Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 92. tölublað . 110. árgangur .
21.-24. apríl
Sigraðu
innkaupin
SÆKIR EFNI-
VIÐ Í GOÐA-
FRÆÐINA
FÉKK JAGGER
TIL SÍN Í
HLAÐVARPIÐ
FLÚÐI STRÍÐIÐ
ALLA LEIÐINA
TIL ÍSLANDS
ALMAR ÖRN 24 SÖNGKONAN KATE 40DAGLEGT LÍF 16
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útþensla byggðar í Sveitarfélaginu
Árborg, sérstaklega á Selfossi, hefur
leitt til þess að geta Selfossveitna til
að afhenda heitt vatn nálgast þol-
mörk. Ef þróunin verður á versta veg
geta orðið tafir á því að hægt verði að
byggja á lóðum sem þegar hefur verið
úthlutað og öðrum svæðum sem
skemmra eru á veg komin í undirbún-
ingi. Einnig yrði þá að taka fyrir út-
hlutanir á nýjum lóðum. Selfossveitur
vinna að virkjun borholna og leit að
heitu vatni á nýjum stöðum.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Ár-
borgar hefur vakið athygli bygging-
arfulltrúa á þessu. Bent er á að sam-
kvæmt reglum um úthlutun lóða telst
lóð ekki byggingarhæf fyrr en hún
geti tengst viðkomandi gatna- og
lagnakerfi. Búið er að samþykkja 549
íbúðir sem eftir er að tengja við hita-
veitu.
Útgáfu leyfa frestað?
Því er velt upp í ábendingu mann-
virkja- og umhverfissviðs hvort rétt
sé að fresta afgreiðslu umsókna um
byggingaráform og útgáfu bygging-
arleyfa þar til tengingar við lagna-
kerfi hafi verið tryggðar og lóð telst
byggingarhæf. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í skipulags- og byggingar-
nefnd lýstu áhyggjum vegna stöðunn-
ar á fundi í gærmorgun. Töldu ljóst að
innviðir hefðu verið vanræktir í þeirri
miklu fjölgun sem orðið hefði í sveit-
arfélaginu. Ari Björn Thorarensen,
annar fulltrúanna, segir að málið geti
haft þær afleiðingar að miklar tafir
verði á byggingu hjá þeim sem fengið
hafi lóðir auk þess sem bærinn geti
ekki úthlutað fleiri lóðum.
Sigurður Þór Haraldsson, veitu-
stjóri Selfossveitna, segir að verið sé
að virkja tvær borholur sem ætlunin
er að nota í þá uppbyggingu sem þeg-
ar hafi verið samþykkt. Telur hann að
nægt vatn muni fást til þess. Hins
vegar geti orðið orkuskortur ef ekki
finnist heitt vatn á nýjum stöðum.
Tekur hann fram að unnið sé að rann-
sóknum með borunum á þremur stöð-
um og telur öruggt að hægt verði að
leysa málið en það taki tíma.
Byggt við 17 götur á Hellu
Mikið er byggt á Suðurlandi og hef-
ur bylgjan nú náð Hellu og Hvolsvelli.
Nefna má sem dæmi að bygging 110
íbúða er að hefjast á Hellu auk 11 at-
vinnuhúsa. Í sumar verður unnið að
byggingum við 17 götur í þessu eina
þorpi.
Heita vatnið að klárast
- Útþenslan á Selfossi hefur afleiðingar - Ef ekki tekst að finna meira heitt vatn í
Árborg gætu orðið tafir á byggingu íbúða á lóðum sem þegar hefur verið úthlutað
MHöfuðborgaráhrifin » 22
_ Íslenski skál-
inn á Feneyja-
tvíæringnum í
myndlist verður
opnaður boðs-
gestum í dag og
er myndlistar-
maðurinn Sig-
urður Guðjóns-
son fulltrúi
Íslands að þessu
sinni. Sigurður
sýnir verkið „Ævarandi hreyfing“
sem er myndbandsinnsetning á
tveimur sex metra flekum og má í
henni sjá svífandi járnryk, stækkað
og magnað upp með myndavélar-
linsu listamannsins. „Ég hef verið
að tala um þetta sem risastóran
fjölskynjunarskúlptúr, þetta er
verk sem þarf að ganga inn í og
upplifa og taka inn í sýningarrým-
inu,“ segir Sigurður. »56
Fjölskynjunar-
skúlptúr í Feneyjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleðilegt
sumar!
Sigurður
Guðjónsson