Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
✝
Elías Snæland
Jónsson, rit-
höfundur og rit-
stjóri, fæddist á
Skarði í Bjarnar-
firði á Ströndum 8.
janúar 1943. Hann
lést á Landspít-
alanum 79 ára að
aldri 8. apríl síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Mikael
Bjarnason og Hulda Svava Elí-
asdóttir. Ungur flutti Elías með
foreldrum sínum suður í Njarð-
vík og ólst þar upp. Síðar flutt-
ist fjölskyldan í Kópavog. Elías
stundaði nám við Samvinnuskól-
ann á Bifröst og lauk þaðan
prófi árið 1962. Í framhaldi af
því fór hann til náms í blaða-
mennsku í Noregi, sem markaði
braut hans til framtíðar. Fyrstu
sporin í blaðamennskunni voru
við Sunnmöre Arbeideravis í
Álasundi í Noregi. Elías var
blaðamaður á Tímanum 1964-
1973 og ritstjóri Nýrra þjóð-
mála 1974-1976. Hann var
blaðamaður og ritstjórnar-
fulltrúi á Vísi 1975-1981 og í
framhaldi af því ritstjóri Tím-
Undir högg að sækja og Möðru-
vallahreyfingin – baráttusaga.
Þá skrifaði Elías bókina Síðasta
dagblaðið á vinstri vængnum
sem fjallaði um útgáfu Dags í
ritstjóratíð hans. Sem ungur
maður var Elías virkur í starfi
Framsóknarflokksins og síðar
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna. Þá var hann formaður
Blaðamannafélags Íslands 1972-
1973 og formaður Æskulýðs-
sambands Íslands.
Eftirlifandi eiginkona Elíasar
er Anna Kristín Brynjúlfsdóttir,
rithöfundur, og fyrrverandi lat-
ínu- og stærðfræðikennari. Syn-
ir þeirra eru þrír. Arnoddur
Hrafn Elíasson Mennta-
skólakennari. Jón Hersir Elías-
son læknir, eiginkona hans er
Sigrún Arndís Hafsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Úlfar
Harri Elíasson framhaldsskóla-
kennari, eiginkona hans er Su-
zette Cuizon tölvuverkfræð-
ingur. Barnabörnin eru fjögur.
Þau eru Kristín Erla Jónsdóttir,
Hafdís Rún Jónsdóttir, Yzabelle
Kristín Úlfarsdóttir og Gabríel
Elías Snæland Úlfarsson.
Elías verður kvaddur frá
Kópavogskirkju í dag, 29. apríl
2022, klukkan 10.
Aðeins nánustu ættingjar og
vinir verða viðstaddir kveðjuna
en henni verður streymt á
streyma.is.
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/.
ans 1981-1984.
Hann fór svo til
starfa á DV sem að-
stoðarritstjóri og
var til 1997. Var
síðan ritstjóri á
dagblaðinu Degi til
2001.
Jafnhliða blaða-
mennsku skrifaði
Elías fjölda bóka af
ýmsum toga. Leik-
ritið Fjörbrot
fuglanna var frumsýnt í Borg-
arleikhúsi ungs fólks í Dresden
(Theater Junge Generation) í
þýskri þýðingu 1999 en leikritið
hlaut fyrstu verðlaun í leikrita-
samkeppni á Stöð 2. Hann hlaut
Íslensku barnabókaverðlaunin
fyrir söguna Brak og bresti
1993 og saga hans Návígi á
hvalaslóð, sem kom út árið
1998, var á heiðurslista barna-
bókasamtakanna IBBY. Skáld-
sagan Draumar undir gaddavír
kom út 1996. Nokkrar skáld-
sagna hans hafa verið þýddar á
erlend tungumál og notið vin-
sælda.
Einnig skrifaði Elías ýmislegt
um söguleg efni, meðal annars
bækurnar Átök milli stríða,
Það er gangur lífsins að
heilsast og kveðjast. Nú á vor-
dögum eru 60 ár síðan við
kvöddumst á tröppunum á Bif-
röst. Lokið var tveggja vetra
samveru og námi. Og leiðin lá á
vit framtíðar. Margir án mark-
miða, en Elías Snæland var
þegar kominn með „layoutið“.
Hann ætlaði að verða blaða-
maður. Axlaði sín skinn og fór
til náms í Noregi. Elías sá um
blaðaútgáfuna á Bifröst árin
1961-62, gaf út Vefarann og
Þefarann. Skrifaði blöðin nán-
ast einn því skólasystkinin
þekktu ekki „deadline“, skiluðu
handritum seint og illa. En Elí-
as Snæland, af sinni vinnusemi,
fyllti dálka og síður, vélritaði
og fjölritaði. Stöku vinir réttu
hjálparhönd við að snúa fjölrit-
unarmaskínunni og röðuðu síð-
um í hefti. Blaðamennska var
svo hans ævistarf, stóð þar fyr-
ir nýjungum, þjálfaði tugi
blaða- og fréttamanna og svona
„i forbifarten“ var hann rithöf-
undur. Eftir hann liggja tugir
bóka og leikrita.
Vinátta sú sem varð til í
bekknum okkar glatast aldrei.
Það teygist á böndunum en þau
slitna ekki fyrr en við ævilok,
því eins og sungið var á Bifröst
„Hin gömlu kynni gleymast ei“.
Við bekkjarfélagarnir sendum
fjölskyldu Elíasar Snælands
innilegar samúðarkveðjur.
Ágústa Þorkelsdóttir.
Elías Snæland var maður
hugsjóna og fagmennsku. Í
fremstu röð á báðum sviðum.
Brautryðjandi. Einlægur og
traustur. Allir sýndu honum
trúnað. Vígstöðvarnar þó mis-
munandi. Ungur að árum nam
hann blaðamennsku í Noregi og
stýrði svo í áratugi ólíkum
miðlum. Varð fyrirmynd og
kennari nýrra kynslóða fjöl-
miðlafólks. Frétt varð að lúta
meginreglum. Sannleikur í önd-
vegi. Útskýringar í anda virð-
ingar fyrir sérhverjum aðila.
Hóf ferilinn í tíð Indriða G. á
Tímanum; flokksræðið í al-
gleymingi. Lauk honum þegar
eigendavaldið tröllreið hinni
nýju „frjálsu“ fjölmiðlun. Gaf
svo út merka bók um fjörbrot-
in. Hún ætti að vera skyldu-
lesning á öllum fréttastofum
landsins.
Fyrir rúmlega hálfri öld tók-
um við höndum saman. Öflug
sveit af ungu fólki sem setti
hugsjónir jafnaðar og samvinnu
í öndvegi. Töldum rétt að
stokka upp flokkakerfið á
grundvelli slíkra hugsjóna og
lýðræðis. Jafnaðarmannaflokk-
ar á Norðurlöndum og annars
staðar í Evrópu voru fyrir-
myndir. Þar var samvinnu-
hreyfingin víða í formlegu
bandalagi við flokkana.
Hið unga hugsjónalið gerði
SUF að stórveldi. Nánast að
sérstökum stjórnmálaflokki.
Elías um tíma formaður. Sýnir
traustið sem við bárum til hans.
Eysteinn Jónsson, sem ásamt
Hermanni Jónassyni hafði orð-
ið ráðherra 1934, báðir þá leið-
togar bæjarradikala í Fram-
sóknarflokknum, hvatti okkur
áfram. En svo kom Ólafur Jó-
hannesson, boðberi miðjumoðs-
ins. Við risum gegn slíkri tak-
tík. Vildum uppgjör og nýja
tíma. Sameining jafnaðarmanna
og samvinnufólks var leiðar-
ljósið ásamt lýðræðisbyltingu í
starfsháttum. Áratugum síðar
skrifaði Elías bók um þessa
átakatíma. Möðruvallahreyfing-
in er merkilegt rit, einstakt í ís-
lenskri stjórnmálasögu. Á sér
enga hliðstæðu. Til að fagna út-
gáfunni og heiðra höfundinn
snæddum við Baldur og Frið-
geir ásamt Elíasi kvöldverð á
Bessastöðum. Í stofunni þar
sem skólasveinar sátu forðum; í
aðdraganda Nýrra félagsrita og
Fjölnis.
Í tilefni hundrað ára afmælis
fullveldisins kom Margrét
Danadrottning í heimsókn og
Guðni forseti bauð til fagnaðar
í stóra salnum. Þar sat ég við
hlið forsætisráðherrans. Katrín
fór allt í einu að ræða bók Elí-
asar um Möðruvallahreyf-
inguna. Hafði nýlega lokið
lestrinum. Undraðist hve þessi
unga sveit hafði verið langt á
undan samtíðinni. Boðberar
starfshátta og stefnu sem nú
þættu sjálfsögð.
Danadrottning gleymdist um
hríð. Elías stýrði samræðunum.
Brautryðjandinn. Sannur og
heill. Trúr sinni hugsjón. Eins
og ávallt.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Elías Snæland var blaðamað-
ur af guðs náð. Það voru fá svið
blaðamennskunnar sem Elías
kom ekki nálægt. Fjölmargir
blaðmenn nutu góðs af leiðsögn
hans enda reynsla Elísar um-
fangsmikil á þeim vettvangi.
Elías starfaði ekki einungis við
hefðbundna fjölmiðlun heldur
voru önnur ritstörf honum
einnig hugleikin. Fjölmargar
bækur liggja eftir hann ásamt
leikritum og fræðiritum. Elías
var svo sannarlega maður hins
skrifaða orðs. Hann var vand-
virkur í sínum störfum og heill
í þeim.
Við hjá Sjúkraliðafélagi Ís-
lands vorum svo lánsöm að
njóta starfskrafta Elíasar við
ritstjórn tímarits okkar. Einn
af hornsteinum félagsins er út-
gáfa tímaritsins Sjúkraliðans.
Um 2.200 félagsmenn eru í
Sjúkraliðafélagi Íslands, sem er
næststærsta stéttarfélag innan
BSRB. Því til viðbótar eru um
1.500 sjúkraliðar í lífeyrisdeild
félagsins. Þessir félagsmenn
ásamt fleirum nutu góðs af
tímaritinu okkar, sem svo sann-
arlega blómstraði undir leið-
sögn Elíasar.
Blaðið kemur út fjórum sinn-
um á ári og er iðulega farið um
víðan völl í efnistökum. Má þar
nefna réttindamál sjúkraliða,
stöðu heilbrigðiskerfisins og al-
menna starfsemi félagsins. Elí-
as var einstaklega naskur á
umfjöllunarefni blaðsins og var
greinilega mikill fagmaður þar
á ferð þegar kom að blaða-
útgáfu. Elías var þægilegur í
samstarfi og augljóst að honum
var annt um starf sjúkraliðans.
Hann áttaði sig á mikilvægi
starfsins og erum við ævinlega
þakklát Elíasi fyrir það.
Við leiðarlok vil ég fyrir
hönd Sjúkraliðafélags Íslands
þakka Elíasi Snæland Jónssyni
einstakt framlag í þágu stétt-
arinnar og félagsins og sendi
innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu hans. Minning um
Elías lifir í hjarta okkar.
Sandra B. Franks,
formaður Sjúkraliðafélags
Íslands.
Elías Snæland Jónsson, rit-
höfundur og ritstjóri, er látinn
79 ára að aldri. Hann lést á
Landspítalanum 8. apríl síðast-
liðinn.
Elías vann hjá Sjúkraliða-
félagi Íslands við tímaritið
Sjúkraliðann í yfir 30 ár. Hann
tók þátt í flestum uppákomum
félagsins, skrifaði greinar, tók
viðtöl og skipulagði blaðið. Það
voru ófáar ferðirnar sem hann
fór með okkur á félagsfundi,
trúnaðarmannafundi, vinnu-
staðafundi og annað sem þótti
varða félagið vítt og breitt um
landið, auk þess fór hann í eitt
skipti sem fyrirlesari fyrir fé-
lagið á þing Evrópusambands
sjúkraliða erlendis. Myndavélin
var alltaf stutt undan á ferða-
lögunum og myndaði hann við-
mælendur sína og umhverfi
fyrir félagið, enda myndir stór
hluti af frásagnargildi
fréttanna.
Með sínu hæverska lundar-
fari náði hann góðum viðtölum,
en gat þótt fastur fyrir ef hon-
um þótti svo við þurfa.
Það var ekki sjaldan sem
honum voru sendar skýrslur og
greinar sem hann tók að sér að
þýða eða vinna upplýsingar
upp úr fyrir félagið, hvort sem
þær voru notaðar í blaðið eða
að við þurftum á upplýsing-
unum að halda til að leggja
fram á fundum.
Elías var góður félagi, víð-
lesinn og hafði frá mörgu
áhugaverðu að segja þegar sá
gállinn var á honum. Hann
þekktist langar leiðir úr fjöld-
anum af hattinum sínum. Leð-
urkúrekahatti sem hann bar
höfðinglega og verður sú mynd
varðveitt í minningunni um
góðan dreng.
Elías lætur eftir sig stórt
skarð í þeirri mannkostaflóru
sem félagið hefur haft á að
skipa um langt árabil og verð-
ur það skarð seint fyllt.
Elías var virkur í pólitík á
árum áður. Hann var formaður
Blaðamannafélags Íslands
1972-1973.
Elías starfaði lengst af sem
blaðamaður, ritstjóri og rit-
stjórnarfulltrúi ýmissa blaða á
vinstri væng þjóðmálanna. Auk
þess stýrði hann ritun fjöl-
margra fagblaða.
Ég las nokkrar af bókum
Elíasar en hann skrifaði fjölda
leikrita og bóka af ýmsum toga
jafnhliða blaðamennsku. Hann
hlaut Íslensku barnabókaverð-
launin fyrir Brak og bresti árið
1993 og saga hans Návígi á
hvalaslóð, sem kom út árið
1998, var á heiðurslista barna-
bókasamtakanna IBBY. Skáld-
sagan Draumar undir gaddavír
kom síðan út árið 1996 og
spennusagan Rúnagaldur kom
út árið 2009.
Eftirlifandi eiginkonu Elías-
ar, Önnu Kristínu Brynjúlfs-
dóttur, og fjölskyldunni allri
sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Kristín Á. Guðmunds-
dóttir, fv. formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
Elías Snæland
Jónsson
✝
Erna G. Sigurð-
ardóttir fædd-
ist á Garðsá Fá-
skrúðsfirði 16. maí
1932. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 6. apríl
2022.
Foreldrar Ernu
voru Sigurður
Karlsson frá
Garðsá, f. 29. mars
1904, d. 12. ágúst
1972, og Kristín Sigurðardóttir
frá Hafnarnesi, f. 6. október
1906, d. 27. maí 1981. Systkini
Ernu voru tíu, fallin frá eru;
María Sigþrúður, Karl Emil, Jór-
unn Þórunn, Rafn, Jón, Ásta og
Ágúst Heiðar og eftirlifandi eru;
Óskar, Oddný Fjóla og Val-
gerður Jóna.
Erna ólst upp í Hafnarnesi við
Fáskrúðsfjörð og flutti til
Reykjavíkur árið 1953.
Fyrri eiginmaður Ernu var
Björgvin Óskarsson, f. 8.12.
2027, d. 16.12. 1965. Synir þeirra
eru Óskar, f. 29.9. 1958, maki
Dórathea Mar-
grétardóttir, sonur
hennar er Hlynur
Örn Ingason. Haf-
steinn, f. 17.3. 1961,
maki Linda Andr-
ésdóttir, dætur Haf-
steins eru Erla
Björg, Kristín og
Hólmfríður. Erna
og Björgvin bjuggu
á Drafnarstíg í
Reykjavík.
Árið 1969 flutti Erna að Til-
raunastöðinni Sámsstöðum sem
ráðskona og giftist 1974 síðari
manni sínum, Kristni Jónssyni
ráðunaut, f. 14.4. 1926, d. 12.4.
2005. Árið 1994 fluttu Erna og
Kristinn á Birkivelli 32 á Sel-
fossi. Erna bjó þar til ársins 2020
er hún flutti á hjúkrunarheimilið
Skógarbæ þar sem hún lést 6.
apríl sl. Barnabörn Ernu eru
þrjú og barnabarnabörnin eru
sex.
Útför Ernu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 29. apríl 2022,
klukkan 14.
Í dag er elsku tengdamóðir
mín jarðsett. Þau orð sem mér
finnst lýsa henni best eru mynd-
arlegur dugnaðarforkur. Það lék
allt í höndunum á henni, hvort
sem það var útsaumur, prjón,
hekl eða postulínsmálun. Hún
skilur eftir sig nokkra útsaumaða
stóla og fagurlega málað postu-
lín.
Heimilið hennar var ætíð
snyrtilegt og ósjaldan sem boðið
var upp á veisluborð þegar komið
var í heimsókn. Þegar dætur okk-
ar hjóna voru yngri þá var alltaf
tekið vel á móti okkur, afi með
spilin, tilbúinn í ólsen-ólsen með
stelpunum og amma að baka
pönnukökur og hita súkkulaði.
Ekki þótti manni slæmt þegar
amma hringdi og spurði hvort
stelpurnar mættu koma í heim-
sókn um helgi og þá voru sög-
urnar sem þær komu með til
baka að farið var til hestanna eða
út í náttúruna með nesti.
Bestu stundirnar með Ernu
voru þegar hún sagði sögur frá
uppvexti sínum í Hafnarnesinu
en hún var alin upp í franska spít-
alanum sem síðar var fluttur til
Fáskrúðsfjarðar og er nú hótel
þar. Þar bjuggu fimm fjölskyldur
ásamt því að rekinn var skóli í
húsinu.
Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá
henni en hún varð ekkja tvisvar.
Aðeins 33 ára varð hún ekkja með
tvo unga syni. Ég held að það hafi
verið mikil gæfa fyrir hana þegar
hún réð sig sem ráðskonu að
Sámsstöðum í Fljótshlíð og gift-
ist síðan Kristni Jónssyni sem þá
var tilraunastjóri þar.
Takk fyrir allt, elsku Erna,
hvíl í friði.
Linda Andrésdóttir.
Elsku amma mín.
Ég vona að þú hafir farið frið-
sæl inn í draumlandið og sért nú
sameinuð afa sem þú varst án í
allt of mörg ár. Ég veit að þú
saknaðir hans mikið þó að þú tal-
aðir lítið um það. Þú lékst stórt
hlutverk í mínu lífi og uppeldi og
kenndir mér svo ótrúlega margt
sem ég er svo þakklát fyrir. Allar
stundirnar í sveitinni þar sem þú
kenndir mér til að mynda að
sauma út, prjóna og lesa svo fátt
eitt sé nefnt. Þú varst alltaf svo
myndarleg og dugleg og allt sem
þú gerðir gerðir þú af heilum
hug, hvort sem það var að sauma
út, mála postulín, halda heimili
eða dekra við aðra í kringum þig
og láta þeim líða vel. Undantekn-
ingarlaust þegar ég kom í sveit-
ina til þín og afa á yngri árum þá
varst þú búin að undirbúa komu
mína og elda uppáhaldsmatinn
minn, slátur og kartöflumús með
kakósúpu og tvíbökum í eftirrétt.
Þú gerðir bestu pönnukökurnar
og svo ljúffengt heitt súkkulaði,
það var aldrei hægt að leika þetta
eftir, það bara bragðaðist alltaf
best hjá þér. Þú og afi voruð dug-
leg að fara með mig í styttri ferð-
ir um sveitirnar og í ferðalög um
landið þegar ég var yngri og á ég
margar skemmtilegar minning-
ar. Berjamór, gönguferðir og ég
tala nú ekki um skiptið sem ég
fékk þig til að sofa í tjaldi með
mér, sem var nú reyndar bara
gert einu sinni. Ég man hvað það
var gaman hjá okkur þegar við
fórum til útlanda í ferðalög og
hvað þú elskaðir sólina. Við átt-
um vel saman, flatmagandi í sól-
inni á Spáni. Svo má nú ekki
gleyma verslunarferðinni góðu til
London þar sem þú gafst okkur
hinum ekkert eftir þegar kom að
því að kaupa nýjustu tísku. Vin-
konur mínar sem flugu með okk-
ur heim höfðu orð á því við mig
hvað þú værir mikil skvísa. Og
það var alveg rétt hjá þeim, þú
varst alltaf svo fín og flott. Lang-
ömmubörnin sakna þín, en þau
eru lánsöm að hafa öll fengið að
kynnast þér. Þér leiddist nú ekki
að bera fram kræsingar ofan í
þau og spila svo veiðimann við
uppáhaldið þitt. Elsku amma, ég
er svo þakklát fyrir yndislegt
samband okkar og allar hugljúfu
minningarnar sem ég geymi um
þig. Þú varst sannarlega búin að
skila þínu og ég veit að þú munt
vaka yfir okkur.
Þín
Erla.
Það var ein mesta gæfa mín á
unglingsárunum að komast í
sveit til þeirra Ernu og Kristins á
Tilraunastöðinni á Sámsstöðum í
Fljótshlíð. Þar var ég í sex sumur
á sjö árum, sem segir sína sögu
um það hve vistin var góð.
Erna var þá ung ekkja með tvo
unga syni, Óskar og Hafstein.
Hún kom sem ráðskona að Sáms-
stöðum fljótlega eftir að Kristinn
tók við stjórn tilraunastöðvarinn-
ar. Sameiginlegir vinir beggja
áttu þátt því því heillaspori fyrir
þau bæði. Þau náðu saman á sinn
hægláta hátt og gengu í hjóna-
band eftir fáein ár.
Erna var gagnmenntuð og
reynd á sviði hússtjórnar og
heimilið á Sámsstöðum rekið með
slíkum myndarbrag að erfitt er
að ímynda sér það betra. „Marg-
ar hendur vinna létt verk,“ sagði
Erna og kenndi okkur krökkun-
um að taka þátt í heimilishaldinu
áreynslulítið.
Erna var ættuð frá Fáskrúðs-
firði og átti þar góðar rætur. Hún
kom sér alls staðar vel. Mér er
minnisstætt þegar vinkona henn-
ar kom eitt sinn í heimsókn til
Erna G.
Sigurðardóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
VILHJÁLMS ÞORLÁKSSONAR
verkfræðings,
Espilundi 4.
Ásbjörg Forberg
Þuríður Vilhjálmsdóttir Vigfús Ásgeirsson
Sveinn Vilhjálmsson Inga Forberg
Hilmar Vilhjálmsson Sigríður Logadóttir
Kári Vilhjálmsson Lilja Pétursdóttir
Ágústa Forberg Theódór Kristinn Ómarsson
Erla Ólafsdóttir Magnús Óli Ólafsson
Elsa Forberg
barnabörn og barnabarnabörn