Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
Besta deild karla
Víkingur R. – Keflavík ............................. 4:1
Staðan:
Breiðablik 2 2 0 0 5:1 6
KA 2 2 0 0 4:0 6
Valur 2 2 0 0 3:1 6
Víkingur R. 3 2 0 1 6:5 6
ÍA 2 1 1 0 5:2 4
Stjarnan 2 1 1 0 5:2 4
KR 2 1 0 1 4:2 3
FH 2 1 0 1 5:4 3
ÍBV 2 0 0 2 1:5 0
Leiknir R. 2 0 0 2 0:4 0
Fram 2 0 0 2 3:8 0
Keflavík 3 0 0 3 2:9 0
Mjólkurbikar karla
Dregið til 32ja liða úrslitanna:
Stjarnan – KR
Sindri – ÍA
Fylkir – ÍBV
Fram – Leiknir R.
Hvíti riddarinn – Kórdrengir
Dalvík/Reynir – Þór
Selfoss – Magni
Grindavík – ÍR
Höttur/Huginn – Ægir
KA – Reynir S.
HK – Grótta
Vestri – Afturelding
Breiðablik – Valur
FH – Kári
Keflavík – Njarðvík
Haukar – Víkingur R.
Leikirnir fara fram 24.-26. maí.
England
Manchester United – Chelsea................. 1:1
Staða efstu liða:
Manch. City 33 25 5 3 80:21 80
Liverpool 33 24 7 2 85:22 79
Chelsea 33 19 9 5 68:28 66
Arsenal 33 19 3 11 52:40 60
Tottenham 33 18 4 11 56:38 58
Manch. Utd 35 15 10 10 54:52 55
West Ham 34 15 7 12 52:44 52
Evrópudeild karla
Undanúrslit, fyrri leikur:
RB Leipzig – Rangers ............................. 1:0
West Ham – Eintracht Frankfurt .......... 1:2
Sambandsdeild karla
Undanúrslit, fyrri leikur:
Feyenoord – Marseille............................. 3:2
Leicester – Roma ..................................... 1:1
Danmörk
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
Vejle – Midtjylland .................................. 0:1
- Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midt-
jylland, er frá keppni vegna meiðsla.
Noregur
Lilleström – Aalesund............................. 2:0
- Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrstu
70 mínúturnar með Lilleström.
0-'**5746-'
Olísdeild kvenna
1. umferð, fyrsti leikur:
KA/Þór – Haukar ................................. 30:27
ÍBV – Stjarnan ..................................... 22:28
Olísdeild karla
8-liða úrslit, oddaleikur:
FH – Selfoss ................................ (2frl) 33:38
_ Selfoss vann 2:1 og mætir Val.
Þýskaland
Leipzig – RN Löwen ........................... 28:31
- Ýmir Örn Gíslason lék ekki með Löwen.
Göppingen – Minden ........................... 33:22
- Janus Daði Smárason skoraði eitt mark
fyrir Göppingen.
Bergischer – Balingen........................ 29:21
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Bergischer. Daníel Þór Ingason skor-
aði 6 mörk fyrir Balingen en Oddur Gret-
arsson lék ekki með.
Erlangen – Melsungen........................ 32:31
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Melsungen en Alexander Petersson
ekkert. Elvar Örn Jónsson er frá keppni
vegna meiðsla. Ólafur Stefánsson er að-
stoðarþjálfari Erlangen.
Staðan eftir 26-28 leiki af 34:
Magdeburg 48, Kiel 44, Füchse Berlín 42,
Flensburg 40, Göppingen 33, Leipzig 30,
Wetzlar 29, Melsungen 29, RN Löwen 26,
Lemgo 24, Bergischer 23, Hamburg 22, Er-
langen 21, Hannover-Burgdorf 19, Stutt-
gart 16, Balingen 15, Minden 13, N-Lüb-
becke 10.
Svíþjóð
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Skövde – Kristianstad ........... (frl.) 41:40(v)
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde sem vann eftir tvífram-
lengdan leik og vítakeppni.
Sviss
8-liða úrslit karla, þriðji leikur:
Kadetten – Bern .................................. 40:28
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten
sem er með 2:1 forystu í einvíginu.
Úrslitakeppni kvenna:
Zug – Spono Eagles............................. 29:31
- Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir
Zug.
$'-39,/*"
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslands- og bikarmeistarar Víkings
hristu af sér skellinn á Skaganum
á dögunum með því að skora fjögur
mörk í fyrri hálfleiknum gegn
Keflvíkingum á Víkingsvellinum í
gærkvöld. Þeir létu síðan þar við
sitja en unnu afar öruggan sigur,
4:1.
Leikurinn tilheyrði tíundu um-
ferð Bestu deildar karla í fótbolta
sem að öðru leyti fer fram seint í
júnímánuði en þá eiga Víkingar að
spila í forkeppni fyrir Meist-
aradeildina. Víkingur og Keflavík
verða því með einum leik meira en
hin liðin í deildinni fram að því.
Keflvíkingar eru stigalausir eftir
þrjár umferðir þar sem þeir hafa
mætt þeim þremur liðum sem spáð
var efstu sætum deildarinnar.
Allir fjórir markaskorarar Vík-
ings skoruðu sitt fyrsta mark á
þessu tímabili.
_ Nikolaj Hansen, markakóngur
deildarinnar í fyrra með 16 mörk,
skoraði mark númer tvö en hann
var ekki í byrjunarliði Víkinga í
fyrstu tveimur leikjunum.
_ Birnir Snær Ingason kom líka
inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn og
skoraði þriðja mark Víkings. Hann
hefur þar með skorað fyrir fjögur
félög í efstu deild. Hin eru Fjölnir,
Valur og HK.
_ Kristall Máni Ingason og Júl-
íus Magnússon skoruðu fyrsta og
fjórða markið.
_ Adam Árni Róbertsson skor-
aði sitt fyrsta mark í efstu deild
þegar hann kom Keflavík á blað
með marki í uppbótartíma leiksins.
_ Rúnar Gissurarson, 35 ára
varamarkvörður Keflavíkur, kom
inn á eftir aðeins 18 mínútna leik
þegar Sindri Kristinn Ólafsson
meiddist og lék sinn fyrsta leik í
efstu deild. Rúnar átti ekki einu
sinni leik í 1. deild að baki á ferl-
inum en nálægt 150 leikjum í neðri
deildunum þar sem hann lék lengst
með Reyni í Sandgerði.
Afgreiddir í
fyrri hálfleik
- Víkingar lögðu Keflvíkinga 4:1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fossvogur Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, á fullri ferð gegn Keflvík-
ingum en hann skoraði fjórða mark liðsins með fallegu skoti.
KA/Þór og Stjarnan náðu í gær-
kvöld frumkvæði í einvígjunum
tveimur í fyrstu umferð úrslita-
keppninnar um Íslandsmeistaratitil
kvenna í handknattleik.
Stjarnan gerði góða ferð til Vest-
mannaeyja og vann þar ÍBV 28:22.
Garðbæingar náðu sex marka for-
skoti undir lok fyrri hálfleiks,
17:11, og héldu því að mestu í seinni
hálfleiknum.
Lena Margrét Valdimarsdóttir
skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna,
Anna Karen Hansdóttir 7 og Hel-
ena Rut Örvarsdóttir 5 en Sunna
Jónsdóttir var langatkvæðamest
Eyjakvenna og skoraði 10 mörk.
Á Akureyri var KA/Þór lengst af
undir gegn Haukum. Staðan var
16:15 í hálfleik og 27:26 fyrir
Hauka rétt fyrir leikslok. KA skor-
aði hinsvegar fjögur síðustu mörk-
in og vann 30:27.
Unnur Ómarsdóttir skoraði 8
mörk fyrir KA/Þór, Rakel Sara
Elvarsdóttir og Hildur Lilja Jóns-
dóttir 5 hvor en Natasha Hammer
var með 6 mörk fyrir Hauka.
Stjarnan vann í Eyjum og
KA/Þór slapp fyrir horn
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eyjar Stjörnukonur fögnuðu að vonum vel í lok leiks gegn ÍBV.
Manchester United og Chelsea
skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu á Old Trafford í
gærkvöld.
Staða þeirra breyttist lítið við
þessi úrslit en Chelsea er áfram í
þriðja sætinu og United í því sjötta.
Vonir United um að ná fjórða sæt-
inu og komast í Meistaradeildina
eru nú nánast að engu orðnar.
Chelsea komst yfir á 60. mínútu
þegar Reece James sendi boltann
fyrir mark United frá hægri, Kai
Havertz skallaði áfram og Marcos
Alonso skoraði með glæsilegu, við-
stöðulausu skoti.
Aðeins tveimur mínútum síðar
jafnaði Cristiano Ronaldo fyrir
United þegar hann fékk sendingu
frá Nemanja Matic inn í vítateiginn
og skoraði með föstu skoti, 1:1.
Reece James var nærri því að
tryggja Chelsea sigur þegar hann
átti hörkuskot í stöng.
AFP/Lindsey Parnaby
Mark Cristiano Ronaldo jafnar fyrir Manchester United gegn Chelsea.
Fjórða sætið er
nánast úr sögunni
Brasilíska knattspyrnukonan Ana Paula Santos Silva sló í gegn í fyrsta leik
sínum á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld en þá skoraði hún þrennu
í 4:0-sigri Keflvíkinga gegn KR-ingum í Vesturbænum. Hún er fyrir vikið
valin besti leikmaður fyrstu umferðar Bestu deildar kvenna hjá Morgun-
blaðinu.
Þær Ana Paula, Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir og Selfyssing-
urinn Brenna Lovera fengu allar tvö M fyrir frammistöðu sína í fyrstu um-
ferðinni og þær eru í fyrsta úrvalsliði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu,
ásamt átta öðrum, sem sjá má hér fyrir ofan. Breiðablik á flesta leikmenn í
þessu fyrsta liði, þrjá talsins.
1 . umferð
í Bestu deild kvenna 2022
3-4-3
Telma Ívarsdóttir
Breiðablik
Þóra Björg
Stefánsdóttir
ÍBV
Brenna Lovera
Selfoss
Ingibjörg Lúcía
Ragnarsdóttir
Stjarnan
Ásdís Karen
Halldórsdóttir
Valur
Magdalena
Anna Reimus
Selfoss
Ana Paula Santos Silva
Keflavík
Elín Helena Karlsdóttir
Keflavík
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Valur
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Breiðablik
Natasha Anasi
Breiðablik
Ana best í fyrstu umferðinni
VÍKINGUR – KEFLAVÍK 4:1
1:0 Kristall Máni Ingason 10.
2:0 Nikolaj Hansen 25.
3:0 Birnir Snær Ingason 39.
4:0 Júlíus Magnússon 45.
4:1 Adam Árni Róbertsson 90.
MM
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
M
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Birnir Snær Ingason (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Dómari: Elías Ingi Árnason – 7.
Áhorfendur: Um 1.000.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikinn – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.