Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine í
Martin Slóvakíu verða með
kynningarfund í Menntaskólanum í
Kópavogi föstudaginn 29 apríl
kl 17:00 Efnafræði og líffræði
prófessorar frá læknaskólanum
kynna inntökuprófið í skólann og
svara spurningum uppl.
kaldasel@islandia.is og 8201071
Opnað á ný eftir Covid
Söluturninn Smárinn
Dalsvegi 16 C
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir
Fjarðarbraut 54, Fjarðabyggð, fnr. 217-8470 , þingl. eig. Veraldarvi-
nir,áhugamannafélag, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verzlunar-
manna og Fjarðabyggð og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn
3. maí nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Austurlandi
28 apríl 2022
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Strandgata 83, 50% ehl., Hafnarfjörður, fnr. 207-9503 , þingl. eig.
Berglind Magnúsdóttir, gerðarbeiðandiTryggja ehf., þriðjudaginn
3. maí nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
28 apríl 2022
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30, nóg pláss - Zumba Gold
60+ kl.10.30 - Kraftur í KR kl.10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl.10.10,
Grandavegi 47 kl.10.15 og Aflagranda 40 kl.10.20 - Bingó kl.13.30,
spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.10.30 - Nánari upplýsingar í síma 411-
2702 - Allir velkomnir
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl.
10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Föstudagur: Pílukast kl. 9. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall
kl. 8:30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12.Thai Chi kl. 9-10. Hádegismatur
kl. 11:30-12:30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13. Opin
Listasmiðja kl. 13-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær 9. Pool-hópur í Jónshúsi 9.30 Dansleikfimi í Sjálandi 10.
Gönguhópur frá Jónshúsi 13.-15. Félagsvist í Jónshúsi 13.-16.
Smiðjan opin, allir velkomnir
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á
könnunni. Leikfimihópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Loggy.is – sala
á dömu- og herrafatnaði. Prjónakaffi frá kl. 10-12. Kóræfing hjá Kára
kl.13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 - opin handavinnustofa. Kl. 9. til 11.15 -
Bocciaæfing. Kl. 9 . til 11.30 - postulínsmálun. Kl. 13. til 15.30 -
tréskurður. Kl. 13. til 15.30 - opið í pílukast. Kl. 20. til 22- félagsvist.
Gullsmári 13 Föstudagur: Opin handavinnustofa kl. 9-12. Qigong
heilsueflandi æfingar kl.10. Ljósmyndaklúbbur kl.13. Bingó kl.13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður kl. 9- 12. Hádegismatur kl. 11:30 - 12:30. Lokað eftir hádegi
vegna undirbúnings fyrir handverkssýningu.
Hraunbær 105 Handverkssýning og sala laugardaginn 30. apríl.
Opið hús frá kl. 13- 17. Kaffi og veitingar seldar á vægu verði. Verið
hjartanlega velkomin.
Hraunsel Föstudaga: Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Bridge kl. 13:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa frá kl. 10. Bridge kl. 13. Bíósýning: ,,Húsbændur og
hjú" kl. 13:15. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi
deginum áður.
Korpúlfar Borgum Föstudagur: Hugleiðsla og létt yoga kl. 8.30.
Pílukast í Borgum kl. 9:30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.
Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10.
Bridge kl. 12:30. Hannyrðahópur kl. 12:30.Tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13. Góða helgi. Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Föstudagshópur í
handverksstofu kl. 10:30-11:30 - Vinnustofa - Lokaður hópur kl. 12:30-
14. Opin handavinnustofa kl. 14:30-16. BINGÓ er svo á sínum stað
inni í matsal kl. 13:30-14:30 og síðan er vöfflukaffið strax að loknu
BINGÓI kl.14:30-15:30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir
hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Söngstund í salnum
á Skólabraut kl. 13. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir.
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Verð kr. 4.500
Stærð 6- 24
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf - allstaðar
mbl.is
Rað- og smáauglýsingar
Ein af perlum
Breiðholtsins hefur
haldið á vit nýrra
ævintýra. Anna
Kristín bjó um sig í
hjörtum okkar Leikniskvenna
með endalausri jákvæðni, gleði
og hjálpsemi svo ekki sé minnst
á hlýju og áhugasemi um líf
okkar allra og störf. Alltaf var
gaman að mæta þessari perlu
sem Anna Kristín var hvort
sem það var við blaðaútburð
eldsnemma dags, í Breiðholts-
lauginni eða við hin ýmsu sjálf-
boðaliðastörf í Leiknishúsinu.
Anna var alltaf boðin og búin til
aðstoðar við hverfisfélagið og
var hún ötull sjálfboðaliði upp
alla yngri flokka Leiknis, sem
hélt svo áfram inn í meistara-
flokksstarfið. Ekki var nú mikið
mál fyrir
Önnu að hrista fram úr erm-
inni eins og tvær súkkulaðikök-
ur með frosting-kremi sem allir
leikmenn félagsins og svo síðar
fjölskyldur þeirra elskuðu og
elska enn, enda er uppskriftin
nú til á mörgum heimilum
Leiknisfólks og gleður marga í
þeim veislum sem haldnar eru á
heimilum þeirra. Það var alltaf
stutt í glensið og gamanið hjá
Önnu og skemmtum við okkur
oft konunglega á hinum ýmsu
skemmtunum Leiknis og þá
klikkaði
Anna aldrei á að mæta með
hnetur og snakk á borðið sitt
því það var nauðsynlegt að hafa
slíkt slikkerí við höndina með
drykkjunum þegar líða tæki á
kvöldið. Um miðjan aldur dreif
hún sig í nám og útskrifaðist
sem sjúkraliði og undi hún hag
sínum vel við þau störf og erum
við allar sannfærðar um að heil-
brigðiskerfið á Íslandi var svo
sannarlega ríkara fyrir vikið
fyrir að hafa hana í sínum röð-
um. Áður en hún tók þetta
skref réð hún sig til vinnu á
leikskólanum Hólaborg og hafði
Anna Kristín
Haraldsdóttir
✝
Anna Kristín
Haraldsdóttir
fæddist 21. júlí
1957. Hún lést 15.
apríl 2022.
Útför Önnu fór
fram 28. apríl 2022.
hún oft á orði að
hún skildi nú bara
alls ekki hvernig
nokkur maður gæti
unnið við þessi
störf, alltaf sagt
með glettni og mik-
illi virðingu gagn-
vart þeim sem
þessum störfum
sinna. Erum við
nokkrar í þessum
hópi sem deilum
þessari sýn og þökkum við fyrir
að til er fólk sem virkilega elsk-
ar þessi störf rétt eins og Anna
fann sig svo vel innan heilbrigð-
isgeirans. Við Leikniskonur eig-
um margar skemmtilegar og
dýrmætar minningar um eina af
skærustu perlum Breiðholtsins
og gleði Önnu, umhyggjusemi
og væntumþykjan sem ein-
kenndi hana endurspeglast í því
að þessi hópur samanstendur af
konum sem ekki unnu allar með
henni að málefnum Leiknis á
sama tíma heldur nutum við
samvista við hana jafnt og þétt
yfir langt tímabil, konur komu
og fóru, sumar hafa verið allan
þennan langa tíma og er það
einna helst Önnu okkar að
þakka að samheldni hópsins
hélst og við allar kunnugar, hún
var dugleg að hóa okkur saman
til að hittast og gera eitthvað
skemmtilegt utan við Leiknis-
starfið. Elsku Dóri, Haraldur,
Hilmar Árni og Hörður Brynj-
ar, Leiknisfjölskyldan öll finnur
svo sannarlega til með ykkur í
þessu verkefni, missir ykkar er
mikill og söknuðurinn sár.
Elsku Anna Kristín, komið er
að leiðarlokum, hafðu þökk fyr-
ir lífsgleði þína, umhyggju, alúð
og hjálpsemi. Þú gerðir líf okk-
ar allra svo sannarlega ríkara
með því einu að vera þú sjálf.
Ein af skærustu perlum Breið-
holtsins og lést svo sannarlega
til þín taka.
Hinsta kveðja frá Leiknis-
konum,
Ágústa, Berglind, Björk,
Elísabet Ólöf, Ellen Klara,
Feldís Lilja, Guðný, Halla,
Hanna Júlía, Hrafnhildur,
Hulda, Ingibjörg, María,
Ólafía Katrín, Sigrún,
Þórunn Ýr.
Anna Kristín var skemmti-
leg, fyndin og jákvæð. Hún var
æskuvinkona Binnu, konunnar
minnar, og við áttum samleið í
meira en 40 ár. Þær vinkon-
urnar héldu þétt saman í gegn-
um lífið, töluðu mikið saman og
vissu alltaf hvor af annarri.
Hún var okkur traustur vinur
og alltaf til staðar þegar á
reyndi.
Við hjónin áttum ótal góðar
stundir með þeim Önnu Krist-
ínu og Halldóri Árna, sumar há-
tíðlegar en aðrar hversdagsleg-
ar eins og gengur. Oftast heima
en líka á ferðalögum innanlands
og erlendis.
Hún var dugnaðarforkur sem
lét ekkert stöðva sig. Starfaði
lengi hjá Íslandsbanka en skipti
um starfsvettvang fyrir nokkr-
um árum, fór í nám og vann
sem sjúkraliði eftir það.
Hún var alltaf töffari sem
naut þess að gleðjast í góðra
vina hópi langt fram á kvöld, en
hljóp svo langhlaup morguninn
eftir, eða synti kílómeter, eins
og ekkert væri. Stefndi á Land-
vættakeppnina þegar hún veikt-
ist fyrir rúmu ári.
Persónuleiki hennar var
þannig að hún eignaðist marga
vini, hún var opin, hress og
hafði einstakt lag á því að horfa
á björtu hliðarnar. Líf hennar
snerist öðru fremur um fjöl-
skylduna, einkum um strákana
hennar – synina Harald, Hilmar
og Hörð – sem hún var svo stolt
af og voru henni endalaus upp-
spretta gleði og ánægju, á
hverju sem gekk.
Eins og gengur meðal fólks á
fullorðinsárum minnum við vin-
irnir og jafnaldrarnir hvert
annað stöðugt á að lifa lífinu
núna, því enginn viti hversu
lengi við munum geta notið
samvista. Sorg okkar vegna
andláts Önnu Kristínar er
harkaleg áminning um þetta.
Hún var hreystin uppmáluð og
hvarflaði ekki að okkur annað
en árin fram undan með henni
yrðu mörg og skemmtileg. En
þá veiktist hún af ólæknandi
krabbameini sem tók hana frá
okkur, og lífið sjálft frá henni.
Hún kvaddi allt of snemma og
hennar er sárt saknað.
Með þakklæti fyrir allar góðu
minningarnar um Önnu Krist-
ínu sendi ég Halldóri Árna, son-
um hennar, Haraldi, Hilmari og
Herði og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Guðjón Arngrímsson.
Elsku fallegi
Smári okkar hefur
nú kvatt alltof of
fljótt.
Frá því Smári kom í heiminn
tveimur mánuðum fyrir tímann
var hann alltaf á hraðferð og þó
hann væri smár vantaði ekki
kraftinn og orkuna í kauða og
strax í fyrirburakassanum á
spítalanum var krafturinn svo
mikill að litla snáðanum tókst að
sprikla af sér bleyjunni.
Þegar við vorum krakkar var
Smári Hreiðarsson
✝
Smári Hreið-
arsson fæddist
17. október 1964.
Hann varð bráð-
kvaddur 2. apríl
2022.
Útförin fór fram
11. apríl 2022.
Smári með ein-
dæmum stríðinn. Í
minningunni var
það oftast Jolli sem
varð fyrir barðinu á
honum en við
frændsystkinin
fengum stundum
okkar skammt. Það
var oft líka glatt á
hjalla hjá okkur í
sveitinni hjá Helgu
mömmu þegar ekki
var verið á fullu í heyskap eða
öðrum verkum.
Á fullorðinsárum breyttist
stríðnin og varð meira góðlátleg
grín og sprell enda var alltaf fjör
í kringum Smára, hann elskaði
gott tjútt og þurfti aldrei áfengi
til að vera fjörugasti fýrinn á
dansgólfinu og á Smiðjukaffi-ár-
unum var margt brallað, fjöldi
minninga af skrautlegum prakk-
arastrikum sem draga fram
bros. Smári var líka afburða-
gestgjafi og það fór enginn
svangur frá borðum þegar hann
bauð til veislu.
En Smári var ekki bara ein-
staklega myndarlegur og glað-
vær einstaklingur, Smári var
góður drengur, alltaf tilbúinn til
að aðstoða eða veita góð ráð og
fjölhæfur til verka. Það sem ég
dáðist mest að í fari Smári var
hans óbilandi sjálfstraust, hvern-
ig hann tókst á við lífið með það
viðhorf að ekkert væri ómögu-
legt, sá ekki vandamál, bara
lausnir. Síðasta ráð sem hann
gaf mér var að maður mætti
aldrei gefa sér neikvæða niður-
stöðu fyrirfram og þó svo maður
fengi nei þá færði hvert nei
mann einu skrefi nær já-inu.
„Maður á alltaf að sækja nei-ið,“
sagði hann.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Minningin lifir þó maðurinn
hverfi.
Hvíldu í friði. Þín frænka
Búbbulína.
Birna Kolbrún
Gísladóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar