Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
✝
Þorsteinn
Gunnar Egg-
ertsson fæddist 21.
september 1944 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspít-
alanum hinn 9.
apríl 2022.
Foreldrar hans
voru Eggert Krist-
insson, f. 19.8.
1915, d. 29.12.
1998, og Sigurlaug
Þorsteinsdóttir, f. 30.10. 1923,
d. 12.2. 2009.
Þorsteinn átti tvö systkini:
Kristinn Eggertsson, f. 22.2.
1946, d. 16.1. 1999, kvæntur
Hjördísi Bergstað og Agnes
Eggertsdóttir, f. 22.2. 1950, gift
Benedikt Sigurðssyni.
Þorsteinn kvæntist hinn 1.
Sigurlaug, f. 1.11. 1973, gift
Arnari Hannessyni, eiga þau
þrjár dætur, Agnesi Engilráð, f.
1994, í sambúð með Rafnari
Ólafssyni, Emblu Maríu, f. 2000,
og Hrafntinnu Margréti, f.
2002. 4) Árni, f. 7.4. 1976,
kvæntur Rögnu Hafsteinsdóttur
og eiga þau börnin Ágústu
Birnu, f. 2005, Guðmund Stein-
ar, f. 2008 og Þorstein Ragnar,
f. 2013.
Þorsteinn Gunnar var fædd-
ur og uppalinn í Reykjavík. Að
skyldunámi loknu lærði Þor-
steinn rennismíði við Iðnskól-
ann í Reykjavík. Eftir sveins-
próf hóf hann nám í vélfræði
við Tækniskóla Íslands og hélt
síðan til Noregs þar sem hann
lærði véltæknifræði við Háskól-
ann í Bergen. Eftir útskift það-
an árið 1968 réð hann sig til
Alusuisse sem seinna varð Al-
can og starfaði hann þar alla
sína starfsævi eða til 2009.
Útför Þorsteins fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 29. apríl
2022, klukkan 13.
september 1972
Ágústu Birnu
Árnadóttur, f. 13.7.
1941. Lifir Ágústa
mann sinn. Börn
þeirra eru fjögur:
1) Lovísa Sigrún, f.
16.9. 1962, maki
hennar er Anton
Antonsson, eiga
þau fjögur börn;
Andra, f. 1984, Ey-
dísi, f. 1987, gift
Arnari Rósenkranz og eiga þau
þrjár dætur, Bjarni, f. 1989, og
Elvar Örn, f. 1995. 2) Bjarni, f.
30.8. 1965, kvæntur Herdísi Wö-
hler, börn þeirra eru þrjú,
Kirstín Birna, f. 1989, gift Þór-
mundi Sigurbjarnasyni og eiga
þau þrjá syni, Berglind Rut, f.
1995 og Bjarki Snær, f. 1999. 3)
Pabbi er dáinn! Við áttum
bara alls ekki von á því! Pabbi
var alltaf til staðar fyrir okkur.
Fjölskyldan var honum allt.
Mamma og pabbi voru ólíkir
karakterar. Pabbi ankerið og
mamma flugdreki, þau áttu vel
saman þó þau væru ólík. Þegar
við mamma fórum í mollið,
Kringluna eða Smáralind kall-
aði pabbi á eftir okkur: Gústa,
ef þú kaupir eitthvað passaðu
að það sé gott í því! Hlátur-
skrampar við að rifja upp uppá-
tæki pabba þegar hann var
ungur maður. Síðan ferðasögur,
Skorradalssögur, veiðisögur,
sögur af Tryggi, elsku hund-
inum þeirra sem var honum svo
tryggur. Það var alltaf gott og
gaman hjá okkur. Hvort sem
við sátum yfir kaffibolla eða í
sporvögnum um San Francisco.
Elsku pabbi, takk fyrir allt og
allt. Við eigum eftir að sakna
risaknúsanna frá þér.
Lovísa Sigrún.
Elsku pabbi, tengdó, afi og
langafi.
Með sorg í hjarta kveðjum
við þig. Dýrmætar minningar
um þolinmóðan húmorista,
sósugerðarmann með meiru og
matgæðing.
Brauð með þykku lagi af
smjöri og pizzuveislurnar í
Efstalundi eru okkur ofarlega í
huga. Svo varstu bara líka svo
klár og mikill töffari. Elsku afi
Steini, við munum hugsa til þín
með þakklæti og miklum sökn-
uði.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Góða ferð og takk fyrir allt.
Bjarni, Herdís, börn
og barnabörn.
Við vorum ekki búnir að
reikna með þessu elsku pabbi
minn. Þegar þú hringdir í mig
þennan laugardagsmorgun
heyrði ég það strax á þér að nú
var eins gott að drífa sig. Ég er
svo þakklátur að þú hafir
treyst mér fyrir því að vera þín
hjálparhönd við þessar aðstæð-
ur og reyndar er ég ótrúlega
stoltur af þér hvernig þú barð-
ist í öllu þessu ferli sem þú
varst búinn að ganga í gegnum.
Ég var svo viss um að þú
myndir hrista þig eins og hund-
ur út úr þessu rétt eins og þú
gerðir eftir fyrri aðgerðina. Allt
kom fyrir ekki þennan afdrifa-
ríka laugardag, daginn fyrir
ferminguna hans Guðmundar
Steinars sem þú ætlaðir að
mæta í og hlakkaðir mikið til.
Þín var sárt saknað.
Æi það er svo skrítið að
hugsa til baka núna eftir að þú
ert farinn. Ég meina allir þræð-
ir í mér segja að ég eigi að vera
sorgmæddur og þjáður en á
sama tíma er ég svo glaður að
eiga allar þær minningar sem
þú gafst mér. Oft á tíðum sit ég
og skellihlæ að öllu því
skemmtilega sem við gerðum
saman. Ég man svo vel þegar
við vorum að ferðast saman í
strákaferðum, uppi á fjöllum, í
veiði í Grenlæk fyrir austan
með bílinn glænýjan beint úr
kassanum fastan í drullu upp
að hurðum og ekkert dugði
annað en stærsta dráttarvélin í
sveitinni til að losa okkur. Eða
þegar ég var með öngulinn í
auganu og þið Toni þurftuð að
leggja mig niður og draga hann
til baka, þið voruð fljótir að
hlaupa þegar ég var orðinn
mannýgur eftir að öngulinn var
úr!
Hugmyndaflugið bar okkur
stundum aðeins of langt rétt
eins og þegar við fórum á silki-
jökkum og strigaskóm í febrúar
í 12 stiga frosti upp á línuveg í
Heiðmörk, það var sól og gott
veður. Ekki vildi betur til en
svo að þegar við vorum búnir
að drösla okkur nokkuð vel upp
á veginn festum við okkur og
það nokkuð illa, sem reyndar
endaði með því að okkur tókst
að affelga dekkið og nú var
ekkert annað í stöðunni en að
labba heim.
Snjór upp í klof og u.þ.b. 10
km heim og því miður var þetta
ekki fjölfarinn vegur nema síð-
ur sé. Gallabuxurnar stóðu
sjálfar uppréttar í þvottahúsinu
frosnar, en það þýddi nú ekkert
að væla yfir því, við vorum að
sjálfsögðu á leiðinni strax að
sækja bílinn! Mikið djöfull hat-
aði ég bílinn þá.
Já ævintýrin voru mörg en
Skorradalurinn og allt sem
gekk á þar er eitt samfellt stór-
kostlegt ævintýri, hvernig þú
stóðst að öllu þar var hreinlega
stórkostlegt.
Undirbúningurinn, skipu-
lagningin, verklagið – allt upp á
10. Ógleymanlegar eru gæða-
stundirnar sem við áttum sam-
an þar strákarnir og auðvitað
allar hinar þar sem við Ragna
og krakkarnir vorum öll saman
með þér og mömmu voru dýrð-
in ein. Ó hvað ég á eftir að
sakna þín elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Árni Þorsteinsson.
Í dag kveðjum við elsku afa
Steina með sorg í hjarta.
Við gleymum aldrei góðum
minningum okkar um afa og er-
um þakklát fyrir allar þær
stundir sem við áttum með hon-
um.
Minningar úr Skorradal
koma fyrst upp í huga okkar
allra, það var alltaf gaman í
þeim ferðum hvort sem farið
var í slökunar- eða vinnuferðir.
Öll fengum við tækifæri til að
leggja okkar af mörkum og
lærðum við mikið af því að fá
að vinna undir leiðsögn afa.
Við eigum margar skemmti-
legar sögur úr þessum ferðum
og verða þær sagðar á góðum
stundum um komandi ár. Eitt
sem við gleymum aldrei er
matseðillinn í vinnuferðum okk-
ar til að undirbúa heita pottinn.
Afi tók að sér að sjá um mat-
arinnkaupin og þegar hamborg-
araveislan var komin á borðið
fannst okkur krökkunum eitt-
hvað vanta upp á meðlætið, en
afi var nú alltaf með svörin á
hreinu og sagði að þetta væri
„dry burger“! Þrátt fyrir smá
kvartanir frá okkur krökkunum
kom afi aftur og aftur með „dry
burgers“ í bústaðinn og þá
örugglega aðallega til að stríða
okkur.
Minningarnar lifa og við
munum aldrei gleyma þér elsku
afi.
Þín barnabörn,
Ágústa Birna,
Guðmundur Steinar og
Þorsteinn Ragnar.
Honum tókst að gera mig að
gömlum vini sínum strax við
fyrstu kynni.
Símtal – hann pabbi dó í dag.
Nú er komið að kveðjustund
Steina vinar míns og frænda,
vinátta sem nær yfir rúmlega
sextíu ár. Minningarnar hellast
yfir þegar litið er til baka.
Við vorum Vesturbæingar og
áttum mörg sameiginleg áhuga-
mál á unglingsárum okkar. Frá
fermingu fram til tvítugs hitt-
umst við nánast daglega. Áttum
marga góða vini og félaga sem
saman nutum lífsins nokkuð
áhyggjulaust þar til við fé-
lagarnir fórum til náms eða
starfa allir hver í sína áttina.
Þetta var á árunum þegar
Glaumbær, Borgin, sveitaböll
og Þórsmerkurferðir voru upp
á sitt besta í afþreyingu okkar.
Mér er mjög eftirminnilegt
þegar við vinirnir ákváðum að
kaupa og standsetja með mikilli
vinnu gamlan Ford árgerð 1930
sem nota skyldi sparlega en
gagngert næstu árin til ferða í
Þórsmörk um verslunarmanna-
helgar.
Í tvö skipti komst bíllinn alla
leið og vakti uppátækið verð-
skuldaða kátínu okkar og tuga
áhorfenda á bökkum Krossár. Í
þriðju ferðinni var djarft farið
og bíllinn vildi hvíld í miðri
ánni og við félagarnir fimm
ferjaðir gegnblautir af góðum
hestamönnum í land á áfanga-
stað.
Við Steini höfðum á þessum
árum fyrir venju á laugardög-
um yfir vetrartímann að hlusta
á ameríska sveitatónlist á heim-
ili foreldra hans í Sörlaskjólinu.
Þau hjónin Eggert og Sigur-
laug voru elskulegt fólk sem lét
hávaðann í tónlistinni úr kjall-
araherberginu ekki á sig fá,
buðu upp á vínarbrauð og spjall
sem við túlkuðum svo að nú
væri nóg komið þann daginn.
Þannig uppgötvaðist að við
Steini værum fjórmenningar.
Steini vinur minn og frændi
var tryggðatröll, úrræðagóður,
glettinn og fróður. Til fjölda
ára höfum við hist á gamlárs-
dag og rifjað upp gamlar minn-
ingar og rætt dægurmál alveg
fram undir það síðasta.
Í hvert sinn sem við missum
vin þá deyjum við sjálf lítið eitt.
Ég sakna vinar míns og
frænda og sendi Gústu og fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur.
Snorri Egilson.
Hann Þorsteinn mágur minn
er látinn og er hans sárt sakn-
að.
Það voru margir góðir eig-
inleikar, sem prýddu þennan
góða dreng. Hann var æðrulaus
og fátt gat komið honum úr
jafnvægi. Ég sá hann aldrei
reiðast, það var hins vegar allt-
af stutt í gleðina og þá rifaði
vart í augun þegar hann hló.
Hann var líka æðrulaus gagn-
vart þeim sjúkdómi sem dró
hann til dauða, það fundu ætt-
ingjar hans svo sannarlega.
Sterka réttlætiskennd hafði
hann og lá ekki á skoðunum
sínum um menn og málefni
þegar honum fannst menn fara
út af sporinu.
Hann var einstaklega ráða-
góður og ekki spar á þau, ef
eftir þeim var leitað, sem var
oft. Þolinmæði var honum í
blóð borin og sem dæmi um
hana má nefna að hann ákvað
fyrir nokkrum áratugum að
byggja sér og Ágústu konu
sinni sumarhús úr timbri í
Skorradal.
Þar komu í ljós þeir hæfi-
leikar hans til skipulags sem
einkenndu hann. Hann byrjaði
á því að smíða sér jeppakerru
af bestu gerð. Svo smíðaði hann
sér lítið gestahús. Þá tók hann
sig til og hóf smíði sjálfs sum-
arhússins.
Við þessa vinnu naut hann
aðstoðar sinna nánustu, en
hann lagði línuna. Við smíðina
var hann spurður hvenær hann
myndi ljúka verkinu, og svaraði
hann því til að það yrði vonandi
aldrei, þetta væri hobbíið hans.
Til smíðarinnar var mjög vand-
að, meðal annars voru ekki not-
aðir naglar heldur var allt
skrúfað og pallasmíðin þar með
talin.
Það var alltaf gott samband
á milli Agnesar konu minnar og
Þorsteins, en við fráfall móður
þeirra styrktist systkinakær-
leikur milli þeirra og áttu þau
alla tíð eftir það sterkt og gott
samband.
Áttu þau löng og innihalds-
rík símtöl og var þá tekið á öll-
um málum stórum og smáum,
þeim báðum til blessunar og
yndisauka. Samkomulag gerðu
þau um að færi annað þeirra til
útlanda skyldi það láta hitt vita
daginn sem farið væri í flug.
Stóð það samkomulag alla tíð.
Á afmælum sínum bauð Steini
öllum afkomendum sínum til
pítsuveislu og voru hundar
þeirra ekki skildir eftir heima.
Eins og margir af okkar kyn-
slóð hafði Steini heilbrigða bíla-
dellu, vissi allt um bíla. Hann
átti bíla sína lengi og við end-
urnýjun gaf hann gjarnan ein-
hverjum afkomenda sinna
gamla bílinn.
Hann hafði nokkuð fastmót-
aða lífssýn og var ekki ginn-
keyptur fyrir breytingum,
breytinganna vegna. Hann
starfaði alla sína starfsævi hjá
sama vinnuveitanda, ÍSAL.
Með framkomu sinni og hátt-
um uppskar hann djúpa virð-
ingu þeirra sem honum stóðu
næst.
Ég sendi Ágústu og afkom-
endum þeirra samúðarkveðjur
mínar og bið þess að góður Guð
leiði þau áfram veginn.
Benedikt Sigurðsson.
Þorsteinn Gunnar
Eggertsson
✝
Jón Kjartan
Baldursson
fæddist 8. maí
1949 í Fíflholtum,
Hraunhreppi á
Mýrum. Hann lést
28. mars 2022.
Foreldrar hans
voru Margrét Sig-
urjónsdóttir, fædd
1917, dáin 2003, og
Baldur Stefánsson,
fæddur 1918, dá-
inn 1989.
Jón var þriðji í röðinni af
fimm systkinum. Systkini Jóns
eru Halldóra, fædd 1944, Stef-
án Sigurður, fæddur 1948, d.
29. júlí 1970, Sigurjón Rúnar,
fæddur 1954 og Ármann Þór,
fæddur 1956.
Jón ólst upp í Fíflholtum við
leik og störf. Hann gekk í
heimavistarskól-
ann að Varmalandi
í Borgarfirði.
Hann vann marg-
víslega verka-
mannavinnu, með-
al annars í
sláturhúsinu í
Borgarnesi, Ál-
verinu í Straums-
vík en lengst starf-
aði hann í
fiskvinnslu hjá
Miðnesi í Sandgerði. Eftir það
vann hann lengi hjá fyrir-
tækinu Urð og grjót.
Hann hafði mjög gaman af
útivist og var í gönguklúbbnum
Grautargenginu. Jón var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Jóns verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 29.
apríl 2022, klukkan 13.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Ég vil í nokkrum orðum þakka
Jóni móðurbróður mínum sam-
fylgdina. Ég var 18 ára þegar ég
fór að fara oft til Reykjavíkur
með Akraborginni til ömmu um
helgar og fer þá að kynnast
frænda mínum vel. Til ömmu
kom Jón oft í sín helgarfrí sem
hann eyddi með Grautargenginu
sínu, gönguhópnum. Hann var
stoltur af þessum félagsskap og
leið vel með honum. Ég var farin
að kannast við margra úr hópn-
um þótt ég hefði aldrei hitt þau
því að það voru mjög lifandi og
skemmtilegar frásagnirnar hans
þegar kom að Grautargenginu og
þeim ævintýrum sem þau höfðu
lent í. Hann ljómaði líka svo þeg-
ar hann var að segja frá þeim.
Það var gaman að vera nálægt
Jóni og hann var mjög duglegur
að skutla frænku sinni ef hún
þurfti á því að halda og vera mér
innan handar. Við fórum oft sam-
an í bíó, röltum um og náðum
meira að segja einni hringferð
um landið saman.
Hann var frekar hnyttinn og
sá oft spaugilegu hliðina á hlut-
unum og við gátum oft hlegið að
allskonar vitleysu. Þegar ég fór
að læra þjóðfræðina gat ég plat-
að hann með mér á þorrablót og
aðrar þjóðfræðilegar skemmtan-
ir, í staðinn dröslaði hann mér í
gönguferðir, meðal annars upp á
Esju.
Kæri frændi, ég er þakklát
fyrir allar okkar samverustundir
í gegnum tíðina og ekki síst fyrir
öll gamlárskvöldin sem þú eyddir
með mér og fjölskyldunni minni
síðustu árin þar sem maðurinn
minn og börnin mín fengu að
kynnast þér vel.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kveðja,
Bryndís (Brynka)
Reynisdóttir.
Genginn er góður vinur og
ferðafélagi. Allt of snemma að
okkar mati því hann var rétt
byrjaður að njóta forréttinda
heldriborgaratímabilsins.
Gönguhópur okkar Grautar-
gengið var stofnaður af 12 ein-
staklingum í sumarbústað í
Grímsnesinu haustið 1996. Lítil
skyldleikatengsl voru innan
hópsins en við höfðum kynnst í
ferðum með Ferðafélagi Íslands
og Útivist. Eina forsenda valsins
var þó hafragrautur sem Bryndís
eldaði í byrjun fyrir sig eina en
hafði þróast yfir í sameiginlega
máltíð. Stefnuskráin var ekki
merkileg en við ákváðum að
ferðast saman, borða hafragraut
í morgunmat, vaða ár og læki og
ganga um fjöll og dali. Borða
saman góðan mat og stunda leik-
hús eða í fáum orðum sagt njóta
líðandi stundar.
Jón naut þess að ferðast en
hann var ekki mikið fyrir að
slappa af og sötra bjór eftir erf-
iða göngu. Mjólkin var hans
drykkur og stundum gekk illa að
fá kráareigendur á erlendri
grundu til að skilja að íslenski
víkingurinn í hópnum tæki mjólk
fram yfir aðra drykki. Íslenski
víkingurinn var nafn sem aust-
urríski fararstjórinn okkar til
margra ára, hann Rudi, gaf hon-
um. Sú nafngift passaði Jóni vel
því hann var glæsilegur á að líta
með sólhattinn og íklæddur
göngugallanum.
Jón var góður félagi, einstak-
lega rólegur og geðgóður. Alltaf
tilbúinn að aðstoða sæi hann þess
þörf. Hann var einstakt snyrti-
menni og hvernig sem á því stóð
virtist ferðaryk dagsins ekki
festast við hann. Margar ferðir
fórum við saman. Upp í hugann
kemur ferð með honum vestur á
Mýrar. Þar var Jón á heimaslóð-
um og sýndi okkur staði þar sem
hann eyddi æskuárunum.
Skemmtileg ferð og við margs
vísari um hans uppvaxtarár.
Jón er sá fimmti í Grautar-
genginu sem leysir lífsins land-
festar. Við kveðjum hann með
söknuði en fyrst og fremst þakk-
læti fyrir frábæra samveru. Fjöl-
skyldu Jóns sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Minningin um góðan dreng lif-
ir.
Bryndís, Erla, Kristbjörg,
Sigrún, Sigurbjörg og
Svavar (Grautargengið).
Jón Kjartan
Baldursson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
WILMA J. YOUNG
fiðlukennari,
lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn
7. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að styrkja starf Rauða
krossins til að hjálpa börnunum frá Úkraínu.
Hafsteinn Traustason
og börn