Morgunblaðið - 29.04.2022, Side 24

Morgunblaðið - 29.04.2022, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Þorbjörg Lauf- ey Þorbjörns- dóttir fæddist á Akranesi 29. ágúst 1925. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 10. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Anna Mýr- dal Helgadóttir frá Akranesi, f. 1903, d. 1970, og Þorbjörn Sæmunds- son stýrimaður, frá Gufuskálum á Snæfellsnesi, f. 1897, en hann fórst með togaranum Leifi heppna í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925. Fósturfaðir henn- ar var Björgvin Ólafsson bif- reiðarstjóri, f. 1907, d. 1993. Hálfsystkini hennar sam- mæðra eru Helgi, f. 1934, d. 2017, Guðrún, f. 1936, Sigrún, f. 1940, d. 2012. Þorbjörg giftist 31. desember 1950 Helga Ingólfi Ibsen, skip- stjóra, útgerðarmanni og síðan framkvæmdastjóra Akraborg- ar, f. 1928, d. 2004. Foreldrar hans voru hjónin Ibsen Guð- mundsson, formaður og útgerð- armaður á Suðureyri við Súg- andafjörð, f. 1892, d. 1957 og kona hans Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir, f. 1893, d. 1974. dís son frá fyrra hjónabandi. Þorbjörg ólst upp í Uppkoti á Akranesi hjá móður sinni og Helga afa sínum, sem henni þótti afar vænt um. Í Uppkoti bjó einnig Valgerður móð- ursystir hennar með börnin sín þrjú, Ástu, Hilmar og Janus Braga, og ólust þau upp sem systkini. Þegar hún var 8 ára giftist móðir hennar Björgvini Ólafssyni, sem gekk henni í föð- urstað. Hún lauk barnaskóla á Akranesi og fór svo að vinna eftir fermingu. Vann í fiski, í verslun, við að uppvarta og á saumastofu á Akranesi og í Reykjavík og þótti einkar lagin og vandvirk. Alla sína ævi hafði hún yndi af hverskonar hann- yrðum, sem léku í höndum hennar. Hún var í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur veturinn 1946-47. Eftir að hún giftist var hún heimavinnandi með stóran barnahóp og bóndann úti á sjó. Þegar yngstu börnin voru orðin stálpuð fór hún út á vinnumark- aðinn. Vann á saumastofum og rak um tíma Hannyrðabúðina á Akranesi. Frá unglingsárum var hún félagi í Skátafélagi Akraness og á efri árum í Fé- lagi eldri borgara og stundaði með þeim línudans, pútt, boccia og félagsvist meðan heilsan leyfði. Hún fluttist á dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfða í nóv- ember 2016 og bjó þar við gott atlæti til æviloka. Útför hennar fer fram í dag, 29. apríl 2022, frá Akranes- kirkju klukkan 13. Börn þeirra eru: 1) Anna Mýr- dal Helgadóttir, f. 1950, maki Haf- steinn Guðjónsson, f. 1949, þau eiga tvo syni og þrjár sonardætur. 2) Óskírð dóttir, f. 1952, d. 1952. 3) Lúðvík Ibsen, f. 1953, maki Ingv- eldur Valdimars- dóttir, f. 1954, d. 1991. Hann á þrjú börn og fjögur barnabörn. Var í sambúð með Katrínu Björnsdóttur 1998-2003. Sam- býliskona hans er Þórný Guðnadóttir, f. 1963. 4) Þor- björg, f. 1955, maki Guðberg Heiðar Sveinsson, f. 1955, þau eiga þrjá syni og fimm barna- börn. 5) Björgvin, f. 1957, var kvæntur Jóhönnu Ólafsdóttur og eiga þau saman fimm dætur og sjö barnabörn. Eiginkona hans er Vigdís Linda Jack, f. 1970, og á hún tvö börn. 6) Helga, f. 1960, d. 1961. 7) Helgi, f. 1962, maki Þóra Þórð- ardóttir, f. 1964, þau eiga tvö börn og Þóra á son frá fyrra sambandi. Barnabörnin eru fjögur. 8) Kristján, f. 1963, maki Hjördís Frímann, f. 1954. Þau eiga eina dóttur og Hjör- Mamma. Það er svo margt um þig sem ég veit ekkert um. Svo margt sem þú hefur gert og upp- lifað sem glittir í þegar við systk- inin rifjum upp langa ævi og skoðum myndir. Það sem kemur mér mest á óvart er hvað þú varst mikil listakona á þinn hljóða og hógværa en þó ákveðna hátt. Styrkur þinn fólst í smekkvísi, vinnusemi og vilja til að gera hlutina vel. Allt sem tengdist hannyrðum lék í höndum þínum, hvort sem það var að sauma jóla- föt á okkur „litlu strákana“ í gamla daga eða að prjóna fíngerð sjöl sem þú seldir í verslun Ála- foss eftir að þú varst komin upp á Höfða. Ekki vissi ég til dæmis að þú hefðir æft með fimleikaflokki á Akranesi sem unglingur eða hversu mikið yndi þú hafðir af því að vinna í vefstól í Húsmæðra- skólanum. En ég veit að ætlun þín var skýr. Þú vildir okkur systkinunum og börnum okkar allt það besta, að við fengjum notið okkar í lífinu á okkar eigin forsendum. Þú spurðir mig stundum hvort ég væri eitthvað að mála, hvort ég væri eitthvað að syngja og það er mér hvatning til að sinna af alúð listinni að lifa, að þínu fordæmi. Að sýna væntumþykju í verki og vilja öllum vel. Ég þekki þig sem mömmu, en sé núna að það er bara einn þráð- ur í löngu og farsælu lífi. En þú fæddir mig í þennan heim og varst alltaf til staðar fyrir mig þótt ég hafi sjaldnast gert mér grein fyrir því. Fyrir það allt er ég óendanlega þakklátur. Kristján Helgason. Það er erfitt að kveðja þig og þín verður sárt saknað, elsku besta amma Bobba. Nú minnumst við þín með þakklæti í huga, þakklæti fyrir að hafa átt akkúrat þig sem ömmu. Þú varst mögnuð kona, sann- kölluð fyrirmynd og nærvera þín var einstök. Þú tókst alltaf á móti okkur með brosi, opnum örmum, kossi á kinn og faðmlögin þín gáfu svo mikla ást. Þú gafst þér alltaf tíma til að vera með okkur, hlusta á okkur, leiðbeina og vera vinur okkar. Það var hægt að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Eitt sinn ræddum við um sam- bönd og tal barst að því hver þín ráð væru. Svarið gleymist aldrei, svo einlægt og svo lýsandi fyrir þína persónu: „Verið góð við hvort annað.“ Þannig varst þú, góð í gegn og umhyggjan allsráð- andi. Þegar við vorum yngri óskuð- um við einskis heitara en að búa á Akranesi nálægt þér og afa. Við töldum niður dagana eftir að komast aftur í heimsókn til ykk- ar. Það breyttist aldrei, hjá þér voru alltaf höfðinglegar mót- tökur, ást, gleði og öryggistilfinn- ing. Eftir hverja heimsókn voru kveðjustundirnar alltaf erfiðar en fallegar, þú stóðst alltaf fyrir utan útidyrahurðina og vinkaðir þangað til bíllinn var úr sjónmáli. Þér var svo margt til lista lagt, heimili þitt var alltaf svo fallegt, þú varst stjörnukokkur og þú varst mjög fær í að sauma og prjóna. Bestu gjafirnar voru alltaf handavinnan þín, bleikar hjóla- buxur sem þú saumaðir á okkur, bútasaumspúðar, prjónaðar flík- ur og margt fleira. Öll kortspilin sem þú kenndir okkur og gleðin af að spila heldur áfram að gefa til langömmubarna þinna. Við systur þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og yndis- legu minningarnar sem við áttum saman með þér. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Guðrún Viktoría og Kristín Laufey. Hún amma mín Ég þekkti eitt sinn konu, sem var mér svo kær. Nú er hún okkur horfin, þó komin ennþá nær. Hún færði mér gjafirnar mestu því hennar voru faðmlögin bestu þar sem mér fannst auðvelt að elska mig alla. Á hennar lokastundum sá ég fegurðina í að falla æðrulaus og mjúk á vit æðri afla. Nú er loks komið að nýjum kafla þar sem sefandi kyrrðin vakir allir vöðvar slakir. Ég eftir lifi tendruð og tær, full þakklætis að hafa þekkt þig, elsku mær. Við fengum saman að ferðast, hossast, hristast og veðrast á kæru jarðarhveli með dýrindis hveitiméli sem úr þú gerðir óteljandi hjónabands- sælurnar og saumaðir allt mögulegt í kringum gylltar nælurnar. Með tár í augum og blítt bros á vörum veit ég í hjarta mér þú ert ekki á förum. Þín Áróra Helgadóttir. Það tók mig þó nokkurn tíma að setjast niður og skrifa þessa minningargrein vegna þess að mér finnst engin orð nógu góð eða sterk til að lýsa ömmu Bobbu. Hún var sú allra hjartahlý- jasta og kærleiksríkasta kona sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hún vildi alltaf allt fyrir aðra gera og passaði upp á að öll- um liði vel. Ég hef alltaf litið upp til henn- ar sem minnar fyrirmyndar og hefur alltaf langað til að verða jafn flottur kvenskörungur og hún. Einnig hef ég horft upp til hennar sem fyrirmyndar um það hvernig móðir og amma ég vil verða. Svo ótal margar kærar minn- ingar úr æsku eru bundnar við ömmu, afa og ævintýralandið Akranes. Amma hafði endalausa þolin- mæði fyrir okkur barnabörnun- um, spilaði við okkur, spjallaði og lék, stóð í eldhúsinu og sauð kuð- unga sem við höfðum tínt á Langasandi og út við vita og hjálpaði okkur síðan að þræða nál og tvinna og búa til armbönd og hálsmen úr þeim. Hún saumaði galla og prjónaði peysur fyrir dúkkurnar okkar og leyfði okkur að velja lit og munstur, það var svo klikkað gaman! Þegar ég var 21 árs gömul flutti ég til Noregs. Ég fékk pakka sendan frá ömmu og í hon- um var lopapeysa og miði sem á stóð: „Ekki láta þér verða kalt, kveðja amma Bobba.“ Ég fékk samstundis tár í augun vegna þess hversu mikið ég saknaði hennar og vegna þakklætis. Já, hún amma Bobba sá um sína. Alla tíð hef ég horft yfir hafið úr borginni á Akrafjall og hugsað með hlýhug til þín og ykkar. Megi minning þín lifa elsku amma Bobba og veita mér og öðrum innblástur. Þitt barnabarn, Þorbirna Mýrdal Björgvinsdóttir. Þorbjörg Laufey Þorbjörnsdóttir ✝ Ellert Karls- son fæddist í Reykholti í Vest- mannaeyjum 5. desember 1944. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík aðfaranótt mið- vikudagsins 13. apríl 2022. Foreldrar hans voru Karl Guð- mundsson, f. 4.5. 1903, d. 10.5. 1993, og Unnur S. Jónsdóttir, f. 6.6. 1912, d. 16.2. 1995. Hann var yngstur þriggja bræðra en bræður hans eru Jón, f. 1934, d. 2003, kona hans var Dagrún Helga Jóhanns- dóttir, og Guðmundur, f. 1936, kona hans er Ásta Þórarins- dóttir. Ellert kvæntist í Vest- mannaeyjum 19. júlí 2012 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ásdísi Þórðardóttur, f. 28. október 1964. Ásdís er dóttir Þórðar M. Kristensen og Kristínar Eiríks- dóttur sem bæði eru látin. Börn fyrstu blásarakennaradeildinni. Þegar gaus í Eyjum 1973 fluttist Ellert til Reykjavíkur og starfaði í Landsbanka Ís- lands frá 1973-2011. Ellert spilaði með Lúðra- sveitinni Svan frá 1967-1978 en einnig spilaði hann með Lúðra- sveit Hafnarfjarðar og Lúðra- sveit Reykjavíkur. Hann var blásarakennari á árunum 1973- 1980. Hann tók þátt í nokkrum tilraunum FÍH til stofnunar stórhljómsveita (Big Band) á tímabilinu 1974-1981. Hann tók við sem stjórnandi Lúðrasveit- ar verkalýðsins 1978 og stjórn- aði sveitinni til 1988. Eftir að hann hætti að vinna tók hann aftur upp trompetinn og spilaði með Stórsveit öðlinga (nú Stór- sveit Íslands) og Brassbandi Reykjavíkur. Eftir hann liggja margar út- setningar fyrir lúðrasveitir og brassbönd: Íslensk þjóðlög og dægurlög, Eyjalögin hans Odd- geirs, Árni Björnsson, Jón Múli, Sigfús Halldórsson og fleiri. Útför Ellerts fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 29. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Ellerts og Ásdísar eru Bryndís Helga, f. 29. júní 1991, og Kristján Unnar, f. 19. febrúar 1996. Ellert ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann byrjaði 13 ára gamall að spila á trompet í Lúðra- sveit Gagnfræða- skóla Vest- mannaeyja, kennari og stjórnandi var Odd- geir Kristjánsson tónskáld. Þarna var lagður grunnur að tónlistaráhuga Ellerts sem átti eftir að fylgja honum út allt líf- ið. Hann gekk í Lúðrasveit Vestmannaeyja 1958 og var virkur félagi til 1973 ásamt því að stjórna sveitinni. Hann stundaði nám í Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1967- 1968 og einnig einkanám í hljómsveitarstjórn og útsetn- ingum hjá Páli Pampichler Pálssyni og svo aftur 1970-1972 þar sem hann var nemandi í Okkur systkinin langar að minnast Ellerts frænda, föður- bróður okkar, sem verður jarð- sunginn í dag. Minningar um hann eru einungis litaðar jákvæðni og hversu góður maður hann var. Í æsku var ávallt gleðiefni að hitta hann þegar hann bjó enn með ömmu og afa, spilaði hann þá gjarnan á píanóið eða leyfði okkur að hlusta á þær ólíku plötur sem hann átti, allt frá klassískri tónlist og djassi yfir í Spike Jones og síð- ast ekki síst þemalög úr Star Wars- kvikmyndunum sem skört- uðu miklum lúðrablæstri. Einnig eigum við minningar um að mæta á tónleika þegar hann var í Lúðrasveitinni Svan og síðar á tónleika með Lúðrasveit verka- lýðsins þar sem hann var stjórn- andi. Maður var stoltur af því að vita að sá sem veifaði sprotanum og stjórnaði öllum hinum tónlist- armönnunum væri Ellert frændi. Tónlistin átti hug hans allan og eftir hann liggur aragrúi laga sem hann útsetti af mikilli fimi. Nær okkur í tímanum, eftir að við komumst öll á legg, stofnuðum heimili og þurftum aukahendur við flutninga og aðstoð við að mála eigum við minningar um það hve hjónin Ellert og Ásdís voru alltaf boðin og búin að aðstoða af mikl- um krafti. Það eru þessir mannkostir, hjálpsemi og glaðlyndi, sem munu standa upp úr í minningunni um Ellert og við þökkum fyrir allt um leið og við vottum eiginkonu hans, Ásdísi, og börnum þeirra, Bryn- dísi Helgu og Kristjáni Unnari, innilega samúð. Unnur Vala, Karl Jóhann, Sæþór og fjölskyldur. Kveðja frá Sambandi íslenskra lúðrasveita Í dag er borinn til grafar Ellert Karlsson. Ellert Karlsson skilur eftir sig djúp spor í sögu íslenskra lúðra- sveita. Eftir hann liggur fjöldinn allur af útsetningum, ekki bara fyrir lúðrasveitir heldur einnig fyrir minni hópa. Oft þurfti Ellert að aðlaga útsetningar eftir stærð og ekki síður getu þeirra sem áttu að spila. Hann var stjórnandi á nokkrum landsmótum og eins stjórnaði hann úrvalssveit SÍL. Ellert var sannkallaður fagur- keri og bera útsetningar hans merki um það. Nóturnar allar handskrifaðar til að byrja með og það sést vel hve mikla alúð hann lagði í allan frágang, rithönd hans var einstaklega fáguð og falleg. Ellert á miklar þakkir skildar frá öllum íslenskum lúðrasveitum og hans óeigingjarna vinna sem hann lagði í útsetningar er ómet- anleg. Framlag hans til lúðra- sveitamenningar verður seint full- þakkað. Verður hans minnst sem eins af lykilmönnum Sambands ís- lenskra lúðrasveita. Ég er ekki alveg viss hvenær ég hitti Ellert fyrst en í minningunni er það á lúðrasveitaræfingu í Vest- mannaeyjum. Síðan var það á landsmóti lúðrasveita í Hafnarfirði 1982 en þá sameinuðust Lúðra- sveit Vestmannaeyja og Lúðra- sveit verkalýðsins í skrúðgöngu. Þegar ég fór að vinna í Reykja- vík haustið 1985 þekkti ég tvo lúðrasveitakarla; Ellert (41 árs) sem var í Lúðrasveit verkalýðsins og Jónas Bjarnason (29 ára) í Svaninum. Ástæða þess að ég fór í Lúðrasveit verkalýðsins var að Ellert var á undan í símaskránni. Símtalið var einfalt: „Hæ, má ég koma á lúðrasveitaræfingu hjá þér?“ „Já komdu á mánudaginn í Skúlatún 6, við byrjum klukkan átta,“ var svarið. Síðan þá hef ég mætt með nokkrum hléum á æf- ingu á mánudögum. Eitt sinn hringdi Ellert í mig þegar ég var í Eyjum og spurði: „Hvort ertu að spila á flautu eða túbu?“ „Ég er á túbunni núna, hvers vegna spyrðu?“ „Ég er að útsetja fyrir Eyjasveitina og var að velta fyrir mér hvort Maggi á Grundó væri einn á túbunni eða hvort þið væruð saman félagarn- ir,“ svaraði Ellert. Það var akkúrat þannig sem Ellert var; kanna hverjir væru að spila hvaða rödd og útsetti í samræmi við getu spil- aranna. Ég fór í nokkrar ferðir með Ell- erti bæði innan- og utanlands. Síð- asta ferð okkar saman var einmitt til Færeyja, auðvitað á lúðra- sveitamót, þar sem við Ellert feng- um að spila með Brassbandi Reykjavíkur. Ein eftirminnileg- asta ferð okkar var til Austur- Þýskalands 1986 þar sem Ellert stjórnaði Lúðrasveit verkalýðsins af sinni alkunnu snilld. Þar geng- um við í sexfaldri röð í skrúðgöngu og eins og Atli Magnússon sagði; allir í svörtum sokkum! Ellert var einstaklega ljúfur maður og gott að leita til hans. Stundum var sagt um menn: hann var drengur góður. Það á sannar- lega við um Ellert. Elsku Ásdís, Bryndís, Kristján og aðrir aðstandendur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Minning um góðan dreng lifir. Páll Pálsson, formaður Sam- bands íslenskra lúðrasveita. Kveðja frá Lúðrasveit verkalýðsins Það var á árinu 1978 sem leiðir Lúðrasveitar verkalýðsins og Ell- erts Karlssonar lágu saman. Það ár var Ellert ráðinn stjórnandi sveitarinnar. Mörg okkar sem voru í sveitinni á þeim tíma könn- uðust við manninn. Þekktum hann af trompetleik með Lúðrasveitinni Svani og sömuleiðis úr Lúðrasveit Vestmannaeyja. Ellert lærði ung- ur á trompet úti í Eyjum hjá þeim þekkta músíkant Oddgeiri Krist- jánssyni og lék um langt árabil með lúðrasveitinni þar, auk þess að stjórna um tíma sveitinni. Þegar Ellert tók við LV var hljómsveitin bæði fámenn og veik- burða, en það átti heldur betur eftir að breytast á næstu árum. Með Ellert kom meiri fjölbreytni í lagavali, agaðri vinnubrögð og meiri metnaður. Á örfáum árum styrktist sveitin til muna, svo eftir var tekið. Æfingum fjölgaði og ár- angurinn þar með. Létt lund Ell- erts, jákvæðni og skemmtileg við- fangsefni drógu fólk að sveitinni. Undir stjórn Ellerts fjölgaði ár- legum tónleikum í tvenna og lúðrasveitin lék við ýmis merkileg tækifæri, svo sem á 200 ára af- mæli Reykjavíkurborgar, við vígslu flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, við vígslu Kringlunnar og svo mætti lengi telja. Lengi lifir í minnum félaga tónleikaferð sveit- arinnar til Danmerkur og A- Þýskalands árið 1986. Þar hélt sveitin meðal annars tónleika á stóru sviði í Tívolí í Kaupmanna- höfn auk þess að taka þátt í al- þjóðlegri lúðrasveitasamkeppni í Rostock þar sem sveitin fékk sér- staka viðurkenningu fyrir vandað- an flutning. Framlag Ellerts til íslenskra lúðrasveita er ómetanlegt. Enginn hefur útsett jafn mikið af efni fyrir íslenskar lúðrasveitir og Ellert gerði. Þar skilur hann eftir sig gríð- armikið safn sem íslenskar lúðra- sveitir hafa notið góðs af og munu eflaust gera um alla framtíð. Bón- góður var Ellert með eindæmum. Eitt sinn lá LV mikið á að fá útsett- an sorgarmars með litlum fyrir- vara og leitað var til Ellerts. Hann settist strax niður við verkið og unni sér ekki hvíldar fyrr en að morgni næsta dags þegar útsetn- ingin var tilbúin. Eftir að Ellert lét af störfum hjá LV árið 1988 var hann fastagestur á öllum tónleik- um. Algengt var að félagar tækju hann þá tali eftir konsertinn; þá brosti Ellert jafnan breitt og kom með góðar ábendingar og upp- byggilega gagnrýni. Lífsförunaut sinn fann Ellert í lúðrasveitinni. Þar kynntist hann Ásdísi Þórðardóttur trompetleik- ara og stofnuðu þau fjölskyldu og eignuðust börnin Bryndísi Helgu og Kristján Unnar. Þau syrgja nú ljúfan eiginmann og föður. Lúðrasveit verkalýðsins stendur í ævarandi þakkarskuld við Ellert Karlsson fyrir hans einstaka fram- lag í hennar þágu, alla tíð. Þegar kom að því árið 1989 að velja fyrstu heiðursfélaga sveitarinnar var Ell- ert að sjálfsögðu í þeim hópi. Elsku Ásdís, Bryndís og Krist- ján – ykkar harmur er stór, en von- andi ylja og gleðja minningar um frábæran mann. Blessuð sé minn- ing Ellerts Karlssonar. Eggert Jónasson. Ellert Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.