Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 12

Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 2. maí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.74 Sterlingspund 164.23 Kanadadalur 102.64 Dönsk króna 18.518 Norsk króna 14.13 Sænsk króna 13.384 Svissn. franki 134.72 Japanskt jen 1.0058 SDR 175.72 Evra 137.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.3338 Aðalfundur Berkshire Hathaway var haldinn í Omaha um helgina og var það í fyrsta skipti síðan 2019 sem gestir gátu sótt viðburðinn í eigin persónu. Er jafnan mikið um dýrðir á fundinum og hafa gárungar líkt samkomunni við Woodstock-tónlist- arhátíðina, nema hún er fyrir kapít- alista. Er áætlað að um 40.000 hlut- hafar hafi tekið þátt að þessu sinni. Í aðdraganda fundarins kom m.a. fram að félagið hefði verið stórtækt í hlutabréfakaupum á fyrsta fjórðungi þessa árs og ráðstafað ríflega 51 milljarði dala til þeirra viðskipta. Bætti félagið við hlut sinn í olíufyrir- tækinu Chevron, úr 4,5 milljörðum dala upp í 25,9 milljarða, auk þess að kaupa 6 milljarða dala virði af hluta- bréfum í olíufélaginu Occidental Petrolium, en þar átti Berkshire fyr- ir hlut sem metinn var á 10 milljarða dala. Einnig hefur Warren Buffett, stjórnandi Berkshire, ráðstafað 11,6 milljörðum dala til að kaupa trygg- ingafélagið Alleghany Corp, auk þess sem hann keypti hlutabréf í tölvuframleiðandanum HP fyrir 4,2 milljarða dala og 9,5% hlut í leikja- framleiðandanum Activison Blizzard fyrir um 5,6 milljarða dala, að því er Reuters greinir frá. Loks keypti Berkshire eigin hlutabréf fyrir 3,2 milljarða dala á fyrsta ársfjórðungi. Benda greinendur á að hluta- bréfakaupin á síðasta ársfjórðungi megi mögulega skýra með því að sú verðlækkun sem varð á bandarísk- um hlutabréfamarkaði fyrstu mán- uði ársins hafi freistað stjórnenda Berkshire sem áður varð tíðrætt um að bandarísk hlutafélög væru of hátt verðlögð. Starfsemi samstæðunnar hefur gengið ágætlega og á milli ársfjórð- unga varð lítil breyting á hagnaði fyrir afskriftir, vexti og skatta. Gott að eiga digran sjóð Var hlutabréfasafn Berkshire 391 milljarðs dala virði í lok marsmán- aðar en markaðsvirði samsteypunn- ar er 712 milljarðar dala. Situr félag- ið núna á um 106 milljarða dala sjóði sem nýta má til fjárfestinga og not- aði Buffett tækifærið á aðalfundin- um til að lýsa kostum þess að eiga drjúgan sjóð til að sækja í. Áður hef- ur hann kvartað yfir því að vöntun á góðum fjárfestingartækifærum hefði orðið til þess að helst til mikið lausafé hefði safnast upp hjá félag- inu: „Það er alltaf gott að eiga mikið af handbæru fé. Það er eins og súr- efni: alltaf til staðar en ef það hverf- ur bara í nokkrar mínútur þá er ball- ið búið.“ Hlutabréfaverð Berkshire Hatha- way hefur hækkað um 7% það sem af er þessu ári en á sama tíma hefur S&P 500-vísitalan lækkað um 13%. ai@mbl.is Berkshire duglegt við hlutabréfakaup - Keyptu m.a. hluti í Chevron og Activision AFP Hátíð Hluthafar stilla sér upp við mynd af Warren Buffett á aðalfundinum. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Innkaupastjóravísitala kínverskra iðnfyrirtækja mældist 47,4 stig í aprílmánuði og hefur ekki verið lægri síðan snemma árs 2020, en í mars mældist vísitalan 49,5 stig. Hjá þjónustufyrirtækjum var samdrátt- urinn enn meiri, og fór vísitala þeirra úr 48,4 stigum í mars niður í 41,9 stig í apríl. Innkaupastjóravísitalan, sem kín- verska hagstofan birtir í lok hvers mánaðar, þykir gefa sterka vísbend- ingu um vöxt eða samdrátt í kín- verska hagkerfinu. Jafngildir það samdrætti á milli mánaða ef vísital- an er undir 50 stigum en vexti ef vísitalan er yfir 50 stigum. Að sögn AFP má ekki síst rekja samdráttinn í apríl til harkalegra smitvarnaaðgerða víða í Kína sem hafa bitnað á borgum á borð við Shenzhen og Sjanghaí þar sem mörg öflugustu iðnfyrirtæki landsins eru með verksmiðjur sínar. Vegna sótt- varna hafa sum fyrirtæki átt erfitt með að manna vaktir og einnig hafa hráefnis- og vöruflutningar raskast. Hefur mörgum hundruðum milljóna Kínverja verið meinað að yfirgefa heimili sín og einkaneysla dregist mikið saman af þeim sökum. Apple og Tesla fá skell Kínverska fjölmiðlafyrirtækið Caixin gefur út sína eigin innkaupa- vísitölu og mældist Caixin-vísitalan 46 stig í apríl en 48,1 stig í mán- uðinum þar á undan. Nær Caixin- vísitalan til smárra og meðalstórra fyrirtækja, en vísitala kínversku hagstofunnar mælir aðallega þró- unina hjá stórfyrirtækjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tjóni vegna aðgerða kín- verskra stjórnvalda eru raftækja- framleiðandinn Apple og rafbíla- framleiðandinn Tesla. Síðastliðinn fimmtudag varaði Apple við að tekjur félagsins á öðrum ársfjórð- ungi yrðu líklega 4-8 milljörðum dala lægri en spáð hafði verið, m.a. vegna raskana í Kína. Þá sagði Tesla að sú truflun sem orðið hefur á starf- semi verksmiðju fyrirtækisins í Sjanghaí jafngilti því að heilan mán- uð vantaði í framleiðslumagn þessa árs. Hefur Financial Times eftir markaðsgreinendum að smitvarna- aðgerðir kínverskra stjórnvalda kunni að minnka framleiðslutölur iðnfyrirtækja þar í landi um 10% á þessu ári og að stálframleiðsla í Kína geti dregist saman um allt að 18%. Erfiðleikar Kína smita út frá sér Þau dempandi áhrif sem smit- varnaaðgerðir stjórnvalda hafa haft á kínverskt atvinnulíf hafa stuðlað að töluverðri veikingu kínverska renminbísins og þegar mest lét nam gengislækkunin í apríl nærri 4,3% gagnvart Bandaríkjadal. Greinir FT frá því að veiking kín- verska gjaldmiðilsins virðist vera að smita út frá sér víða um heim. Þannig hefur gjaldmiðill Brasilíu, sem styrktist framan af árinu vegna hækkandi hráefnis- og matvæla- verðs sem mátti m.a. rekja til stríðsins í Úkraínu, tekið að veikj- ast á undanförnum vikum vegna minnkandi eftirspurnar í Kína. Gjaldmiðlar Kólumbíu, Síle, Perú og Suður-Afríku, sem öll flytja út málma og aðrar hrávörur til Kína, hafa líka dalað nokkuð skarplega í apríl. Skarpur samdráttur hjá kínverskum fyrirtækjum AFP Stopp Vörubílaverksmiðja í Quingzhou. Margar stórborgir Kína hafa lamast vegna mjög strangra smitvarna. - Áhrifa sóttvarna gætir í innkaupastjóravísitölunni - Gengið hefur veikst Allt um sjávarútveg Viðskiptahraðallinn Hringiða hóf göngu sína 25. apríl og voru sjö hópar valdir til að taka þátt í verk- efninu að þessu sinni. Klak hefur umsjón með hraðlinum sem er helg- aður hringrásarhagkerfinu. Að verkefninu standa að auki Orkuveita Reykjavíkur, Umhverf- is-, orku- og loftslagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Sorpa, Terra, Faxaflóahafnir, Samtök iðnaðarins og Ölgerðin. Teymin eru fjölbreytt, og má fyrst nefna Snerpu Power sem þró- ar lausn til að sjálfvirknivæða áætl- anagerð og besta tilboðsgerð fyrir stórnotendur rafmagns. Plogg-In notar upplýsingatæknitól til að hvetja til aukinnar umhverfisvit- undar og skapa heim án rusls og GreenBytes þróar skipulagstól fyr- ir veitingastaði til að draga úr mat- arsóun og auka hagnað um leið. Fólkið á bak við Sidewind stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum sem settir eru um borð í flutningaskip og nýta hliðarvind á hafi úti til að framleiða raforku. Álvit er að þróa nýjan umhverfisvænan kragasalla fyrir rafgreiningarker álvera og e1 er lýst sem „Airbnb fyrir hleðslu- stöðvar rafbíla“. Loks er Ýmir Technologies sem sérhæfir sig í að þróa lausnir til að gera verðmæti úr úrgangi. ai@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Lausn Verkefnin eru fjölbreytt og snúast t.d. um föngun vindorku. Sjö teymi taka þátt í Hringiðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.