Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 23

Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 23
„Jæja vina mín …“ var það síð- asta sem afi sagði við mig. Það kann að hljóma undarlega en ég mun ef til vill sakna kveðju- stundanna okkar mest. Þegar ég kyssti hann með trega á hrjúfan vangann undir húsveggnum í Fremri-Langey, eftir langa dvöl og margar leitir og sagði: „Bless afi minn“. „Bless vina mín … og takk fyrir allt,“ svaraði hann brosandi en oft tárvotur um aug- un. Það var þá sem ég fann mest og best fyrir tengingunni við afa og eyjuna sem við elskuðum bæði. Bless afi minn. Og takk fyrir allt. Hólmfríður Gísladóttir. Gamall og góður vinur og sam- starfsfélagi, Eggert Thorberg Kjartansson, hefur nú kvatt þessa jarðvist, rúmlega níræður að aldri. Hann fæddist í Fremri-Lang- ey á Breiðafirði, ólst þar upp og eyjalífið var síðan stór hluti af lífi hans alla tíð. Þegar æðurin settist upp á vorin var Eggert mættur í sínar eyjar til að vernda fiðurfé sitt fyr- ir aðsteðjandi hættum og þar dvaldi hann jafnan fyrripart sum- ars við hlunnindabúskapinn með samheldinni fjölskyldu sinni og naut sín í hvívetna við eyjastörf- in. Eggert Thorberg kvæntist sinni ágætu konu, Hólmfríði Gísladóttur frá Grund í Eyrar- sveit, árið 1954. Í samkomuhús- inu á Staðarfelli á Fellsströnd hittust hjónaefnin fyrst, þegar Fríða stundaði þar nám í Hús- mæðraskólanum. Músíkalski eyjajarlinn samdi í tilhugalífinu lag og texta til sinnar heittelsk- uðu, sem hann nefndi Í kvöld. Það var því gaman að fá að heyra hans fallegu lög þegar þau voru gefin út á geisladiski á síðasta ári. Eggert lauk námi í múriðn ár- ið 1960 og starfaði lengst af við þá iðn. Starfsævi hans var þó engan veginn lokið þó svo að múrspað- inn væri lagður á hilluna, því í þrjá áratugi var hann mikilvirkur í fræðastörfum. Þar vann hann mörg þrekvirkin. Af einstakri natni bjó hann til útgáfu mann- talið 1910, sem Ættfræðifélagið gaf út, og skráði fæðingardag við hvern og einn eftir kirkjubókum og gerði þannig ritverkið að afar merkilegri heimild. Þessi vand- aða vinna hans var unnin af ástríðu hins fróðleiksfúsa fræði- manns. Snemma lágu leiðir okkar saman í fræðunum, en við unnum saman að nokkrum ritverkum, Eylendu, Ábúendatali Hnapp- dæla og Snæfellinga, Skipstjórn- armönnum og Reykvíkingum, ásamt ýmsum öðrum verkum sem voru í vinnslu. Ávallt var framlag hans til þeirrar vinnu afar vandað og traust og var hann tvímælalaust í fremsta flokki ættfræðinga. Síð- ustu árin vann Eggert að sam- antekt Höskuldseyjarættar á Breiðafirði og var gaman að fylgjast með áhuga hans við það verk. Það var ávallt gaman að koma á heimili þeirra hjóna, bókavegg- ir hvert sem litið var og bæði jafnan að fást við ættfræðileg úr- lausnarefni. Þau voru einstaklega samhent í sínum áhugamálum og höfðu skapað sér mjög góða aðstöðu til fræðistarfa á sínu heimili, jafnan áttu þau pöntun á Þjóðskjalasafni á ljósritum úr prestsþjónustu- bókum, sem vandlega var raðað í möppur og gert aðgengilegt í hill- um. Áhugi Eggerts fyrir viðfangs- efnum sínum á víðum lendum ættfræðinnar var þrotlaus, enda var vinnudagur hans oft langur meðan þrekið entist. Það er heiður að hafa átt Egg- ert Thorberg að vini og ávallt verður ljúft að minnast hans. Að- standendum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Jónsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Þuríður Antonsdóttir fæddist 18. apríl 1938 í Vestri- Tungu í Vestur- Landeyjum. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 9. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Anton Kristinn Einarsson frá Vestri-Tungu, f. 22.9. 1907, d. 12.3. 1986 og Vig- dís Sigurðardóttir frá Háarima í Þykkvabæ, f. 11.7. 1910, d. 16.7. 1998, bændur á Skeggjastöðum. Systkini: Elín Anna, f. 7.2. 1937, Guðjón, f. 2.11. 1944, d. 29.5. 2019, andvana f. drengur, 14.1. 1946, Guðfinna Sigríður, f. 10.5. 1957. Hinn 17. júní 1961 giftist Þur- íður Guðjóni Sigurjónssyni frá Grímsstöðum, f. 14.11. 1929, d. 17.8. 2001. Dætur þeirra eru: 1) Vigdís, f. 3.8. 1962, gift Hjálmari Ólafssyni, dætur þeirra eru Heiðrún, f. 1997 og Fanndís, f. 2001. 2) Sigrún, f. 30.10. 1964, gift Rafni H. Steindórssyni, d. 2016. 3) Birna, f. 4.7. 1966, gift Gesti Ágústssyni, börn þeirra eru Guðjón, f. 1991, í sambúð Karen, f. 2017. Samtals voru barnabörnin orðin 16 og barna- barnabörnin fimm. Þuríður ólst upp á Skeggja- stöðum frá 3ja ára aldri ásamt foreldrum sínum og systkinum. Gekk í grunnskóla í fjóra vetur frá 10 ára aldri í Þykkvabænum. Frá 17 ára aldri fer hún að vinna ýmis störf yfir vetrartímann, fyrst á Hvolsvelli og síðan í Reykjavík, en var heima á sumr- in að aðstoða við bústörfin. Árið 1961 flytur hún að Grímsstöðum í sömu sveit og giftist bóndasyn- inum þar á bæ, Guðjóni Sigur- jónssyni, en hann hafði búið þar með Ingileifu móður sinni frá 1959 þegar Sigurjón faðir hans fellur frá. Þau taka síðan alfarið við búinu frá þeim tíma. Frá 1993 til 1999 búa þau félagsbúi með Svanhildi dóttur sinni og Guðlaugi eiginmanni hennar. Guðjón og Þuríður voru bændur á Grímsstöðum í tæp 40 ár. Þau flytja síðan að Króktúni 3 á Hvolsvelli, en Guðjón lést árið 2001. Árið 2019 kaupir Þuríður sér minna húsnæði að Dalsbakka 14 og býr þar til dánardags ásamt Sigrúnu dóttur sinni. Þuríður starfaði hjá Slátur- félagi Suðurlands frá 1999 til 2005. Hún var virkur félagi í Kvenfélaginu Bergþóru til fjölda ára og var nokkur ár í stjórn fé- lagsins. Útför Þuríðar fer fram frá Akureyjarkirkju í dag, 29. apríl 2022, klukkan 14. með Hönnu Vil- hjálmsdóttur og eiga þau synina Vil- hjálm Eggert og Gest Elís. Egill, f. 1993, í sambúð með Rannveigu E. Magn- úsdóttur og eiga þau dótturina Ragnheiði Röskvu. Árný, f. 1999, í sambúð með Degi Ágústssyni. Dagmar, f. 2002. Fyrir á Gestur soninn Jakob. 4) Ingileif, f. 9.4. 1969, gift Ísleifi Jónassyni, dætur þeirra eru Sig- rún, f. 2007 og Hafrún, f. 2009, fyrir á Ísleifur dótturina Vil- borgu Maríu. 5) Svanhildur, f. 26.7. 1970, gift Guðlaugi U. Kristinssyni, börn þeirra eru Andrea, f. 1993, í sambúð með Stefáni H. Friðrikssyni og eiga þau soninn Eyþór Fannar. Lovísa, f. 1995, í sambúð með Kristjáni O. Sæbjörnssyni og eiga þau dótturina Júlíu Björk. Eyþór, f. 1997, í sambúð með Hafrúnu H. Sigfúsdóttur. Guðjón Ingi, f. 2009. 6) Anna Kristín, f. 16.5. 1980, gift Ólafi Rúnarssyni, dætur þeirra eru Helga Dögg, f. 2008, Bryndís Halla, f. 2010, Dagný Lilja, f. 2014 og Þuríður Elsku mamma er fallin frá og söknuðurinn er mikill. Þegar við dæturnar hugsum til mömmu er efst í huga okkar þakklæti. Hún var alltaf til staðar og tilbúin að rétta fram hjálpar- hönd. Frá uppvaxtarárum okkar eig- um við minningar um duglega og myndarlega móður. Leysti öll verk vel af hendi hvort sem var innan- eða utandyra. Mamma upplifði miklar breyt- ingar á tækni og verklagi í bú- skapnum og var góður bóndi. Öll handavinna lék í höndum hennar og hún hafði mikla þolinmæði til að kenna okkur réttu handtökin. Mamma bakaði bestu klein- urnar og ekki má gleyma góðu flatkökunum hennar. Dugnað hennar mátti einnig sjá þegar hún starfaði með Kvenfélaginu Bergþóru í fjölda ára. Mamma var fyrirmynd okkar að svo mörgu leyti. Í hverju sem hún tók sér fyrir hendur sýndi hún vandvirkni og snyrti- mennsku. Hún var skipulögð og iðjusöm og við dæturnar komumst ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana. Eftir að hún flutti á Hvolsvöll hafði hún gaman af því að komast í sveitina sína og dvelja í sumarbústaðnum. Þá hafði hún tækifæri til að kíkja í sauðburð og alltaf tók hún þátt í árlegum verkum eins og t.d. kartöflurækt og sláturgerð, hún sá líka til þess að allt væri tilbúið og við værum nú engu að gleyma. Þegar barnabörnin komu í heiminn var mamma ávallt tilbú- in til að aðstoða og passa. Ófáar stundir sem fóru í að sinna barnabörnunum, henni og þeim til mikillar gleði. Hún var umhyggjusöm amma, stolt af barnabörnunum og mjög umhugað um velferð þeirra. Alltaf var hún með prjónana á lofti og ófá pör af vettlingum og sokkum rötuðu á litlar hendur og fætur. Flestir í fjölskyldunni eru svo heppnir að eiga í fórum sínum lopapeysu prjónaða af henni. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín er sárt saknað, elsku mamma, þú skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Takk fyrir allt, biðjum að heilsa pabba. Þínar dætur, Vigdís, Sigrún, Birna, Ingileif, Svanhildur og Anna Kristín. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk elsku amma fyrir allar yndislegu stundirnar. Kveð þig með söknuði og þakklæti. Þinn Eyþór. Elsku amma ég trúi því varla að þú sért farin. Ég á svo marg- ar góðar minningar um þig. Tengjast þær mikið sveitinni okkar, hvort sem það var í fjós- inu, fjárhúsinu eða kringum kartöfluræktina og sláturgerð á haustin. Það var svo gaman þegar þú komst í sauðburðinn til mín og ég fékk að sýna þér litlu sætu lömbin. Ef það fæddist falleg flekkótt gimbur reyndir þú alltaf að sníkja hana af mér. Við Bryn- dís gáfum þér einu sinni lamb í afmælisgjöf, lambadrottninguna okkar Bryndísar. Þú varst mjög glöð og þú varst líka mjög ánægð þegar ég gaf þér sæta kálfa í afmælisgjöf. Þú varst svo mikið fyrir dýr, sérstaklega kis- ur. Þú varst alltaf að prjóna og prjónaðir fullt af peysum, vett- lingum og ullarsokkum á mig sem ég elskaði að fá og notaði mikið. Og núna er ég alltaf í lopapeysu sem þú prjónaðir. Það var alltaf gott að koma til þín og fékk maður yfirleitt eitt- hvað gott að borða, kex,snúða eða pönnukökur. Elsku amma mín, núna hefur þú allar kisurnar þínar hjá þér, nema Pjakk og svo ertu komin til afa. Ég veit þú heldur áfram að passa vel upp á okkur. Takk fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég mun aldrei gleyma þér. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson) Guðjón Ingi. Það voru forréttindi að alast upp og hafa ömmu sína hinum megin við götuna. Það voru ófá skiptin sem stokkið var yfir, t.d. til að fara í pössun, fá eitthvað gott í gogg- inn eða bara til að njóta þess að fá að vera í rólegheitum hjá þér. Dýrmætasta minningin er að þú kenndir okkur að prjóna og hefur okkur bara gengið nokkuð vel með það, enda lærðum við hjá þeirri bestu. Einnig var ómetanlegt að hafa tekið þátt í flatkökubakstri með þér og munum við halda því við að baka kökurnar áfram. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku amma. Heiðrún og Fanndís. Elsku amma mín. Það voru mikil forréttindi að alast upp á Grímsstöðum með ykkur afa í næsta húsi. Það eru eflaust fáir sem ég þekki sem geyma þína mann- kosti, þú varst dugleg og ákveð- in kona og það var ekkert sem stoppaði þig. Það er fast í minni mínu þegar ég kom til þín á Hvolsvöll og ætlaði að gista hjá þér þegar þú hafðir verið að vesenast í gardínum og dottið. Þarna hefðu eflaust margir dott- ið í volæði en þú hafðir mestar áhyggjur af því að ná að skipta um sokka áður en sjúkraflutn- ingamennirnir kæmu. Við áttum margar skemmti- legar stundir í sveitinni þegar þú komst til okkar í sauðburðinn og varst iðulega fyrst út. Svo ég tali nú ekki um sláturgerðina á haustin, unglingurinn ég átti erfitt með að halda í við þig. Þegar mamma og pabbi fóru í frí þá komst þú að hjálpa okkur systkinunum, passa að við fengj- um gott að borða og hjálpaðir okkur að mjólka. Þó svo að gleðin hafi ekki ver- ið mikil þegar við systkinin ætl- uðum að gleðja þig og mjólka snemma … Þær mjaltir voru víst allt of snemma. Þakklátust er ég fyrir að Júl- ía Björk skuli hafa kynnst lang- ömmu sinni, hún talar mikið um þig og ég mun halda áfram að spjalla við hana um frábæru langömmu hennar. Júlía Björk segir bless og ég elska þig. Ég vona að þið afi drekkið morgunbollann ykkar saman. Ég trúi því að þið vakið yfir mér og fjölskyldunni minni, jafnvel drekkið morgunbollann ykkar með mér. Þú varst amman sem allir þrá ég mun alltaf elska þig og dá. Lífið gerðir þú betra fyrir mig, heppin ég var að eiga þig. Lovísa Guðlaugsdóttir. Við systurnar vorum svo heppnar að hafa elsku Þuru ömmu alltaf nálægt okkur og kynntumst henni vel. Hér eru minningar og kveðjur frá okkur til hennar: Amma var rosalega góð og mjög umhyggjusöm. Það var gaman að tala við hana. Það var notalegt að vera hjá henni, hún passaði mig mjög mikið þegar ég var lítil. Hún var mjög hæfi- leikarík, góð í að prjóna og baka. Takk fyrir að vera svona góð, elsku amma. (Helga Dögg, 14 ára) Amma var hraust, sterk og dugleg. Hún var alltaf glöð. Hún var skemmtileg og góð. Hún bakaði svo góðar mömmukökur fyrir jólin. Takk fyrir allt, elsku amma. Bryndís Halla, 11 ára) Ömmu fannst gaman að fara í sund. Hún var mjög dugleg að fara út í göngutúr. Peysurnar sem hún prjónaði voru mjög hlýjar og vettlingarnir. Hún var mjög góð í að prjóna. Kæra amma, mér þykir svo vænt um þig. (Dagný Lilja, 8 ára) Amma var skemmtileg. Hún gaf okkur oft ís. Hún var mjög góð. Hún var alltaf flott. Það var gaman að spila við hana. Nú er hún glöð að hitta manninn sinn. Hún saknar okkar. Hún elskaði okkur. Amma er örugglega að passa allar kisurnar sem eru uppi í skýjunum. Bæ, amma. Ég elska þig. (Þuríður Karen, 5 ára) Margt er í minninganna heimi, mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, ég geymi svo minningu þína. (Höf. ók.) Þínar ömmustelpur, Helga Dögg, Bryndís Halla, Dagný Lilja og Þuríður Karen. Elsku amma. Flottari fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Eins og þegar ég var lítil, þú og afi bjugguð ennþá á Grímsstöðum í stóra húsinu og við mamma og pabbi í litla hús- inu. Ef til dæmis var gat á buxum eða sokkum þá var ég fljót að fara yfir til þín og þú varst ekki lengi að gera við það. Svo var það líka kvöldmat- urinn. Ef það var ekki eitthvað gott í boði heima var ég ekki lengi að fara yfir til þín og afa og fá gott að borða. Ég man líka vel eftir skipt- unum sem þú passaðir okkur systkinin. Eitt sem ég gleymi aldrei var þegar við vildum sjá um mjaltirnar sjálf en þér leist ekkert á það. Þannig að við ákváðum að fara snemma í kvöldmjaltirnar til að fá að sanna okkur. Þú varst ekki mjög ánægð með okkur eftir það. Við áttum margar góðar stundir saman. Ein af mínum uppáhalds var þegar ég fékk að klippa og lita hárið þitt meðan þú sagðir mér hvernig lífið var í gamla daga. Svo kannski líka þegar ég reyndi að fá þig til að kaupa eitthvað fyrir mig í vín- búðinni, en það gekk nú sjaldan upp. Ég var svo heppin að fá að eiga heima hjá þér þegar ég var í framhaldsskóla. Þegar ég kom heim úr skólanum var búið að leggja á borð og finna til eitt- hvað gott að borða. Þú passaðir alltaf upp á þegar þú fórst til út- landa að það væri nóg til í ís- skápnum svo ég myndi nú örugglega ekki svelta. Það var nú ekki oft sem ég fékk að setja í þvottavél heldur, en við end- uðum alltaf öll kvöld á því að vaska upp og þurrka saman. En svo er ekkert sem getur toppað góðu pönnukökurnar þín- ar, kleinurnar, og ekki má gleyma flatkökunum. Þú varst alltaf svo dugleg í eldhúsinu. Ekki má gleyma fallegu handa- vinnunni þinni, allar peysurnar sem þú hefur prjónað á mig, breytt kjólum og bætt buxur. Ég hef nú ekki erft þessa hæfi- leika en ég gleymi ekki þegar ég var í handavinnu í grunnskóla og kom með prjónadótið til þín, þú hafðir bara ekki vitað annað eins. Ég prjónaði svo fast að þú áttir erfitt með að rekja upp. Endaði með að þú prjónaðir þetta fyrir mig. Það var svo gaman þegar þú komst í heimsókn til mín þegar ég var í verknámi í Osló. Og þá gat ég loksins fengið að bjóða þér í mat. Mér finnst yndislegt að hugsa til þess þegar ég sagði þér frá því að ég ætti von á barni, hon- um Eyþóri Fannari mínum, og ég spyr þig hvort þú myndir vilja gera heimferðarsett fyrir mig. Það sem þú varst ánægð og spennt að fá þetta verkefni. Ég fæ tár í augun við að hugsa um það. Það er svo mikið sem mig langar að segja þér, elsku amma mín. Núna er afi ánægður að fá þig loksins til sín. Sakna þín svo mikið elsku amma mín. Andrea Guðlaugsdóttir. Elsku langa! Takk fyrir allar vöfflurnar, pönnukökurnar, ísinn og allt sem þú gafst mér að borða. Þetta var allt svo gott. Takk fyrir fallegu lopapeys- una sem þú prjónaðir á mig, alla vettlingana og sokkana, sem eru svo hlýir fyrir litla putta og fæt- ur. Þú varst alltaf svo rosalega fín, falleg og mjög dugleg. Ó, langamma, svo hýr og rjóð, alltaf ertu svo góð, stundum hefurðu líka hljóð, hugsaðu um hvað þú ert góð. Þér gef ég nú lítið ljóð, um hvað þú ert mér kær, ljúf og góð. (Ásgerður, 1994) Elska þig, langamma. Eyþór Fannar Stefánsson. Þuríður Antonsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.