Morgunblaðið - 29.04.2022, Side 29

Morgunblaðið - 29.04.2022, Side 29
hennar og dvaldi um helgi. Hún vildi fullvissa sig um að ég kynni vel að meta Ernu og á því lék aldrei vafi. Fjölskyldan á Sámsstöðum var mín önnur fjölskylda árum sam- an. Synir Ernu voru yngri bræð- ur, vinir og vinnufélagar mínir. Hlýir eins og móðir þeirra og miklir dýravinir. Erna kenndi margt, bæði í heimilishaldi og mannlegum samskiptum. Fjöl- skyldan öll tók því vel hvað ég sótti til hennar og var um áramót og í próflestri hjá þeim. Síðasta sumarið mitt á Sámsstöðum var ég trúlofuð og farin að búa, en í sveitina mína fór ég. Við Ari héld- um tengslunum áfram og komum til þeirra Ernu og Kristins bæði á Sámsstaði og á Selfoss. Þau hjónin komu í fermingar- veislu Hönnu okkar og mikið varð ég glöð þegar Erna leit með velþóknun yfir vel lukkaðar veit- ingarnar, sem ættingjar og tengdafólk mitt áttu miklu meiri hlut í en ég sjálf. Ætli hana hafi ekki grunað það! Er við Hafsteinn unnum í sama húsi fyrir átta árum sagði hann að heilsu móður hans væri farið að hraka. Og nú er hún gengin ævina á enda. Tíðindi komu mér ekki í opna skjöldu þökk sé góðum hjónum úr Fljóts- hlíð sem sögðu mér tíðindin er við hittumst af tilviljun fyrir skemmstu. Gæfan mín að fá að verða hluti af þessari góðu fjölskyldu verður seint fullþökkuð. Tengsl Ólafs fóstra míns við stofnanir land- búnaðarins og fjarlæg frænd- semin við Kristin, sem við hjálp- uðu til að það gæti orðið að veruleika. Erna stríddi okkur mikið þegar við fórum að skoða frekar ómerkilegar rústir „ættar- óðals“ Bolholtsættarinnar. Get ekki annað en hlegið með henni að minningunni. Hún var oft svo létt í skapi og skemmtileg en allt gaman græskulaust. Rætni var ekki til í hennar fari. Fjölskyldan og vinir mínir voru alltaf velkomin á Sámsstaði þegar ég var þar og ávallt var mjög kært með fólkinu okkar. Vinkonum mínum verður það æv- inlega ljóslifandi í minni af hví- líkum höfðingsskap var tekið á móti þeim þegar þær komu við í sveitinni minni. Elsku Óskar og Hafsteinn og fjölskyldur ykkar. Takk fyrir allt og sérstaklega fyrir að unna mér þess að eignast hlutdeild í lífi allra og fá að eiga hana mömmu ykkar að. Anna. Ég hitti Ernu Sigurðardóttur fyrst vorið 1975 þegar ég kom að tilraunastöðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð til að vera sumar- starfsmaður þar. Reyndar fór það svo að ég vann þar í nokkur sumur. Þá var Kristinn Jónsson til- raunastjóri og Erna kona hans sá um matseld og ýmsa þjónustu við starfsfólkið. Ég á góðar minning- ar um þessi sæmdarhjón sem reyndust mér mjög vel. Kristinn féll frá árið 2005 en nú hefur Erna kvatt þennan heim líka. Erna var lagleg kona og alltaf vel tilhöfð. Það sama má segja um heimilið á Sámsstöðum, það var afar hreint og snyrtilegt. Þessi snyrtimennska og fagmennska Ernu kom fram í öllum hennar verkum. Allar máltíðir sem hún eldaði voru gerðar af listfengi og natni og það skipti ekki máli hverjir áttu að borða matinn. Henni tókst að laða það besta fram úr hráefninu sem hún hafði undir höndum og maturinn var alltaf vel fram borinn. Fólk sem leggur slíka alúð í störf sín og framkomu hefur bæt- andi áhrif á umhverfi sitt og sýnir öðrum virðingu um leið. Þetta fannst mér einkenna líf Ernu. Ég færi henni þakkir fyrir góð kynni og ættingjum og vinum samúðar- kveðjur. Guðni Þorvaldsson. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Trausti Adams- son fæddist á Akureyri 8. apríl 1934. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 6. apríl 2022. Foreldrar hans voru Sigurlína Að- alsteinsdóttir hús- móðir og Adam Magnússon húsa- og húsgagnasmiður. Systkini Trausta eru Lilý Erla, f. 1933, Að- alheiður, f. 1939, og Reynir, f. 1948. Þann 31.12. 1956 giftist Trausti Moniku Margréti Stef- ánsdóttur, f. 1938. Þau eignuðust fimm börn: 1) Fjóla Sigurlína, f. 1955, í sambúð með Sveinbirni Jónssyni, f. 1956. Börn Fjólu frá fyrra hjónabandi eru Margrét Jónsdóttir, f. 1974, Emma Björk Pétursdóttur, f. 1979, börn þeirra eru Pétur Orri, f. 2007, og Bjarki Fannar, f. 2010. Trausti ólst upp á Akureyri en dvaldi mörg sumur á Kálfa- strönd í Mývatnssveit sem drengur. Hann gekk í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og fór síðan í Iðnskólann á Akureyri og lauk þaðan húsasmíði. Með hon- um í húsasmíðinni var góður vin- ur hans Gunnlaugur Traustason. Eftir að hafa smíðað sér bát sam- hliða vinnu við húsasmíðar, fóru þeir á samning hjá Skipa- smíðastöð KEA og fengu réttindi til bátasmíða. Trausti byggði sér verkstæði á Óseyri og vann við bátasmíðar fram til 1977 en snéri sér þá aftur að húsasmíð- um ásamt Stefáni syni sínum. Á efri árum smíðaði Trausti fjöl- margar klukkur í Borgundar- hólmsstíl eftir teikningum frá föður sínum. Útför Trausta fer fram frá Glerárkirkju í dag, 29. apríl 2022, klukkan 13. Jónsdóttir, f. 1978, Steindór Kristinn Jónsson, f. 1982, Elfa Berglind Jóns- dóttir, f. 1986. 2) Stefán, f. 1959, í sambúð með Svan- hildi Sigurgeirs- dóttur, f. 1957, börn Stefáns og Hjördís- ar Áskelsdóttur, f. 1960, d. 2010, eru Monika Margrét, f. 1978, Halldór Áskell, f. 1987, og Svala Hrund, f. 1988. 3) Erna Sigurbjörg, f. 1964, gift Hauki Ármannssyni, f. 1961, dætur þeirra eru Rut, f. 1980, og Harpa, f. 1992. 4) Adam, f. 1968, giftur Önnu Maríu Guðmann, f. 1966, börn þeirra eru Þórey Lísa Þórisdóttir, f. 1995, Trausti Lúk- as, f. 2002, Breki Mikael, f. 2004. 5) Örn, f. 1975, giftur Elsu Björg Elsku afi Trausti. Það er svo erfitt að hugsa til þess að koma í heimsókn í Jaðarsíðuna til ykkar ömmu Monu og hitta þig ekki aftur. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur með fallega brosinu þínu og faðminum góða. Þú sast oft- ast í uppáhaldsstólnum þínum þeg- ar við komum, brosandi og glaður, þú varst nefnilega alltaf glaður. Við eigum svo margar góðar minningar um þig bæði úr Kotárgerði og Jað- arsíðu. Ein af okkar uppáhalds- minningum er frá áramótum þegar þú varst með risabindi um hálsinn sem þú hafðir fengið í jólagjöf, þú varst svo ánægður með það og okk- ur fannst þú svo flottur. Allar góðu stundirnar í sveitinni gleymast ekki heldur, þar var alltaf gott að hitta ykkur ömmu. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Við munum varðveita allar minn- ingarnar um þig í hjörtum okkar, elsku afi, og takk fyrir allt sem þú varst okkur. Sara og Andri. Trausti bróðir minn er fallinn frá. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 2 dögum áður en hann hefði náð 88 ára aldri. Síðasta ár sitt dvaldi hann á Hlíð en bjó annars allt sitt líf á Akureyri. Eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir nokkrum árum fór heilsu hans að hraka, en alltaf var Trausti já- kvæður og tók hverjum degi með brosi á vör. Monika kona hans var hans stoð og stytta og eignuðust þau 5 börn, sem öll búa á Akureyri og er fjölskyldan ákaflega sam- hent. Þegar Trausti hætti sjálfur að keyra bíl fyrir nokkrum árum spurði ég hann hvort honum þætti það ekki slæmt. Svarið var: „Nei, nei, það er allt í lagi, ég á svo mörg börn, þau keyra mig bara.“ Og auðvitað var Mona einnig til staðar. Trausti lærði trésmíðar hjá pabba okkar, sveinsstykki hans var kirkjuhurð fyrir Svalbarðs- strandarkirkju, sem pabbi okkar byggði á þeim tíma. Síðar lærði Trausti einnig skipasmíðar og þeir félagarnir „Trausti og Gulli“ byrjuðu að smíða skip, til að byrja með smíð- uðu þeir 9 tonna skip í gömlum bragga á Eyrinni, síðan byggðu þeir félagarnir skipasmíðastöð á Óseyri þar sem fyrirtæki þeirra stóð að smíði margra allt að 40 tonna eikarskipa. Það er sérstök list að smíða tré- skip, nákvæmnisvinna og erfiðis- vinna í senn. Þegar plastbátar komu til sögunnar lagðist smíði tréskipa af og þá sneri Trausti sér aftur að húsasmíði. Reyndar fengu nokkur eikar- skip sem þeir félagar smíðuðu nýtt hlutverk og breyta þurfti fiskiskip- um í fley fyrir ferðamenn til hvala- skoðunar, fengnir voru hæfir menn í það verk, þeir Trausti og sonur hans Stefán. Trésmíðar og þá sérstaklega skipasmíðin var alltaf efst í huga Trausta, í síðasta skipti sem ég tal- aði við hann var hugurinn hjá hvalaskoðunarskipum Norðursigl- ingar á Húsavík sem hann og Gunnlaugur höfðu smíðað og Trausti síðan breytt. Við vorum fjögur systkinin á Akureyri; Lilý, Trausti, Aðalheið- ur og ég, Reynir, sá langyngsti. Við Trausti vorum alltaf nánir og góðir vinir, hann var alltaf „stóri bróðir“, 14 árum eldri en ég. Fyrsta minning mín frá því ég var nokkurra ára er að ég fékk stundum að sitja á mótorhjólinu hans stóra bróður. Sem unglingur vann ég yfirleitt í skólafríum við húsasmíðar og síð- ar skipasmíðar hjá þeim félögum Trausta og Gulla. Þetta var skemmtilegur tími, þegar veðrið var gott kom fyrir að tekið var smá frí frá vinnunni til að skreppa í leið- angur í Flateyjardal eða Eyja- fjörðinn á Trabantinum hans Gulla, síðan var bara unnið lengur það kvöldið. Síðar á ævinni þegar ég þurfti á hjálp smiðs að halda var Trausti alltaf til staðar, ég fór t.d. til Ak- ureyrar og smíðaði með honum alla glugga í hús okkar hjóna sem var að rísa í Garðabæ og marga aðra hluti smíðaði Trausti fyrir mig. Seinna teiknaði ég sem arkitekt einnig nokkur hús sem hann byggði ásamt Stefáni syni sínum. Ég gæti haldið áfram að rifja upp skemmtileg samskipti okkar bræðra en læt hér staðar numið. Trausta er sárt saknað en svona er víst gangur lífsins. Við hjónin vottum Monu, eftir- lifandi konu Trausta, börnum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Reynir Adamsson. Trausti Adamsson Elsku Hafþór okk- ar, uppáhaldsfrændi, hefur kvatt okkur og munum við sakna hans. Við erum þó viss um að nú er hann aftur hjá Ívari sínum og sú hugsun yljar okkur. Við systkinin eigum margar dýrmætar minningar með Hafþóri og Ívari, líkt og margir aðrir. Báðir voru þeir alveg einstak- ir, svo glaðlyndir og hjartahlýir. Ofarlega í minningum okkar verða allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Jólin standa þar sér- staklega upp úr, þótt Hafþór frændi hafi nú borðað fullhægt fyrir okkur systkinin. En það var eitt af ein- kennum Hafþórs, hann vildi einmitt njóta matarins eins og hann naut lífsins. Þá munum við líka muna eftir öll- um skemmtilegu heimsóknunum til Hafþórs og Ívars þar sem listaverk- in, Disney-vídeóspólur og spilast- undir stóðu upp úr. Það voru alltaf allir velkomnir í Sólheimana og var Ívar ósjaldan búinn að græja eitt- hvað gott. Hafþór var vinmargur og ansi upptekinn að rækta vina- og fjöl- skyldusamböndin, ýmist í veislum eða á ferðalögum. Það var mikill kraftur í honum Hafþóri okkar og hann lagði mikla vinnu í að hugsa um sitt fólk, hérlendis sem erlendis. Það eiga því margir eftir að sakna hans eins og við. Við munum hugsa til hans með hlýhug í dag og alla daga. Hafðu þökk Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð (Hulda Ólafsdóttir) Eggert Oddur, Haraldur Ingi, Linda Rós, Katrín Ella og fjölskyldur. Hafþór frændi var búinn að berj- ast við krabbamein í nokkur ár og einkenndist barátta hans ætíð af jafnaðargeði. Hans heitasta ósk var að hann færi ekki á undan honum Hafþór Haraldsson ✝ Hafþór Har- aldsson fæddist 6. júlí 1944. Hann lést á líknardeild Landspítala 8. apríl 2022. Útför hans fór fram 22. apríl 2022. Ívari sínum og varð honum að þeirri ósk en nánast er eitt ár á milli fráfalls þeirra. Hafþór var mikill fjölskyldumaður þrátt fyrir að vera barnlaus sjálfur. Heimili hans og Ív- ars var alltaf opið og þótti þeim gaman að fá gesti. Honum var mjög umhugað um tengslin í fjölskyldunni og oft var talað um að hann væri „límið“ í fjöl- skyldunni. Alltaf var hægt að stóla á að hann kæmi í veislur, stórar sem smáar. Gjafir hans einkennd- ust af væntumþykju og mjög oft gaf hann myndlist, sem hann sjálf- ur var svo áhugasamur um. Þrosk- aði þetta smekk okkar barnanna og áhuginn og þekking á lista- mönnum mun fylgja okkur áfram í gegnum lífið. Hafþóri þótti skemmtilegt að segja frá stórfjöl- skyldunni og skemmtilegum minn- ingum tengdum henni. Hann kunni ættfræðina mjög vel og gat alltaf svarað spurningum okkar um hvernig við værum skyld viðkom- andi. Það var svo gefandi að fylgjast með lífshlaupi þeirra Hafþórs og Ívars. Væntumþykja og kærleikur þeirra til hvors annars var svo sterkur og voru þeir góð fyrirmynd fyrir okkur yngra fólkið. Allir sem þekktu Hafþór eru sammála um að framkoma hans einkenndist af hlýleika og góð- mennsku. Hann samgladdist innilega þeg- ar honum voru færðar góðar fréttir en hlýju og huggun áttum við líka vísa þegar á móti blés. Það sem ein- kenndi Hafþór líka var hversu auð- velt það var honum að sýna og tjá tilfinningar sínar. Hann var ekki spar á að segja hversu vænt honum þætti um okk- ur og það var okkur verðmætt að heyra það. Við erum heppin að hafa fengið að hafa Hafþór í lífi okkar og við munum sakna heimsókna hans á Sperðil, en þar áttum við yndisleg- ar stundir og minningarnar um þær munu lifa áfram. Við viljum trúa því að nú séu Hafþór og Ívar aftur sameinaðir, án veikinda og þjáninga á stað þar sem sólin alltaf skín. Hvíl í friði, elsku besti frændi, þín er sárt saknað. Inga Björk Gunnarsdóttir, Ólöf Karitas Þrastardóttir, Rakel Ósk Þrastardóttir, Aron Örn Þrastarson, Mikael Andri Þrastarson. Elsku afi. Fyrir ca. 22 árum þegar Jón afi minn féll frá léstu mig lofa þér að þegar þinn tími kæmi myndi ég skrifa jafnfallega minningargrein til þín, eins og ég skrifaði til Jóns afa. Ég ætla að reyna að standa við það loforð. Takk fyrir allt sem þú hefur gef- ið mér og mínum, elsku afi eða Nafni eins og þú varst ávallt kall- aður á mínu heimili, þar sem ég skírði frumburð minn eftir þér, ég held að þú hafir verið bara ansi stoltur af því. Afkomendur ykkar ömmu eru nú hátt í 100 manns og öll syrgjum við þig mikið, þú varst í góðum samskiptum við alla fjöl- skyldumeðlimi, hafðir mikinn áhuga á að vita hvað allir væru bralla, flutningar, vinna, skóli eða hvað sem er. Hraustari afi, langafi og langa- Þorvaldur Jónsson ✝ Þorvaldur Jóns- son fæddist 13. janúar 1931. Hann lést 17. apríl 2022. Þorvaldur va jarðsunginn 28. apr- íl 2022. langafi var vandfund- inn, þú varst akandi um á vespunni þinni um Breiðholtið þang- að til fyrir bara örfá- um árum, fórst í sund nokkrum sinnum í viku, gerðir við bíla, Harmonikkan var þitt aðaláhugamál og varstu að spila fyrir gamla fólkið á spítal- anum bara nokkrum dögum áður en þú kvaddir. Ég er svo þakklátt fyrir cd-diskana sem þú gafst út með tónlistinni þinni á liðnum árum. Brúðkaupslagið sem þú samdir til mín og Sigga míns er mér svo dýrmætt. Síðustu samræður okkar sem við áttum í síma voru þegar þú varst nýkominn í Brákarhlíð, 6 dögum áð- ur en þú kvaddir okkur, 15 mínútna samræður þar sem þú sást aðallega um að tala, svo hress varstu, ég held að þú hafir verið ágætlega sáttur; sáttur við 91 ár sem þú varst búinn að lifa, þú vissir í hvað stefndi, en þú sagðir við mig: Já, Hilda Bára mín, svona er þetta bara. Ég er svo þakklát líka að ég gat verið hjá þér ásamt flestu okkar nánasta fólki all- an páskadaginn, daginn sem þú kvaddir, og haldið í hönd þína, tekið utan um þig, hugsað um þig og sagt við þig að ég elskaði þig. Þú áttir svo erfitt eftir að mamma veiktist og ennþá meira eftir að hún féll frá að það var erfitt að horfa upp á það, en þér fannst ekki rétt að við þyrft- um að kveðja hana á undan þér, en nú eruð þið sameinuð aftur ásamt ömmu. Þegar mamma kvaddi okkur fyrir rétt rúmum þrem mánuðum var það eitt af því erfiðasta sem ég hef upplifað, sárin eru ekki gróin þegar þú kvaddir okkur aðeins 81 degi seinna og eru þetta mjög erf- iðir tímar fyrir okkur, en ég hugga mig við það að amma og mamma hafa tekið á móti þér með opnum örmum, þú ert orðinn verkjalaus og svífur um á bleiku skýi með þeim mæðgum og ég er viss um að þið eruð þarna öll þrjú að vaka að yfir okkur. Ég á svo mikið eftir að sakna þín, elsku afi, þangað til við hitt- umst aftur, kysstu og taktu utan um mömmu og ömmu frá mér. Ég elska þig. Þín Hilda Bára. Elsku afi, það er voðalega skrítið að geta ekki hringt í þig og sagt „hæ hvað segir þú í dag“, og svo að spjalla bara um daginn og veginn, þar sem ég hef hringt í þig nokkuð mikið undanfarið út af svolitlu, sem enginn réði við, ásamt því að koma í heimsókn við og við. Það er voða- lega skrítið að þú sért farinn yfir í sumarlandið, en eftir standa bestu minningar sem við höfum safnað saman. Mínar fyrstu minningar um þig eru hlátur, þolinmæði, gleði og bros. Þegar ég renni í gegnum minn- ingarnar okkar þá endurspegla þær alla þessa aðalkosti sem eru taldir upp hér fyrir ofan. Þessar minningar eru mjög dýrmætar og fylgja mér sem dýrmæt eign í hjarta mínu. Takk afi fyrir að vera duglegur að búa þær til. Takk fyrir að vera alltaf hlæjandi og brosandi og alltaf viljugur til að róa mann niður ef það þurfti og minna mann á að lífið hefur nú sinn vanagang þó að það verði hindranir á vegi manns. „Þannig er nú bara lífið“ var setning sem þú sagðir nokkuð oft við mig alla vegana. Ég get endalaust setið og hugsað um góð- ar minningar um þig og allan þann tíma sem þú varðir með mér. Takk fyrir að vilja styrkja mig til þess að syngja og koma fram opinberlega (þó svo að það hafi nú ekki alveg náð svo langt). Takk fyrir öll sumr- in sem ég fékk að vera hjá ykkur ömmu sem barn, veturinn sem ég fékk að búa hjá ykkur, allar sund- ferðirnar áður en við urðum svona mörg barnabörnin, allt spjallið, alla tónlistina, og takk fyrir að kenna okkur öllum að tónlist er eitt það mikilvægasta í lífinu fyrir utan þol- inmæðina. Elsku afi, ég á alltaf eftir að sakna þín mikið, en veit að þér líður betur í sumarlandinu og ef ég þekki þig rétt ertu nú búinn að halda nokkur böll/tónleika fyrir gestina í sumarlandinu. Takk fyrir síðasta kossinn og faðmlagið nokkrum dögum áður en þú fórst. Votta ég öllum ættingjum og vinum innilega samúð. Salvör Sigríður Jónsdóttir (Sallý). Elsku langafi. Ég veit bara að ég mun sakna þín mjög mikið. Takk fyrir að spila á harmonik- una fyrir mig í kjallaranum heima hjá ömmu og afa í Blöndubakkan- um. Takk fyrir að leyfa mér að setj- ast á vespuna þína þegar ég hitti þig þegar ég var í göngutúr með gamla leikskólanum mínum. Ég mun segja bróður mínum Hauki Michael hversu flottan lang- afa við áttum. Þitt langafabarn, Bára Rós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.