Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
RAFHJÓL
BREKKA?
Ekkertmál.
Þú klárar hana á rafhjóli frá okkur
Faxafen 8 - www.orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson
stóðu tvö eftir í Bakgarðshlaupinu
á vegum Náttúruhlaupa, þegar
þetta var ritað. Höfðu þau þá hlaup-
ið nánast viðstöðulaust frá því
klukkan níu að morgni laugardags.
Bakgarðshlaupið virkar þannig
að keppendur leggja af stað á heila
tímanum í 6,75 kílómetra hlaup og
hafa þá klukkustund til að klára.
Nái þau í mark innan tímans fá þau
pásu þar til ræst er á ný. Íslands-
metið var 25 hringir, en klukkan
ellefu í gærkvöldi voru þau Mari og
Þorleifur að leggja af stað þrítug-
asta og níunda hringinn og voru
þar með búin að leggja 263,25 kíló-
metra að baki á 38 klukkustundum.
Sjálfur Lazarus Lake, maðurinn á
bak við bakgarðshlaupin, var kom-
inn í hóp þeirra sem fylgjast með
árangri tvíeykisins. Skipuleggj-
endur hlaupsins eru orðlausir.
Óstöðvandi
bakgarðs-
hlauparar
- Á hlaupum frá
laugardagsmorgni
Ljósmynd/ Náttúruhlaup
Framúrskarandi Mari og Þorleifur
hlupu galvösk inn í aðra nóttina.
Í stilltu og fallegu veðri var hjarta-
steinn í minningu rithöfundarins
Guðrúnar Helgadóttur afhjúpaður
á laugardag fyrir framan Bæjar-
bíóið í miðborg Hafnarfjarðar.
„Við áttum mjög fallega stund og
það komu á þriðja tug ættingja
Guðrúnar til að minnast hennar,“
segir Páll Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Bæjarbíós. Ákveðið
var að tileinka þessa stund nánustu
fjölskyldu Guðrúnar, en Rósa Guð-
bjartsdóttir bæjarstjóri og Ágúst
Bjarni Garðarsson, formaður bæj-
arráðs, afhjúpuðu hjartasteininn.
Guðrún Helgadóttir er annar
listamaður bæjarins sem hlýtur
þennan minnisvarða, en Björgvin
Halldórsson tónlistarmaður hlaut
fyrsta hjartasteininn á síðasta ári.
Eftir athöfnina var boðið upp á létt-
ar veitingar og bæjarlistamaður
ársins, Björn Thoroddsen, spilaði
fyrir gesti. Síðan las Gunnar Helga-
son upp úr hinni geysivinsælu bók
Guðrúnar, Jóni Oddi og Jóni
Bjarna, fyrir fjölskylduna. Bókin
um tvíburana er ein vinsælasta
barnabók sem gefin hefur verið út
á Íslandi en hún var frumraun Guð-
rúnar og fyrir hana hlaut hún Nor-
rænu barnabókaverðlaunin. Þá var
húsið opnað fyrir Hafnfirðinga með
sýningu á fyrstu mynd Þráins Bert-
elssonar frá árinu 1981, sem byggð
er á bók Guðrúnar um uppátækja-
sömu tvíburana og var húsfyllir í
bíósalnum.
„Við erum svo glöð að hafa gert
þetta, því við vorum búin að ræða
við Guðrúnu um hjartasteininn áð-
ur en hún féll frá,“ segir Páll.
Áttum saman fallega stund
Ljósmynd/Bæjarbíó
Hjartasteinn Nánasta fjölskylda Guðrúnar kom saman við Bæjarbíó.
- Guðrún Helgadóttir fær hjartastein Hafnarfjarðar
Atvinnufjelagið
hefur fengið
dræmar mót-
tökur frá verka-
lýðshreyfingunni,
að sögn Sigmars
Vilhjálmssonar,
fyrirsvarsmanns
samtakanna.
Hann á þó von á
að það gæti dreg-
ið til tíðinda á
næstu vikum og muni það koma til
með að styrkja stöðu Atvinnufje-
lagsins fyrir komandi kjara-
viðræður.
Sigmar segir að Atvinnufjelagið
sé búið að vera í viðræðum við önnur
félög með sömu sýn, en getur þó
ekki gefið upp hvaða félög hann eigi
við. Það gæti orðið til þess að sam-
tökin komist í svo sterka stöðu að
þau verði ómissandi í kjaraviðræð-
unum sem eru á næsta leiti. Nánar
er rætt við Sigmar á mbl.is.
Atvinnufjelag-
ið ræðir við
önnur félög
Sigmar
Vilhjálmsson