Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
Besta deild karla
KA – Leiknir R ......................................... 1:0
Fram – KR ................................................ 1:4
Staðan:
Breiðablik 1 1 0 0 4:1 3
KR 1 1 0 0 4:1 3
Valur 1 1 0 0 2:1 3
Víkingur R. 1 1 0 0 2:1 3
KA 1 1 0 0 1:0 3
ÍA 1 0 1 0 2:2 1
Stjarnan 1 0 1 0 2:2 1
FH 1 0 0 1 1:2 0
ÍBV 1 0 0 1 1:2 0
Leiknir R. 1 0 0 1 0:1 0
Fram 1 0 0 1 1:4 0
Keflavík 1 0 0 1 1:4 0
England
Chelsea – Arsenal..................................... 2:4
Everton – Leicester ................................. 1:1
Newcastle – Crystal Palace..................... 1:0
Manchester City – Brighton ................... 3:0
Staðan:
Manch. City 32 24 5 3 75:20 77
Liverpool 32 23 7 2 83:22 76
Chelsea 31 18 8 5 66:27 62
Tottenham 32 18 3 11 56:38 57
Arsenal 32 18 3 11 49:39 57
Manch. Utd 33 15 9 9 52:48 54
West Ham 33 15 7 11 52:43 52
Wolves 32 15 4 13 33:28 49
Leicester 31 11 8 12 47:51 41
Brighton 33 9 13 11 29:40 40
Newcastle 33 10 10 13 37:55 40
Brentford 33 11 6 16 41:49 39
Southampton 32 9 12 11 38:52 39
Crystal Palace 32 8 13 11 43:41 37
Aston Villa 31 11 3 17 42:46 36
Leeds 32 8 9 15 38:68 33
Everton 31 8 5 18 34:53 29
Burnley 31 4 13 14 26:45 25
Watford 32 6 4 22 30:62 22
Norwich City 32 5 6 21 22:66 21
Svíþjóð
Gautaborg – Djurgården........................ 1:1
- Adam Benediktsson var varamarkvörð-
ur Gautaborgar í leiknum.
Sundsvall – Kalmar ................................. 1:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Kalmar.
Norrköping – Häcken ............................. 1:1
- Ari Freyr Skúlason var varamaður hjá
Norrköping og kom ekki við sögu.
- Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á
hjá Häcken á 76. mínútu.
Mjällby – Sirius ........................................ 3:0
- Aron Bjarnason lék fyrstu 70 mínúturn-
ar með Sirius.
AIK – Varberg ......................................... 1:0
- Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Varberg.
Rosengård – AIK ..................................... 2:1
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Rosengård.
Örebro – Umeå ........................................ 2:0
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro.
Piteå – Kalmar......................................... 1:0
- Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmark
Piteå úr vítaspyrnu á 76. mínútu og var
skipt af velli á 78. mínútu.
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með Kalmar.
Rússland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
CSKA Moskva – Spartak Moskva.......... 0:1
- Hörður Björgvin Magnússon var vara-
maður hjá CSKA og kom ekki við sögu.
Bandaríkin
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Houston Dynamo – Rio Grande ............. 2:1
- Þorleifur Úlfarsson lék allan leikinn með
Houston Dynamo.
Ítalía
Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur:
Juventus – Fiorentina.............................. 1:0
_ Juventus áfram, 2:0 samanlagt, og mætir
Inter Mílanó í úrslitaleiknum.
>;(//24)3;(
HANDKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, fyrsti leikur:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan .............................. 17
Hlíðarendi: Valur – Fram.................... 19.30
Umspil karla, undanúrslit, fyrsti leikur:
Dalhús: Fjölnir – Þór ................................ 16
Austurberg: ÍR – Kórdrengir ............. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, fyrsti leikur:
Njarðvík: Njarðvík – Tindastóll.......... 20.15
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 2. umferð:
Leiknisvöllur: Ægir – KFS ...................... 14
Framvöllur: Kórdrengir – Álftanes......... 14
Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji ... 14
Árbær: Fylkir – Úlfarnir .......................... 14
Selfoss: Uppsveitir – Reynir S................. 14
Dalvíkurvöllur: KF – Magni..................... 16
Ólafsvíkurvöllur: Reynir He – ÍR............ 18
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Víðavangshlaup ÍR, sem um leið er Meist-
aramót Íslands í 5 km hlaupi, fer fram í
miðborg Reykjavíkur í dag og hefst klukk-
an 12 í Pósthússtræti.
Í DAG!
Sænska kvennalandsliðið í hand-
knattleik reyndist of sterkt fyrir
það íslenska þegar liðin mættust í
undankeppni Evrópumótsins á
Ásvöllum í gærkvöld.
Svíar sigruðu, 29:23, og
tryggðu sér þar með sæti í loka-
keppninni en eftir sem áður er Ís-
land á leið í hreinan úrslitaleik
gegn Serbíu um annað sætið í
Belgrad á laugardaginn. Sigur
þar kæmi Íslandi á EM vegna
innbyrðis viðureigna gegn serb-
neska liðinu sem vann Tyrki 36:30
á útivelli í gær.
Svíar voru með forystuna frá
fyrstu mínútu. Ísland minnkaði
muninn tvisvar í tvö mörk undir
lok fyrri hálfleiks en komst ekki
nær. Staðan var 17:12 í hálfleik
og sænska liðið jók forskotið jafnt
og þétt í seinni hálfleiknum.
Rut Jónsdóttir skoraði 6 mörk,
Unnur Ómarsdóttir 3, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 3, Sandra Erlings-
dóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir
2, Steinunn Björnsdóttir 2, Sunna
Jónsdóttir 2, Lovísa Thompson 2
og Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði
7 skot og Hafdís Renötudóttir 4.
_ Leiknum lauk um sama leyti
og blaðið fór í prentun í gær-
kvöld. Ítarleg umfjöllun um hann
er á mbl.is/sport/handbolti.
Sænska liðið of sterkt
- Ísland leikur samt hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Belgrad á laugardag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dauðafæri Unnur Ómarsdóttir ein gegn markverði Svía í leik liðanna á Ásvöllum í gærkvöld. Hún skoraði þrjú mörk.
hannes Karl Sigursteinsson sem
þjálfara og fyrsta markmið er ef-
laust að festa sig í sessi á nýjan
leik.
KR er með reynda leikmenn
innanborðs eins og Laufeyju
Björnsdóttur, Rebekku Sverris-
dóttur, Tijönu Krstic og Gígju
Harðardóttur, í bland við ungar
stúlkur. Þá eru tvær ástralskar
konur á leið í Vesturbæinn og eftir
að sjá hversu mikið þær styrkja
liðið.
Guðrún á skotskónum?
Afturelding fylgdi KR upp úr 1.
deildinni og er á ný meðal þeirra
bestu eftir sjö ára fjarveru. Mos-
fellsstúlkur hafa verið nokkuð
frískar í vetur, eru með nánast all-
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Gangi spá Morgunblaðsins eftir
verða lið Aftureldingar og Kefla-
víkur að bíta í það súra epli að
hafna í tveimur neðstu sætum
Bestu deildar kvenna í fótbolta á
keppnistímabilinu 2022 og myndu
þar með falla úr deildinni í haust.
Miðað við stigatölurnar í spánni
gæti hinsvegar orðið afar mjótt á
mununum því eins og sjá má hér
til hliðar munaði aðeins þremur
stigum á KR, sem hafnaði í átt-
unda sæti, og Keflavík, sem hafn-
aði í tíunda og neðsta sæti.
ÍBV er spáð sjöunda sætinu en
Eyjakonur fá talsvert fleiri stig en
þrjú neðstu liðin og þær ættu sam-
kvæmt því að geta tryggt sér
áframhaldandi sæti í deildinni af
nokkru öryggi.
Sterkari hópur í Eyjum?
Eins og oft áður er nokkur
straumur erlendra leikmanna til
og frá Eyjum. Í ár heldur ÍBV
hinsvegar þeim Hönnu Kallmaier,
Olgu Sevcovu og Viktoriju Zaici-
kovu, sem allar hafa verið í stórum
hlutverkum, og síðan bætast fimm
nýjar erlendar konur við hópinn.
Þá snýr Kristín Erna Sig-
urlásdóttir aftur til Eyja og hóp-
urinn virðist því jafnvel sterkari en
í fyrra. Það ræðst þó endanlega af
nýju leikmönnunum en ÍBV gæti
vel haft burði til að verða enn fjær
fallsvæðinu en spáin segir til um.
Jonathan Glenn, fyrrverandi leik-
maður karlaliðs ÍBV, tók við þjálf-
un liðsins og þreytir frumraun sína
sem meistaraflokksþjálfari.
Nokkrar reyndar í KR
KR sleppur naumlega við fall
samkvæmt spánni en Vestur-
bæingar eru aftur í efstu deild eft-
ir eins árs fjarveru. KR vann 1.
deildina í fyrra, er áfram með Jó-
an hópinn frá því í fyrra og hafa
styrkt hann þó nokkuð. M.a. er
jamaísk landsliðskona, Chyanne
Dennis, komin í Aftureldingu og
systurnar Þórhildur og Ísafold
Þórhallsdóttir komu frá Breiða-
bliki. Guðrún Elísabet Björgvins-
dóttir skoraði 23 mörk fyrir liðið í
1. deildinni í fyrra og fróðlegt
verður að sjá til hennar í Bestu
deildinni. Þjálfaraþrenningin Alex-
ander Aron Davorsson, Bjarki Már
Sverrisson og Ruth Þórðar er
áfram við stjórnvölinn.
Verður skarð Natöshu fyllt?
Keflavík hélt sér uppi í fyrra
eftir harðan fallslag og búist er við
liðinu á sömu slóðum. Fyrirliðinn
og landsliðskonan Natasha Anasi
fór í Breiðablik og skilur eftir sig
stórt gat. Hópurinn virðist þynnri
en í fyrra en Gunnar Magnús
Jónsson þekkir sitt lið og deildina
út og inn. Vonir eru bundnar við
að Caroline Van Slambrouck, fyrr-
verandi leikmaður ÍBV, fylli skarð
Natöshu að einhverju leyti en tveir
aðrir erlendir leikmenn hafa bæst í
hópinn. Markvörðurinn Samantha
Leshnak hefur leikið í bandarísku
atvinnudeildinni.
Falla Afturelding og Keflavík?
- Morgunblaðið spáir að KR haldi naumlega velli eftir fallslag þriggja liða
Í fyrsta hlutanum af spá Morgunblaðsins fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta
2022, þar sem tuttugu sérfræðingar og aðrir áhugasamir sem starfa hjá
eða skrifa fyrir miðla Árvakurs greiddu atkvæði, birtum við liðin sem end-
uðu í fjórum neðstu sætunum.
ÍBV fékk 78 stig í sjöunda sæti deildarinnar og KR fékk 46 stig í áttunda
sætinu. Í fallsætunum samkvæmt spánni eru því Afturelding sem fékk 44
stig í níunda sæti og Keflavík sem fékk 43 stig í tíunda sæti.
Neðstu lið í Bestu deild kvenna
_ Valskonur verða Íslandsmeistarar
kvenna í knattspyrnu 2022 ef hin ár-
lega spá forráðamanna, fyrirliða og
þjálfara liðanna í Bestu deild kvenna
gengur eftir en hún var birt í gær. Valur
fékk 219 stig en Breiðablik 206 stig í
öðru sæti. Síðan komu Stjarnan með
168 stig, Selfoss með 167, Þróttur R.
með 130, Þór/KA með 117, ÍBV með 93
og Afturelding með 87 en Keflavík með
51 stig og KR með 50 er spáð falli.
keppni í deildinni hefst á þriðjudags-
kvöldið kemur þegar ÍBV mætir Stjörn-
unni og Valur
leikur við Þrótt.
_ Knatt-
spyrnulið KA
mun að
óbreyttu ekki
spila neina
heimaleiki á
komandi
keppnistímabili
á gamla Akureyrarvellinum. Unnið er
að því að koma nýjum keppnisvelli í
stand á KA-svæðinu og Sævar Pét-
ursson framkvæmdastjóri KA stað-
festi við mbl.is í gær að nýtt gervigras
ásamt 500 manna stúku væri á leið
til Akureyrar og yrði sett upp á næstu
dögum. KA-menn stefna á að þriðji
heimaleikur þeirra í Bestu deild karla,
gegn FH, fari
fram á nýja vell-
inum 11. maí.
_ Hlín Eiríks-
dóttir tryggði
Piteå sigur á Kal-
mar, liði Hall-
beru Guðnýjar
Gísladóttur, í
sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gær. Hlín
skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu, 1:0.
Lið hennar er með sjö stig eftir fyrstu
fjóra leikina og er í fimmta sæti en
Kalmar er í tólfta sæti af fjórtán liðum
með þrjú stig. Guðrún Arnardóttir og
samherjar í Rosengård eru á toppnum
ásamt Linköping með 10 stig eftir sig-
ur á AIK, 2:1.
_ Hannes S.
Jónsson, formað-
ur Körfuknatt-
leikssambands
Íslands, reiknar
með því að Ísland
þurfi að spila
heimaleik sinn
gegn Hollend-
ingum í undan-
keppni HM karla
hinn 1. júlí í Hollandi, ef KKÍ fær ekki
aðra undanþágu til þess að leikurinn
fari fram hér á landi. Ísland vann góðan
sigur í útileiknum gegn Hollandi og
seinni leikurinn getur skipt sköpum um
hvort liðið komist áfram í keppninni. Ít-
arlega er rætt við Hannes um stöðuna
varðandi heimaleiki og nýja þjóðarhöll
fyrir innigreinar á mbl.is/sport.
Eitt
ogannað