Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 25

Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Haukur Mar- geirsson fædd- ist 7. febrúar 1949 í Keflavík. Hann lést 22. apríl 2022 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru hjónin Jón Margeir Jónsson, f. 23. nóvember 1916, d. 18. júlí 2004, og Ásta Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 22. febrúar 1917, d. 20. október 1999. Systkini Hauks eru: Jóna Ingibjörg, f. 10. júlí 1940, d. 4. nóvember 2021, Margrét, f. 27. mars 1942, Ásta Ragnheiður, f. 31. júlí 1945, Margeir, f. 28. maí 1947, Valur, f. 7. febrúar 1949, d. 8. apríl 2015, Guðmundur, f. 6. maí 1952, og Arnþór, f. 6. desem- ber 1956. Börn Hauks eru: 1) Sonur Sig- ríðar Jónsdóttur, Jón Baldur, f. inn í Keflavík. Hann ólst upp á stóru heimili í hópi átta systkina. Æskuárin voru litrík og Haukur og bræður hans mjög uppá- tækjasamir. Nálægðin við sjóinn einkenndi æskuárin, bæði í leik og starfi. Þeir bræður léku sér í fjörunni og veiddu auk þess sem Haukur vann í fiskvinnslu og fór á sjó. Hann flutti frá Keflavík þegar hann hóf nám við Mennta- skólann á Akureyri. Að stúdents- prófi loknu nam hann verkfræði við Háskóla Íslands og fór í framhaldsnám við Háskólann í Lundi. Haukur starfaði sem verk- fræðingur á Akureyri, í Reykja- nesbæ og í Reykjavík, lengst af sjálfstætt starfandi. Hann átti sér mörg áhugamál og var duglegur að sinna þeim með góðum félögum, m.a. spilaði hann tennis og golf, fór mikið í sund, spilaði bridge og hafði gaman af veiðum. Einna mest naut hann þó sam- vista með börnunum sínum fjór- um og barnabörnunum. Útför Hauks fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 29. apríl 2022, klukkan 13. 15. janúar 1970, unnusta hans er Pa- rastou Roshan, f. 2. febrúar 1975. Börn hans eru Maja, f. 2. október 2001, Freja, f. 11. apríl 2004, og Einar, f. 11. ágúst 2009. 2) Dóttir Erlu Har- aldsdóttur, Sandra, f. 21. september 1981, gift Sig- urgísla Bjarnasyni, f. 3. maí 1982, börn þeirra eru Sæmundur Bjarni, f. 8. janúar 2020, og Sindri Björn, f. 11. október 2021. Dætur Halldóru Ingimarsdóttur: 3) Helga, f. 7. mars 1994, gift Sigurði Davíð Stefánssyni, f. 1. maí 1994, börn þeirra eru Stefán Haukur, f. 17. júlí 2019, og Anna Ólafía, f. 29. mars 2021. 4) Ásta Ragnheiður, f. 31. mars 2002. Haukur var fæddur og uppal- Heitt elskaði pabbi minn. Ég get ekki sett það í orð hversu mikið ég mun sakna þín og hversu þakklát ég er fyrir tímann okkar saman. Ég er þakklát fyrir manneskjuna sem þú varst, fal- lega hjartað þitt og brosið þitt sem ég mun aldrei gleyma. Þú stóðst með mér í blíðu og stríðu og passaðir alltaf upp á mig. Þú varst minn allra besti vinur, mín helsta klappstýra og besti pabbi sem ég hefði getað óskað mér. Ég mun gera þig stoltan. Ég veit að þú ert hjá mér og ég vona að þér líði vel og finnir fyrir hamingju og friði. Við tvö saman að eilífu. Og við kveðjumst nú, þinn tími runninn er, á enda hér nú ferðu á nýjan stað, finnur friðinn þar, og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér ljúflingslundina, gleðistundirnar. (Ásgeir Aðalsteinsson) Þín dóttir, Ásta Ragnheiður. Elsku hjartans pabbi minn. Ég mun sakna þín, sakna þess að tala við þig en líka sakna þess að þegja með þér því þú varst svo góður í því, að hlusta og leyfa þögninni að vera stundum í aðal- hlutverki sem er svo gott inni á milli. Ég var heppin að eiga þig sem pabba og Stefán Haukur og Anna Ólafía voru heppin að eiga afa eins og þig og þú lést okkur alltaf vita hvað þú varst stoltur og ánægður með okkur afkom- endur þína. Við krakkarnir þínir pössum hvert upp á annað og að vera allt- af saman í liði en þú kenndir okk- ur mikilvægi þess. Hvíldu í friði pabbi minn besti. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson) Þín dóttir, Helga. Það eru skrítin tímamót að kveðja foreldri sitt og erfitt að leiða hugann að því að pabbi sé ekki með okkur lengur. Í því ferli að kveðja hann, syrgja og sakna vakna þó svo margar ofurljúfar minningar sem við munum ylja okkur við, varðveita og deila með afastrákunum þegar þeir verða stærri. Ég er svo innilega þakklát fyr- ir að hafa notið þeirrar gæfu að eignast drengina okkar tvo á svo stuttum tíma og náð að njóta þess að sjá pabba í afahlutverkinu, það sem hann elskaði að hafa krílin sín í kringum sig. Pabbi var jákvæður og glaður maður, yfirvegaður, rólegur og yfirleitt maður fárra en góðra orða. Hann var gríðarlega klár, mjög nákvæmur og hafði gaman af því að pæla djúpt í hlutunum. Ég fékk því oft að njóta þess að veita því athygli og spjalla um það sem annars hefði væntanlega farið fram hjá mér. Þegar ég var lítil áttum við það til á heiðskírum kvöldum að rýna upp í himininn og hann kenndi mér að þekkja stjörnumerkin. Ég hef alltaf síð- an leitað þeirra á stjörnubjörtum kvöldum og hugsað þá til pabba. Elsku pabbi, þú lést okkur allt- af finna það hvað þú varst stoltur af okkur, við urðum öll pínulítið merkilegri í þínum augum. Við munum halda áfram að vanda okkur við að vera gott fólk og gera þig stoltan. Takk fyrir allt, pabbi minn, við Sigurgísli og strákarnir munum geyma þig í hjörtum okkar og varðveita minningu þína. Þín Sandra. Ég er að fletta blaðinu óviðbú- inn þegar brosmilt andlit blasir við. Það er auglýsing um að vinur minn og félagi til margra ára, hann Haukur Margeirsson verk- fræðingur, hafi látist á Landspít- alanum á föstudeginum síðasta. Ég hafði svo sem séð að hjarta hans var ekki upp á það besta í tennisnum og hann þreyttist fyrr en í gamla daga. En hann var lunkinn tennismaður og hafði verið býsna góður meðan heilsan leyfði og ég man eftir. En þetta kemur manni oft á óvart þegar að því kemur. Kynni okkar Hauks hófust þegar hann gerðist tengdasonur vinar míns og lærimeistara í flug- inu, hans Ingimars K. Svein- björnssonar og konu hans Helgu Zoega, og kvæntist henni Hall- dóru sem við kölluðum Dódó. Þeirra hjónaband stóð mörg ár en þau skildu samt enda aldurs- munur talsverður. Við Haukur fórum að rekast meira saman þar sem við höfðum báðir gaman af að spila tennis. Fyrst saman hjá Christian Staub, þeim snillingi, og síðar undir for- ystu hans Ægis Breiðfjörð árum saman sem heldur liðinu okkar gamlingjanna saman með ótrú- legum dugnaði og áhuga. Við rákumst svo meira saman á verkfræðisviðinu og höfðu báðir gagn og gaman af. Hann og frændur hans af Suðurnesjum unnu að verkefnum í Skandinavíu sem gaman var fyrir mig að kynnast. En fyrst og fremst var það hinn ljúfi karakter Hauks sem dró mig að honum. Ávallt bros- andi og huggulegur í viðmóti. „Lúnn“ maður eins og Skandin- avar segja stundum og manna þægilegastur í allri umgengni. Hann lærði sína verkfræði hjá Svíum og var vel lesinn í fræð- unum. Mér fannst ávallt birta þegar Haukur birtist og við tókum tal saman. Hann var svo einstaklega ljúfur í umgengni og léttur í bragði. Hann var lipur í tennisnum fyrst þegar við tókum spil saman. Þrekið gaf hinsvegar eftir hjá honum með árunum en hann átti til skemmtileg tilþrif á vellinum og kom manni oft á óvart stund- um með þrauthugsuðum brögð- um. Ég kem til með að sakna Hauks vinar míns Margeirsson- ar, félaga og kollega. En svona er víst lífið. Það veltur áfram hvort sem maður vill eða ekki. Halldór Jónsson verkfræðingur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elskulegur vinur og félagi, Haukur Margeirsson verkfræð- ingur, er fallinn frá. Hann lést á LSH við Hringbraut eftir erfiða en stutta baráttu við illvíga sýk- ingu. Haukur var glæsilegur á velli, íþróttamaður góður í golfi og tennis, geðþekkur og traustur vinur. Elsku Haukur, takk fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir í gegnum tíðina, allan tennisinn, golfið, ferðalögin, tón- leikana, góðan mat og drykk. Elsku Jón Baldur, Sandra, Helga, Ásta og fjölskyldur. Sam- hryggist ykkur innilega. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa. Hvíl í friði. Hilmar Ragnarsson. Árið 1940 voru 1.576 íbúar í Keflavík. Svo kom herinn og 1960 höfðu þeir þrefaldast (4.700). Við þetta varð mikil uppstokkun á tengslum íbúanna. Áður kunnu allir deili hver á öðrum en 1960 voru tveir af hverjum þremur innflytjendur. Byggðin þandist út, fyrst í austur, vestur, síðan í suður. Ný hverfi mynduðust og skólabekkirnir urðu 4-5 fyrir hvern árgang. Líkt og í réttum voru komin skilrúm aðskilnaðar, talað um íbúa í miðbænum, á hæðinni, í vesturbænum og á tún- unum. Hvert svæði með sína sér- stöðu. Og nemendur flokkaðir eftir getu. Við Haukur ólumst upp í Keflavík en hvor í sínum bæjar- hlutanum. Hann árinu yngri þannig að leiðir okkar lágu ekki saman í skóla. Og eftir landspróf tóku aðrar stikur við. Annar fór í ML og hinn í MA. Á háskólastig- inu hélt aðskilnaðurinn áfram. Helst að tengsl viðhéldust gegn- um íþróttir eða sumarvinnu en þar skaraðist okkar tími ekki heldur. Eiginlega var það fyrst haustið 1973 í Lundi, Svíþjóð, sem kynni tókust með okkur. Við vorum komnir í þröngan hóp landa sem myndaði hálfgert Íslendinga- gettó. Hann í verkfræði við LTH en ég í öðru námi við háskólann. En bjuggum í sama hverfi og þarna af öllum stöðum mynduð- ust fyrst sveitungabönd okkar Hauks. Þetta var á tímum Björns Borgs og Ingmars Stenmarks. Hvarvetna voru byggðir malbik- aðir tennisvellir í nýjum hverfum. Svíarnir uppskáru ríkulega og smám saman fóru seinteknir ís- lenskir námsmenn að leika þessa konunglegu íþrótt í Kungliga hal- len í Lundi. Þar og á malbikuðum völlum hverfisins háðum við Haukur marga hildina. Með hléum áttum við eftir að iðka þessa íþrótt saman í nær fimm áratugi. Þegar nefndir námsmenn skil- uðu sér aftur til landsins byggðu nokkrir þeirra upp tennisaðstöð- una í Fossvogi. Aðstaðan í Sævið- arsundi kom síðar. Eftir að Tenn- ishöllin fyrri var reist 1994 með sex innivöllum var veðrið yfir- unnið, helsta hindrun íþróttar- innar. Og þá var þráðurinn tek- inn upp aftur. Síðustu árin hrakaði heilsu Hauks hratt. Eiginlega var hann ekki orðinn nema hálfur maður miðað við fyrri getu þegar hann vann til margra verðlauna. En skyndilegt fráfall hans kom fé- lögum hans á óvart. Haukur var ljúfur og á vissan hátt hlédrægur en samt ekki feiminn. Út á við fór því lítið fyrir honum enda ekkert að trana sér fram. Hann var útsjónarsamur, hafði þolinmæði og mikið jafnaðargeð. Þegar álitamál komu upp; var boltinn úti eða inni, lét hann and- stæðinginn njóta vafans. Takk fyrir hálfrar aldar sam- veru Haukur. Það verður sjónar- sviptir að þér og við félagarnir í tennis og sundlaug vottum að- standendum þínum samúð okkar. Sævar Tjörvason. Haukur Margeirsson Í Landnámabók segir svo: „Þuríður sundafyllir og Völu- Steinn, sonur henn- ar, fór af Hálogalandi til Íslands og nam Bolungarvík og bjuggu í Vatnsnesi. Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum. Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðar- djúpi og tók til á kollótta af hverj- um bónda í Ísafirði. Synir Völu- Steins voru þeir Ögmundur og Egill.“ Bolungarvík skerst vestur í landið milli hárra fjalla. Traðar- hyrna er yst, þá Ernir og innst Óshyrna. Tveir dalir, Tungudalur og Syðridalur, ganga fram frá víkinni og er fjallsmúlinn Ernir á milli þeirra. Hér var löngum fengsælasta veiðistöðin við Ísa- fjarðardjúp. Í bænum heitir gata því glæsta nafni Völusteinsstræti og í hús- inu nr. 30 áttu heima skólastjóra- hjónin, þau Gunnar Ragnarsson frá Lokinhömrum í Arnarfirði og Reykvíkingurinn Anna Skarp- héðinsdóttir, kennari. Syðst í kaupstaðnum, norðan við Hólsá, rís vegleg bygging Grunnskólans. Húsvörðurinn, Eggert sæli Haraldsson, loflegrar minningar, var alltaf í góðu skapi, bauð í nef- ið og gerði að gamni sínu. Út um suðurglugga kennarastofunnar uppi á lofti blasir við fögur útsýn; þar getur að líta hið forna höf- uðból, Hól í Bolungarvík, og sjálfa Hólskirkju, þar sem Guð á heima. Skrifstofa skólastjóra var hið næsta kennarastofunni og vestan við hana geymsla með ýmsum fræðslugögnum, er tíðk- uðust áður en hin ævintýralega tækni nútímans kom til sögunn- ar; þarna voru t.d. stóreflis landa- kort af veröldinni og spritt-fjöl- ritari. Þau hjón, Anna og Gunnar, voru með afbrigðum samvisku- samir og vandaðir kennarar, og mun síst að taka ofdjúpt í árinni þótt sagt sé, að hinn andlegi þátt- ur í hreysti Bolvíkinga og geð- heilbrigði hafi verið í svo styrkum höndum, sem nokkur kostur var, þegar Gunnar Ragnarsson var þar skólastjóri, góðklerkurinn síra Þorbergur Kristjánsson sóknarprestur og skólastjóri Tónlistarskólans Ólafur Krist- jánsson, síðar bæjarstjóri. Anna Skarphéðinsdóttir hafði vakandi áhuga á íslenskri tungu, var ágætavel máli farin og fjölles- in í íslenskum bókmenntum að fornu og nýju. Nemendur 9. bekkjar lásu Gísla sögu Súrsson- ar við vendilega leiðsögn hennar. Fóstbræðralag þeirra þriggja í Haukadal í Dýrafirði, Súrssona á Hóli og Þorgríms á Sæbóli, og hins fjórða, Vésteins á Hesti í Ön- undarfirði, fór út um þúfur – og dró það dilk á eftir sér heldur en ekki. Þorkell Súrsson verður áheyrsla samræðna þeirra svil- kvennanna, Ásgerðar Þorbjarn- ardóttur, konu sinnar, og Auðar Vésteinsdóttur, konu Gísla Súrs- sonar, í dyngju þeirra á Hóli. Auður stríðir Ásgerði með því, að hún leggi hug á Véstein, bróður hennar. Ásgerður svarar með því að væna Auði um að samdráttur hafi verið með þeim Þorgrími goða Þorsteinssyni þorskabíts, áður en hún átti Gísla. Þorkell brjálast, og Auður hef- ur lög að mæla, þegar niðurstaða hennar verður þessi: „Oft stend- Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir ✝ Anna Sigríður Skarphéð- insdóttir fæddist 5. apríl 1932. Hún lést 10. apríl 2022. Útför Önnu Sig- ríðar fór fram 28. apríl 2022. ur illt af kvennahjali og má það vera að hér hjótist af í verra lagi.“ Í hugann koma ummæli Snorra fráafa okkar Sturlu- sonar, um gullöld- ina, sem spilltist af tilkomu kvennanna. Anna var stórvel gefin, fríð sýnum, háttvís, þó einörð, hyggin og hófsöm, þægileg við- urmælis, ávallt brosmild, ávarps- góð og veitul heim að sækja. Guð verndi og styrki ástvini hennar. Guð blessi minningu sómakon- unnar Önnu Sigríðar Skarphéð- insdóttur. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Kær velgjörðakona mín, Anna Skarphéðinsdóttir, er fallin frá. Líkt og þegar eiginmaður henn- ar, Gunnar Ragnarsson, kvaddi fyrir nokkrum árum verð ég að sætta mig við að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn eins og ég hefði kosið. Ég dvaldi ung hjá þeim hjónum, fyrst sumarlangt og svo vetrarpart, vestur í Bol- ungarvík á miklu myndar- og menningarheimili, þar sem ég komst í kynni við ýmislegt sem var mér nýtt og framandi, eink- um og sér í lagi alls konar vanga- veltur um bókmenntir og fræði alls kyns. Auk alls bókakostsins, hafði heimilið einnig ferskan andblæ frá útlöndum enda höfðu þau hjón dvalið í útlöndum í upp- hafi hjónabands síns. Það gaf mér, heimalningnum, kærkomna sýn út í hinn stóra heim. Það er mikil gæfa að hafa kynnst svo góðu og vönduðu fólki á mótunar- árunum og margt sem ég sá þar og lærði hefur fylgt mér alla tíð. Ég hef búið að uppbyggjandi samræðum um bókmenntir og ís- lenskt mál í ræðu og riti allar göt- ur síðan. Vissulega féll þessi um- fjöllun um menningarmál ekki alfarið í ófrjóan svörð hjá mér og þarna öðlaðist ég nokkra æfingu í að færa rök fyrir máli mínu væri ég ekki á sömu skoðun og við- mælandinn – ellegar rökstyðja hvers vegna ég væri þá sammála. Þar var húsmóðirin ekki síður natinn kennari en húsbóndinn, enda var hann mun fámálli en kona hans þótt hlýtt hjartalag einkenndi þau bæði. Einnig höfðu þau ríkt skopskyn og Anna átti alltaf gott með að koma smelln- um athugasemdum að. Í seinni tíð hitti ég þau hjón mun sjaldnar en áður en þegar ég heimsótti Önnu síðast, eftir fráfall Gunn- ars, áttum við sem fyrr skemmti- legt spjall um nýjustu bók- menntastraumana og sannarlega var áhugi hennar enn samur og ekki komið að tómum kofunum fremur en fyrr. Þótt ég hefði svo sannarlega viljað líta oftar en ég kom í verk inn til Önnu í Eskihlíð- inni, varð mér engu að síður oft hugsað til hennar þegar þá höf- unda bar á góma sem ég var að þræla mér í gegnum þegar ég naut gestrisni þeirra hjóna vestra. Sú gestrisni er hreint ekki sjálfgefin, að taka inn á heimili sitt allsendis ókunnuga unglings- skjátu úr bænum, bara fyrir þær sakir einar að hún var vinkona dóttur þeirra. Gestrisni þá hefur mér aldrei tekist að launa og þessi fátæklegu þakkarorð í lok vegferðar Önnu eru máttlítil til- raun til að kveðja hana með þeirri virðingu og þakklæti sem hún á skilið. Kæra Helga mín og Villi, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar. Megi minningin um mikilhæfa konu milda söknuðinn og gefa ykkur dýrmætt veganesti um ókomin ár. Áslaug J. Marinósdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.