Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Gleðilegt sumar Frábært úrval af sundfötum og strandfatnaði Vefverslun selena.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Úkraínumenn sögðu í gær að þeir óttuðust að Maríupol gæti fallið í hendur Rússa á næstu „klukkutím- um“, en ekkert varð af vopnahléi í borginni, sem var ætlað að gefa ráðrúm til að flytja óbreytta borg- ara þaðan í gær. Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, heim- sótti Kænugarð í gær og sagði að Evrópusambandið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að hjálpa Úkraínumönnum að vinna sigur í stríðinu. „Þið eruð ekki ein, við er- um með ykkur,“ sagði Michel á blaðamannafundi eftir að hann fundaði með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. Michel hét því einnig að Vladim- ír Pútín Rússlandsforseti myndi ekki ná að reka fleyg á milli aðild- arríkja sambandsins þegar kæmi að Úkraínustríðinu. Sagði hann að síðustu vikur hefðu sýnt að aðild- arríkin 27 gætu komist að sameig- inlegri niðurstöðu í erfiðum mál- um. Selenskí ítrekaði á fundi þeirra að Úkraínumenn litu á aðild að sambandinu sem forgangsmál. Gaf Michel til kynna að hann styddi aðild Úkraínu, og sagði að Evr- ópuríkin vissu að Úkraínumenn væru að berjast fyrir grundvallar- gildum Evrópu. Prófuðu nýja eldflaug Pútín fyrirskipaði í gær tilraun með nýja langdræga eldflaug, sem borið getur 10-15 kjarnaodda milli heimsálfa. Pútín sagði að eldflaug- in, sem kölluð er Satan 2 á Vest- urlöndum, myndi styrkja hernað- argetu Rússa, og láta „þá, sem í hita árásargjarnra yfirlýsinga reyna að ógna landi okkar, hugsa sig tvisvar um“. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið sagði hins vegar eftir til- raunina, að Rússar hefðu fylgt öll- um alþjóðasamningum um tilkynningar á slíkum tilraunum fyrir fram, og að ekki væri litið á tilraunina sem ógn eða hótun gagnvart Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ekki nýjar herþotur Flugher Úkraínu lýsti því yfir í gær að ekki væri alls kostar rétt að tala um að vesturveldin hefðu sent nýjar þotur til Úkraínu, líkt og lesa mátti úr orðum Johns Kirby, talsmanns bandaríska varn- armálaráðuneytisins, í fyrradag. Sagði í yfirlýsingu flughersins að hann hefði einungis fengið vara- hluti, sem dygðu til þess að halda þeim herþotum sem hann hefði nú þegar til umráða gangandi áfram. Varahlutirnir voru hluti af áframhaldandi hernaðaraðstoð vesturveldanna við Úkraínumenn, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í fyrradag að Hollendingar hygðust senda bryndreka til Úkraínumanna, og bætast þeir þar með í hóp þeirra vesturvelda sem ætla að senda þungavopn til Úkraínu. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var hins vegar gagnrýndur hart í gær heima fyrir, en hann lýsti því yfir í fyrradag að Þjóðverjar vildu ekki „vera einir“ um að senda þungavopn til Úkraínu. Sögðu tals- menn kristilegra demókrata að þeir væru að íhuga að taka málið upp á þinginu í næstu viku vegna tregðu Scholz til að senda þunga- vopn til átakanna. Maríupol við að falla - Michel heitir Úkraínumönnum stuðningi ESB - Rússar prófa nýja langdræga eldflaug - Scholz gagnrýndur fyrir tregðu til að senda þungavopn til Úkraínu 100 km Kramatorsk Staða herflokka 19. apríl kl. 19 20. apríl kl 7: M O L D A V ÍA Svartahaf Azov-haf RÚMENÍA PÓLLAND HVÍTA-RÚSSLAND RÚSSLAND Krím Svæði þar sem Rússar eru með hernaðaraðgerðir Svæði sem Rússar segjast ráða Rússar innlimuðu skagann 2014 Svæði sem aðskilnaðarsinnar réðu fyrir innrásina Heimildir: AFP fréttastofur, Institute for the Study ofWar and AIE’s Critical Threats Project, Úkraínuher Sprengingar/árásir Bardagar Svæði sem Úkraínu- menn hafa náð aftur á sitt vald ÚKRAÍNA Ódessa Lvív Karkiv Maríupol KÆNUGARÐUR Svæði talin á valdi Rússa Kerson Dnipro Svæði sem talið er að úkraínskir þjóð- ernissinnar stundi hernað Umræður hófust á finnska þinginu í gær um hvort Finnar eigi að sækja um aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Sanna Marin forsætisráðherra sagði við upphaf umræðunnar að Finnar yrðu að taka skjóta ákvörð- un um hvort sækja ætti um aðild eða ekki. „Samstaða er besta ör- yggisráðstöfunin,“ bætti hún við. Stuðningur Finna við aðild hefur aukist mikið eftir innrás Rússa í Úkraínu. 200 þingmenn sitja á finnska þinginu og þarlendir fjöl- miðlar segja að ef marka megi opinberar yfirlýsingar styðji um helmingur þingmannna að sótt verði um aðild en aðeins 12 séu andvígir. Aðrir segjast ætla að gera upp hug sinn eftir þing- umræðurnar. Margir fréttaskýr- endur spá því að Finnar leggi fram aðildarumsókn fyrir leiðtogafund NATO í júní. Nær aðild „Það er ljóst að aðgerðir Rússa hafa fært okkur mun nær aðild að hernaðarbandalagi,“ sagði Antti Lindtman, þingmaður Jafnaðar- mannaflokksins, stærsta stjórn- arflokksins, í umræðunum í gær. Hann lýsti því þó ekki yfir að flokkurinn hefði breytt um afstöðu til aðildar að NATO en sagði að endanleg niðurstaða fengist eftir að þingið og nefndir þess hefðu fjallað ítarlega um málið. Atte Harjanne, þingmaður Græningja, annars stjórnarflokks, sagði hins vegar að flokkurinn styddi aðild að NATO. Svipuð af- staða kom fram hjá þingmönnum Miðflokksins og stjórnarandstöðu- flokkanna Finnaflokksins og Sam- stöðuflokksins. En þingmenn Vinstriflokksins, sem á aðild að ríkisstjórninni, vör- uðu í upphafi umræðunnar við því að NATO-aðild gæti aukið hættuna á árás frá Rússum. Finnska þingið ræð- ir um NATO-aðild - Meirihluti sagður fyrir umsókn AFP/Heikki Saukkomaa Þingumræða Sanna Marin og Pekka Haavisto utanríkisráðherra. Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, gefur í skyn í blaða- viðtali að hann ætli ekki að verja titilinn. Carlsen, sem er 31 árs, hefur fimm sinnum unnið heims- meistaratitilinn í skák, fyrst árið 2013 og síðast í lok síðasta árs. Þá hefur einnig oft unnið heimsmeist- aratitla í atskák og hraðskák. Nú segir hann í samtali við norska blaðið VG að ólíklegt sé að hann verji titilinn á næsta ári. Í viðtalinu segir Carlsen þó að hann hafi ekki tekið endanlega ákvörðun. „Stundum er ég ekki 100% viss. Ef einhver væntir þess og vonar að ég muni samþykkja að tefla þá verð ég að vara þann sama við að hann kann að verða fyrir vonbrigðum,“ segir hann. NOREGUR Carlsen íhugar að verja ekki titilinn Magnus Carlsen Dómari í Bret- landi gaf í gær út formlega fyrir- skipun um að framselja skuli Julian Assange, stofnanda Wiki- Leaks, til Banda- ríkjanna. Assange hefur verið ákærður þar fyrir að bera ábyrgð á því að WikiLeaks birti fjölda bandarískra trúnaðarskjala sem tengdust hernaði Bandaríkja- manna í Írak og í Afganistan. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, tekur hins vegar endan- lega ákvörðun um hvort Assange verði framseldur. Staðfesti hún niðurstöðu dómarans geta lögmenn Assange áfrýjað þeirri niðurstöðu til æðri dómstóla. Þá gætu þeir einnig áfrýjað öðrum þáttum máls- ins. Hæstiréttur Bretlands hefur hins vegar hafnað því að taka mál Assange fyrir. BRETLAND Dómari fyrirskipar framsal Assange Framsali Assange mótmælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.