Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Erna Ágústs- dóttir fæddist 9. september 1940. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 30. mars 2022. Erna var dóttir hjónanna Sólveigar Sigurðardóttur, f. 7. apríl 1920, d. 28. apríl 2003, og Ágústs Kjart- anssonar, f. 14. ágúst 1918, d. 21. september 1990. Hún var næstelst systkina sinna. Systkini Ernu voru: Al- bert Rúnar Ágústsson, Hrafn- kell Óskarsson, Pálína Ágústs- dóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Hafsteinn Sigurðarson, Árdís Sigurðardóttir, Sesselja Guðrún Sigurðardóttir, Sigurborg Inga Sigurðardóttir, Unnur Sigurð- ardóttir og Aðalsteinn Sigurð- arson. Erna kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Jörgen Má Berndsen, f. 8. september 1937, þegar þau voru ung að aldri en ember 1984. M. Auður Viðars- dóttir f. 8. maí 1987. Börn þeirra eru Þorri, f. 25. janúar 2010, Jara, f. 22. ágúst 2013, og Hugi, f. 17. október 2021. Erna Guð- rún, f. 18. maí 1990, í sambúð með Sam Barton, f. 16. febrúar 1987. Seinni maki Fritz var Díana Ósk Óskarsdóttir, f. 20. nóvember 1970. Barn þeirra er Amanda Líf, f. 3. nóvember 1999. 3) Sólveig G., f. 10. febrúar 1968. M. Heiðar Sigurjónsson, f. 9. desember 1963. Börn þeirra eru Hörður Ernir, f. 11. júní 1994, í sambúð með Hreindísi Guðrúnu Eyfeld, f. 17. apríl 1997, Úlfar Birnir, f. 27. mars. 1997, í sambúð með Söndru Sif Ingólfsdóttur, f. 17. mars 1995. Barn þeirra er Freyja Sif, f. 24. apríl 2021. Iðunn Hekla, f. 14. maí 1999, í sambúð með Tamás Szklenár, f. 19. október 1996. Erna og Jörgen bjuggu fyrst á Kleppsvegi en fluttu í Árbæjarhverfið 1967 og bjuggu þar til 1988 er þau fluttu í Jökla- sel 25. Erna starfaði sem lækna- ritari og skrifstofustjóri á Heilsugæslustöðinni í Árbæ mestalla starfsævi sína. Útför Ernu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. þau gengu í hjóna- band 10. desember 1960. Foreldrar Jörgens voru Fritz Gunnlaugur Odds- son Berndsen, f. 8. ágúst 1902, d. 16. september 1980, og Guðfinna Sesselja Guðjónsdóttir, f. 4. maí 1911, d. 3. ágúst 1953. Börn Ernu og Jörgens eru: 1) Ágúst, f. 13. nóv- ember 1958. M. Sigríður Heiða Bragadóttir, f. 21. ágúst 1958. Börn þeirra eru Jörgen Már, f. 9. október 1990, í sambúð með Dagnýju Harðardóttur, f. 15. ágúst 1991. Barn þeirra er Lilja, f. 18. ágúst 2018, Júlía Rut, f. 10. nóvember 1995. 2) Fritz Már, f. 17. maí 1961. M. (skildu) Vaka Frímann, f. 10. júní 1963. Börn þeirra eru Ari Már, f. 13. ágúst 1982. M. Ester Rós Jónsdóttir, f. 15. desember 1983. Börn þeirra eru Benjamín Bjartur, f. 20. ágúst 2013, Hinrik Logi, f. 13. maí 2019. Hrafn, f. 24. sept- Elsku mamma. Þá er komið að kveðjustund, fyrsta meðvit- aða hugsunin mín var um þína alltumlykjandi arma, að hvíla í faðminum þínum var það besta í heiminum fyrir pínulítinn strák. Miðvikudaginn 3. apríl var kom- ið að því að skila faðmlaginu til baka og þú dróst síðasta and- ardráttinn seint að kvöldi í örm- um þinna nánustu. Stundin var erfið en um leið góð því við viss- um að dauðinn var þér líkn, alz- heimersjúkdómurinn hafði læst í þig klónum af fullum þunga þremur árum áður. Mamma og pabbi hófu bú- skap á Kleppsveginum á sjö- unda áratug síðustu aldar, þá gat mamma sent mig sjö ára gamlan út í búð til að kaupa síg- arettur í stykkjatali og þótti ekki mikið mál. Svo var flutt í Hraunbæinn og þá var oft mikið um að vera. Heimavinnandi konurnar í stigaganginum urðu bestu vinkonur og tóku til að mynda slátur saman. Þá var líf í tuskunum, okkur krökkunum þótti gaman að sniglast þar í kring. Mamma var mikil fé- lagsvera og hláturmild kona, ég man enn hláturinn og gleðina sem fylgdu þessum stundum. Mamma skammaði okkur krakkana aldrei en þegar klikk- að var á hlutunum varð hún daprari í bragði og því var reynt að forðast óþekktina eftir bestu getu. Svona liðu árin, allt- af hægt að ganga að mömmu vísri heima við, huggandi eða hvetjandi, alltaf tilbúin að plástra sárin. Barnabörnin voru mömmu kær, þau nutu sömu gæðastundanna og við börnin hennar. Ekki má gleyma voffum fjölskyldunnar, þeir gátu gengið að góðum bitum vísum hjá mömmu. Saumaklúbburinn var fastur liður í gegnum lífið hennar mömmu. Þær hittust vinkonurn- ar einu sinni í mánuði, þegar klúbburinn var hjá mömmu var njósnað eftir bestu getu því mikið líf og fjör var á þessum kvöldum. Frægur varð klúbb- urinn eftir stórafmæli hjá pabba þegar mamma gæddi vinkonun- um á ís í eftirrétt og meðlætið voru ávextirnir úr afmælisboll- unni, fjörið þetta kvöld var ólýs- anlegt. Leikfimihópurinn átti einnig stóran sess í lífinu. Sumarbústaðurinn við sunn- anvert Þingvallavatn var mömmu kær og gott að heim- sækja hana og pabba í sveitina, alltaf heitt á könnunni og veit- ingar góðar í boði. Þegar búið var að borða á sig gat var yf- irleitt rölt niður í fjöru og rennt fyrir silung með misjöfnum ár- angri. Fyrir mína tíð starfaði mamma hjá Innkaupastofnun ríkisins, svo kom ég í heiminn, síðan systkini mín og við settum starfsframa ungu konunnar í uppnám eins og þá tíðkaðist. Mamma fór aftur út á vinnu- markaðinn þegar við krakkarnir stálpuðumst og gekk það mjög vel. Hún hóf störf hjá Heilsu- gæslu Árbæjar og endaði starfsferilinn þar sem skrif- stofustjóri langt gengin í sjö- tugt. Söngelsk kona var mamma, hún og pabbi sungu með kórum í gegnum tíðina, vorboðarnir og hans elskulegu söngfuglar ætla að syngja við útförina. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Elsku mamma þú gafst mér lífið, varst mér lífið og þegar ég var lítill grét ég ósjaldan ofan í koddann á kvöldin þegar ég ímyndaði mér að þú gætir dáið. Núna ertu dáin og ég græt aft- ur ofan í koddann. Ég veit samt að tíminn var kominn og það gleður sálina í sorginni. Takk fyrir lífið. Þinn Ágúst (Gústi). Elsku mamma, takk fyrir allt og allt, farðu vel og njóttu á nýjum stað. Ég efast ekki um að það verði fjör hjá þér. Það verður örugglega nóg að stúss- ast og eitthvað hægt að flakka um. Vona að það séu einhverjar búðir þar sem þú ert núna og jazz, það er ég viss um að það er jazztónlist allt í kringum þig. Mér datt einhvern veginn aldrei í hug að mamma myndi deyja. Auðvitað vissi ég að það myndi gerast en samt. Og nú er hún búin að kveðja, farin annað sem er alveg í hennar anda. Mamma var alltaf á ferð og flugi, hún naut þess að stunda einhvers konar íþróttir alla sína ævi, var fimleikakona, stundaði síðan leikfimi og göngur eftir að þeim ferli lauk. Það var nánast hægt að ganga að því vísu að mamma væri í World Class á brettinu í hádeginu. Hún á æf- ingu en pabbi í heita pottinum. Hún hélt sér líka vel, var alltaf stórglæsileg, kunni aldeilis að klæða sig og naut þess að vera flott til fara. Svo var mamma alveg stór- kostleg amma, elskaði barna- börnin og var alltaf til í að vera með þeim. Hún var hörkudug- leg, vann krefjandi vinnu og oft langa vinnudaga, enda metnað- argjörn, sjálfstæð og sterk kona. Samt hafði mamma ein- hvern veginn alltaf tíma fyrir fólkið sitt og ég skildi stundum ekki alveg hvaðan tíminn henn- ar kom, það var engu líkara en hann lyti öðrum lögmálum en hjá okkur hinum. Það er svo margt gott og fallegt sem þú skilur eftir fyrir okkur, afkomendur þína, til að taka með okkur áfram út í lífið og gefa áfram til komandi kyn- slóða. Góðar minningar um skemmtilegar samverustundir, góðan mat, saumaskap, spjall. Og svo ótal margt gott og fal- legt. Farðu í friði, mamma mín, Guð veri með þér og við sjáumst svo. Fritz (Frissi). Elsku besta mamma mín, mikið sem tilveran er breytt og tómleg án þín. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ég geta sagt með sanni að þú hafir kunnað að njóta lífsins og gert það sem þig langaði til. Þú æfðir fimleika, varst í leikfimihópi Ástbjargar Gunnarsdóttur og með þeim hópi ferðaðist þú um allan heim á leikfimimót þar sem þið sýnd- uð hæfileika ykkar. Þú varst dugleg að hreyfa þig og þið vin- konurnar genguð hringinn í kringum Hraunbæinn alla daga vikunnar. Þið pabbi voruð í kór- um og elskuðuð að taka þátt í félagslífi því tengdu, fóruð á kóramót og skemmtuð ykkur vel. Djass var í miklu uppáhaldi hjá ykkur báðum og ég hef ekki tölu á þeim djassviðburðum sem þið sóttuð bæði hérlendis og er- lendis. Sumrunum eyddum við fjöl- skyldan í sumarbústaðnum við Þingvallavatn. Þar vorum við með hestana í bakgarðinum, lögðum net, veiddum murtu í fjörunni og sinntum skógrækt og nutum samverunnar. Þú stóðst þig eins og sönn hetja í baráttunni við alzheimer- sjúkdóminn, hélst í gleði þína, hlátur og sjarma fram á síðasta dag, en að lokum hafði sjúk- dómurinn betur. Síðustu mán- uðir voru þér sérstaklega erf- iðir, þú hættir að geta gengið og eftir það fór allt niður á við. Þegar leið að kveðjustund vor- um við öll hjá þér, pabbi lá við hliðina á þér og við systkinin, barnabörn og makar sátum öll í kringum þig og studdum þig síðasta spölinn inn í nýja til- veru. Með ást, hjartans hlýju og þakklæti fyrir allt kveð ég þig elsku mamma mín. Mín leið Og nú, þegar ég kveð, og tjöldin eru dregin fyrir. Vinur, vertu viss, ég segi það sem ég meina. Ég hef lifað lífi ég hef ferðast, notið alls þess og meir. Og meir, svo miklu meir ég gerði á minn hátt. Því hvað er ég, hvað hef ég gert ef ekki ég, þá á ég ekkert. Að segja það sem mér finnst, en ekki orð sem annar á. Það sýnir að ég er ég, ég gerði á minn hátt. (Þýð. Fritz Má) Þín dóttir, Sólveig. Elsku Erna! Mig langar að minnast þín og þakka þér sam- fylgdina í gegnum árin. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var ung að árum, aðeins 17 ára gömul og móðurlaus. Ég næstum flutti inn á þig með tannburstann og föt til skiptanna í Árbæinn með Sjenna voffa líka. Það var gott að vera hjá þér. Ég stoppaði líka lengi við, því þú varðst amma barnanna minna og ég tengdadóttir þín. Erna, við áttum margar dásamlegar samverustundir. Við bökuðum jólasmákökurnar saman, en þá kom ég með Ara og Hrafn til þín snemma að morgni. Dagurinn var yndisleg- ur, við dilluðum okkur við jóla- lögin og skárum út jólasmákök- ur. Þú hnoðaðir deigið á einhvern undraverðan máta, og smákökurnar voru fullkomnar. Þegar baksturinn var búinn var blásið til veislu, jólin voru kom- in. Þetta voru ómetanlegar stundir og hugljúfar. Þessar minningar búa alltaf í hjarta mínu. Elsku Erna, betri ömmu gátu börnin mín Ari, Hrafn og Erna Guðrún ekki fengið. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir það enda eitthvað svo nauðsynlegt að eiga ömmu. Þau gátu kúrt hjá þér í koti hálsa og hjá þér fengu þau allt sem þau þurftu. Erna, ég kveð þig hér. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Ég veit að þér er batnað í sumarlandinu og ég bið heilsa öllum. Þín Vaka. Elsku Erna. Þá er komið að kveðjustund og henni fylgir mikill söknuður en um leið léttir yfir því að þú sért búin að fá hvíldina sem ég vissi að þú þráðir. Hvíldina frá alzheim- ersjúkdómnum en skuggi hans hefur fylgt þér eftir að þú horfðir á þína nánustu verða honum að bráð og loks krækti sjúkdómurinn klónum í þig. Þinn mesti ótti varð að raun- veruleika og þú gerðir allt til að berjast á móti þessum fjanda en í dag er hann ósigrandi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að við erum búnar að þekkjast meirihlutann af minni ævi og það er gæfa mín að hafa átt þig bæði sem vin, tengda- mömmu og ömmu barna minna. Þegar Gústi þinn byrjaði með þessu óstýriláta trippi að vestan með flókna fjölskyldustöðu og erfiðar heimilisaðstæður þá vantaði ekkert upp á móttök- urnar hjá þér og fjölskyldu þinni. Frá fyrstu stundu var eins og ég hefði eignast annað heimili og þið sýnduð mér alltaf alúð, hjartahlýju og virðingu. Erna ungamamma fór ekki að sofa fyrr en hún var viss um að ég væri á heimleið. Beið mín í sófanum í forstofunni í fallega brúna blúndunáttkjólnum og sagði: „Ertu að fara heim Sigga mín? Góða nótt og sjáumst á morgun.“ Allir ungarnir komnir í sitt hreiður og þú gast farið að sofa. Erna var einstaklega fé- lagslynd, þolinmóð og bóngóð kona. Hún var líka glæsileg og eftir henni tekið. Þegar við kynntumst var hún heimavinn- andi en það var yndislegt að fylgjast síðar með skrefum hennar á nýjum starfsvettvangi á Heilsugæslunni í Árbæ. Hæfnin í samskiptum við fólk á öllum aldri fékk að njóta sín í móttökunni og yndislegt brosið eða vingjarnlega röddin í síma sem sagði „Heilsugæslan í Árbæ, góðan daginn“ og dag- urinn varð strax betri. Síðar fékkstu aukna ábyrgð sem kom ekki á óvart er þér var falið að vera skrifstofustjóri og vannst við það út starfsferilinn. Þú tókst líka að þér að skipuleggja Læknavaktina í aukavinnu. Seiglan í þér var góð fyrirmynd fyrir alla í fjölskyldunni enda áttir þú þína fyrirmynd sem var Sólveig mamma þín. Áhrifa- máttur sterkra kvenna í fjöl- skyldu hefur margföldunaráhrif gegnum kynslóðir. Á þessum árum og reyndar enn í dag voru konur í fullu starfi sem útivinnandi og heima fyrir. Þú skipulagðir dagana vel, sást um að eiga þitt svigrúm með föstum tíma í leikfimi, í kór, dansi, sitja í sólinni og eiga tíma fyrir vini. Þá var hlegið og stundarinnar notið í botn. Aldr- ei sá ég votta fyrir pirringi eða þreytu í þínu fari þrátt fyrir alla vinnuna. Þegar barnabörnin komu fékkstu nýtt hlutverk og dekrið margfaldaðist. Allar uppeldis- reglur sem við foreldrarnir vor- um að reyna að fylgja eftir voru ógildar hjá ömmu og afa. Enda elskuðu þau að vera í heimsókn hjá þeim, sérstaklega í sum- arbústaðnum á Þingvöllum. Þegar við kvöddum Ernu var það söngur, ást og kærleikur sem fylgdi henni síðasta spölinn og staðfesting frá öllum sem elskuðu hana að nú gæti hún farið að sofa. Allir ungarnir komnir í hreiðrið sitt. Mig langar að lokum að þakka þér fyrir samfylgdina og hvíldu í friði. Sigríður Heiða Bragadóttir. Elsku amma okkar er fallin frá. Hún var líf partísins, alltaf með rauðvín við höndina og annað slagið sterkt skot og síg- arettu. Hún elskaði að hafa gaman og gleði hennar og hlát- ur lýsti upp öll herbergi, það var oft ekki annað hægt en að vera í góðu skapi í návist ömmu. Hún var dýrkuð og dáð af flest- um og þar voru hundar fjöl- skyldunnar engin undantekning. Þeir eltu hana hvert sem hún fór og vonuðust til að amma myndi lauma að þeim einhverju góðgæti eins og hún gerði oft. Hún skildi aldrei hvers vegna hundarnir mættu ekki fá nokkr- ar súkkulaðirúsínur, að hennar mati gerðu þær þeim bara gott. Þrátt fyrir sjúkdóminn hélt amma persónuleika sínum lengi, hún var áfram ung í anda og spurði okkur barnabörnin í hvert skipti sem við hittum hana, óháð vikudegi, hvort við værum nú ekki á leiðinni út á lífið. Amma var sjálfstæð kona sem lét engan segja sér fyrir verkum. Hún var ávallt fín til fara og það sama má segja um heimili þeirra afa, þar var allt spikk og span og oftar en ekki var amma með tusku í hendinni. Amma var alltaf á ferðinni og stundaði hreyfingu alla sína ævi, það var alltaf gaman að hitta sjötuga ömmu sína í World class. Amma og afi dýrkuðu og dáðu djasstónlist. Í öllum bíl- ferðum sem farnar voru með þeim var aðeins einn valmögu- leiki fyrir hendi hvað varðar tónlist, en það var djass. Ekkert fékk því breytt. Þau fóru á ófáa djasstónleika, bæði hérlendis og erlendis, þar sem þau bæði hlustuðu og dönsuðu saman við tónlistina. Síðustu daga ömmu ómaði einungis djass fyrir eyr- um hennar. Þau afi eyddu ófáum dögum saman í sumarbústaðnum á Þingvöllum. Það var alltaf spenningur að koma upp í bú- stað með þeim en maður var alltaf með hjartað í buxunum þegar amma var bílstjórinn. Hún brunaði af stað þegar maður settist upp í bílinn og hægði ekki á sér fyrr en komið var í bústaðinn. Um leið og komið var upp í bústað vissi maður að núna myndi amma dekra við mann. Það var ekki slæmt að byrja daginn á að fá ávexti í gervirjóma og svo leika sér í móanum hjá sumarbú- staðnum eða ganga niður að vatni og kíkja í bátaskýlið hans afa og leika í fjörunni. Göngu- túrarnir að sumri til á Þingvöll- um með ömmu voru ófáir, hvort sem það var í kringum lóðina, upp á Einbúa eða alla leið til Kidda og Geiru eða Bessa og Möggu. Ljósbjarminn sem fylgdi ömmu dvínaði þó seinustu ár þegar alzheimersjúkdómurinn tók yfir líf hennar og þeirra sem elskuðu hana mest. Amma barðist hetjulega í nokkur ár en fékk loksins langþráða hvíld umvafin sínum nánustu. Her- bergið var fullt af ást og um- hyggju fyrir þessari stórglæsi- legu konu sem mun lifa áfram í minningum okkar og hjarta. Takk fyrir að vera besta amma alheimsins. Þín barnabörn, Iðunn, Júlía, Hörður, Jörgen og Úlfar. Það var algjör draumur að eiga ömmu eins og þig. Að fá að þekkja þig svona vel, verja með þér svona miklum tíma og læra í leiðinni svo margt af þér. Allar minningarnar úr sumó, stússið eftir skóla og hugguleg- heitin heima í Jöklaseli. Að vera í kringum þig veitti mér öryggi og lífið var gott. Við spjölluðum um heima og geima á meðan við gæddum okkur á ristuðu brauði, sem var best hjá þér, eða sátum bara í þögn- inni, sem gerðist kannski ekki oft í okkar tilfelli. Ég sé þig fyrir mér núna, elsku amma, standandi fyrir framan gluggann uppi í bústað að horfa út á vatnið raulandi eitthvað gamalt og gott við undirspil Þingvallavatns og fuglasöngs- ins úti. Svo heyrist: Jæja, þarna kemur afi þinn. Elsku amma mín, sjáumst í sumarlandinu góða! Þín Erna. Elsku amma! Við hittumst fyrst í ágúst ár- ið 1982 og það var ást við fyrstu sýn. Alltaf þegar ég hitti þig síðan vissi ég að ég var þinn og þú varst mín. Alveg frá fyrstu kynnum var ljóst að þú myndir allt fyrir mig gera, veita mér skilyrðislausa ást og umhyggju og það var mér ómetanlegt, sérstaklega fyrstu ár ævi minnar. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur! Ég á aldr- ei eftir að gleyma þér amma mín svo lengi sem ég lifi! Við eyddum ómetanlegum tíma saman, svo margar gist- ingar, svo margar sumarbú- staðaferðir, svo margar sam- verustundir. Við bræðurnir nutum fullrar þjónustu hjá þér, alltaf hægt að næla sér í nokkr- ar súkkulaðirúsínur og yfirleitt alltaf til kók með teiknimynd- unum. Ef bón okkar bræðra var á mörkunum eins og þegar við vildum heyra allra ógeðs- legustu Grimms-ævintýrin var alltaf hægt að múta þér með fótanuddi, með smá Jergens- kremi. Þú lést þig þá hafa það að lesa fyrir okkur, þótt þú haf- ir kannski mótmælt lítillega í hryllilegustu senunum. Nú yfirgefur þú þessa jarð- vist en ástin sem kviknaði þarna í ágúst hún lifir áfram með mér og mínum. Allar ljúfu og góðu minningarnar ylja! Elsku amma mín, takk fyrir allt! Sjáumst í sumarlandinu! Þinn Ari og fjölskylda. Erna Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.