Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Flugfélagið Play fór í sína fyrstu áætlunarferð til Bandaríkjanna í gær. Áfangastaðurinn var Balti- more/Washington International- flugvöllurinn en framvegis verður flogið þangað daglega. „Þessi áfangi er afar þýðingar- mikill fyrir PLAY. Nú hefst næsti kafli í sögu félagsins með farþega- flutningum yfir Atlantshafið sem stækkar markaðssvæði félagsins til muna. Farþegar verða fluttir á milli austurstrandar Bandaríkj- anna og Evrópu með viðkomu á Keflavíkurflugvelli og Ísland verð- ur miðpunkturinn,“ segir m.a. í til- kynningu Play. Næst verður flogið til Logan- flugvallar í Boston og fyrsta flugið til New York verður í júní nk. Fyrsta flug Play til Bandaríkjanna Bandaríkin Áhöfn Play ásamt forstjóra, sem flugu til Bandaríkjanna í gær. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bæjunum í Árnessýslu og mikið byggt. Hækkað fasteignaverð þar hefur áhrif á svæði sem liggja lengra frá höfuðborgarsvæðinu, eins og til dæmis Hellu, Hvolsvöll og Vest- mannaeyjar. Þótt töluvert sé byggt er eftirspurnin enn meiri og verðið hefur hækkað mikið í þessum bæj- um. „Eignir sem koma inn seljast nán- ast strax, þó ekki alveg allar. Tölu- vert hefur verið byggt á báðum stöð- unum,“ segir Guðmundur Einarsson, fasteignasali hjá Fannbergi sem er með starfsemi á Hellu og Hvolsvelli. Geta unnið heima Hann segir að fermetraverð í nýj- um raðhúsum og parhúsum sé að meðaltali um 430 þúsund krónur og sé að síga upp á við. Það hafi verið um 300 þúsund fyrir fjórum árum. „Þeim sem koma úr Reykjavík finnst húsnæðið ódýrt, þótt það hafi hækk- að,“ segir fasteignasalinn. Guðmundur segir að töluvert sé um það að ungt fólk sé að flytja frá höfuðborgarsvæðinu. Mikil ásókn hafi verið í eignir á Selfossi en þær hafi hækkað mikið og séu að nálgast Reykjavíkurverð. Þess vegna sé fólk að líta austar. „Við færumst nær höf- uðborgarsvæðinu eftir því sem sam- göngurnar batna. Eftir Covid vinnur fólk meira heima, það getur verið í vinnu í Reykjavík án þess að hafa fulla viðveru þar,“ segir Guðmundur. Betur má ef duga skal Guðmundur segir að heilmikið sé byggt, bæði á Hellu og Hvolsvelli, en betur megi ef duga skal. „Það er gríðarleg vöntun á húsnæði hér. Nánast allt sem kemur í sölu er selt áður en það er auglýst, fólk er á bið- lista hjá fasteignasalanum. Hingað er að flytja ungt fólk sem getur sinnt störfum sínum hvaðan sem er. Svo er ferðaþjónustan að fara í fullan gang að nýju,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hún segir að hækkun fasteigna- verðs liðki fyrir uppbyggingunni. Nú sjái verktakar möguleika á að byggja íbúðir til að selja. Sveitarfélagið á tilbúið mikið byggingarland á Hvolsvelli sem hægt er að úthluta með tiltölulega skömm- um fyrirvara. Lilja segir að fyrsti áfanginn á Hallgerðartúni sé að mestu uppseldur og búið að bjóða út gatnagerð í næsta áfanga. Þar verði auglýstar til úthlutunar á næstunni lóðir fyrir að minnsta kosti 20 íbúðir. Áherslan er á raðhús og parhús á því svæði enda mesta eftirspurnin eftir þannig húsnæði um þessar mundir. Til viðbótar hefur verið skipulögð blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu á svokölluðum miðbæjar- reit. Þar er einnig verið að undirbúa útboð á gatnagerð og lóðum verður úthlutað í sumar. Lilja segir að þetta skipulag bjóði upp á spennandi möguleika fyrir einstaklinga og verk- taka. Á þessum tveimur svæðum verða lóðir fyrir á fjórða tug íbúða. Heilmikill kostnaður og vinna fylgir útþenslu bæjanna. Þannig seg- ir Lilja að verið sé að byggja nýjan átta deilda leikskóla á Hvolsvelli sem mögulegt verður að stækka um tvær deildir. Einnig sé verið að huga að stækkun grunnskólans. Höfuðborgaráhrifin teygja sig til Hellu og Hvolsvallar - Eftirspurn eftir húsnæði á Suðurlandi og mikið byggt - Verðið stígur stöðugt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvolsvöllur Aðalþéttbýliskjarnarnir í Rangárvallasýslu breiða úr sér. Nýj- ar götur verða til og húsin rísa við þær. Fólkið kemur víða að. Lilja Einarsdóttir Guðmundur Einarsson Alþjóðlegum áratug frumbyggja- tungumála verður á morgun, föstu- dag, fagnað í Vigdísarstofnun – al- þjóðlegri miðstöð tungumála og menningar við Háskóla Íslands. Jafnhliða verður fimm ára afmælis stofnunarinnar minnst, meðal ann- ars með margmiðlunarsýningunni Mál í mótun. Þess er þá að geta að Vigdísarstofnun helgar næsta ára- tug fámennistungumálum ásamt rannsóknum, ráðstefnum, vinnustof- um og ýmsu öðru. Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt áratuginn 2022-2032 alþjóðlegan áratug frumbyggjatungumála. Fulltrúar Vigdísarstofnunar hafa á undanförnum árum setið í stýrihópi og undirbúningsnefnd vegna verk- efna áratugarins fyrir hönd Íslands. Hafa meðal annars lagt drög að starfsemi stofnunarinnar til næstu 10 ára innan ramma átaksins. Vigdísarstofnun hóf störf á sumardaginn fyrsta 2017, sama dag var Veröld – hús Vigdísar formlega tekin í notkun. Það er því einkar við- eigandi, segir í frétt frá Háskóla Ís- lands, að setja alþjóðlegan áratug frumbyggjatungumála formlega bæði í hátíðarsal Háskólans og í Vig- dísarstofnun hinn 22. apríl og fagna um leið fimm ára starfsafmæli í hús- inu góða á Melunum í Reykjavík. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Opnun Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og Jón Atli Bene- diktsson rektor HÍ við opnun Veraldar – húss Vigdísar árið 2017. Fagna áratug tungu- mála frumbyggjanna Áslaug Hulda Jónsdóttir hefur verið ráðin tíma- bundið aðstoð- armaður Áslaug- ar Örnu Sigurbjörns- dóttur, háskóla-, iðnaðar- og ný- sköpunarráð- herra. Hún hleypur í skarðið fyrir aðstoðarmanninn Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi. Áslaug Hulda er formaður bæj- arráðs Garðabæjar, hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010 en er nú á útleið úr sveitarstjórnar- málum. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu á sviði nýsköpunar og menntamála og hefur m.a. kom- ið að uppbyggingu plastendur- vinnslunar Pure North Recycling. Var og framkvæmdastjóri Hjalla- stefnunnar, en Áslaug Hulda er ein- mitt grunnskólakennari að mennt. Áslaug Hulda að- stoðar nöfnu sína Áslaug Hulda Jónsdóttir Þensla er á fasteignamarkaðnum í Vestmannaeyjum. Guðjón Hjörleifsson, fasteignasali hjá Heimaey, segir að búið sé að selja tugi íbúða í raðhúsum sem ekki er búið að byggja og jafnvel ekki byrjað á. Fólk sitji um íbúðirnar og kaupi áður en þær komi í sölu. „Ég hélt að ég væri góður í excel en skil ekki hvernig þetta dæmi gengur upp,“ segir Guðjón þegar hann er spurður að því hvaðan fólkið komi og bætir því við að gömlu eignirnar skili sér ekki inn á markaðinn. Hann nefnir að eitthvað sé um að gamlir Eyjamenn kaupi íbúðir. Svo séu margir duglegir ungir sjómenn sem hafi góðar tekjur, ekki síst á uppsjávarskipunum. Þeir hafi náð að safna sér- eignarsparnaði og hann dugi mörgum sem útborgun í fyrstu kaup. Guð- jón segir að slagur sé um minni eignir, einkum góðar eignir. Verðið hafi því hækkað. Yfirleitt hafi söluverð verið 4-5% undir ásettu verði en nú fari þær á pari og jafnvel á yfirverði. Tugir óbyggðra íbúða seldir HVAÐAN KEMUR FÓLKIÐ? Guðjón Hjörleifsson www.danco.is Heildsöludreifing marleikföngin fást hjá okkur Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Einungis sala til fyrirtækja og verslana – Engin sala til einstaklinga GameTime-Badmintonset m/flugu Dartborð stórt 43 cm m/6 pílum ata m/Magic Sand og Fylgih. 6 teg. a Air Pressue . 43 cm Hoppubolti Spidermann 50 cm Sundkútur með sæti (6-12 mán.) SunFun-Fötusett IceCream 2 teg. 28 cm Myndabolti 14 c Hvolpasveitin Myndabolti 14 cm Spiderman Myndabolti 14 cm Frozen II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.