Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 40
FERMINGAR TILBOÐ GÓÐUR STUÐNINGUR VIÐMJÓBAK ÝMIR HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT POKAGORMAKERFI Styður mun betur við líkamann en venjuleg gormakerfi. Pokagormarnir eru meðmis- þykkum vír eftir því hvar þeir eru staðsettir í dýnunni.Mjúkir við axlasvæði, stífir við mjóbakssvæði,millistífir í miðjunni. 330 gormar per fm2. Tvíhert stál. VERÐ ÁÐURSTÆRÐ VERÐ NÚ 120×200 140×200 150×200 99.900 kr. 114.900 kr. 129.900 kr. 89.900 kr. 104.900 kr. 119.900 kr. Öll verð með PU botni og fótum. ATH. fleiri stæðir í boði. V e rð b ir t m e ð fy ri rv a ra u m in n sl á tt a rv il lu r o g /e ð a b re yt in g a r. FRIGG, ÓÐINN OG IÐUNN: Öll verð eru með PU botni og fótum. ATH.fleiri stæðir í boði. STÆRÐ VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ 120×200 140×200 150×200 139.900 kr. 159.900 kr. 179.900 kr. 119.900 kr. 139.900 kr. 159.900 kr. IÐUNN GÓÐ SJÖ SVÆÐASKIPT HEILSUDÝNA SEM STYÐUR RÉTT VIÐ LÍKAMANN Cool efnablandan aðlagast líkamanumog gefur betri öndun.Góðþrýstijöfnunog réttur stuðningur tryggir betra blóðflæði ogbetri líðan, þú færðdýpri ogbetri svefn. FRIGG HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT HEILSUDÝNAÁ FRÆBÆRUVERÐI Með5 svæðaskiptu pokagormakerfi.Góður mjóbaksstuðningur. Mýkra og betra axlasvæði. Þrýstijöfnunarefni í bólstrun. Vandaðar kantstyrkingar. Fullkomin nýting á svefnfleti. ÓÐINN HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT HEILSUDÝNAÁ FRÆBÆRUVERÐI Með5 svæðaskiptu pokagormakerfi.Góður mjóbaksstuðningur.Mýkra ogbetra axlasvæði. Þrýstijöfnunarefni í bólstrun.Vandaðar kantstyrkingar.Fullkominnýting á svefnfleti. – MILLISTÍF – STÍF 25% AFSLÁTTUR AF FYLGIHLUTUM VIÐ DÝNUKAUP VERÐ SEM KOMA Á ÓVART Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Soffía Björg heldur útgáfutónleika vegna plötu sinnar, The Company You Keep, í Iðnó í kvöld, 29. apríl, kl. 20. Er það önnur breiðskífa Soffíu og kom út í árslok í fyrra. Á tónleikunum koma fram með Soffíu þau Unnur Jónsdóttir sem leikur á selló, Ragnhildur Gunnarsdóttir sem leikur á trompet, Pétur Ben gítarleikari, Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari og bakradda- söngkonurnar Fríða Dís og Karítas. Sérstakir gesta- söngvarar verða Pétur Ben og Krummi. Soffía Björg flytur The Company You Keep í Iðnó í kvöld FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Selfyssingar eru komnir í undanúrslitin á Íslandsmóti karla í handknattleik eftir sigur á FH í tvíframlengdum og mögnuðum oddaleik liðanna í Kaplakrika í gærkvöld. Þeir mæta Valsmönnum í undanúrslitum en Haukar og ÍBV mætast í hinu einvíginu. »35 Selfyssingar sendu FH í sumarfrí ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Húsið ber virðulegan svip og starf- semin þarf að vera við þess hæfi,“ segir Ísak Eldjárn Tómasson, veit- ingamaður í Konungskaffi á Selfossi. Staðurinn er í nýja miðbænum þar í bæ, en veitingastaðirnir þar nálgast tuginn. Hver þeirra hefur sína sér- stöðu; í Konungskaffi býðst smur- brauð í dönskum stíl, brauðtertur, kökur og annað slíkt. Einnig kaffi og úrvalsbjór í sérmerktum glösum. Smekklegt hús og hlýlegt Ferðamenn flykkjast í miðbæinn nýja á Selfossi. Öll húsin þar eiga sér fyrirmyndir í eldri byggingum sem eru horfnar. Konungskaffi er til húsa í byggingu tilsvarandi þeirri sem var reist á Þingvöllum árið 1907 fyrir Íslandsheimsókn Friðriks 8. Danakonungs og Lovísu prinsessu. Húsið var upphaflega rétt fyrir neð- an Öxarárfoss og kallað Konungs- húsið. Það var seinna flutt og endur- reist skammt frá Hótel Valhöll og var til að mynda bústaður Kristjáns konungs 10. og Alexandrínu drottn- ingar á Alþingishátíðinni árið 1930. Upp frá því hófu ráðherrar í ríkis- stjórn Íslands að nota Konungshúsið sem sumarbústað. Húsið brann 10. júlí 1970. Þar létust Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir kona hans og dóttur- sonur þeirra, Benedikt Vilmundar- son. Konungshúsið nýja á Selfossi er sunnanvert við torgið í miðbænum nýja. „Húsið er smekklega byggt og hlýlegt. Nú þarf ég bara myndir af Danakonungum og hengja hér upp. Slíkt rifjar upp þá sögu sem Kon- ungshúsinu fylgdi,“ segir Ísak Eld- járn sem hefur starfað við veitinga- rekstur frá unglingsaldri. Samstarfskona hans í Konungskaffi er Sunna Mjöll Caird. „Við opnuðum á sumardaginn fyrsta og viðtökurnar hafa verið góð- ar, enda þótt við höfum ekki kynnt okkur mikið. Staðurinn, sem tekur um 40 manns í sæti, hefur spurst vel út, sem er besta kynningin sem hægt er að fá,“ segir Ísak Eldjárn. Meira byggt í nýjum miðbæ Á árinu hefjast framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi. Reist verða alls 22 hús, en 13 byggingar eru í þeim hluta mið- bæjarins sem tekinn var í notkun síðasta sumar. Í þeim húsum eru meðal annars verslanir og veitinga- staðir, en í þeim sem nú á að reisa verða m.a. hótel, skrifstofur og svo íbúðir. Uppbygging þessi mun taka næstu tvö til þrjú árin. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Veitingafólk Ísak Eldjárn og Sunna Mjöll við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu sem var opnað á sumardaginn fyrsta. Kóngar, kökur og kaffi Morgunblaðið/Óttar Geirsson Selfoss Konungshúsið er snoturt og bjórinn er í sérmerktum glösum. - Eldjárn vert á Konungskaffi í nýja miðbænum á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.