Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
sp
ör
eh
f.
— Alpafegurð Ítalíu —
8. - 17. september | Sumar 18
Fararstjóri: Inga S. Ragnarsdóttir
Nú höldum við á vit ævintýranna í Suður-Tíról á Ítalíu og
upplifum náttúrufegurð Dólómítafjallanna. Dvalarstaður
okkar er bærinn St. Ulrich í dalnum Val Gardena sem
rómaður er fyrir fegurð. Glæsta borgin Merano verður sótt
heim, við skoðum hina fallegu borg Brixen og förum með
kláfi upp á Pordoi fjallið en þar er mikilfenglegt útsýni yfir
ítölsku, austurrísku og svissnesku Alpana. Þessir sæludagar
enda í elstu borg Þýskalands, Kempten í Allgäu héraði.
Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjögmikið innifalið!
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
hélt blaðamannafund í Perlunni í
gær til þess að kynna helstu áherslu-
mál flokksins í komandi borgar-
stjórnarkosningum.
Hildur Björnsdóttir oddviti ræddi
við blaðamann að loknum fundi og
sagði að áhersla væri lögð á að leysa
stóru málin. Þar væri helst að nefna
húsnæðis-, samgöngu- og fjöl-
skylduvandann.
Flokkurinn vill þétta byggð í
borginni samhliða því að skipuleggja
ný hverfi. Þessi nýju hverfi myndu
standa í Örfirisey og á Keldum.
Hildur leggur áherslu á að þétting
byggðar verði gerð innan hverfa
sem hafa til þess svigrúm, svo sem í
Úlfársárdal, Staðarhverfi og Kjalar-
nesi.
Deilumál
Innt eftir því hvort flokkurinn sé
hlynntur lagningu borgarlínu segir
Hildur að þau styðji ekki núverandi
tillögur Dags B. Eggertssonar borg-
arstjóra.
„Við viljum að útfærslan sé með
þeim hætti að hún sé á forsendum
íbúa og atvinnurekenda í borginni.
Við trúum því að það sé hægt að
bæta hér almenningssamgöngur og
tryggja hágæðasamgöngur sem er
eftirsóknarvert að ferðast með án
þess að þrengja að öðrum kostum í
samgöngum.“
Þá leggur flokkurinn áherslu á að
uppbygging Sundabrautar verði
hafin á kjörtímabilinu.
Annað hitamál í borgarstjórnar-
kosningunum er hvort flugvöllurinn
eigi að vera í Vatnsmýrinni. Hildur
segir að flokkurinn vilji hafa flug-
völlinn þar sem hann er þar til önnur
betri lausn verði fundin. Mikilvægt
sé að tryggja flugöryggi í Vatnsmýr-
inni.
Foreldrastyrkur
Hildur nefnir að fjölskyldufólk
hafi það ekki nægilega gott í borg-
inni. Of margir flytji í nágranna-
sveitarfélögin til þess að leita betri
leikskólaþjónustu og íþróttastarfs.
„Við viljum bregðast við þessari þró-
un. Það á að vera eftirsóknarvert að
vera fjölskylda í Reykjavík.“
Meðal lausna sem flokkurinn legg-
ur til er að tryggja leikskólapláss
fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri og
að frístundakort gildi frá fimm ára
aldri og verði hækkað í 70 þúsund
krónur. Þá er lagt til að foreldra-
styrkur verði í boði fyrir foreldra
sem vilja dvelja heima með börnin
sín eftir fæðingarorlof, til tveggja
ára aldurs. Alls 200 þúsund krónur á
mánuði.
Fækka borgarfulltrúum
Flokkurinn leggur áherslu á að
sorphirða verði öflugri og endur-
vinnsla samræmd. Þá verði betur
staðið að snjóruðningi að vetri og
götusópun að vori.
„Hrein borg – fögur torg er gam-
alt slagorð Sjálfstæðisflokksins sem
sannarlega er tilefni til að endur-
vekja, enda borgin sóðaleg og illa
hirt,“ segir Hildur.
Flokkurinn vill hagræða í opinber-
um rekstri og fækka borgarfulltrú-
um úr 23 í 15.
Á að vera eftirsóknar-
vert að búa í borginni
- Flugvöllurinn áfram á sínum stað þar til betri lausn finnst
Morgunblaðið/Eggert
Blaðamannafundur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, í 2. sæti, í Perlunni í gær.
Áherslur í
húsnæðismálum:
» Skipulag nýrra hverfa.
» Þétting byggðar innan
hverfa sem hafa svigrúm.
» Fleiri 15 mínútna hverfi.
» Öflugri verslunarkjarnar.
» Einfaldara kerfi, rafræn
stjórnsýsla og 30 daga af-
greiðslufrestur.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heimsmarkaðsverð á laxi hefur
hækkað skarpt á undanförnum vik-
um og var í síðustu viku, samkvæmt
upplýsingum sem birtar voru í gær,
komið í tæpar 109 krónur norskar á
kíló. Það samsvarar tæpum 1.600
krónum íslenskum. Ef aðeins er lit-
ið til 3-6 kílóa fisks er verðið komið
í tæpar 110 krónur norskar. Þýðir
það að rúmar átta þúsund krónur
íslenskar fást fyrir fimm kílóa lax.
Mesta eftirspurn eftir laxi er fyr-
ir jól og páska en fellur þess á milli.
Heimsmarkaðsverðið er því oft
sveiflukennt og er hæst fyrir þessar
stórhátíðir. Verðið hefur þó aldrei í
sögunni farið jafn hátt og nú og
raunar aldrei áður yfir 100 krónur
norskar.
Minna í sjókvíunum
Sérfræðingar telja að skýring-
anna megi fyrst og fremst leita í
minni lífmassa í sjóeldi en reiknað
var með sem þýðir að framleiðslan
verður minni en markaðurinn hefur
búist við. Sigurður Pétursson,
stofnandi Lax-inn, fræðslumið-
stöðvar fiskeldis, segir að menn hafi
talið að framleiðslan yrði svipuð og
á síðasta ári en minni lífmassi bendi
til samdráttar. Smávegis sam-
dráttur verður í framleiðslu í Nor-
egi en Sigurður segir að mest muni
um minni lífmassa og minni með-
alþyngd laxa sem slátrað er úr
sjókvíum í Síle.
Þróunin óviss
Miðað við þróun eftirspurnar og
verðs á undanförnum árum má bú-
ast við að verðið lækki aftur nú eftir
páska. Sigurður segir að ekki séu
allir sérfræðingar sannfærðir um að
það gerist strax, jafnvel ekki fyrr
en í sumar, en tekur fram að þetta
séu aðeins vangaveltur. Bendir
hann á að vinnslufyrirtækin þurfi
fisk til að standa við samninga sína.
Á móti komi að búast megi við
því að lax detti út af matseðlum
fólks þegar verðið fer yfir ákveðin
mörk. Hins vegar hafi allur matur
verið að hækka í verði, líka vara
sem gæti komið í staðinn fyrir lax-
inn, og nefnir sem dæmi verðþróun
á þorski og nautakjöti.
Þróun heimsmarkaðsverðs á laxi
Meðalverð í NOK/kg frá viku 15, 2021 til viku 15, 2022
115
105
95
85
75
65
55
45
35
2021 2022
Heimild: Nasdaq
salmon index
15 18 21 24 27 30 33 36 39 42 45 48 51 2 5 8 11 14 18
60,56
108.77
Breyting
1 vika +7.0%
4 vikur +36.7%
12 vikur +50.5%
Heimsmarkaðs-
verð á laxi hærra
en nokkru sinni
- Fimm kílóa lax selst á 8.000 krónur
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Kristján Einar
Sigurbjörnsson
áhrifavaldur og
sjómaður frá
Húsavík var
handtekinn á
Spáni í mars síð-
astliðnum. Krist-
ján Einar er á
þrítugsaldri og
hefur verið trú-
lofaður söngkon-
unni Svölu Björgvins í tæplega tvö
ár.
Ekki er vitað fyrir hvaða sakir
hann var handtekinn, en að sögn
Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðla-
fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafði
verið leitað til borgaraþjónustu
ráðuneytisins í tengslum við hand-
tökuna.
Sakfelldur í fyrra
Kristján Einar er 24 ára gamall og
var á síðasta ári sakfelldur fyrir
fíkniefna- og vopnalagabrot. Einnig
var hann sakfelldur fyrir líkamsárás
í héraðsdómi en síðar sýknaður í
Landsrétti.
Myndband af handtökunni hefur
gengið manna á milli á samfélags-
miðlum í dag, en unnusta Kristjáns
hefur ekki viljað tjá sig um málið.
Kristján
handtek-
inn á Spáni
Kristján Einar
Sigurbjörnsson
Yngsti starfsmaður Faxaflóahafna
er hinn 22 ára Róman Drahúlov sem
er vélstjóri að mennt og flúði stríðs-
ástandið í heimalandi sínu Úkraínu.
Hann kom niður
á höfn 13. apríl
síðastliðinn til að
kanna möguleika
á að fá vinnu og
var ráðinn á
staðnum. „Ákveð-
ið var að ráða
hann strax til
starfa hjá hafn-
arþjónustu Faxa-
flóahafna, þar
sem hans starfs-
kraftar munu nýtast vel,“ segir í til-
kynningu frá fyrirtækinu. Ánægja
ríkir í fyrirtækinu með að hafa ráðið
fyrsta erlenda starfsmanninn, sem
er í stefnu fyrirtækisins um að auka
fjölbreytileika starfsmanna.
Það sem af er af árinu hafa 1.245
einstaklingar sótt um alþjóðlega
vernd á Íslandi og þar af eru 812 frá
Úkraínu segir í stöðuskýrslu landa-
mærasviðs ríkislögreglustjóra í gær.
Stærsti hópurinn eru konur og börn,
en skiptingin er að 433 konur, 227
börn og 151 karl hafa sótt um vernd.
Undanfarna sjö daga hafa 53 um-
sóknir borist, eða frá átta einstakl-
ingum á dag. Ef sú tala er notuð til
viðmiðunar má búast við 212 um-
sóknum næstu fjórar vikur.
17. apríl sl. var í fyrsta skipti frá
innrás Rússa í Úkraínu meira flæði
til Úkraínu frá ríkjum Evrópusam-
bandsins en frá landinu, eða 29 þús-
und sem fóru til Úkraínu, þar af 26
þúsund úkraínskir ríkisborgarar.
Frá Rússlandi hafa rúmlega 217
þúsund rússneskir ríkisborgar farið
til nágrannaríkja landsins og Hvíta-
Rússlands frá upphafi stríðsins.
Flestir hafa farið til Eistlands eða
rúmlega 71 þúsund manns og Finn-
lands, tæplega 69 þúsund.
Frá Úkraínu til
Faxaflóahafna
- Bankaði upp á og fékk starfið strax
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flóttamenn 811 íbúar á flótta frá
Úkraínu hafa sótt um vernd.
Róman
Drahúlov