Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 sp ör eh f. — Alpafegurð Ítalíu — 8. - 17. september | Sumar 18 Fararstjóri: Inga S. Ragnarsdóttir Nú höldum við á vit ævintýranna í Suður-Tíról á Ítalíu og upplifum náttúrufegurð Dólómítafjallanna. Dvalarstaður okkar er bærinn St. Ulrich í dalnum Val Gardena sem rómaður er fyrir fegurð. Glæsta borgin Merano verður sótt heim, við skoðum hina fallegu borg Brixen og förum með kláfi upp á Pordoi fjallið en þar er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku, austurrísku og svissnesku Alpana. Þessir sæludagar enda í elstu borg Þýskalands, Kempten í Allgäu héraði. Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjögmikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hélt blaðamannafund í Perlunni í gær til þess að kynna helstu áherslu- mál flokksins í komandi borgar- stjórnarkosningum. Hildur Björnsdóttir oddviti ræddi við blaðamann að loknum fundi og sagði að áhersla væri lögð á að leysa stóru málin. Þar væri helst að nefna húsnæðis-, samgöngu- og fjöl- skylduvandann. Flokkurinn vill þétta byggð í borginni samhliða því að skipuleggja ný hverfi. Þessi nýju hverfi myndu standa í Örfirisey og á Keldum. Hildur leggur áherslu á að þétting byggðar verði gerð innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, svo sem í Úlfársárdal, Staðarhverfi og Kjalar- nesi. Deilumál Innt eftir því hvort flokkurinn sé hlynntur lagningu borgarlínu segir Hildur að þau styðji ekki núverandi tillögur Dags B. Eggertssonar borg- arstjóra. „Við viljum að útfærslan sé með þeim hætti að hún sé á forsendum íbúa og atvinnurekenda í borginni. Við trúum því að það sé hægt að bæta hér almenningssamgöngur og tryggja hágæðasamgöngur sem er eftirsóknarvert að ferðast með án þess að þrengja að öðrum kostum í samgöngum.“ Þá leggur flokkurinn áherslu á að uppbygging Sundabrautar verði hafin á kjörtímabilinu. Annað hitamál í borgarstjórnar- kosningunum er hvort flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni. Hildur segir að flokkurinn vilji hafa flug- völlinn þar sem hann er þar til önnur betri lausn verði fundin. Mikilvægt sé að tryggja flugöryggi í Vatnsmýr- inni. Foreldrastyrkur Hildur nefnir að fjölskyldufólk hafi það ekki nægilega gott í borg- inni. Of margir flytji í nágranna- sveitarfélögin til þess að leita betri leikskólaþjónustu og íþróttastarfs. „Við viljum bregðast við þessari þró- un. Það á að vera eftirsóknarvert að vera fjölskylda í Reykjavík.“ Meðal lausna sem flokkurinn legg- ur til er að tryggja leikskólapláss fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri og að frístundakort gildi frá fimm ára aldri og verði hækkað í 70 þúsund krónur. Þá er lagt til að foreldra- styrkur verði í boði fyrir foreldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára aldurs. Alls 200 þúsund krónur á mánuði. Fækka borgarfulltrúum Flokkurinn leggur áherslu á að sorphirða verði öflugri og endur- vinnsla samræmd. Þá verði betur staðið að snjóruðningi að vetri og götusópun að vori. „Hrein borg – fögur torg er gam- alt slagorð Sjálfstæðisflokksins sem sannarlega er tilefni til að endur- vekja, enda borgin sóðaleg og illa hirt,“ segir Hildur. Flokkurinn vill hagræða í opinber- um rekstri og fækka borgarfulltrú- um úr 23 í 15. Á að vera eftirsóknar- vert að búa í borginni - Flugvöllurinn áfram á sínum stað þar til betri lausn finnst Morgunblaðið/Eggert Blaðamannafundur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, í 2. sæti, í Perlunni í gær. Áherslur í húsnæðismálum: » Skipulag nýrra hverfa. » Þétting byggðar innan hverfa sem hafa svigrúm. » Fleiri 15 mínútna hverfi. » Öflugri verslunarkjarnar. » Einfaldara kerfi, rafræn stjórnsýsla og 30 daga af- greiðslufrestur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heimsmarkaðsverð á laxi hefur hækkað skarpt á undanförnum vik- um og var í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í gær, komið í tæpar 109 krónur norskar á kíló. Það samsvarar tæpum 1.600 krónum íslenskum. Ef aðeins er lit- ið til 3-6 kílóa fisks er verðið komið í tæpar 110 krónur norskar. Þýðir það að rúmar átta þúsund krónur íslenskar fást fyrir fimm kílóa lax. Mesta eftirspurn eftir laxi er fyr- ir jól og páska en fellur þess á milli. Heimsmarkaðsverðið er því oft sveiflukennt og er hæst fyrir þessar stórhátíðir. Verðið hefur þó aldrei í sögunni farið jafn hátt og nú og raunar aldrei áður yfir 100 krónur norskar. Minna í sjókvíunum Sérfræðingar telja að skýring- anna megi fyrst og fremst leita í minni lífmassa í sjóeldi en reiknað var með sem þýðir að framleiðslan verður minni en markaðurinn hefur búist við. Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-inn, fræðslumið- stöðvar fiskeldis, segir að menn hafi talið að framleiðslan yrði svipuð og á síðasta ári en minni lífmassi bendi til samdráttar. Smávegis sam- dráttur verður í framleiðslu í Nor- egi en Sigurður segir að mest muni um minni lífmassa og minni með- alþyngd laxa sem slátrað er úr sjókvíum í Síle. Þróunin óviss Miðað við þróun eftirspurnar og verðs á undanförnum árum má bú- ast við að verðið lækki aftur nú eftir páska. Sigurður segir að ekki séu allir sérfræðingar sannfærðir um að það gerist strax, jafnvel ekki fyrr en í sumar, en tekur fram að þetta séu aðeins vangaveltur. Bendir hann á að vinnslufyrirtækin þurfi fisk til að standa við samninga sína. Á móti komi að búast megi við því að lax detti út af matseðlum fólks þegar verðið fer yfir ákveðin mörk. Hins vegar hafi allur matur verið að hækka í verði, líka vara sem gæti komið í staðinn fyrir lax- inn, og nefnir sem dæmi verðþróun á þorski og nautakjöti. Þróun heimsmarkaðsverðs á laxi Meðalverð í NOK/kg frá viku 15, 2021 til viku 15, 2022 115 105 95 85 75 65 55 45 35 2021 2022 Heimild: Nasdaq salmon index 15 18 21 24 27 30 33 36 39 42 45 48 51 2 5 8 11 14 18 60,56 108.77 Breyting 1 vika +7.0% 4 vikur +36.7% 12 vikur +50.5% Heimsmarkaðs- verð á laxi hærra en nokkru sinni - Fimm kílóa lax selst á 8.000 krónur 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Kristján Einar Sigurbjörnsson áhrifavaldur og sjómaður frá Húsavík var handtekinn á Spáni í mars síð- astliðnum. Krist- ján Einar er á þrítugsaldri og hefur verið trú- lofaður söngkon- unni Svölu Björgvins í tæplega tvö ár. Ekki er vitað fyrir hvaða sakir hann var handtekinn, en að sögn Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðla- fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafði verið leitað til borgaraþjónustu ráðuneytisins í tengslum við hand- tökuna. Sakfelldur í fyrra Kristján Einar er 24 ára gamall og var á síðasta ári sakfelldur fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot. Einnig var hann sakfelldur fyrir líkamsárás í héraðsdómi en síðar sýknaður í Landsrétti. Myndband af handtökunni hefur gengið manna á milli á samfélags- miðlum í dag, en unnusta Kristjáns hefur ekki viljað tjá sig um málið. Kristján handtek- inn á Spáni Kristján Einar Sigurbjörnsson Yngsti starfsmaður Faxaflóahafna er hinn 22 ára Róman Drahúlov sem er vélstjóri að mennt og flúði stríðs- ástandið í heimalandi sínu Úkraínu. Hann kom niður á höfn 13. apríl síðastliðinn til að kanna möguleika á að fá vinnu og var ráðinn á staðnum. „Ákveð- ið var að ráða hann strax til starfa hjá hafn- arþjónustu Faxa- flóahafna, þar sem hans starfs- kraftar munu nýtast vel,“ segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Ánægja ríkir í fyrirtækinu með að hafa ráðið fyrsta erlenda starfsmanninn, sem er í stefnu fyrirtækisins um að auka fjölbreytileika starfsmanna. Það sem af er af árinu hafa 1.245 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og þar af eru 812 frá Úkraínu segir í stöðuskýrslu landa- mærasviðs ríkislögreglustjóra í gær. Stærsti hópurinn eru konur og börn, en skiptingin er að 433 konur, 227 börn og 151 karl hafa sótt um vernd. Undanfarna sjö daga hafa 53 um- sóknir borist, eða frá átta einstakl- ingum á dag. Ef sú tala er notuð til viðmiðunar má búast við 212 um- sóknum næstu fjórar vikur. 17. apríl sl. var í fyrsta skipti frá innrás Rússa í Úkraínu meira flæði til Úkraínu frá ríkjum Evrópusam- bandsins en frá landinu, eða 29 þús- und sem fóru til Úkraínu, þar af 26 þúsund úkraínskir ríkisborgarar. Frá Rússlandi hafa rúmlega 217 þúsund rússneskir ríkisborgar farið til nágrannaríkja landsins og Hvíta- Rússlands frá upphafi stríðsins. Flestir hafa farið til Eistlands eða rúmlega 71 þúsund manns og Finn- lands, tæplega 69 þúsund. Frá Úkraínu til Faxaflóahafna - Bankaði upp á og fékk starfið strax Morgunblaðið/Árni Sæberg Flóttamenn 811 íbúar á flótta frá Úkraínu hafa sótt um vernd. Róman Drahúlov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.