Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
PORTÚGAL
9 DAGA FERÐ, FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRN
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS
29. MAÍ - 07. JÚNÍ
CLUBE ALBUFEIRA 3*
SUPERIOR ÍBÚÐ
VERÐ FRÁ87.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 127.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
29. MAÍ - 07. JÚNÍ
APARTHOTEL VICTORIA 4*
ÍBÚÐ MEÐ ÖLLU INNIFÖLDU
VERÐ FRÁ114.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 198.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR
BEINT
FLUG
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Nóg var um að vera á baráttudegi
verkalýðsins, 1. maí. Hátíðahöld voru
víða um land og voru stóru stéttar-
félögin í Reykjavík með vegleg kaffi-
samsæti víðsvegar um borgina. Drífa
Snædal, forseti Alþýðusambands Ís-
lands, var meðal þeirra sem héldu
ræður á útifundi á
Ingólfstorgi í til-
efni dagsins.
Hvorki Sólveig
Anna Jónsdóttir,
formaður Efling-
ar, né Ragnar Þór
Ingólfsson, for-
maður VR, fluttu
ræður á fundinum
en bæði hafa þau
gagnrýnt forystu
ASÍ harðlega.
Í ræðu sinni sagði Drífa að enn á
ný væri reynt að ljúga því að fólki að
bankarnir væru betur komnir í hönd-
um fjárfesta, þeirra sömu og beri
ábyrgð á efnahagslegum hörmung-
um sem komu hart niður á almenn-
ingi. Sagði hún einnig að víðar væri
reynt að sölsa undir sig almannaeig-
ur, hvort sem um leikskóla, öldrunar-
heimili eða heilbrigðiskerfið allt væri
að ræða. „Eftir því sem hinir ríku
verða ríkari þarf að koma peningun-
um fyrir og ávaxta þá. Fjárfestar
heimsins fara þá að renna hýru auga
til almannaeigna og húsnæðis með
skelfilegum afleiðingum fyrir vinn-
andi fólk, þau sem njóta þjónustunn-
ar og almenning allan. Við höfum
endalaus víti til að varast,“ segir í
ræðunni.
„Leikskólar, félagsþjónusta, fjár-
málaþjónusta, öldrunarþjónusta,
menntun, samgöngur, listir og menn-
ing. Allt sem byggt hefur verið upp af
okkur er nú í hættu.“ Þá sagði Drífa
að húsnæðismálin væru skýrasta
dæmið um velferð sem farið hefði út
af sporinu og þar væri meira hugsað
um fjármagn en fólk. „Verka-
mannabústaðakerfinu var slátrað af
því að það átti að vera svo frábært að
gera alla að litlum kapítalistum í stað
þess að huga að húsnæðisöryggi fyrir
alla.“
Fordæmdi uppsagnirnar
Trúnaðarráð Bárunnar sendi í gær
frá sér ályktun í tilefni dagsins, þar
sem hópuppsagnir Eflingar voru for-
dæmdar. Sagði í ályktuninni að stétt-
arfélagið harmaði þá stöðu sem
launafólk innan ASÍ hefði orðið vitni
að vegna átaka innan hreyfingarinn-
ar þar sem ráðist hefði verið að
starfsfólki, forseta ASÍ og fleirum og
vegið að grundvallarréttindum
launafólks. „Trúnaðarráð Bárunnar
fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu
ákvörðun Baráttulista stjórnar Efl-
ingar að segja öllu starfsfólki á skrif-
stofu félagsins upp störfum,“ sagði
ennfremur í ályktuninni.
Kom þar fram að slíkar aðgerðir
hefðu til þessa aðeins tíðkast í fyrir-
tækjarekstri og þá sem algjört neyð-
arúrræði ef hagræða ætti í rekstri.
Segir þar einnig að ein af frumskyld-
um stéttarfélaga sé að verja rétt
fólks til vinnu og að velferð starfs-
fólks eigi að vera í fyrsta sæti. Í
ályktuninni er jafnframt lýst yfir full-
um stuðningi við starfsfólk Eflingar.
„Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir
það ofbeldi sem einkennt hefur um-
ræðuna í kringum málefni Eflingar.
Félagsfólk í verkalýðshreyfingunni á
skýlausa kröfu til þess að forsvars-
menn hreyfingarinnar sýni háttsemi
í orðavali og ráðist ekki á félaga sína
eða starfsfólk með yfirgangi og
ósannindum. Hreyfingin og félagar
hennar verðskulda meiri virðingu en
umræðan undanfarna mánuði hefur
borið vitni um. Ofbeldi á hvergi að
þrífast og síst af öllu innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Trúnaðarráð
Bárunnar lýsir yfir fullum stuðningi
við starfsfólkið,“ segir í ályktuninni.
Dregið úr trúverðugleika
Þá vekur trúnaðarráðið jafnframt
athygli á að mikill meirihluti starfs-
fólks Eflingar sem nú hefur verið
sagt upp störfum séu konur og að það
dragi úr trúverðugleika hreyfingar-
innar í baráttunni fyrir jafnrétti og
aukinni virðingu fyrir störfum
kvenna almennt.
Í ályktuninni er útskýringum
stjórnar Eflingar hafnað og telur
trúnaðarráðið einsýnt að ástæða
uppsagnanna sé krafa um hollustu
við formann og stefnu hans umfram
kröfur um fagmennsku og þjónustu
við félagsfólk.
Þá furðar ráðið sig á framgöngu
formanna Starfsgreinasambandsins
og VR, sem hafi varið þessa aðför að
starfsfólki Eflingar. Segir ráðið að
þeir hafi brugðist trausti verkalýðs-
hreyfingarinnar sem formenn
tveggja stærstu landssambandanna
innan ASÍ. „Stjórn Bárunnar telur
einsýnt að ef verkalýðshreyfingin
treystir sér ekki til að verja eigið
starfsfólk þá verði erfitt að taka slag-
inn fyrir almenna félagsmenn vegna
þess fordæmis sem þetta gefur at-
vinnurekendum.“
Vilja breytingar til batnaðar
Morgunblaðið náði tali af Friðriki
Jónssyni, formanni Bandalags há-
skólamanna, á baráttudegi verka-
lýðsins. „Ég er rétt að ná andanum af
því að það er búið að vera svo gaman
hérna í dag,“ sagði Friðrik í viðtali
við Morgunblaðið. „Það er frábært
að hægt sé að koma saman eftir þrjú
ár, ég held að það sé undiralda þess
að vilja fá ákveðnar breytingar til
batnaðar og að þrátt fyrir allt sé
veruleg samstaða og samkennd með-
al verkalýðshreyfinga á landinu.“
Spurður um hvað sé fram undan í
kjarasamningum segir Friðrik að
undirbúningur sé á fullu. „Undirbún-
ingur er hafinn hjá okkur BHM-fé-
lögum þannig að við erum að vinna á
fullu og svo erum við að taka tillit til
allra nýrra upplýsinga varðandi þró-
un efnahags- og alþjóðamála af því að
allt hefur þetta áhrif,“ segir hann.
„Við þurfum að huga að okkar for-
gangsröðun, félögin sjálf eru nátt-
úrulega með samningsréttinn og
BHM sem regnhlífarsamtök sér um
samhæfinguna og að við fáum
ákveðna samleið á milli félaganna.
Þetta snýst allt um að samstarf.
Samvinna og samstaða er það sem
skilar árangri.“
„Endalaus víti til að varast“
- Fjölmenni sótti skrúðgöngur á baráttudegi verkalýðsins - Forseti ASÍ segir húsnæðismál farin af
sporinu - Báran fordæmdi hópuppsagnir Eflingar - Undirbúningur BHM fyrir kjaraviðræður á fullu
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Verkalýðsbarátta Fjölmenni mætti í skrúðgöngu í höfuðborginni í tilefni af baráttudegi verkalýðsins.
Drífa
Snædal
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Sveitarstjórnarkosningar fara
fram 14. maí og eru tæpar tvær
vikur í kosningar. Frá opnun utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu hafa
samtals 1.839 greitt atkvæði hjá
sýslumanninum á höfuðborgar-
svæðinu en alls hafa 2.537 kosið á
landinu öllu. Á sama tíma í sveitar-
stjórnarkosningum árið 2018 hafði
alls 1.121 greitt atkvæði utan kjör-
fundar hjá sýslumanninum á
höfuðborgarsvæðinu. Kjörsókn ut-
an kjörfundar er því meiri nú en
árið 2018. Atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar stendur yfir í fjórar
vikur en í síðustu sveitarstjórnar-
kosningum stóð hún yfir í átta vik-
ur.
Kjörsókn muni aukast
verulega næstu tvær vikur
Sígríður Kristinsdóttir, sýslu-
maðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
segir að búist sé við að kjörsókn
muni aukast verulega næstu tvær
vikur og því verði utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla opin lengur. Frá
og með deginum í dag verður hún
opin frá klukkan 10 til 22 alla daga
vikunnar í Holtagörðum á 2. hæð.
Á kjördag, 14. maí, verður opið frá
klukkan 10 til 17 fyrir þá sem eru
á kjörskrá utan höfuðborgarsvæð-
isins.
Kjörsókn meiri
nú en árið 2018
- Á landinu hafa
2.537 greitt utan-
kjörfundaratkvæði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Holtagarðar Tæpar tvær vikur eru
til sveitarstjórnarkosninganna.