Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
✝
Eggert Thor-
berg Kjart-
ansson fæddist 20.
desember 1931 í
Fremri-Langey á
Breiðafirði. Hann
lést á Landspít-
alanum 17. apríl
2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Kjart-
an Eggertsson, f.
16.5. 1898, d. 29.7.
1992, bóndi og kennari í
Fremri-Langey á Breiðafirði,
og Júlíana Silfá Einarsdóttir, f.
5.4. 1896, d. 8.3. 1999, húsfreyja
í Fremri-Langey.
Alsystkini Eggerts eru:
Svafa, f. 5.7. 1923, d. 29.12.
2016; Selma, f. 30.8 1924, d.
22.5. 2020; Gunnar, f. 29.5.
1927, d. 24.3. 1992; Unnur, f.
25.2. 1930, d. 23.3. 2011; Kópur
Zophanías, f. 24.5. 1933; Elsa, f.
18.2. 1937, d. 16.1. 2011; upp-
eldisbróðir Kjartan Jónsson, f.
21.4. 1918.
Eggert kvæntist 20. mars
1954 Hólmfríði Gísladóttur, f. 6.
september 1935, ættgreini. Hún
er dóttir Gísla Karels Elíssonar,
fyrrverandi bónda á Grund í
Eyrarsveit og síðar verka-
fríður, f. 12.4. 1982, maki
Bjarni Ólafsson f. 14.5. 1977,
barn þeirra: Ásgerður; Ásgeir
Júlíus, f. 11.12. 1983, maki
Sylvía Rut Þorsteinsdóttir, f.
12.12. 1982, barn þeirra: Emma
Rún; Eggert Þórbergur, f. 14.8.
1986, maki Sandra Dögg Vatns-
dal, f. 7.2. 1989, barn þeirra:
Emil Úlfur Vatnsdal; Ásdís, f.
14.1. 2003. 4) Snorri Pétur, f.
19.5. 1973, kvæntur Svövu Mar-
íu Þórðardóttur, f. 14.8. 1975.
Börn: Jóhanna Björk, f. 31.10.
2002; Einar Elís, f. 9.8. 2005;
Kolfinna Björk, f. 1.7. 2007;
Hrafntinna Björk, f. 29.10.
2011. 5) Lilja, f. 15.11. 1977,
maki Guðlaugur Ingi Harð-
arson, f. 30.6. 1972, börn
þeirra: Aðalheiður Fríða, f. 9.3.
2018, og Hlynur Elís, f. 9.10.
2020, d. 19.10. 2020.
Eggert var múrari. Hann
hafði mörg áhugamál; spilaði
bridge, söng í karlakór, kynnt-
ist hálendinu á ferðalögum,
hafði áhuga á knattspyrnu,
veiddi á stöng í Þingvallavatni,
djasstónlist var uppáhald, hafði
áhuga fyrir sögu landsins, var
sósíalisti og félagi í Alþýðu-
bandalaginu og síðar VG,
keypti flestar bækur sem gefn-
ar voru út, auk þess að vinna að
ættgreiningu og stunda hlunn-
indabúskap í Fremri-Langey
eins og hann gerði alla tíð.
Útför Eggerts verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 29. apríl 2022, klukkan 11.
manns í Graf-
arnesi, og konu
hans Jóhönnu Hall-
gerðar Jónsdóttur
húsfreyju.
Börn Eggerts og
Hólmfríðar eru: 1)
Kjartan, f. 18.8.
1954, kvæntur
Svanhvíti Sigurð-
ardóttur, f. 26.7.
1957. Börn: Heið-
björt Tíbrá, f.
29.10. 1980, maki Viðar Guð-
mundsson, f. 29.4. 1981, börn
þeirra: Sandra Irena og Sig-
urberg Einar; Ingrid Örk, f.
7.4. 1984, maki Leifur Gunn-
arsson Myschi, f. 11.12. 1985,
börn þeirra: Bergsteinn Þór og
Jökull Freyr; Eggert Thorberg,
f. 20.1. 1990. 2) Eggert, f. 9.7.
1956, kvæntur Þyrí Valdimars-
dóttur, f. 10.3. 1957. Börn: Sæ-
unn, f. 3.12. 1979, barn: Bergur
Hrafn; Bergrún, f. 6.4. 1982,
maki Árni Guðjónsson f. 16.12.
1982, börn þeirra: Eyvör og
Dagný; Valdimar, f. 19.6. 1986.
3) Gísli Karel, f. 2.5. 1961, sam-
býliskona Anna Sigríður Þrá-
insdóttir, f. 10.4. 1968. Börn
Gísla og Steinunnar Ásgeirs-
dóttur, f. 25.1. 1963: Hólm-
Faðir minn Eggert Thorberg
Kjartansson upplifði þær gríðar-
legu framfarir sem urðu á efna-
hag þessarar þjóðar á stríðsárun-
um og í lok þeirra og svo auðvitað
allar framfarirnar fram á þennan
dag. Á hans æskuheimili var ekk-
ert rafmagn, tún voru slegin með
orfi og ljá, heybaggarnir bornir á
bakinu í hlöðuna og vatn var sótt í
brunn og borið heim í fötum. Eini
mótorinn var sá sem var í bát föð-
ur hans og enn var siglt á seglum
eða róið með árum. Hann fæddist
í nýju steinhúsi, en eldri systkini
hans fæddust í torfbæ. Þennan
glugga hafði hann inn í tíma mis-
jafnra aðstæðna og erfiðis sem
þjóðin bjó við um aldir.
Þráin eftir breytingum og
bættum kjörum heltók íslenska
þjóð þegar hún sá ljósbjarma
tækni og framfara sem erlendur
her bar með sér hingað til lands
þegar faðir minn var ungur að ár-
um. Að lokinni heimsstyrjöld
heillaðist ungt fólk af kenningum
um samvinnu, félagshyggju og
sósíalisma sem þjóðir í fjarlæg-
um löndum höfðu tileinkað sér og
komist úr örbirgð. Þessar kenn-
ingar mótuðu skoðanir hans.
Faðir minn trúði á samtakamátt
verkafólks og verkalýðsfélaga og
var virkur í verkalýðsbaráttunni.
Umhverfi Breiðarfjarðareyja
gerði flesta menn auðmjúka
gagnvart náttúrunni. Það kom af
sjálfu sér, annars komust menn
ekki af. Eyjamenn voru höfðingj-
ar heim að sækja, gestrisnir, vin-
samlegir, heiðarlegir, duglegir,
vandvirkir og orðheldnir. Alla
þessa eiginleika bar faðir minn.
Hann var gjafmildur og aldrei
ósanngjarn. En hann var eins og
flest fólk af hans kynslóð trúr
hugmyndum unglingsáranna og
því íhaldssamur á margt það sem
tímarnir höfðu ýtt til hliðar eða
afneitað.
Faðir minn var víðsýnn og
framsýnn sem birtist meðal ann-
ars í því að reyna ekki að stjórna
því hvaða menntun börnin hans
skyldu sækja. Þau réðu því hvað
þau lærðu og hann studdi þau
ávallt fjárhagslega þegar með
þurfti. Og þótt hann væri fastur í
pólitískum kreddum gamals tíma
var hann áhugasamur um nýj-
ungar og mjög fordómalaus í
hugsun. Hann gat æst sig út af
skoðunum mínum, en hann erfði
aldrei ágreining við nokkurn
mann. Óheiðarlega menn þoldi
hann hins vegar ekki. Hann hafði
ekki skap til þess.
Ég á það föður mínum að
þakka að hafa öðlast skilning á
því hvað sanngirni, heiðarleiki og
orðheldni vega þungt í mannleg-
um samskiptum. Það var aðalið
hans.
Þessa vil ég minnast. Blessuð
sé minning hans.
Kjartan Eggertsson.
Jæja vinur, hvað segirðu?
Þannig heilsaði pabbi í hvert
sinn sem ég kom í heimsókn,
röddin róandi og hlý. Þessi ein-
lægi áhugi á því hvað á dagana
hefði drifið. Hann dró aldrei úr
manni og var ekki að láta mann
heyra það þótt eitthvað mistæk-
ist. Heimili pabba og mömmu
einkenndist af kynjaskiptingu
þess tíma, mamma sá um heimilið
og uppeldið og pabbi vann úti.
Frá því að ég fór að muna eftir
mér var pabbi eingöngu við múr-
verk og þótti einstaklega vand-
virkur, hvort sem var í ákasti á
veggi, flísalögnum eða að hlaða
arna. Hann hafði mikinn metnað
til að gera vel í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Þótt pabbi gæti
verið einþykkur og ráðandi kom
hann alltaf vel fram við mann;
vakti mig blíðlega á morgnana
þegar ég sem unglingur var í
handlangi hjá honum. Hann var
heiðarlegur í alla staði og þoldi
ekki mismunun og græðgi. Og þó
að ég sé til vinstri í pólitík þá var
pabbi enn lengra til vinstri og
einu skiptin sem hann reiddist
voru þegar við vorum ekki sam-
mála í pólitíkinni.
Heimahagarnir, Fremri-
Langey, áttu hug hans allan og
eftir áramótin hvert ár kom
óþreyja í hann eftir vorinu og eft-
ir því að komast heim. Í Langey
sá mamma um húsverkin á með-
an pabbi hvarf á vit náttúrunnar
þar sem æðarvarpið hafði for-
gang og hreinsun á dúninum. Af
þeim 90 árum sem pabbi lifði kom
hann og var í Langey í 89 ár.
Það er heiðskírt, sólin er að
skríða yfir Klofningsfjallið, sjór-
inn fellur inn voginn, yfir leirinn
og upp á fitjarnar þar sem æð-
arfuglinn situr og kvakar á sinn
einstæða hátt. Gola er komin á
flot í lendingunni. Það er vor,
kollan í veggnum við rabarbara-
garðinn er komin á sinn stað,
maríuerlan er að lagfæra hreiðrið
á seglinu í hlöðunni, krían rekur
burt svartbak rétt fyrir utan tún-
ið, örninn hringsólar yfir Sultar-
hólma. Tjaldurinn, stelkurinn,
hrafninn, kjóinn, gæsin, rjúpan,
smáfuglarnir, öll syngja þau sína
rödd í kór náttúrunnar. Náttfall-
ið, sem lómurinn söng fyrir um
kvöldið áður, liggur yfir jörðinni.
Kannski er hún komin, kollan, í
grjóthrúguna fyrir neðan fjós,
hænsnakofann, túnvegginn við
Seilina, í tóftirnar og á alla hina
staðina í túninu.
Hann hallar sér upp að tröpp-
unum á húsinu sem hann er
fæddur í, gúmmískórnir á fótun-
um, heldur þétt með þykkum
höndunum um stafinn, það er
bjart yfir honum, það er kominn
tími á fyrstu gönguna um túnið.
Gísli Karel Eggertsson.
Það er skrítin þessi tilfinning
að pabbi skuli vera farinn og það
kemur mér sjálfum á óvart
hversu mikið ég sakna hans,
þrátt fyrir að við fjölskyldan höf-
um verið undir það búin að hann
gæti kvatt okkur í rúmt ár, sér-
staklega eftir að hann fékk blóð-
tappa í heila í byrjun mars. Hann
var náttúrulega búinn að vera
fyrirferðarmikill í mínu lífi alla
tíð, ekki síst síðustu árin. Pabbi
var frekur á tíma annarra og það
þurfti þolinmæði til að vinda ofan
af sumum einstrengingslegum
ákvörðunum hans, en hann gaf til
baka, hafði skilning á þeirri vinnu
og þeim tíma annarra sem fór í að
sinna honum og hans hugðarefn-
um.
Við deildum miklum áhuga á
Langey og flestu sem snýr að því
að vera þar og að sinna æðar-
varpinu og öðrum hlunnindum.
Þó svo hann væri nú ekki alltaf
með á hreinu hvaða tilraunir ég
væri að gera í raf- og netvæðingu
eyjarinnar, hafði hann mikinn
áhuga á þeim og var alltaf tilbú-
inn að fjármagna þær, þó svo
sumar þeirra hefðu reynst pen-
ingasóun, svo sem vindorkuvæð-
ing með ódýrum rellum frá Kína.
Ég held að hann hafi skilið að
með þessu brölti var verið að búa
til framtíð fyrir Langey.
Pabbi var kominn yfir fimm-
tugt þegar ég er ennþá barn, ég
þvældist snemma með honum í
múrverk í skólafríum og svo fékk
ég að hætta fyrr í skólanum á
vorin til að fara út í Langey, það
þurfti að tína undan svartbakn-
um og sparka úr hrossaskítnum,
en auðvitað fórum við svona
snemma af því að honum leið
bara svo vel á æskuslóðunum,
þær voru hans griðastaður. Pabbi
lét uppeldið á okkur Lilju að
mestu í hendurnar á mömmu, en
var mikið í mun að við læsum og
fræddumst um allt mögulegt
enda endurspegluðust afmælis-
og jólagjafir í því.
Pabbi gat verið einrænn og
sýndi ekki öllu áhuga ef það sner-
ist ekki um hans hugðarefni og
hann gat látið stjórnmálaskoðan-
ir og hverjum hann fylgdi í íþrótt-
um skemma upplifun annarra af
honum, m.a. barnabarnanna. En
þau sem sýndu hans hugðarefn-
um áhuga voru honum hugleikin.
Það var hans óréttlæti. Hann gat
þó verið einstaklega ljúfur og
mikill húmoristi sem m.a. dáðist
að Spaugstofunni, var mikill prin-
sippmaður og þoldi ekki óheiðar-
leika eða valdníðslu.
Hann hætti múrverki
snemma, einungis 58 ára gamall,
í kjölfar hjartaáfalls sem senni-
lega orsakaðist af reykingum,
stressi og einhverju smjöráti.
Hann átti þó eftir að pússa
nokkra veggi og flísaleggja ein-
stök gólf, t.a.m. heima hjá okkur
Svövu. Mér þykir vænt um það. Á
síðustu árum lét hann nægja að
fara út í Langey í aðalleitina en
lét okkur bræður um vorverkin,
eftirleit og frágang fyrir vetur-
inn.
En hann fjarstýrði öllum verk-
um og var með okkur bæði í anda
og í símanum, spyrjandi um
fjölda hreiðra, nýorpinna kolla,
útleiddra og upprifinna og að
minna okkur á hvar þyrfti að leita
aftur. Og þannig lifir hann með
okkur áfram.
Ég er óendanlega þakklátur
pabba fyrir þessi ár sem við átt-
um saman, öll tækifærin sem
hann veitti mér með góðu heimili,
metnaði og fróðleik sem hann
innprentaði hjá mér og þekkingu
og verklagi sem hann sýndi mér í
múrverki og úti í Langey. Hvíl í
friði, pabbi.
Snorri Pétur Eggertsson.
Hann var ekki mannblendinn
hann tengdafaðir minn. Hann
vildi bara helst vera heima og
grúska í ættfræði. Þau hafa
stundum gantast með það barna-
börnin að afi þeirra hafi þekkt
betur fólkið sem dó fyrir 100 ár-
um en sína eigin afkomendur. En
honum fannst nú engu að síður
gaman að fá fjölskylduna í heim-
sókn, þó sérstaklega syni sína
fjóra, því þá var hægt að ræða við
þá um allt sem viðkom Langey,
og að spila á jólunum við börn og
barnabörn var honum tilhlökkun-
arefni.
Hann var pólitískur og skap-
mikill maður, sérstaklega á yngri
árum, og oft var ansi hávaðasamt
við matarborðið í Unufelli þegar
feðgarnir hittust og ræddu
heimsmálin. Fyrstu árin mín í
fjölskyldunni upplifði ég oft
svona máltíðir þar sem allt fór í
háaloft og ég hugsaði með mér að
þarna myndi aldrei gróa um heilt.
En svo stóðu allir upp að loknu
borðhaldi og allt féll í dúnalogn
eins og ekkert hefði í skorist,
hann risti ekki djúpt, ágreining-
urinn. Með árunum mildaðist
tengdafaðir minn eins og oft ger-
ist þegar fólk eldist og lífsreynsl-
an markar spor í viðhorf og skoð-
anir.
Hann var mjög menningarlega
sinnaður og gjafmildur, sem
sýndi sig best þegar allir í fjöl-
skyldunni, stórir sem smáir,
fengu bók hver einustu jól.
Fyrstu árin okkar Kjartans
bjuggum við úti á landi og dvöld-
um þá oftast hjá þeim Eggerti og
Fríðu þegar við áttum erindi til
Reykjavíkur. Alltaf var tekið vel
á móti okkur og passað upp á að
við fengjum nú nóg að borða, það
skorti aldrei neitt. Hann var heið-
arlegur og hreinskiptinn, gekk
aldrei á bak orða sinna og aldrei
heyrði ég hann baktala nokkurn
mann.
Fyrir einu og hálfu ári eign-
uðust tengdaforeldrar mínir
langþráðan dótturson, fallegan
lítinn Hlyn Elís, sem aðeins fékk
að lifa í 10 daga, það voru dimmir
dagar eins og hann sjálfur komst
að orði. En nú eru þeir tveir sam-
einaðir í ljósinu bjarta.
Blessuð sé minning tengdaföð-
ur míns.
Svanhvít Sigurðardóttir.
Tengdaföður minn þekkti ég í
20 ár. Ég kynntist honum þegar
hann var nýorðinn sjötugur, en
þá var ég barnshafandi að elstu
dóttur okkar Snorra. Eggert og
Fríða tóku vel á móti mér í fjöl-
skylduna en það var eitt sem stóð
í honum, að ég væri úr Vestur-
bænum, KR-hverfinu. Eggerti
líkaði ekki sérlega vel við KR-
inga og kom það í ljós meira að
segja þegar börnin okkar kepptu
fyrir hönd KR, þá átti hann erfitt
með að halda með afabörnunum.
Í jólaboðinu á annan í jólum
var mikið rætt um pólitík og spil-
uð voru borðspil. Eggert hafði
sérlega gaman af spurningaspil-
um enda fróður maður. Hann
sætti sig þó ekki alltaf við svörin
og stundum gat hann leiðrétt
þau. Það var þarna sem ég upp-
götvaði „bezzervizzerana“ í fjöl-
skyldunni. Þetta voru háværari
jólaboð en ég þekkti til en alltaf
skemmtileg.
Það má segja að Langey hafi
verið ær og kýr tengdapabba,
það var rætt um Langey tvisvar á
ári, sex mánuði í senn. Fyrst var
það undirbúningurinn fyrir
Langey og svo var það frágang-
urinn í Langey.
Ég man að í síðustu ferðinni
hans sumarið 2020 var honum
eitt sinn svolítið kalt þegar hann
sat úti í fjósi og var að gróf-
hreinsa dúninn. Ég spurði hann
hvort hann vildi ekki frekar vera í
ull en bómull en hann sagðist
klæja af ullinni. Ég bað Þyrí að
kaupa þunnan síðerma ullarbol
þar sem hún var að koma út í
eyju. Ég fékk hann til þess að
vera í honum og þakkaði hann
mér margsinnis fyrir, honum var
ekki lengur kalt, notaði hann líka
heima því hann klæjaði ekkert.
Í fyrra fór ég með Eggert til
tannlæknis, hann fékk tannverk
og þurfti að fara á neyðarvaktina.
Tannlæknirinn spurði Eggert
hvenær hann hefði síðast farið til
tannlæknis og hann svaraði að
það væri orðið nokkuð langt síð-
an. Svo spurði hann hver hefði
verið tannlæknirinn hans og þá
sagði Eggert hver það var og
sagði líka aðeins frá ætt hans og
hafði gaman af. Tannlækninn
rámaði í þennan mann en sagði
svo að hann hefði látist fyrir 20
árum!
Eggert hafði gaman af því að
fá fréttir af brasi okkar Snorra
við að gera upp húsið okkar.
Hann flísalagði hjá okkur fyrir 17
árum og fylgdist enn vel með,
sérstaklega þegar við vorum að
steina húsið.
Eggert var ótrúlega sterkur.
Undanfarið ár náði hann að kom-
ast í gegnum erfið veikindi. Þau
Fríða bjuggu hjá okkur um nokk-
urra mánaða skeið fyrir rúmu ári.
Hann var okkur þakklátur og
sagði það oftar en einu sinni.
Hann hafði líka gaman af fjörinu
á heimilinu, bæði krökkunum og
Kubbi, hundinum okkar.
Eggert gat verið erfiður í um-
gengni og þver en hann gat líka
verið ljúfur og fyndinn.
Ég er viss um að tengdapabbi
heldur áfram að fylgjast með
okkur og þá sérstaklega lífinu í
hans kæru Langey.
Svava María Þórðardóttir.
Afi kvaddi okkur á páskadag.
Fyrir ári veiktist afi mikið og
lagðist inn á spítala í nokkrar vik-
ur. Sterki breiðfirski líkaminn
hans var þó ekki tilbúinn að fara,
svo við fengum að hafa hann hjá
okkur í eitt ár í viðbót. Á þessu
eina ári fékk hann að upplifa
margt sem við erum þakklát fyr-
ir.
Meðal annars 90 ára afmælis-
daginn sinn með vídeókveðju frá
Katrínu Jakobsdóttur og þá allra
helst tónleika sér til heiðurs
ásamt útgáfu á lögum sem hann
samdi og sendi inn í danslaga-
keppni SKT 1953. Lilja dóttir
hans útsetti lögin út frá minni afa
og „hummi“. Fékk hún frábært
tónlistarfólk með sér í lið við
flutninginn. Það þótti honum
ómetanlegt.
Afi hafði ávallt gaman af því að
semja ljóð og lög, enda gerði
hann það listavel. Meðal margra
ljóða samdi hann eftirfarandi til
mín.
Þessu ljóði langar mig að deila
hér, ekki bara vegna þess hve
vænt mér þykir um það, heldur
einnig til þess að skjalfesta það
og varðveita, nokkuð sem afi
hefði kunnað vel að meta og gerði
einnig listavel, sumir gætu sagt
of vel.
Ljóðið samdi hann úti í
Fremri-Langey árið 1989, þar
sem hann sat í baðstofunni og
fylgdist með börnum sínum að
leik – Hólmfríður Gísladóttir
(amma) varðveitti:
Ég þekki snót með fiman fót
er frökk og skjót, hér inni.
Syngur dátt og hefur hátt
hennar kátt er sinni.
Takk fyrir samveruna afi.
Þín
Bergrún.
Á vormánuðum kemur fiðring-
ur í Langeyinga. Hugurinn reik-
ar vestur og þráin eftir sjónum,
fuglinum og eyjunni gagntekur
mann þannig að maður verður
nær því viðþolslaus. Og í júní ger-
ist það; hjartað fyllist og friður
færist yfir sál og sinni þegar
maður siglir inn spegilsléttan
voginn og sér kollurnar og blik-
ana í flæðarmálinu. En maður er
ekki kominn í Langey, ekki raun-
verulega, fyrr en afi birtist undir
húsvegg. Þá er allt rétt og gott og
sumarið komið.
Við erum afskaplega heppin,
niðjar afa og ömmu. Við eigum
það flest sameiginlegt að bera
sterkar taugar til eyjunnar okkar
og ófáar samverustundir þar hafa
bundið okkur traustum böndum.
Fyrir okkur barnabörnin er
Fremri-Langey fyrst og fremst
afi og amma. Hjá þeim var alltaf
gott að vera; við þekkjum ekki
þann tíma þegar dvöl í Langey
var vinna, heldur undum við okk-
ur við leiki og ævintýri og tíndum
dún og leituðum svona til mála-
mynda.
Ég á óteljandi góðar minning-
ar um afa. Að ganga með honum
leitir og keppa við hann í hreið-
urfjölda, sem var ómögulegt þar
sem hann vissi nákvæmlega hvar
kollurnar leyndust árin áður. Að
hreinsa með honum dún í fjósinu
og hlusta á útvarpssögurnar sem
hann tók upp á hljóðsnældu yfir
veturinn.
Að sækja fyrir hann vatnsglas
eða kíkinn og reyna að finna
lausnir á nafnavísunum sem hann
gat þulið utanbókar. Að liggja í
baðstofunni og verða þess vör að
við erum bæði að lesa Sherlock
Holmes … í tuttugasta skiptið.
Að sitja í þögninni og horfa á afa
horfa út um gluggann. „Jæja …“
sagði hann svo að lokum, þegar
nóg var komið af íhugun.
Með afa hverfur hafsjór af
þekkingu og sögum. Afi fylgdist
með flóði og fjöru og hélt bókhald
yfir veðrið og fuglategundir í
hverri eyju og hólma sem lent var
í.
Hann þekkti hvert einasta holt
og sker og kenndi okkur að bera
virðingu fyrir náttúrunni. Það
var einhvern veginn alltaf jafn
fallegt að fylgjast með honum
hirða dúninn úr hreiðrinu með
sínum grófu en varkáru höndum,
hreinsa skítinn af eggjunum í
grasinu og koma þeim aftur fyrir
í mjúkum hálminum. Leggja ann-
an lófann svo þétt en varlega á
hreiðrið, eins og til að kveðja.
Og nú er kominn tími til að
kveðja afa. Á mínum fullorðins-
árum hefur ýmislegt breyst í
Langey. Hestarnir fóru og túnið
varð að sinu. Gola vék fyrir Múla-
borg, talstöðin fyrir farsímanum.
Kríunum fækkar ört og nú er afi
dáinn.
Það verður skrýtið að vera í
Langey án hans. En það verður
nýrrar kynslóðar að ákveða hvað
hún gerir við þennan mikla fjár-
sjóð sem hann og amma hafa
skapað og gefið okkur.
Eggert Thorberg
Kjartansson