Morgunblaðið - 21.04.2022, Page 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Varist Daníel Hafsteinsson skallar frá marki KA gegn Leikni á Dalvík og
nýi Úkraínumaðurinn hjá KA, Oleksiy Bykov, fylgist vel með.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Framarar voru boðnir velkomnir í
deild þeirra bestu á nýjan leik eftir
ríflega sjö ára fjarveru á heimavelli
sínum í Safamýri í gærkvöld. Þeir
voru taplausir í 1. deildinni frá
haustinu 2020 en voru hreinlega af-
greiddir af sterkum KR-ingum á
fyrsta hálftímanum þegar Vestur-
bæingar voru komnir í 3:0.
Atli Sigurjónsson var þá búinn að
leggja upp tvö mörk og Stefán Árni
Geirsson skora eitt og leggja annað
upp fyrir Stefan Ljubicic.
_ Már Ægisson skoraði fyrsta
mark Fram í deildinni frá 4. október
2014 þegar hann minnkaði muninn í
3:1. Már var einn af fimm í byrjunar-
liði Fram sem lék sinn fyrsta leik í
efstu deild.
_ Annað mark KR, sem miðvörð-
urinn Finnur Tómas Pálmason
skoraði, var 300. mark KR í þessum
150 leikjum gegn Fram.
_ Sigurður Bjartur Hallsson kom
inn á hjá KR og innsiglaði sigurinn,
4:1, í sínum fyrsta leik í efstu deild.
_ Beitir Ólafsson markvörður
KR varð fyrstur til að verja víti á
tímabilinu, frá Alberti Hafsteins-
syni í uppbótartíma leiksins.
_ Hálft áttunda ár var liðið frá
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Fljótur Stefán Árni Geirsson á fullri ferð í átt að marki Fram. Hann skoraði
fyrsta mark KR og lagði upp þriðja markið fyrir Stefan Ljubicic.
síðasta leik Fram og KR í efstu
deild en þetta var 150. leikurinn
þeirra á milli frá því þau mættust á
fyrsta Íslandsmótinu árið 1912, fyr-
ir 110 árum.
Sigurmark Húsvíkinganna
KA lagði Leikni að velli á gervi-
grasinu á Dalvík, 1:0, þar sem Elfar
Árni Aðalsteinsson skoraði sigur-
markið með skalla á 53. mínútu.
Húsvískt mark því annar fyrrver-
andi Völsungur, Ásgeir Sigur-
geirsson, lagði það upp með laglegri
fyrirgjöf.
Leiknir skapaði sér fá færi gegn
öruggum varnarleik KA og Steinþór
Már Auðunsson hélt marki sínu
hreinu í níunda sinn í 23 fyrstu leikj-
um sínum í efstu deild.
_ Hallgrímur Mar Steingrímsson,
enn einn Húsvíkingurinn, náði að
taka þátt í leiknum með KA, sem
varamaður, þótt tvísýnt hefði verið
með það vegna meiðsla. Hann hefur
því enn ekki misst úr leik í deildinni
síðan KA vann sér sæti í henni fyrir
tímabilið 2017 og spilað alla 107 leiki
Akureyrarliðsins frá þeim tíma.
Þetta var aðeins þriðji leikur hans
sem varamaður.
_ Óttar Bjarni Guðmundsson mið-
vörður Leiknis fór meiddur af velli
eftir aðeins 20 mínútur en þetta var
fyrsti deildarleikur hans með Breið-
holtsliðinu frá árinu 2015.
Skotnir niður í Safamýri
- KR-ingar buðu Framara velkomna í efstu deild á ný með stórsigri, 4:1
FRAM – KR 1:4
0:1 Stefán Árni Geirsson 10.
0:2 Finnur Tómas Pálmason 14.
0:3 Stefan Ljubicic 27.
1:3 Már Ægisson 62.
1:4 Sigurður Bjartur Hallsson 87.
MM
Stefán Árni Geirsson (KR)
Atli Sigurjónsson (KR)
M
Hallur Hansson (KR)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Stefan Ljubicic (KR)
Beitir Ólafsson (KR)
Albert Hafsteinsson (Fram)
Guðmundur Magnússon (Fram)
Már Ægisson (Fram)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 8.
Áhorfendur: 654.
KA – LEIKNIR R. 1:0
1:0 Elfar Árni Aðalsteinsson 54.
M
Ívar Örn Árnason (KA)
Rodrigo Gomez (KA)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Viktor Freyr Sigurðsson (Leikni)
Bjarki Aðalsteinsson (Leikni)
Emil Berger (Leikni)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 400.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, við-
töl og greinar um leikina – sjá mbl.is/
sport/fotbolti.
Subway-deild karla
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Þór Þ. – Valur..................................... (35:42)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport.
Spánn
Evrópubikarinn, 16-liða úrslit:
Valencia – Hamburg ........................... 98:80
- Martin Hermannsson skoraði 10 stig
fyrir Valencia, átti sex stoðsendingar og
tók tvö fráköst á 23 mínútum fyrir Valencia
sem mætir Levallois frá Frakklandi í 8-liða
úrslitum keppninnar.
Þýskaland
Crailsheim – Alba Berlín.................... 70:78
- Jón Axel Guðmundsson skoraði sex stig
og tók þrjú fráköst fyrir Crailsheim á 24
mínútum.
Belgía/Holland
Landstede Hammers – Oostende ...... 76:86
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor-
aði 14 stig, tók fimm fráköst og átti þrjár
stoðsendingar fyrir Landstede á 37 mín-
útum.
Úrslitakeppni NBA
1. umferð, annar leikur:
Miami – Atlanta ................................ 115:105
_ Staðan er 2:0 fyrir Miami.
Memphis – Minnesota........................ 124:96
_ Staðan er 1:1.
Phoenix – New Orleans.................... 114:125
_ Staðan er 1:1.
4"5'*2)0-#
Undankeppni EM kvenna
6. riðill:
Tyrkland – Serbía................................. 30:36
Ísland – Svíþjóð .................................... 23:29
Staðan:
Svíþjóð 5 4 0 1 144:112 8
Serbía 5 3 0 2 142:134 6
Ísland 5 2 0 3 121:132 4
Tyrkland 5 1 0 4 132:161 2
1. riðill:
Litháen – Pólland ................................. 27:40
Sviss – Rússland..................................... 10:0
_ Pólland 10, Sviss 6, Rússland 4, Litháen
2.
2. riðill:
Færeyjar – Rúmenía............................ 21:31
Austurríki – Danmörk ......................... 22:38
_ Danmörk 10, Rúmenía 5, Austurríki 5,
Færeyjar 0.
4. riðill:
Úkraína – Króatía ................................ 19:26
Tékkland – Frakkland ......................... 31:30
_ Frakkland 8, Króatía 4, Úkraína 2, Tékk-
land 2.
5. riðill:
Slóvakía – Spánn .................................. 20:29
_ Spánn 8, Ungverjaland 6, Portúgal 4,
Slóvakía 0.
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Ribe-Esbjerg – GOG............................ 26:28
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot í
marki GOG, 44 prósent.
_ GOG 4, Bjerringbro/Silkeborg 2, Skan-
derborg 1, Ribe-Esbjerg 0.
Úrslitakeppnin, 2. riðill:
Mors – Aalborg .................................... 30:31
- Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk
fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðar-
þjálfari liðsins.
_ Aalborg 4, Skjern 1, Mors 0, Fredericia
0.
Noregur
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Drammen – Halden ............................. 40:24
- Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir
Drammen.
%$.62)0-#
Framtíð Rúnars Más Sigurjóns-
sonar og Sverris Inga Ingasonar
með íslenska karlalandsliðinu í
knattspyrnu er í mikilli óvissu, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Mál beggja leikmanna var sent á
borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur,
samskiptaráðgjafa íþrótta- og
æskulýðsstarfs, vegna meintra of-
beldis- og kynferðisbrota síðasta
haust. Stjórn Knattspyrnu-
sambands Íslands barst tölvupóstur
frá aðgerðahópnum Öfgum hinn
27. september síðastliðinn en tölvu-
pósturinn innihélt meðal annars
nöfn á sex leikmönnum karlalands-
liðsins og dagsetningar yfir meint
brot þeirra.
Aron Einar Gunnarsson, Gylfi
Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sig-
þórsson höfðu áður verið nafn-
greindir í fjölmiðlum en ekki Rúnar
Már og Sverrir Ingi. Ragnar Sig-
urðsson hefur lagt skóna á hilluna.
bjarnih@mbl.is
Óvissa með
tvo leikmenn
Englandsmeistarar Manchester
City endurheimtu toppsæti ensku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í
gær þegar liðið tók á móti Brighton
á Etihad-vellinum í Manchester.
Staðan að loknum fyrri hálfleik
var markalaus en Riyad Mahrez
kom City yfir strax á 53. mínútu.
Phil Foden bætti við öðru marki
liðsins á 65. mínútu og það var svo
Bernardo Silva sem innsiglaði 3:0-
sigur City á 82. mínútu.
City er með 77 stig í efsta sæti
deildarinnar og hefur eins stigs for-
skot á Liverpool sem er með 76 stig.
_ Þá skoraði Eddie Nketiah tví-
vegis fyrir Arsenal þegar liðið lagði
Chelsea í markaleik á Stamford
Bridge í Lundúnum.
Leiknum lauk með 4:2-sigri Ars-
enal en Nketiah kom Arsenal yfir á
13. mínútu áður en Timo Werner
jafnaði metin fyrir Chelsea fjórum
mínútum síðar. Emile Smith-Rowe
kom Arsenal aftur yfir á 27. mínútu
en César Azpilucueta jafnaði metin
fyrir Chelsea fimm mínútum síðar.
Nketiah kom Arsenal svo yfir í
þriðja sinn í upphafi síðari hálfleiks
áður en Bukayo Saka innsiglaði sig-
ur Arsenal með marki úr vítaspyrnu
í uppbótartíma.
Arsenal fór með sigrinum upp í
fimmta sæti deildarinnar í 57 stig,
líkt og Tottenham, en Chelsea er
með 62 stig í þriðja sætinu.
AFP/Oli Scarff
Mark Bernardo Silva og Phil Foden
fagna marki þess fyrrnefnda í gær.
Englandsmeistararnir á toppinn
Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi er komið í
góða stöðu á toppi B-riðils 2. deildar heims-
meistaramótsins eftir sannfærandi sigur á
Georgíu, 5:2, í hörkuleik í Skautahöllinni í
Laugardal í gær.
Ísland vann Búlgaríu 10:2 í fyrsta leiknum
en Georgía vann Belgíu 4:3 í fyrstu umferð-
inni. Íslenska liðið mætir annað kvöld liði
Mexíkó, sem tapaði 2:6 fyrir Búlgaríu, og leik-
ur líklega hreinan úrslitaleik gegn Belgíu á
laugardagskvöldið en barist er um eitt sæti í
A-riðli 2. deildar. Mexíkó og Belgía léku í gær-
kvöld en leiknum var ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun.
Halldór Skúlason og Gunnar Arason komu
Íslandi í 2:0 með mörkum í fyrsta og öðrum
leikhluta en Viacheslav Potazhevich minnkaði
muninn fyrir Georgíu. Björn Sigurðarson og
Andri Már Mikaelsson skoruðu með mínútu
millibili og staðan var því orðin 4:1, Íslandi í
hag, eftir annan leikhluta.
Ivan Karelin minnkaði muninn fyrir
Georgíu í þeim þriðja og síðasta, 4:2, en Björn
skoraði aftur og tryggði íslenskan sigur með
fimmta markinu þegar átta mínútur voru eftir
af leiknum.
Mikil harka og hiti voru í leiknum og brott-
vísanirnar alls 20 talsins, þar af tólf á leikmenn
Georgíu, og þeir fengu fimm slíkar á síðustu
tíu mínútum leiksins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Íslensku leikmennirnir fagna einu markanna
fimm gegn Georgíu í Skautahöllinni í Laugardal.
Ísland er í góðri stöðu