Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 92. tölublað . 110. árgangur . 21.-24. apríl Sigraðu innkaupin SÆKIR EFNI- VIÐ Í GOÐA- FRÆÐINA FÉKK JAGGER TIL SÍN Í HLAÐVARPIÐ FLÚÐI STRÍÐIÐ ALLA LEIÐINA TIL ÍSLANDS ALMAR ÖRN 24 SÖNGKONAN KATE 40DAGLEGT LÍF 16 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útþensla byggðar í Sveitarfélaginu Árborg, sérstaklega á Selfossi, hefur leitt til þess að geta Selfossveitna til að afhenda heitt vatn nálgast þol- mörk. Ef þróunin verður á versta veg geta orðið tafir á því að hægt verði að byggja á lóðum sem þegar hefur verið úthlutað og öðrum svæðum sem skemmra eru á veg komin í undirbún- ingi. Einnig yrði þá að taka fyrir út- hlutanir á nýjum lóðum. Selfossveitur vinna að virkjun borholna og leit að heitu vatni á nýjum stöðum. Umhverfis- og mannvirkjasvið Ár- borgar hefur vakið athygli bygging- arfulltrúa á þessu. Bent er á að sam- kvæmt reglum um úthlutun lóða telst lóð ekki byggingarhæf fyrr en hún geti tengst viðkomandi gatna- og lagnakerfi. Búið er að samþykkja 549 íbúðir sem eftir er að tengja við hita- veitu. Útgáfu leyfa frestað? Því er velt upp í ábendingu mann- virkja- og umhverfissviðs hvort rétt sé að fresta afgreiðslu umsókna um byggingaráform og útgáfu bygging- arleyfa þar til tengingar við lagna- kerfi hafi verið tryggðar og lóð telst byggingarhæf. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í skipulags- og byggingar- nefnd lýstu áhyggjum vegna stöðunn- ar á fundi í gærmorgun. Töldu ljóst að innviðir hefðu verið vanræktir í þeirri miklu fjölgun sem orðið hefði í sveit- arfélaginu. Ari Björn Thorarensen, annar fulltrúanna, segir að málið geti haft þær afleiðingar að miklar tafir verði á byggingu hjá þeim sem fengið hafi lóðir auk þess sem bærinn geti ekki úthlutað fleiri lóðum. Sigurður Þór Haraldsson, veitu- stjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þeg- ar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rann- sóknum með borunum á þremur stöð- um og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma. Byggt við 17 götur á Hellu Mikið er byggt á Suðurlandi og hef- ur bylgjan nú náð Hellu og Hvolsvelli. Nefna má sem dæmi að bygging 110 íbúða er að hefjast á Hellu auk 11 at- vinnuhúsa. Í sumar verður unnið að byggingum við 17 götur í þessu eina þorpi. Heita vatnið að klárast - Útþenslan á Selfossi hefur afleiðingar - Ef ekki tekst að finna meira heitt vatn í Árborg gætu orðið tafir á byggingu íbúða á lóðum sem þegar hefur verið úthlutað MHöfuðborgaráhrifin » 22 _ Íslenski skál- inn á Feneyja- tvíæringnum í myndlist verður opnaður boðs- gestum í dag og er myndlistar- maðurinn Sig- urður Guðjóns- son fulltrúi Íslands að þessu sinni. Sigurður sýnir verkið „Ævarandi hreyfing“ sem er myndbandsinnsetning á tveimur sex metra flekum og má í henni sjá svífandi járnryk, stækkað og magnað upp með myndavélar- linsu listamannsins. „Ég hef verið að tala um þetta sem risastóran fjölskynjunarskúlptúr, þetta er verk sem þarf að ganga inn í og upplifa og taka inn í sýningarrým- inu,“ segir Sigurður. »56 Fjölskynjunar- skúlptúr í Feneyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt sumar! Sigurður Guðjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.