Morgunblaðið - 02.05.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
Göng Ljósið við enda undirganga Kópavogs hefur að geyma kynjaverur sem geta brugðið sér í ýmis líki þegar sá gállinn er á þeim.
Haraldur
Hinn 14. maí næst-
komandi fara fram
sveitarstjórnarkosn-
ingar hérlendis þar
sem kosin verður for-
ysta í 64 sveitar-
félögum. Þetta eru átta
færri sveitarstjórnir
en í kosningunum
2018. Gildandi sveitar-
stjórnarlög tóku gildi í
ársbyrjun 2012. Eins
og eldri löggjöf kveða
þau á um að sveitarfélög ráði sjálf
málefnum sínum á eigin ábyrgð og
að engu málefni sem varðar sér-
staklega hagsmuni viðkomandi
sveitarfélags skuli ráðið til lykta án
umfjöllunar sveitarstjórnarinnar.
Ráðherra sveitarstjórnarmála, sem
nú er Sigurður Ingi Jóhannsson,
skal leggja eigi sjaldnar en á þriggja
ára fresti þingsályktunartillögu fyr-
ir Alþingi um stefnumótandi áætlun
ríkisins um málefni sveitarfélaga til
fimmtán ára í senn. Í henni skal
jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til
næstu fimm ára. Í lögunum 2011 var
kveðið á um að lágmarksíbúafjöldi
sveitarfélags sé ekki undir 1.000, en
um það hefur síðan verið deilt. Í
nýrri 4. gr. sveitarstjórnarlaga er
gerð krafa um að lágmarksíbúafjöldi
í sveitarfélagi eftir sveitarstjórnar-
kosningarnar í vor sé 250 manns og
1.000 manna íbúamark eftir kosn-
ingar 2026. Tíu af núverandi sveitar-
félögum eru enn með færri íbúa en
250 og 19 til viðbótar eru undir 1.000
íbúa markinu.
Margháttaðir
annmarkar
Lengi hefur blasað
við afar ólík land-
fræðileg stærð sveitar-
félaga hérlendis að ekki
sé talað um mun í íbúa-
fjölda. Þessi mismunur
veldur því að ytri að-
stæður sveitarfélaga
eru gjörólíkar og til-
raunir til að jafna hann
í löggjöf og með sam-
einingu sveitarfélaga
hafa náð skammt. Árið 1986 voru
lagðar niður sýslur og kaupstaðir
sem lengi höfðu verið við lýði sem
stjórnsýslueiningar og mynduðu
fram til ársins 1959 grunninn að
kjördæmum til Alþingis. Þáverandi
ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks beitti sér þá fyrir nýj-
um lögum um að stjórnsýslustigin í
landinu skyldu aðeins vera tvö, þ.e.
Alþingi og sveitarfélög. Í aðdrag-
anda lagasetningarinnar átti sér stað
talsverð umræða um að koma á
þriðja stjórnsýslustiginu undir heit-
inu héruð eða fylki, m.a. naut sú hug-
mynd eindregins stuðnings frá þá-
verandi byggðanefnd þingflokkanna
undir forystu Lárusar Jónssonar
fyrrverandi þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins. Einnig innan Alþýðu-
bandalagsins voru margir henni
fylgjandi og sá sem þetta ritar flutti
þá heildstæða breytingartillögu (mál
nr. 545 á 108. þingi) við stjórn-
arfumvarpið sem gerði ráð fyrir hér-
uðum sem sjálfstæðu stjórnsýslu-
stigi líkt og gerist annars staðar á
Norðurlöndum. Í Noregi eru fylki 11
talsins og lén eru 21 í Svíþjóð. Laus-
leg ákvæði sem þá voru lögfest um
héraðsnefndir eða annað form á
samvinnu sveitarfélaga reyndust
gagnslítil.
Með þriðja stjórnsýslustiginu,
fylkjum eða héruðum, hefði skapast
nýr grundvöllur fyrir samstarf ríkis
og sveitarfélaga í allt öðrum og
stærri einingum en hingað til, sér-
staklega um svæðisbundna stjórn-
sýslu og flutning verkefna á þeim
grunni frá ríkinu. Við þessa ann-
marka bættust síðan þær ógöngur
sem hlutust af breyttri kjördæma-
skipan með stjórnarskrárbreytingu
árið 1999 og sem enn er í gildi. Ljóst
dæmi um þau mistök eru afmörkun
Norðausturkjördæmis sem nær frá
Lónsheiði til Siglufjarðar og Suður-
kjördæmis sem teygir sig frá Lóni til
Reykjaness. Lengra var tæpast
hægt að ganga í að rjúfa sögulegan
grunn fjórðungaskipunar landsins
frá öndverðu og um leið grundvöll
samvinnu sem komist hafði á milli
landshlutasamtaka sveitarfélaga á
seinni hluta 20. aldar.
Stjórnmálaflokkarnir
veikari en áður
Ekki fer milli mála að starfsemi
hefðbundinna stjórnmálaflokka hefur
veikst að undanförnu og margir valið
sér aðra og nýja farvegi til áhrifa.
Þetta birtist m.a. í vaxandi fjölda
framboða bæði til Alþingis og sveit-
arstjórna á síðustu árum og tengsl
stjórnmálaflokka við almenning hafa
minnkað til muna frá því sem áður
var. Ástæður þessa eru vafalaust
margslungnar, ekki síst gjörbreytt
fjölmiðlun og aukið álag á fjölskyldur
og einstaklinga sem leiðir til þess að
menn staldra stutt við í trúnaðar-
störfum sem kjörnir fulltrúar. Örari
skipti en áður í störfum og búsetu,
einkum flutningur fólks frá dreifbýli
til höfuðborgarsvæðisins, á hér ef-
laust einnig sinn þátt. Kemur þetta
ekki síst niður á sveitarstjórnarstig-
inu, þótt jákvæðar breytingar hafi
einnig átt sér stað. Þar ber hæst
bætta menntun og stóraukna þátt-
töku kvenna í félagsmálum og stjórn-
unarstörfum. Mikið er undir því kom-
ið að festa og bætt tengsl skapist í
störfum innan sveitarstjórnarstigsins
og aukinn áhugi almennings á verk-
efnum sem undir það heyra, m.a. í
skipulagsmálum og umhverfisvernd.
Erfið viðfangsefni fram undan
Aukin umsvif með örri tækniþró-
un hafa sett svip sinn á gjörvallan
mannheim í tíð þeirra sem nú lifa.
Fólksfjöldi á jörðinni hefur þrefald-
ast á einum mannsaldri með tilheyr-
andi álagi á umhverfi okkar, þurr-
lendi, úthöf og andrúmsloftið.
Megnið af orkubúskap manna bygg-
ist enn á mengandi jarðefnaeldsneyti
sem leiðir til hlýnunar, bráðnunar
jökla og háskalegra breytinga sjáv-
arborðs. Umsvif mannsins hafa
skert lífríkið í áður óþekktum mæli á
tíma einnar mannsævi og fjölbreytni
þess minnkar stöðugt með fækkun
og útdauða tegunda. Temprun
mannlegra umsvifa, gjörbreyttur
orkubúskapur og hægari viðkoma er
því boðorð dagsins. Auðsöfnun fárra
á kostnað fjöldans er driffjöður í
efnahagskerfi heimsins, mótor sem
hægja verður á og stöðva. Þetta
varðar jörðina alla, þótt í mismun-
andi mæli sé eftir þjóðríkjum og
svæðum. Unga fólksins á Íslandi
bíða stór og erfið verkefni sem allir
þurfa að taka virkan þátt í að leysa.
Þar skiptir vakandi og vel upplýst
forysta miklu máli, í sveitarfélögum
ekki síður en á Alþingi og í ríkis-
stjórnum.
Kosningar í skugga
stríðsógnar
Nú í aðdraganda sveitarstjórnar-
kosninga erum við minnt óþyrmilega
á, að mannheimur er grár fyrir járn-
um. Sá sem þetta skrifar lærði sína
landafræði sem barn á dögum heims-
styrjaldarinnar 1939-1945. Okkur
hættir við að gleyma að vopn hafa alla
tíð síðan verið látin tala á fjölmörgum
stöðum með hörmulegum afleið-
ingum. Vesturlönd hafa verið þar að
verki æ ofan í æ gagnvart þriðja
heims ríkjum, m.a. í Indókína, Írak og
Afganistan, að ógleymdu Rússlandi
sem nú herjar með óvæginni árás
sinni á Úkraínu. Sú púðurtunna sem
þar safnast nú í getur fyrr en varir
leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar.
Því er krafan um skjóta samninga
milli stríðandi fylkinga boðorð dags-
ins. Þar er enginn í stöðu sigurvegara.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Unga fólksins á
Íslandi bíða stór og
erfið verkefni.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Sveitarstjórnarkosningar í skugga stríðsógnar