Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Sigurður Már Jónsson blaðamað- ur gerir uppþotin og óeirð- irnar sem urðu í Svíþjóð um páskana að umfjöllunarefni í pistli sínum á mbl.is. Þar kemur fram að tugir lögreglumanna og mótmæl- enda hafi slasast og tugir lög- reglubíla verið eyði- lagðir. Sví- ar telji þetta ein- hver verstu mótmæli gegn lög- reglu í landinu og eru þeir þó orðnir ýmsu vanir. Sigurður Már segir þetta „fordæmalaust ástand og lög- reglumenn hafa séð sig knúna til að játa að þeir hafi ekki haft nein tök á ástandinu um leið og þeir biðja venjulega borgara afsökunar á að hafa orðið að hverfa af átaka- vettvangi. Rétt eins og á við um sænska herinn þá hefur sænska lögreglan búið við fjársvelti og á engan hátt tilbúin í ástand sem þetta, hvorki þegar kemur að bún- aði né þjálfun.“ - - - Sigurður Már hefur eftir Þór- halli Heimissyni að augljóst sé að glæpagengi tengd innflytj- endum séu orðin sterk í Svíþjóð og að tilvist þeirra staðfesti að margra dómi að innflytjendastefna Svía hafi mistekist. - - - Í pistlinum segir einnig: „Ofbeldi í sænsku samfélagi er að aukast og glæpaklíkur eru að styrkja sig. Sífellt fleiri svæði eru nú talin varasöm fyrir lögreglu og almenna borgara (e. no-go zones).“ - - - Atburðirnir í Svíþjóð að undan- förnu og þróunin þar á síð- ustu árum hlýtur að verða öðrum þjóðum verulegt umhugsunarefni, ekki síst Íslendingum sem upp á síðkastið hafa búið við mun meiri straum innflytjenda en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Svíar í vanda STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Norska hafrannsóknaskipið Nansen Explorer hefur vakið nokkra athygli í Reykjavík síðustu daga þar sem það liggur við bryggju. Skipið var smíðað 1983 af Valmetin Laivateoll- isuus O/Y í Åbo í Finnlandi fyrir Sovétríkin og er 71,6 metrar á lengd og 12,8 metrar að breidd. Það var keypt árið 2020 af ferðaþjónustufyr- irtækinu Nansen Polar Expeditions (sem dregur nafn sitt af norska land- könnuðinum Fridtjof Nansen). Um- talsverðar breytingar voru gerðar á skipinu og getur það tekið við allt að 12 gestum í sjö svítum. Um borð í skipinu, sem flakkar um norður- slóðir og suðurskautið, er meðal annars bar, veitingahús, líkamsrækt og þyrlupallur. Gæti rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fengið endurnýjaða líf- daga með sambærilegum hætti, Haf- rannsóknastofnun til tekjuöflunar? „Þetta er áhugaverð spurning,“ svarar Þorsteinn Sigurðsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, og hlær. „Þetta er ekki versta hugmynd sem ég hef heyrt.“ Fjármálaráð- herra hefur þó verið veitt heimild til að selja skipið og yrði slíkt undir kaupendum komið, upplýsir Þor- steinn. gso@mbl.is Lystisnekkja í gervi rannsóknaskips - Pláss fyrir tólf gesti í sjö svítum Morgunblaðið/Árni Sæberg Snekkja Nansen Explorer býður lúxusferðir um norðurslóðir. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Karlmaðurinn sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst síð- astliðnum og ákærður fyrir að hafa skotið af byssu sinni nokkrum sinn- um, meðal annars inni í húsi fyrrver- andi manns sambýliskonu sinnar, var dæmdur í átta ára fangelsi í Hér- aðsdómi Austurlands í gær. Maðurinn, sem heitir Árnmar Jó- hannes Guðmundsson, var sakfelld- ur fyrir alla ákæruliði, en hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalaga- brot, hótun, brot gegn barnavernd- arlögum, brot gegn valdstjórn og hættubrot. Þá voru skotvopn Árnmars gerð upptæk og hann dæmdur til að greiða skaðabætur og miskabætur. Samkvæmt ákæru ruddist hann heimildarlaust inn í íbúðarhús á Dal- seli undir áhrifum áfengis. Var hann vopnaður haglabyssu og skamm- byssu, og sagði í ákæru að hann hefði haft ásetning um að bana húsráð- anda, sem var ekki heima. Hótaði hann sambýliskonu sinni, sem og tveimur drengjum sem voru í húsinu, fjórtán ára og tólf ára. Tókst drengjunum að flýja út um dyr sem lágu út í garð og inn í nærliggjandi skóg. Lauk atburðarásinni svo að lögreglumenn særðu manninn um ellefuleytið. Átta ára dómur fyrir skotárás - Sakfelldur fyrir alla ákæruliði og skotvopn hans gerð upptæk Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Dalsel Húsið sem skotið var á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.