Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Ljósmynd/Þórir Tryggvason Varist Daníel Hafsteinsson skallar frá marki KA gegn Leikni á Dalvík og nýi Úkraínumaðurinn hjá KA, Oleksiy Bykov, fylgist vel með. BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Framarar voru boðnir velkomnir í deild þeirra bestu á nýjan leik eftir ríflega sjö ára fjarveru á heimavelli sínum í Safamýri í gærkvöld. Þeir voru taplausir í 1. deildinni frá haustinu 2020 en voru hreinlega af- greiddir af sterkum KR-ingum á fyrsta hálftímanum þegar Vestur- bæingar voru komnir í 3:0. Atli Sigurjónsson var þá búinn að leggja upp tvö mörk og Stefán Árni Geirsson skora eitt og leggja annað upp fyrir Stefan Ljubicic. _ Már Ægisson skoraði fyrsta mark Fram í deildinni frá 4. október 2014 þegar hann minnkaði muninn í 3:1. Már var einn af fimm í byrjunar- liði Fram sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild. _ Annað mark KR, sem miðvörð- urinn Finnur Tómas Pálmason skoraði, var 300. mark KR í þessum 150 leikjum gegn Fram. _ Sigurður Bjartur Hallsson kom inn á hjá KR og innsiglaði sigurinn, 4:1, í sínum fyrsta leik í efstu deild. _ Beitir Ólafsson markvörður KR varð fyrstur til að verja víti á tímabilinu, frá Alberti Hafsteins- syni í uppbótartíma leiksins. _ Hálft áttunda ár var liðið frá Ljósmynd/Kristinn Steinn Fljótur Stefán Árni Geirsson á fullri ferð í átt að marki Fram. Hann skoraði fyrsta mark KR og lagði upp þriðja markið fyrir Stefan Ljubicic. síðasta leik Fram og KR í efstu deild en þetta var 150. leikurinn þeirra á milli frá því þau mættust á fyrsta Íslandsmótinu árið 1912, fyr- ir 110 árum. Sigurmark Húsvíkinganna KA lagði Leikni að velli á gervi- grasinu á Dalvík, 1:0, þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigur- markið með skalla á 53. mínútu. Húsvískt mark því annar fyrrver- andi Völsungur, Ásgeir Sigur- geirsson, lagði það upp með laglegri fyrirgjöf. Leiknir skapaði sér fá færi gegn öruggum varnarleik KA og Steinþór Már Auðunsson hélt marki sínu hreinu í níunda sinn í 23 fyrstu leikj- um sínum í efstu deild. _ Hallgrímur Mar Steingrímsson, enn einn Húsvíkingurinn, náði að taka þátt í leiknum með KA, sem varamaður, þótt tvísýnt hefði verið með það vegna meiðsla. Hann hefur því enn ekki misst úr leik í deildinni síðan KA vann sér sæti í henni fyrir tímabilið 2017 og spilað alla 107 leiki Akureyrarliðsins frá þeim tíma. Þetta var aðeins þriðji leikur hans sem varamaður. _ Óttar Bjarni Guðmundsson mið- vörður Leiknis fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútur en þetta var fyrsti deildarleikur hans með Breið- holtsliðinu frá árinu 2015. Skotnir niður í Safamýri - KR-ingar buðu Framara velkomna í efstu deild á ný með stórsigri, 4:1 FRAM – KR 1:4 0:1 Stefán Árni Geirsson 10. 0:2 Finnur Tómas Pálmason 14. 0:3 Stefan Ljubicic 27. 1:3 Már Ægisson 62. 1:4 Sigurður Bjartur Hallsson 87. MM Stefán Árni Geirsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) M Hallur Hansson (KR) Finnur Tómas Pálmason (KR) Stefan Ljubicic (KR) Beitir Ólafsson (KR) Albert Hafsteinsson (Fram) Guðmundur Magnússon (Fram) Már Ægisson (Fram) Dómari: Pétur Guðmundsson – 8. Áhorfendur: 654. KA – LEIKNIR R. 1:0 1:0 Elfar Árni Aðalsteinsson 54. M Ívar Örn Árnason (KA) Rodrigo Gomez (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Viktor Freyr Sigurðsson (Leikni) Bjarki Aðalsteinsson (Leikni) Emil Berger (Leikni) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: 400. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, við- töl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Subway-deild karla Undanúrslit, fyrsti leikur: Þór Þ. – Valur..................................... (35:42) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport. Spánn Evrópubikarinn, 16-liða úrslit: Valencia – Hamburg ........................... 98:80 - Martin Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Valencia, átti sex stoðsendingar og tók tvö fráköst á 23 mínútum fyrir Valencia sem mætir Levallois frá Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þýskaland Crailsheim – Alba Berlín.................... 70:78 - Jón Axel Guðmundsson skoraði sex stig og tók þrjú fráköst fyrir Crailsheim á 24 mínútum. Belgía/Holland Landstede Hammers – Oostende ...... 76:86 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði 14 stig, tók fimm fráköst og átti þrjár stoðsendingar fyrir Landstede á 37 mín- útum. Úrslitakeppni NBA 1. umferð, annar leikur: Miami – Atlanta ................................ 115:105 _ Staðan er 2:0 fyrir Miami. Memphis – Minnesota........................ 124:96 _ Staðan er 1:1. Phoenix – New Orleans.................... 114:125 _ Staðan er 1:1. 4"5'*2)0-# Undankeppni EM kvenna 6. riðill: Tyrkland – Serbía................................. 30:36 Ísland – Svíþjóð .................................... 23:29 Staðan: Svíþjóð 5 4 0 1 144:112 8 Serbía 5 3 0 2 142:134 6 Ísland 5 2 0 3 121:132 4 Tyrkland 5 1 0 4 132:161 2 1. riðill: Litháen – Pólland ................................. 27:40 Sviss – Rússland..................................... 10:0 _ Pólland 10, Sviss 6, Rússland 4, Litháen 2. 2. riðill: Færeyjar – Rúmenía............................ 21:31 Austurríki – Danmörk ......................... 22:38 _ Danmörk 10, Rúmenía 5, Austurríki 5, Færeyjar 0. 4. riðill: Úkraína – Króatía ................................ 19:26 Tékkland – Frakkland ......................... 31:30 _ Frakkland 8, Króatía 4, Úkraína 2, Tékk- land 2. 5. riðill: Slóvakía – Spánn .................................. 20:29 _ Spánn 8, Ungverjaland 6, Portúgal 4, Slóvakía 0. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: Ribe-Esbjerg – GOG............................ 26:28 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot í marki GOG, 44 prósent. _ GOG 4, Bjerringbro/Silkeborg 2, Skan- derborg 1, Ribe-Esbjerg 0. Úrslitakeppnin, 2. riðill: Mors – Aalborg .................................... 30:31 - Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðar- þjálfari liðsins. _ Aalborg 4, Skjern 1, Mors 0, Fredericia 0. Noregur 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Drammen – Halden ............................. 40:24 - Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Drammen. %$.62)0-# Framtíð Rúnars Más Sigurjóns- sonar og Sverris Inga Ingasonar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu er í mikilli óvissu, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mál beggja leikmanna var sent á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra of- beldis- og kynferðisbrota síðasta haust. Stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands barst tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum hinn 27. september síðastliðinn en tölvu- pósturinn innihélt meðal annars nöfn á sex leikmönnum karlalands- liðsins og dagsetningar yfir meint brot þeirra. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sig- þórsson höfðu áður verið nafn- greindir í fjölmiðlum en ekki Rúnar Már og Sverrir Ingi. Ragnar Sig- urðsson hefur lagt skóna á hilluna. bjarnih@mbl.is Óvissa með tvo leikmenn Englandsmeistarar Manchester City endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær þegar liðið tók á móti Brighton á Etihad-vellinum í Manchester. Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Riyad Mahrez kom City yfir strax á 53. mínútu. Phil Foden bætti við öðru marki liðsins á 65. mínútu og það var svo Bernardo Silva sem innsiglaði 3:0- sigur City á 82. mínútu. City er með 77 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur eins stigs for- skot á Liverpool sem er með 76 stig. _ Þá skoraði Eddie Nketiah tví- vegis fyrir Arsenal þegar liðið lagði Chelsea í markaleik á Stamford Bridge í Lundúnum. Leiknum lauk með 4:2-sigri Ars- enal en Nketiah kom Arsenal yfir á 13. mínútu áður en Timo Werner jafnaði metin fyrir Chelsea fjórum mínútum síðar. Emile Smith-Rowe kom Arsenal aftur yfir á 27. mínútu en César Azpilucueta jafnaði metin fyrir Chelsea fimm mínútum síðar. Nketiah kom Arsenal svo yfir í þriðja sinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Bukayo Saka innsiglaði sig- ur Arsenal með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Arsenal fór með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 57 stig, líkt og Tottenham, en Chelsea er með 62 stig í þriðja sætinu. AFP/Oli Scarff Mark Bernardo Silva og Phil Foden fagna marki þess fyrrnefnda í gær. Englandsmeistararnir á toppinn Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi er komið í góða stöðu á toppi B-riðils 2. deildar heims- meistaramótsins eftir sannfærandi sigur á Georgíu, 5:2, í hörkuleik í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Ísland vann Búlgaríu 10:2 í fyrsta leiknum en Georgía vann Belgíu 4:3 í fyrstu umferð- inni. Íslenska liðið mætir annað kvöld liði Mexíkó, sem tapaði 2:6 fyrir Búlgaríu, og leik- ur líklega hreinan úrslitaleik gegn Belgíu á laugardagskvöldið en barist er um eitt sæti í A-riðli 2. deildar. Mexíkó og Belgía léku í gær- kvöld en leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Halldór Skúlason og Gunnar Arason komu Íslandi í 2:0 með mörkum í fyrsta og öðrum leikhluta en Viacheslav Potazhevich minnkaði muninn fyrir Georgíu. Björn Sigurðarson og Andri Már Mikaelsson skoruðu með mínútu millibili og staðan var því orðin 4:1, Íslandi í hag, eftir annan leikhluta. Ivan Karelin minnkaði muninn fyrir Georgíu í þeim þriðja og síðasta, 4:2, en Björn skoraði aftur og tryggði íslenskan sigur með fimmta markinu þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Mikil harka og hiti voru í leiknum og brott- vísanirnar alls 20 talsins, þar af tólf á leikmenn Georgíu, og þeir fengu fimm slíkar á síðustu tíu mínútum leiksins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigur Íslensku leikmennirnir fagna einu markanna fimm gegn Georgíu í Skautahöllinni í Laugardal. Ísland er í góðri stöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.