Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Besta deild karla KA – Leiknir R ......................................... 1:0 Fram – KR ................................................ 1:4 Staðan: Breiðablik 1 1 0 0 4:1 3 KR 1 1 0 0 4:1 3 Valur 1 1 0 0 2:1 3 Víkingur R. 1 1 0 0 2:1 3 KA 1 1 0 0 1:0 3 ÍA 1 0 1 0 2:2 1 Stjarnan 1 0 1 0 2:2 1 FH 1 0 0 1 1:2 0 ÍBV 1 0 0 1 1:2 0 Leiknir R. 1 0 0 1 0:1 0 Fram 1 0 0 1 1:4 0 Keflavík 1 0 0 1 1:4 0 England Chelsea – Arsenal..................................... 2:4 Everton – Leicester ................................. 1:1 Newcastle – Crystal Palace..................... 1:0 Manchester City – Brighton ................... 3:0 Staðan: Manch. City 32 24 5 3 75:20 77 Liverpool 32 23 7 2 83:22 76 Chelsea 31 18 8 5 66:27 62 Tottenham 32 18 3 11 56:38 57 Arsenal 32 18 3 11 49:39 57 Manch. Utd 33 15 9 9 52:48 54 West Ham 33 15 7 11 52:43 52 Wolves 32 15 4 13 33:28 49 Leicester 31 11 8 12 47:51 41 Brighton 33 9 13 11 29:40 40 Newcastle 33 10 10 13 37:55 40 Brentford 33 11 6 16 41:49 39 Southampton 32 9 12 11 38:52 39 Crystal Palace 32 8 13 11 43:41 37 Aston Villa 31 11 3 17 42:46 36 Leeds 32 8 9 15 38:68 33 Everton 31 8 5 18 34:53 29 Burnley 31 4 13 14 26:45 25 Watford 32 6 4 22 30:62 22 Norwich City 32 5 6 21 22:66 21 Svíþjóð Gautaborg – Djurgården........................ 1:1 - Adam Benediktsson var varamarkvörð- ur Gautaborgar í leiknum. Sundsvall – Kalmar ................................. 1:0 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Kalmar. Norrköping – Häcken ............................. 1:1 - Ari Freyr Skúlason var varamaður hjá Norrköping og kom ekki við sögu. - Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á hjá Häcken á 76. mínútu. Mjällby – Sirius ........................................ 3:0 - Aron Bjarnason lék fyrstu 70 mínúturn- ar með Sirius. AIK – Varberg ......................................... 1:0 - Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Varberg. Rosengård – AIK ..................................... 2:1 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Örebro – Umeå ........................................ 2:0 - Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik- inn með Örebro. Piteå – Kalmar......................................... 1:0 - Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmark Piteå úr vítaspyrnu á 76. mínútu og var skipt af velli á 78. mínútu. - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Kalmar. Rússland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: CSKA Moskva – Spartak Moskva.......... 0:1 - Hörður Björgvin Magnússon var vara- maður hjá CSKA og kom ekki við sögu. Bandaríkin Bikarkeppnin, 3. umferð: Houston Dynamo – Rio Grande ............. 2:1 - Þorleifur Úlfarsson lék allan leikinn með Houston Dynamo. Ítalía Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: Juventus – Fiorentina.............................. 1:0 _ Juventus áfram, 2:0 samanlagt, og mætir Inter Mílanó í úrslitaleiknum. >;(//24)3;( HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, fyrsti leikur: Eyjar: ÍBV – Stjarnan .............................. 17 Hlíðarendi: Valur – Fram.................... 19.30 Umspil karla, undanúrslit, fyrsti leikur: Dalhús: Fjölnir – Þór ................................ 16 Austurberg: ÍR – Kórdrengir ............. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Njarðvík: Njarðvík – Tindastóll.......... 20.15 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Leiknisvöllur: Ægir – KFS ...................... 14 Framvöllur: Kórdrengir – Álftanes......... 14 Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji ... 14 Árbær: Fylkir – Úlfarnir .......................... 14 Selfoss: Uppsveitir – Reynir S................. 14 Dalvíkurvöllur: KF – Magni..................... 16 Ólafsvíkurvöllur: Reynir He – ÍR............ 18 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Víðavangshlaup ÍR, sem um leið er Meist- aramót Íslands í 5 km hlaupi, fer fram í miðborg Reykjavíkur í dag og hefst klukk- an 12 í Pósthússtræti. Í DAG! Sænska kvennalandsliðið í hand- knattleik reyndist of sterkt fyrir það íslenska þegar liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins á Ásvöllum í gærkvöld. Svíar sigruðu, 29:23, og tryggðu sér þar með sæti í loka- keppninni en eftir sem áður er Ís- land á leið í hreinan úrslitaleik gegn Serbíu um annað sætið í Belgrad á laugardaginn. Sigur þar kæmi Íslandi á EM vegna innbyrðis viðureigna gegn serb- neska liðinu sem vann Tyrki 36:30 á útivelli í gær. Svíar voru með forystuna frá fyrstu mínútu. Ísland minnkaði muninn tvisvar í tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks en komst ekki nær. Staðan var 17:12 í hálfleik og sænska liðið jók forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleiknum. Rut Jónsdóttir skoraði 6 mörk, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Sandra Erlings- dóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Lovísa Thompson 2 og Hildigunnur Einarsdóttir 1. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 7 skot og Hafdís Renötudóttir 4. _ Leiknum lauk um sama leyti og blaðið fór í prentun í gær- kvöld. Ítarleg umfjöllun um hann er á mbl.is/sport/handbolti. Sænska liðið of sterkt - Ísland leikur samt hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Belgrad á laugardag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dauðafæri Unnur Ómarsdóttir ein gegn markverði Svía í leik liðanna á Ásvöllum í gærkvöld. Hún skoraði þrjú mörk. hannes Karl Sigursteinsson sem þjálfara og fyrsta markmið er ef- laust að festa sig í sessi á nýjan leik. KR er með reynda leikmenn innanborðs eins og Laufeyju Björnsdóttur, Rebekku Sverris- dóttur, Tijönu Krstic og Gígju Harðardóttur, í bland við ungar stúlkur. Þá eru tvær ástralskar konur á leið í Vesturbæinn og eftir að sjá hversu mikið þær styrkja liðið. Guðrún á skotskónum? Afturelding fylgdi KR upp úr 1. deildinni og er á ný meðal þeirra bestu eftir sjö ára fjarveru. Mos- fellsstúlkur hafa verið nokkuð frískar í vetur, eru með nánast all- BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Gangi spá Morgunblaðsins eftir verða lið Aftureldingar og Kefla- víkur að bíta í það súra epli að hafna í tveimur neðstu sætum Bestu deildar kvenna í fótbolta á keppnistímabilinu 2022 og myndu þar með falla úr deildinni í haust. Miðað við stigatölurnar í spánni gæti hinsvegar orðið afar mjótt á mununum því eins og sjá má hér til hliðar munaði aðeins þremur stigum á KR, sem hafnaði í átt- unda sæti, og Keflavík, sem hafn- aði í tíunda og neðsta sæti. ÍBV er spáð sjöunda sætinu en Eyjakonur fá talsvert fleiri stig en þrjú neðstu liðin og þær ættu sam- kvæmt því að geta tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni af nokkru öryggi. Sterkari hópur í Eyjum? Eins og oft áður er nokkur straumur erlendra leikmanna til og frá Eyjum. Í ár heldur ÍBV hinsvegar þeim Hönnu Kallmaier, Olgu Sevcovu og Viktoriju Zaici- kovu, sem allar hafa verið í stórum hlutverkum, og síðan bætast fimm nýjar erlendar konur við hópinn. Þá snýr Kristín Erna Sig- urlásdóttir aftur til Eyja og hóp- urinn virðist því jafnvel sterkari en í fyrra. Það ræðst þó endanlega af nýju leikmönnunum en ÍBV gæti vel haft burði til að verða enn fjær fallsvæðinu en spáin segir til um. Jonathan Glenn, fyrrverandi leik- maður karlaliðs ÍBV, tók við þjálf- un liðsins og þreytir frumraun sína sem meistaraflokksþjálfari. Nokkrar reyndar í KR KR sleppur naumlega við fall samkvæmt spánni en Vestur- bæingar eru aftur í efstu deild eft- ir eins árs fjarveru. KR vann 1. deildina í fyrra, er áfram með Jó- an hópinn frá því í fyrra og hafa styrkt hann þó nokkuð. M.a. er jamaísk landsliðskona, Chyanne Dennis, komin í Aftureldingu og systurnar Þórhildur og Ísafold Þórhallsdóttir komu frá Breiða- bliki. Guðrún Elísabet Björgvins- dóttir skoraði 23 mörk fyrir liðið í 1. deildinni í fyrra og fróðlegt verður að sjá til hennar í Bestu deildinni. Þjálfaraþrenningin Alex- ander Aron Davorsson, Bjarki Már Sverrisson og Ruth Þórðar er áfram við stjórnvölinn. Verður skarð Natöshu fyllt? Keflavík hélt sér uppi í fyrra eftir harðan fallslag og búist er við liðinu á sömu slóðum. Fyrirliðinn og landsliðskonan Natasha Anasi fór í Breiðablik og skilur eftir sig stórt gat. Hópurinn virðist þynnri en í fyrra en Gunnar Magnús Jónsson þekkir sitt lið og deildina út og inn. Vonir eru bundnar við að Caroline Van Slambrouck, fyrr- verandi leikmaður ÍBV, fylli skarð Natöshu að einhverju leyti en tveir aðrir erlendir leikmenn hafa bæst í hópinn. Markvörðurinn Samantha Leshnak hefur leikið í bandarísku atvinnudeildinni. Falla Afturelding og Keflavík? - Morgunblaðið spáir að KR haldi naumlega velli eftir fallslag þriggja liða Í fyrsta hlutanum af spá Morgunblaðsins fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta 2022, þar sem tuttugu sérfræðingar og aðrir áhugasamir sem starfa hjá eða skrifa fyrir miðla Árvakurs greiddu atkvæði, birtum við liðin sem end- uðu í fjórum neðstu sætunum. ÍBV fékk 78 stig í sjöunda sæti deildarinnar og KR fékk 46 stig í áttunda sætinu. Í fallsætunum samkvæmt spánni eru því Afturelding sem fékk 44 stig í níunda sæti og Keflavík sem fékk 43 stig í tíunda sæti. Neðstu lið í Bestu deild kvenna _ Valskonur verða Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu 2022 ef hin ár- lega spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í Bestu deild kvenna gengur eftir en hún var birt í gær. Valur fékk 219 stig en Breiðablik 206 stig í öðru sæti. Síðan komu Stjarnan með 168 stig, Selfoss með 167, Þróttur R. með 130, Þór/KA með 117, ÍBV með 93 og Afturelding með 87 en Keflavík með 51 stig og KR með 50 er spáð falli. keppni í deildinni hefst á þriðjudags- kvöldið kemur þegar ÍBV mætir Stjörn- unni og Valur leikur við Þrótt. _ Knatt- spyrnulið KA mun að óbreyttu ekki spila neina heimaleiki á komandi keppnistímabili á gamla Akureyrarvellinum. Unnið er að því að koma nýjum keppnisvelli í stand á KA-svæðinu og Sævar Pét- ursson framkvæmdastjóri KA stað- festi við mbl.is í gær að nýtt gervigras ásamt 500 manna stúku væri á leið til Akureyrar og yrði sett upp á næstu dögum. KA-menn stefna á að þriðji heimaleikur þeirra í Bestu deild karla, gegn FH, fari fram á nýja vell- inum 11. maí. _ Hlín Eiríks- dóttir tryggði Piteå sigur á Kal- mar, liði Hall- beru Guðnýjar Gísladóttur, í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Hlín skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu, 1:0. Lið hennar er með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina og er í fimmta sæti en Kalmar er í tólfta sæti af fjórtán liðum með þrjú stig. Guðrún Arnardóttir og samherjar í Rosengård eru á toppnum ásamt Linköping með 10 stig eftir sig- ur á AIK, 2:1. _ Hannes S. Jónsson, formað- ur Körfuknatt- leikssambands Íslands, reiknar með því að Ísland þurfi að spila heimaleik sinn gegn Hollend- ingum í undan- keppni HM karla hinn 1. júlí í Hollandi, ef KKÍ fær ekki aðra undanþágu til þess að leikurinn fari fram hér á landi. Ísland vann góðan sigur í útileiknum gegn Hollandi og seinni leikurinn getur skipt sköpum um hvort liðið komist áfram í keppninni. Ít- arlega er rætt við Hannes um stöðuna varðandi heimaleiki og nýja þjóðarhöll fyrir innigreinar á mbl.is/sport. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.