Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikil ásókn í heilsugæsl- una, sem er að vissu leyti jákvætt enda höfum við reynt að vera meira sýnileg síðustu ár. Hins vegar höfum við ekki mannskap til að taka á móti auknu álagi og það eru þreytu- merki í hópn- um,“ segir Mar- grét Ólafía Tómasdóttir, for- maður Félags ís- lenskra heimilis- lækna. Aukið álag á heilsugæsluna birt- ist í því að löng bið getur verið eftir tímum hjá heimilislæknum. Al- gengt er að fólk þurfi að bíða vik- um saman. „Ég á sjálf næst lausan tíma í júlí,“ segir Margrét. Hún segir að öllum bráðatilfell- um sé sinnt og til þess að það sé unnt þurfi læknar að vera til taks. „Ef við erum að sinna bráðaþjón- ustu fækkar bókuðum tímum á móti. Þörfin á þjónustu minnkar auðvitað ekkert og fyrir vikið hringja margir í hjúkrunarfræð- inga og hafa samband í gegnum Heilsuveru. Þetta skapar allskonar flækjur því þeir læknar sem eru á dagvakt á heilsugæslunni taka líka kvöldvaktir á Læknavaktinni. Því meira álag sem er á daginn, þeim mun færri fást á kvöldvaktirnar og því er oft tæp mönnun á Lækna- vaktinni.“ Skortur á heilsugæslulæknum Margrét segir að aukin ásókn í heilsugæsluna sé sérstaklega þung því skortur sé á heilsugæslulækn- um. Stéttin sé í lægð eftir að hafa nýlega misst út stóran hóp lækna sem hættu fyrir aldurs sakir. Tek- ist hafi að fjölga læknum sem sér- hæfa sig í heimilislækningum en nokkur ár eru þangað til þeir skila sér að fullu til starfa. „Eftir 7-10 ár erum við í góðum málum en þangað til erum við í kreppu,“ segir Mar- grét. Þá segir hún að mikið álag sé á þeim sem nú starfa á heilsugæslu- stöðvum. „Við gerðum nýlega könnun meðal lækna sem starfa hjá heilsugæslunni á landsvísu, bæði sérfræðinga og sérnámslækna. Niðurstöðurnar sýndu að hátt í 40% upplifa mjög oft kulnunarein- kenni og 25% hafa íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi. Þessar nið- urstöður eru mikið áhyggjuefni. Það er alls ekki gott að keyra fólk í gegnum sérnám undir svona álagi. Ég er hrædd um að við missum eitthvað af þessu fólki frá okkur ef ástandið fer ekki að lagast.“ Auðveldara að senda lækni skilaboð en að panta pítsu Margrét segir aðspurð að til- koma Heilsuveru hafi að mörgu leyti reynst jákvæð því þar sé hægt að sinna sumum erindum sjúklinga á einfaldan hátt. Hins vegar geti afar mikill tími farið í samskipti þar og erindin séu mismikilvæg. „Það er svolítið verið að kaffæra okkur enda er eiginlega auðveldara að senda lækninum sínum skilaboð í gegnum Heilsuveru en að panta sér pítsu. Það er gríðarlega auðvelt aðgengi að læknum og það getur verið íþyngjandi fyrir marga enda er ekki beint gert ráð fyrir Heilsu- veru í vinnuskipulagi. Það getur tekið lækna á heilsugæslustöðvum allt að 2-3 tíma á dag að svara er- indum þar og margir eru að gera það á kvöldin.“ Næsti lausi tími er í júlí - Biðtími hjá heimilislæknum lengist - Aukin áhersla á að sinna bráðatilfellum - Fækka þarf bók- uðum tímum á móti - Könnun sýnir að hátt í 40% lækna hjá heilsugæslunni upplifa kulnunareinkenni Morgunblaðið/Hari Bólusetning Ýmis verkefni eru á höndum heilbrigðsstarfsmanna á heilsugæslustöðvum. Biðtími hefur lengst. Margrét Ólafía Tómasdóttir Viðreisn stefnir að því að frítt verði fyrir 5 ára gömul börn í leikskólum í Reykjavík fái flokkurinn til þess um- boð en Viðreisn kynnti í gær áherslur sínar fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar. Einnig vill Viðreisn að frítt verði í alla grunnskóla óháð rekstrarformi. Þar með hafi foreldrar aukið val um skóla óháð efnahag. Viðreisn stefnir að því að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði enda sé Reykjavík í samkeppni við önnur sveitarfélög. Álagningarhlut- fallið hafi farið úr 1,65% í 1,60% á kjörtímabilinu sem senn er á enda og á því næsta eigi það að lækka frekar eða í 1,55%. Viðreisn styður lagningu Sunda- brautar og telur að eðlilegt sé að fjár- magna hana með beinni gjaldtöku. Til að fjármagna kosningaloforðin segir m.a. í kynningu flokksins að hagræðing í rekstri geti sparað 500- 1.000 milljónir á ári. Nánar má lesa um stefnuskrá Viðreisnar í Reykjavík á vidreisn.is og í frétt á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Viðreisn Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek í gær en þau skipa efstu þrjú sætin á lista flokksins. Viðreisn fylgjandi Sundabrautinni Óskar Reyk- dalsson, for- stjóri Heilsu- gæslu höfuð- borgar- svæðisins, segir í samtali við Morgun- blaðið að vissulega sé mikið álag á heilsugæslustöðvum nú og ekki fái allir tíma hjá sínum lækni eins fljótt og þeir vilja. „Það fer mikill tími í að sinna bráða- erindum núna. Bæði er enn töluvert af öndunarfæra- sýkingum og flensum en svo hafa safnast upp ýmis erindi. Eftir páskafrí hefur safnast enn meira upp en áður enda fara heilsukvillar ekkert þó það komi páskar.“ Hann segir að öllum sem koma á heilsugæsluna sé sinnt. „En það getur verið svolítið löng bið eftir föstum tímum. Stund- um eru það nokkrar vikur en í sumum tilvikum örfáir dagar. Okkar markmið er alltaf að leysa vandamál fólks og það gerum við innan þeirra tíma- marka að það bitni ekki á heilsu þess. Þetta getur verið erfitt stundum enda vantar fleiri heimilislækna. Við reynum því að vinna í skipulagsmálunum svo við náum að sinna sem flestum. Okkar áskorun alla daga er að gera vinnufyrir- komulagið sem best úr garði.“ Mikið af bráða- erindum ÁLAG LENGIR BIÐTÍMA Á HEILSUGÆSLUNNI Óskar Reykdalsson 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR - Áherslurnar í Reykjavík kynntar Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.