleiðinni, kveikti
upp í arninum í sófakróknum mínum
og fór að lesa Ungfrú einmana eftir
Nathaniel West. Mér var bent á hana
af kúnna sem hafði keypt aðrar bæk-
ur sem ég hafði líka notið þess að
lesa.
FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR
Netpantanir: Lokað
Fundnar bækur:
Morgunninn fór í að taka til. Síðan
fór ég í stutta gönguferð við Rigg-
víkina í roki og rigningu með Callum
og austurrískri kærustu hans, Petru,
rétt fyrir myrkur. Í því að ég gekk frá
bílnum að búðinni flugu gæsirnar yfir
Wigtown til næturgistingar á salt-
sléttunum undir hæðinni sem bærinn
stendur á. Þessi sjón og hljóðið hefur
alltaf áhrif á mann, þegar þúsundir
kvakandi fugla í fullkomnu oddaflugi
hverfa inn í rökkrið í rökum miðs-
vetrarkuldanum.
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR
Netpantanir: 10
Fundnar bækur: 10
Eðlilegur vinnutími á ný eftir að
hafa opnað kl. tíu í viku, ekki níu eins
og venjulega. Grár dagur en þó ekki
rok og rigning lengur. Að hátíðirnar
séu að baki sést alltaf á snöggri fækk-
un viðskiptavina en í dag var tóm-
leikatilfinningin minni af því fyrsti
kúnni dagsins var Jeff Mead. Hann
er prestur skosku kirkjunnar í Kirk-
inner-sókn hér skammt frá og fram-
komu hans á opinberum vettvangi er
líklega best lýst með orðum Finns
vinar míns sem sagði eitt sinn: „Jeff
líður betur með að grafa fólk en gifta
það.“ Það stangast hins vegar á við
þann óopinbera sem er prakkari,
fyndinn og skarpgreindur, auk þess
að hafa formlega guðfræðimenntun.
Hann er að nálgast eftirlaunaaldur
og er stór og mikill maður á allan
hátt.
Skömmu eftir að ég keypti búðina,
árið 2001, kom hann inn til að skoða
sig um. Ég hafði keypt stóra beina-
grind sem ég ætlaði að hengja upp í
loftið (ég veit ekki af hverju en hún er
þar enn og leikur á fiðlu) en til bráða-
birgða sat hún í stól við arininn í setu-
stofu búðarinnar með eintak af Rang-
hugmyndin um Guð eftir Richard
Dawkins í kjúkuberum höndunum.
Ég heyrði skellihlátur að innan og
svo kom Jeff fram og tilkynnti: „Ein-
mitt svona vil ég finnast þegar sú
stund rennur upp.“
Um ellefuleytið hringdi kona frá
Ayr. Hún er með bækur sem hún vill
fá mig til að skoða í næstu viku.
Í morgunfréttum sagði frá fjórum
mönnum sem fjarlægðir voru úr
bókabúð í Hong Kong fyrir að lof-
sama ritverk sem gagnrýndi kín-
versk yfirvöld. Bóksala getur verið
viðsjárverð starfsgrein en sem betur
fer er það eingöngu fjárhagslegt
spursmál í Wigtown.
Svo bar við að ég fann allar tíu
netpantanir dagsins og það má teljast
kraftaverk. Flestar voru þær nýlega
innskráðar og úr safni manns sem
kom með fjóra kassa rétt fyrir jólin.
Mary, vinkona mín, sem er forn-
sali, kom með kassa af barnamyndum
og uppstoppuðum greifingja sem ég
stillti upp til sölu á 100 pund.
Callum og kærastan Petra komu
um hádegið og spurðu hvort ég ætl-
aði í viskísmökkun klukkan fjögur í
Beltie Books. Ég sagðist sjá til, það
færi eftir annríkinu í búðinni. Um
hálffjögur hafði enginn komið í
klukkutíma og ég var að íhuga að
loka og fara og sötra viskí hjá And-
rew þegar um það bil 20 manns um
þrítugt komu inn. Allir keyptu
bækur.
Sala samtals 136,50 pund
10 viðskiptavinir
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR
Netpantanir: 7
Fundnar bækur: 7
Annar grár dagur og annað krafta-
verk. Ég fann allar pöntuðu bæk-
urnar.
Patrick frá Sögublöðum kom til að
taka staflann okkar af sendingum til
útlanda sem safnast hafði upp yfir
hátíðirnar. Við sendum innanlands
með Royal Mail en til útlanda eru
burðargjöldin lægri hjá Sögublöðum
svo við fljótum með þeim þar.
Petra leit inn til að spyrja hvort
hún mætti kenna magadans í stóru
stofunni uppi. Ég veit ekki hversu
mikil aðsókn er í slíkt en ég sagði að
henni væri velkomið að nota stofuna
á föstudagsmorgnum.
Viðskiptavinur bað mig um nafn-
spjald en ég fann það hvergi. Það er
meira en ár síðan ég var beðinn um
það síðast. Hugmyndin er fallega
gamaldags í hraða nútímatækninnar.
Þegar ég keypti búðina skildu við-
skiptavinir nafnspjöld sín iðulega eft-
ir, einkum aðrir bóksalar, en slíkt
gerist ekki lengur.
Þýsk hjón á sextugsaldri gröms-
uðu í meira en klukkutíma. Konan
keypti eintak af ævisögu Jane Austen
eftir David Cecil. Þegar hún borgaði,
sagði hún: „Indælt að hitta þig loks-
ins,“ sem hljómaði ögn undarlega þar
til hún skýrði ástæður komu þeirra til
Wigtown. Hún hefði lesið bók Önnu,
kærustunnar minnar, sem fjallar að
hluta til um Wigtown (og mig).
Skömmu eftir að þau fóru kom maður
í appelsínugulum vinnugalla sem
keypt hafði eintak af bók Önnu,
Three Things You Need to Know
about Rockets viku áður. Hann hafði
heillast svo af tilvísunum hennar í
Moby Dick að hann þurfti að kaupa
þá bók líka.
Tom leit inn til að ræða hugmynd
sem Anna setti fram – um Höfunda-
hús. Hún vill stofna félag um að
kaupa og breyta húsnæði við torgið í
eins konar sköpunarmiðstöð, með
námskeiðum í ritlist, leshópum og
teikningu, í tengslum við Spring
Fling (árlega listahátíð á svæðinu í
júní). Nú vill Tom halda hugmynda-
fund hér í búðinni en var ekki viss um
hverja hann ætti að boða. Ég lét hann
fá nokkur nöfn. Fundurinn verður
hér í stóru stofunni sem við gerum að
athvarfi rithöfunda meðan á hátíðinni
stendur. Það verður á föstudags-
kvöldið og Tom leggur til mat og vín.
Sala samtals 87,50 pund
13 viðskiptavinir
Alla daga umkringdur bókum
Bókarkafli | Shaun Bythell, fornbóksali í Wig-
town í Skotlandi, sló í gegn með bók sinni Dagbók
bóksala sem lýsir lífinu í fornbókaverslun. Hann
tekur upp þráðinn í Játningum bóksala og bregð-
ur upp myndum af sérvitringunum og furðufugl-
unum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og
skrýtna fólkinu sem vinnur þar.
Christchurch City Libraries/Donn
Fornbókasalinn Shaun Bythell hefur vakið athygli fyrir frásagnir sínar af
lífi manns sem sýslar með gamlar bækur og fólki sem hefur áhuga á þeim.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt