Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
439.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veiran sem getur valdið blóðþorra í
laxi hefur greinst í einu sýni úr kví-
um Laxa fiskeldis á Sigmundarhús-
um í Reyðarfirði. Engin merki eru
um að fiskur sé veikur. Eigi að síð-
ur hefur fyrirtækið ákveðið í var-
úðarskyni að slátra öllum laxi upp
úr kvíum þar en þar eru alin seiði
frá því í haust, alls um milljón fisk-
ar að meðaltali innan við hálft kíló
að þyngd.
„Auðvitað eru þetta ekki góðar
fréttir en við erum með allt til stað-
ar sem þarf til að bregðast við
svona áföllum og koma í veg fyrir
meiri útbreiðslu,“ segir Guðmundur
Gíslason, forstjóri Ice Fish Farm,
sem varð til með sameiningu Fisk-
eldis Austfjarða og Laxa fiskeldis.
Eitt sýni af þúsundum jákvætt
ISA-veiran sem getur valdið blóð-
þorra fannst í kvíum Laxa á Grip-
alda í Reyðarfirði í nóvember. Fisk-
ur var veikur í að minnsta kosti
einni kví. Fyrirtækið ákvað að
slátra öllum laxi á staðnum og hvíla
svæðið til að draga úr hættu á því
að veiran bærist í aðrar kvíar. Gísli
Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma
hjá Matvælastofnun, segir að þá
hafi verið gerð skimunaráætlun sem
unnið hafi verið eftir síðan. Tekin
hafi verið sýni í hverjum mánuði úr
öllum kvíum fyrirtækjanna allt suð-
ur í Berufjörð. Sérstök áhersla hafi
verið lögð á Sigmundarhús sem eru
í 2-3 kílómetra fjarlægð frá Grip-
alda.
Gísli segir að öll sýni hafi reynst
neikvæð þar til í þessum mánuði. Í
fjölda sýna sem tekin voru um
páskana hafi eitt sýni reynst já-
kvætt og hafi það verið staðfest
með raðgreiningu á rannsóknar-
stofu í Þýskalandi. Niðurstöðurnar
þaðan bárust síðdegis í fyrradag.
Segir Gísli að tekin hafi verið
1.100 sýni á þessum stað og aðeins
þetta eina sýni greinst jákvætt.
Fiskurinn sé við bestu heilsu, éti,
vaxi og dafni vel.
Mest lítill fiskur
Gísli segir ómögulegt að segja til
um hvernig málin hefðu þróast, til
dæmis hvort veikin hefði farið að
grassera í kvínni á næstu vikum eða
mánuðum, eða kannski aldrei. Þetta
sé óásættanleg óvissa. Til að gæta
fyllstu varúðar og reyna áfram að
útrýma veirunni á þessu svæði hafi
fyrirtækið ákveðið, í samráði við
Matvælastofnun, að slátra öllum
fiski upp úr kvíunum.
Á Sigmundarhúsum eru seiði sem
sett voru út í haust. Flest voru orð-
in um 400 grömm að þyngd. Í eina
kví voru þó sett stórseiði og var sá
fiskur orðinn 1-2 kíló. Meðaltalið er
476 grömm, samkvæmt tilkynningu
Ice Fish Farm til kauphallarinnar í
Osló.
Guðmundur segir að byrjað hafi
verið á aðgerðum á Sigmundarhús-
um í gær. Fiskurinn er fluttur með
brunnbáti í sláturhús Búlandstinds
á Djúpavogi. Þar eru litlu seiðin
flokkuð frá en stærri fiski slátrað
fyrir erlenda markaði. Það sem
flokkað er frá fer í meltuvinnslu.
Guðmundur segir að vegna mikillar
eftirspurnar eftir laxi fáist gott
verði fyrir afurðirnar. Áhrifin á
rekstur fyrirtækisins hafa ekki ver-
ið metin til fulls en í tilkynningu
fyrirtækisins segir að búast megi
við minni framleiðslu á næsta ári en
gert hefur verið ráð fyrir.
Líklegast er talið að ISA-veiran
hafi borist frá Gripalda. Þriðja stað-
setning á kvíum Laxa fiskeldis er
Vattarnes en hún er mun utar, um
12 kílómetrum frá, þannig að lítil
hætta er talin á að veiran berist
þangað. Gísli segir þó að það svæði
verði vakað áfram, eins og önnur
svæði fyrirtækisins.
Slátrað úr kvíum á Sigmundarhúsum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reyðarfjörður Unnið við eldiskvíar Laxa fiskeldis í Reyðarfirði.
- Veiran sem getur valdið blóðþorra greindist aftur hjá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði - Svæðið hefur
verið vaktað frá því fiskur veiktist í nóvember - Fiskurinn er við góða heilsu og hluti hans fer á markað
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það var þröngt um okkur. Í gamla
hótelinu var hvert einasta skúma-
skot nýtt en nú horfir til betri veg-
ar,“ segir Örn Andrésson, einn eig-
enda Hótels Búða á Snæfellsnesi.
Framkvæmdir eru hafnar við
stækkun hótelsins. Mun það tvöfald-
ast að stærð og verða tæpir þrjú
þúsund fermetrar eftir breyting-
arnar. Örn segir að mikil breyting
felist í stækkuninni. „Herbergjum
fjölgar úr 28 í 52. Það verður kjallari
undir nýja hlutanum og þar verður
til pláss fyrir eldhús, geymslu og
kæla, þvottahús og fleira.“
Framkvæmdum ljúki næsta vor
Stækkun Búða hefur verið á
teikniborðinu um nokkurra ára skeið
en Örn segir að ýmislegt hafi komið
upp sem tafði þær. „Covid og fleira.
En nú er þetta loksins komið í gang
og við erum byrjaðir að grafa. Það
eru öll leyfi í höfn. Við erum náttúr-
lega í friðlandi; þótt þetta sé ekki
innan þjóðgarðs er hraunið friðað og
þarna í kring eru gamlar tóftir og
fleira sem taka þarf tillit til.“
Við stækkunina verður þriðja
álman byggð sunnanmegin við hót-
elið þar sem verið hefur hluti af bíla-
stæði. Nú er grafið fyrir kjallara og
á þeirri vinnu að vera lokið áður en
sumartörnin hefst. Í haust verður
hótelið svo reist úr forsteyptum ein-
ingum. „Það á að vera komið upp
fyrir lok árs og planið er að vera bú-
in með þessar breytingar fyrir
næsta vor. Við munum þurfa að loka
í einhvern tíma í vetur en reynum að
hafa það eins stutt og hægt er. Það
er af því að tengja þarf saman gömlu
og nýju bygginguna. Þá þarf að rífa
niður og tengja saman allar hæðir,
koma fyrir lyftu og fleiru,“ segir Örn
sem vill ekki upplýsa um kostnað við
stækkunina.
Allt að 97% bókað í sumar
„Þetta eru miklar fjárfestingar,“
segir Örn sem á helmingshlut í bæði
rekstrarfélagi og fasteignafélagi
Búða á móti eigendum ION-
hótelsins.
Hótelrekstur hefur verið erfiður á
Íslandi síðustu tvö ár vegna kórónu-
veirunnar. Engan bilbug er þó að
finna á Erni og samstarfsfólki hans.
„Síðasta sumar var með þeim allra
bestu hjá okkur. Það er stöðugt að
aukast herbergjanýtingin hjá okkur.
Vissulega hafa síðustu tveir vetur
verið svolítið skrítnir. Það var mikið
um forföll hjá Íslendingum enda var
alltaf verið að breyta reglum og erfitt
að ætla að hafa hótelin full. Margir
hópar afbókuðu sig þegar einhver
smitaðist eða einhver var settur í
sóttkví. Á síðasta ári var samt mikið
að gera alveg fram yfir miðjan nóv-
ember. Hins vegar settu bæði Covid
og veðrið mikinn svip á byrjun þessa
árs.“
Örn segir að útlit sé fyrir að sum-
arið verði afar annasamt á Hótel
Búðum. „Í raun og veru má segja að
sumarið sé orðið fullt hjá okkur. Júní,
júlí, ágúst og stór hluti af september
er nánast uppseldur. Það er allt að
97% bókað í þessum mánuðum og
það segir okkur að þörf sé á stækk-
un.“
Hann kveðst í raun ekki vera í vafa
um að næg eftirspurn sé eftir hótel-
gistingu til að það réttlæti tvöföldun
Hótels Búða. „Það ráðum við meðal
annars af samskiptum við erlenda
birgja. Þeir segjast vilja auka við
pantanir sínar ef við getum tekið á
móti fleiri gestum. Við teljum grund-
völlinn fyrir hendi.“
Hótel Búðir tvöfalt
stærra eftir breytingar
- Herbergjum fjölgar úr 28 í 52 - Grafið fyrir kjallara
Framkvæmdir Nú er grafið fyrir nýrri byggingu sem rísa á við Hótel Búðir.
Málþing um réttindi barna í stafrænu
umhverfi er haldið á Grand hóteli í
dag kl. 8.30-10.15. Að því standa Fjöl-
miðlanefnd, Per-
sónuvernd og
Umboðsmaður
barna.
Salvör Nordal,
umboðsmaður
barna, opnar mál-
þingið og kynnir
nýjar leiðbeining-
ar fyrir foreldra,
ábyrgðaraðila og
starfsfólk skóla-
og frístundastarfs. Þær verði birtar á
barn.is um leið og málþingið hefst.
„Leiðbeiningarnar varða rétt
barna til einkalífs og netöryggi. Hvað
foreldra varðar er lögð áhersla á að
þeir ræði þessi mál við börn sín. Við
förum yfir samfélagsmiðla, tölvuleiki,
aldursviðmið og samskipti barna og
foreldra. Einnig aldur notenda, net-
tengd leikföng og margt fleira. Auk
þess er fjallað almennt um persónu-
upplýsingar, notkun samfélagsmiðla
og myndatökur og myndbirtingar,“
segir Salvör. Hún segir að börn í ráð-
gjafahópi Umboðsmanns barna séu
mjög upptekin af myndbirtingum. Þá
verður vikið að neteinelti, hættum
sem leynast í stafrænu umhverfi,
miðlalæsi barna og mikilvægi heil-
brigðrar umræðu.
Skúli B. Geirdal, verkefnastjóri hjá
Fjölmiðlanefnd, mun segja frá niður-
stöðum víðtækrar könnunar um börn
og netmiðla sem var gerð vorið 2021.
Niðurstöðurnar birtast í sjö hlutum
og hafa fjórir verið kynntir á fjol-
midlanefnd.is. Fimmti hlutinn um
börn og tölvuleikjanotkun verður
birtur í næstu viku.
Unnur Sif Hjartardóttir, lögfræð-
ingur og persónuverndarfulltrúi,
heldur erindi um friðhelgi einkalífs
barna í nútímasamfélagi og Steinunn
Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur
hjá Persónuvernd, ræðir um hvernig
tryggja má persónuvernd barna.
Fjögur börn úr ráðgjafahópi umboðs-
manns barna taka þátt í pallborðs-
umræðum ásamt fleirum.
Málþingið verður tekið upp og upp-
takan birt síðar. gudni@mbl.is
Börnin og staf-
rænt umhverfi
- Leiðbeiningar kynntar á málþingi
Salvör Nordal