Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Halldór Laxness er svo stór hluti
af menningarsögu okkar að mér
finnst að allir eigi að gera sitt til að
halda nafni hans á loft,“ segir Pét-
ur Már Ólafsson, bókmenntafræð-
ingur og bókaútgefandi.
Í tilefni af 120 ára afmæli Hall-
dórs Laxness á laugardaginn, þann
23. apríl, hefur Pétur Már opnað
nýjan vef um skáldið og verk þess
og nefnist hann Skáldatími. Pétur
er höfundur alls efnis á vefnum en
þar er að finna hátt í þrjátíu grein-
ar, pistla, fyrirlestra og kynningar
á verkum skáldsins en einnig for-
mála að sjö skáldsögum Halldórs.
Pétur kveðst vonast til að þetta
efni muni „greiða lesendum leið að
þessum fjársjóði, ekki síst þeim
yngri, sem þekkja kannski síður til
verka hans“.
„Hugmyndin kviknaði fyrir
nokkrum árum þegar sonur minn
var að lesa Sjálfstætt fólk í fram-
haldsskóla. Hann var að spyrja mig
út í bókina og ég prentaði út gaml-
an formála sem ég skrifaði fyrir út-
gáfu hennar á sínum tíma. Strák-
urinn var ánægður með þetta og
dreifði formálanum meðal annarra
nemenda. Þetta ýtti við mér að
gera eitthvað með þetta efni en
samt varð minna úr en efni stóðu
til. Núna í byrjun árs hafði ágæt
vinkona mín samband og var að
velta því fyrir sér af hverju mörg-
um væri svona uppsigað við Para-
dísarheimt. Ég vildi nú ekki ræða
bókina á þeim forsendum heldur
sendi henni formála minn að bók-
inni. Hún þakkaði mér sendinguna
og sagðist hafa haft bæði gagn og
gaman af þessu. Þá ákvað ég að
láta þetta efni ekki sitja og rykfalla
á einhverjum hörðum diski heldur
henda því út í kosmosið. Mér
fannst mun betra að koma því á
netið svo það yrði einhverjum til
gagns,“ segir Pétur Már.
Á upphafssíðu vefjarins skalda-
timi.is segir að þegar Pétur Már
hóf störf hjá bókaforlaginu Vöku-
Helgafelli árið 1991 hafi hann fljótt
séð að næst hjarta útgefandans,
Ólafs Ragnarssonar, stóðu verk
Nóbelsskáldsins og framgangur
þeirra. Pétur Már tók saman efni
fyrir fjölmiðla um Laxness fyrir ní-
ræðisafmæli skáldsins í apríl árið
1992. Næsta áratug eða svo þróað-
ist þetta síðan út í rannsóknir á
verkum Halldórs og að miðla fróð-
leik um verkin, meðal annars með
því að skrifa formála að skáldverk-
um sem gefin voru út í kilju og
halda fyrirlestra og erindi heima og
erlendis.
„Það var alla tíð markmið okkar
Ólafs heitins Ragnarssonar að gera
skáldskap Halldórs Laxness sem
aðgengilegastan fyrir nýjar kyn-
slóðir. Á undanförnum árum hefur
mér fundist sem ungt fólk hafi fjar-
lægst sagnaheim Halldórs. Mín
reynsla er sú að þegar höfundar
hætta að skrifa og hverfa af sviðinu
er ekki sjálfgefið að verk þeirra lifi
með þjóðinni. Ég vil því gjarnan
leggja mitt af mörkum til að þessi
frábæru skáldverk Laxness verði
aðgengileg lesendum, ungum sem
öldnum.“
Ungt fólk hafi fjarlægst sagnaheiminn
- Pétur Már Ólafsson opnar nýjan vef um Halldór Laxness
og verk hans á 120 ára afmæli skáldsins - Fjölbreytt efni
Morgunblaðið/RAX
Höfundarverk Halldór Laxness virðir fyrir sér höfundarverk sitt árið 1989
þegar 70 ár voru liðin frá útgáfu fyrstu bókar hans, Barns náttúrunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fróðleikur Pétur Már Ólafsson útgefandi hefur opnað vefinn Skáldatíma.
Hreint loft –betri heilsa
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell
lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af
ofnæmisvaldandi efnum.
HPA710WE HEPA sía, gróf sía,
kola sía, ION kerfi. Hreinsar allt
að 99.97% af óhreinindum.
Hljóðlát stilling. Verð kr. 59.100
HFD323E Air Genius 5.
Hreinsar allt að 99.9% af
óhreinindum. Hægt að þvo
síuna. Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air Purifier.
Hreinsar allt að 99.97%
af óhreinindum. Mjög
hljóðlát. Verð kr. 29.960
HA010E hægt
að þvo síuna.
Verð kr. 16.890