Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Sigurður Már Jónsson blaðamað- ur gerir uppþotin og óeirð- irnar sem urðu í Svíþjóð um páskana að umfjöllunarefni í pistli sínum á mbl.is. Þar kemur fram að tugir lögreglumanna og mótmæl- enda hafi slasast og tugir lög- reglubíla verið eyði- lagðir. Sví- ar telji þetta ein- hver verstu mótmæli gegn lög- reglu í landinu og eru þeir þó orðnir ýmsu vanir. Sigurður Már segir þetta „fordæmalaust ástand og lög- reglumenn hafa séð sig knúna til að játa að þeir hafi ekki haft nein tök á ástandinu um leið og þeir biðja venjulega borgara afsökunar á að hafa orðið að hverfa af átaka- vettvangi. Rétt eins og á við um sænska herinn þá hefur sænska lögreglan búið við fjársvelti og á engan hátt tilbúin í ástand sem þetta, hvorki þegar kemur að bún- aði né þjálfun.“ - - - Sigurður Már hefur eftir Þór- halli Heimissyni að augljóst sé að glæpagengi tengd innflytj- endum séu orðin sterk í Svíþjóð og að tilvist þeirra staðfesti að margra dómi að innflytjendastefna Svía hafi mistekist. - - - Í pistlinum segir einnig: „Ofbeldi í sænsku samfélagi er að aukast og glæpaklíkur eru að styrkja sig. Sífellt fleiri svæði eru nú talin varasöm fyrir lögreglu og almenna borgara (e. no-go zones).“ - - - Atburðirnir í Svíþjóð að undan- förnu og þróunin þar á síð- ustu árum hlýtur að verða öðrum þjóðum verulegt umhugsunarefni, ekki síst Íslendingum sem upp á síðkastið hafa búið við mun meiri straum innflytjenda en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Svíar í vanda STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Norska hafrannsóknaskipið Nansen Explorer hefur vakið nokkra athygli í Reykjavík síðustu daga þar sem það liggur við bryggju. Skipið var smíðað 1983 af Valmetin Laivateoll- isuus O/Y í Åbo í Finnlandi fyrir Sovétríkin og er 71,6 metrar á lengd og 12,8 metrar að breidd. Það var keypt árið 2020 af ferðaþjónustufyr- irtækinu Nansen Polar Expeditions (sem dregur nafn sitt af norska land- könnuðinum Fridtjof Nansen). Um- talsverðar breytingar voru gerðar á skipinu og getur það tekið við allt að 12 gestum í sjö svítum. Um borð í skipinu, sem flakkar um norður- slóðir og suðurskautið, er meðal annars bar, veitingahús, líkamsrækt og þyrlupallur. Gæti rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fengið endurnýjaða líf- daga með sambærilegum hætti, Haf- rannsóknastofnun til tekjuöflunar? „Þetta er áhugaverð spurning,“ svarar Þorsteinn Sigurðsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, og hlær. „Þetta er ekki versta hugmynd sem ég hef heyrt.“ Fjármálaráð- herra hefur þó verið veitt heimild til að selja skipið og yrði slíkt undir kaupendum komið, upplýsir Þor- steinn. gso@mbl.is Lystisnekkja í gervi rannsóknaskips - Pláss fyrir tólf gesti í sjö svítum Morgunblaðið/Árni Sæberg Snekkja Nansen Explorer býður lúxusferðir um norðurslóðir. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Karlmaðurinn sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst síð- astliðnum og ákærður fyrir að hafa skotið af byssu sinni nokkrum sinn- um, meðal annars inni í húsi fyrrver- andi manns sambýliskonu sinnar, var dæmdur í átta ára fangelsi í Hér- aðsdómi Austurlands í gær. Maðurinn, sem heitir Árnmar Jó- hannes Guðmundsson, var sakfelld- ur fyrir alla ákæruliði, en hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalaga- brot, hótun, brot gegn barnavernd- arlögum, brot gegn valdstjórn og hættubrot. Þá voru skotvopn Árnmars gerð upptæk og hann dæmdur til að greiða skaðabætur og miskabætur. Samkvæmt ákæru ruddist hann heimildarlaust inn í íbúðarhús á Dal- seli undir áhrifum áfengis. Var hann vopnaður haglabyssu og skamm- byssu, og sagði í ákæru að hann hefði haft ásetning um að bana húsráð- anda, sem var ekki heima. Hótaði hann sambýliskonu sinni, sem og tveimur drengjum sem voru í húsinu, fjórtán ára og tólf ára. Tókst drengjunum að flýja út um dyr sem lágu út í garð og inn í nærliggjandi skóg. Lauk atburðarásinni svo að lögreglumenn særðu manninn um ellefuleytið. Átta ára dómur fyrir skotárás - Sakfelldur fyrir alla ákæruliði og skotvopn hans gerð upptæk Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Dalsel Húsið sem skotið var á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.