Morgunblaðið - 02.05.2022, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
✝
Kjartan Mo-
gensen fædd-
ist í Reykjavík 14.
desember 1946.
Hann lést 16. apríl
2022.
Foreldrar hans
voru Erik Julius
Mogensen, f. 1924,
d. 1964, fiskirækt-
arfræðingur og
Helga Kristín
Stefánsdóttir Mo-
gensen, f. 1923, d. 2007, versl-
unarkona.
Systkini Kjartans eru Stef-
án Mogensen, f. 10. október
1949, rafeindavirki, eiginkona
Ólöf Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Laugdal, f. 19. mars 1951,
húsfreyja, Sigrún Inga Mogen-
sen, f. 9. september 1961, að-
stoðarleikskólastjóri, Guðrún
Mogensen, f. 6. júní 1963, býr
og starfar i Hollandi.
Fyrri eiginkona Kjartans
var Wenche Asbjørnsen, f. 17.
janúar 1946, d. 7. mars 2020,
kortagerðamaður, gift 1968-
1974. Sonur þeirra er Erik
Julius Mogensen Asbjørnsen,
f. 10. janúar 1969, yfirmaður
hjá Google, búsettur í Noregi,
eiginkona Marit Strand As-
bjørnsen, f. 7. desember 1966,
viðskiptafræðingur, börn
þeirra Snorre, f. 1996, og
1974 sigldi hann ásamt öðrum
á víkingaskipinu Hrafninum
frá Aafjord i Noregi til Ís-
lands í tilefni 11 alda Íslands-
byggðar og tók siglingin rúm-
an mánuð. Hann flutti til
Íslands haustið 1974 og vann
m.a. um tíma sem sjómaður á
Ísafirði þar sem hann kynntist
seinni konu sinni, Halldóru.
Þau fluttu til Bandaríkjanna
árið 1980 og bjuggu í Syra-
cuse, NY, Rochester, NY, og
Boston, MA, árin 1980-1985. Á
þeim tíma lauk Kjartan meist-
aranámi í landslagsarkitektúr
við háskólann í Syracuse og
Halldóra sérnámi í geðlækn-
ingum. Við heimkomu frá
Bandaríkjunum stofnaði Kjart-
an eigin landslagsarkitekta-
stofu og starfaði við sitt fag
þar til hann fór á eftirlaun
2015. Verkefni hans voru
einkum á sviði borgar-
skipulags og götuhönnunar og
hannaði hann meðal annars
umhverfi Viðeyjarstofu, Sól-
eyjargötuna, Skólavörðustíg
og mörg fleiri verkefni í
miðbæ Reykjavíkur, ásamt all-
mörgum verkefnum úti á
landi, m.a. á Höfn í Hornafirði
og í Vestmannaeyjum. Kjartan
var virkur í samtökum lungna-
sjúklinga og var formaður
þeirra samtaka árið 2018-
2019.
Útför Kjartans fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 2. maí
2022, klukkan 15.
Haakon, f. 2000.
Seinni eigin-
kona Kjartans er
Halldóra Ólafs-
dóttir, f. 19. októ-
ber 1948, fyrrver-
andi yfirlæknir í
Reykjavík, gift
1977. Dóttir
þeirra er Helga
Kristín Mogensen,
f. 4. júní 1986,
svæfingalæknir,
búsett í Svíþjóð, eiginmaður
Gunnlaugur Úlfsson, f. 9. apríl
1982, lögfræðingur, börn
þeirra Úlfur, f. 2014, og Kjart-
an Leó, f. 2017.
Dóttir Halldóru frá fyrra
hjónabandi er Anna Ingeborg
Pétursdóttir, f. 21. janúar
1974, Ph.D í atferlisfræði og
lektor búsett í Bandaríkj-
unum, eiginmaður Mitchell
Weverka, f. 6. september
1974, gítarleikari, börn þeirra
Jackson Ólafur, f. 2012, og
Audrey Anna, f. 2014.
Kjartan útskrifaðist úr
garðyrkjuskólanum í Hvera-
gerði 1965 og flutti svo til
Noregs í framhaldsnám í
skrúðgarðyrkju 1967. Þar
kynntist hann fyrri eiginkonu
sinni og starfaði við garðyrkju
næstu árin á Íslandi, í Dan-
mörku og í Noregi. Sumarið
Kjartan Mogensen tengdafað-
ir minn var einstaklega skemmti-
legur og hlýr maður sem ég var
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast vel.
Kjartan var myndarlegur og
svipmikill, réttsýnn og með
sterkan karakter. Hann hafði
þann góða eiginleika að koma
eins fram við alla og gerði ekki
mannamun. Hann var hreysti-
menni á sínum yngri árum og
með mikla ævintýraþrá. Hann
afrekaði til dæmis að sigla á opnu
víkingaskipi frá Noregi til Ís-
lands ásamt nokkrum félögum
sínum sumarið 1974 svo athygli
vakti.
Kjartan var einkar fær lands-
lagsarkitekt og eftir hann standa
verk víðs vegar um borgina til
mikillar prýði. Hann var hvort
tveggja í senn, mikill Íslendingur
sem hélt í hefðirnar en líka
heimsborgari sem ferðaðist víða
og átti marga útlenda vini beggja
vegna Atlantshafsins. Kjartan
var laus við yfirborðsmennsku
og hégóma og var traustur félagi
sem var alltaf reiðubúinn að
rétta fram hjálparhönd og gefa
af sér. Hann var fyndinn og
glettinn og aldrei langt í vinalega
stríðni sem ekki síst barnabörnin
hans höfðu mikið gaman af.
Kjartan var góður kokkur og
einkar gestrisinn og þau Hall-
dóra buðu reglulega heim í veg-
legar veislur sem við eigum ótal
góðar minningar af.
Þótt erfið lungnaveikindi hafi
sett svip sinn á seinustu ár Kjart-
ans mun ég fremur minnast hans
eins og hann var áður en þau
byrjuðu að taka sinn toll af hon-
um. Hann kveinkaði sér samt
aldrei þegar heilsu og þreki
hrakaði, heldur hélt áfram að
stunda stangveiði og önnur
áhugamál sín af fremsta megni
og ferðaðist innanlands og utan
eins lengi og hann gat.
Fallinn er frá mikill höfðingi
sem verður sárt saknað, en
minning hans mun lifa.
Gunnlaugur Úlfsson.
Elsku Kjartan okkar.
Takk fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir okkur og allar góðu
stundirnar okkar saman í gegn-
um árin.
Hvort sem það var samveran
okkar í Kaldbaksvík, öll
skemmtilegu gamlárspartíin í
Norðurbrúninni, já eða bara að
sitja saman og spjalla um daginn
og veginn og alltaf stutt í húm-
orinn og einstaka hláturinn þinn.
Góðar minningar um þig
munu lifa í hjörtum okkar það
sem eftir er, elsku bróðir og
frændi.
Við söknum þín afskaplega
mikið en vitum að þér líður vel í
sumarlandinu.
Sjáumst síðar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veitti hverja stund.
ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigrún Inga og Sunna Björk.
Stóri bróðir minn, kaldhæðni
töffarinn með hjarta úr gulli.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir að hafa haft þig í mínu lífi.
Frændi með húmor og enda-
lausa stríðni.
Elsku Kjartan, takk fyrir allt
sem þú hefur gert, takk fyrir
samfylgdina, þín verður sárt
saknað.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
[Ómar Ragnarsson/Gísli á Upp-
sölum)
Guðrún, Sigríður Helga og
Sigrún Eva.
Mágur minn, Kjartan Mogen-
sen, er allur eftir margra ára
glímu við illvígan lungnasjúk-
dóm. Í þeirri baráttu sýndi hann
af sér mikla þrautseigju, æðru-
leysi og hugrekki. Kjartan var
stór maður með glæsilegt nef,
sem hann sagðist hafa frá dönsk-
um forfeðrum sínum, húgenott-
um, er flúðu trúarofsóknir í
Frakklandi á 17. öld. Hann var
vel gefinn og hæfileikaríkur á
mörgum sviðum. Á yngri árum
stundaði hann siglingar og sigldi
með öðrum víkingaskipinu
Hrafni frá Noregi til Íslands árið
1974 en Norðmenn gáfu þá Ís-
lendingum tvö slík skip, Hrafn
og Örn, í tilefni af því að 11 aldir
voru liðnar frá landnámi Íslands.
Kjartan nam garðyrkju á Ís-
landi og í Noregi og seinna lands-
lagsarkitektúr í Syracuse í
Bandaríkjunum. Hann var skap-
andi og smekkvís í störfum sín-
um og sér þess stað víða í borg-
inni og úti um land.
Kjartan var léttur og
skemmtilegur lífsnautnamaður
en alls engin geðlurða og gat ver-
ið fastur fyrir og ákveðinn ef því
var að skipta og lá þá ekki á vel
ígrunduðum skoðunum sínum.
Hann var ekki bara mágur minn
heldur líka góður vinur og veiði-
félagi. Við veiddum saman m.a. í
Fnjóská, Laxá í Aðaldal, Leirá
og að sjálfsögðu í Kaldbaksvík á
Ströndum, þar sem þau Halldóra
áttu hlutdeild í landi og stóru,
gömlu og glæsilegu húsi. Í þeirri
náttúruparadís naut Kjartan sín
til fulls. Hans er sárt saknað.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Börn Kjartans, stjúpdóttir og
barnabörn eru öll búsett erlend-
is, í Noregi, Svíþjóð og Banda-
ríkjunum. Þeim öllum og Hall-
dóru systur minni sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Ólafsson.
Við Kjartan Mogensen vorum
bekkjarbræður í Langholtsskól-
anum frá níu ára aldri. Okkur
varð vel til vina. Við sátum sam-
an, skiptum með okkur nestinu
okkar þegar annar kom með eitt-
hvað girnilegra en hinn, sungum
í skólakórnum, einu strákarnir
með tæplega 40 stelpum, og gott
ef við fórum ekki líka á dansæf-
ingar hjá Rigmor í Gúttó. Sumar
bíóferðir voru iðulega hópferðir
bekkjarins, sem var samvalinn
og skemmtilegur hópur, því að
ein stelpan í bekknum átti pabba
sem átti bíó. Það var langt á milli
heimila okkar en hjólin okkar
brúuðu þær vegalegndir.
Foreldrar mínir fluttu norður
á Blönduós árið sem ég varð 13
ára. Það þótti okkur Kjartani
vond tímasetning. Þangað var
átta tíma ferð með Norðurleið.
Síminn þar var fastur á veggnum
í ganginum og var með sveif sem
var snúið til að ná sambandi við
miðstöð sem gaf samband suður.
Þar var svarað í síma með skífu.
Það var hins vegar ekki til siðs þá
að krakkar væru í símanum öll-
um stundum. Það voru líka algild
sannindi þessa aldurshóps að það
voru bara stelpur sem skrifuðust
á. Ýmsar hindranir voru þannig í
veginum fyrir strák fyrir norðan
að halda sambandi við skóla-
systkin og vini fyrir sunnan.
Árið 1974 fluttum við hjónin til
Grundarfjarðar þar sem ég tók
við starfi sóknarprests. Dag einn
hringdi síminn og á línunni var
Kjartan, þá orðinn landslags-
arkitekt. „Nonni minn,“ sagði
hann, „við Halldóra konan mín
vorum að flytja heim úr fram-
haldsnámi erlendis. Við eigum
litla stelpu sem við viljum bera til
skírnar, getur þú sinnt því?“ Það
var sannarlega auðsótt mál og ég
fór suður. Strax varð allt eins og
við hefðum hist í gær og nú fjölg-
aði samverustundum. Þau heim-
sóttu okkur í fjörðinn fagra og
við þau á fallegt heimili þeirra við
Norðurbrún. Það voru allt gæða-
stundir. Kjartan lagði okkur lið
sitt við eitt og annað í sínu fagi í
Grundarfirði og einnig þegar við
fluttum í Mosfellsbæinn. Nýja
kirkjugarðinn við Mosfell hann-
aði hann, líka umhverfi Mosfells-
kirkju og prestsseturs og verkin
lofa meistarann.
Nú er Kjartan látinn og ég
sakna vinar í stað.
Kjartan var öðlingur. Hlýr og
traustur drengur, greindur og
hugsandi og valdi sér lífsvett-
vang sem gerði honum kleift að
tjá listræna hæfileika og næma
sýn á snjallar lausnir enda vin-
sæll og eftirsóttur fagmaður.
Brosmildur strákur með stríðn-
isglampa í augum, kankvís,
hnyttinn í tilsvörum og skemmti-
legur og vinsæll félagi. Hann var
réttsýnn og heiðarlegur. Kjartan
var náttúrubarn og naut návista
við landið og líf þess. Hann var
hamingjumaður í einkalífi sínu,
eiginkonan og börnin voru hon-
um allt.
Og nú við þessi skil veit ég
betur en fyrr hvað forgangsröðin
er röng í lífi flestra í nútímanum.
Amstrið sem við teljum okkur
trú um að þörf sé á gerir okkur
gleymin á það sem mestu varðar.
Samverustundir okkar Kjartans
hafa verið fáar og stopular næst-
liðin ár. Nú harma ég að þær
urðu ekki fleiri. Við Sigríður
þökkum samfylgd góðra daga,
trúa vináttu og heilindi.
Guð blessi minningu hans.
Guð blessi eiginkonu hans og
börn og alla ástvini og gefi þeim
huggun og styrk.
Jón Þorsteinsson.
Það var sumarið 1984 sem
fundum okkar Kjartans fyrst bar
saman. Hann var þá nýkominn
frá Ameríku eftir að hafa lokið
námi í landslagsarkitektúr og
kom í heimsókn á teiknistofuna.
Veðrið var einstaklega fallegt
þennan dag og við sátum úti á
svölum í hádegishléinu. Hann
var í skyrtu og vesti með hlið-
artösku; klæðnaði sem var nokk-
urs konar einkennisbúningur
hans alla tíð. Það fór ekki á milli
mála að þarna var á ferðinni
sterkur persónuleiki: fyrirferða-
mikill, sjálfsöruggur, fullur af
lífsgleði og skemmtilegum sög-
um. Það var ekki hægt annað en
að líka vel við hann.
Kjartan var með eindæmum
vinmargur maður og vinsæll.
Hann virtist eiga vini alls staðar
og úr öllum þjóðfélagsstigum.
Hann hefði eflaust flogið inn á
þing hefði hann sóst eftir því en
líklega hefði honum fundist vera
þröng á þingi. Hann þurfti sitt
andrými og engum vildi hann
vera háður.
Allan sinn starfsferil sem
landslagsarkitekt vann hann
sjálfstætt, enda hentaði það best
hans skapgerð. Hann áorkaði
miklu og kom að ótrúlegum
fjölda verkefna; bæði stórum og
smáum. Mest vann hann fyrir
sveitarfélög, einkum Reykjavík-
urborg. Af verkum hans má t.d.
nefna endurgerð Mæðragarðsins
við Lækjargötu og Einarsgarðs
við Hringbraut, Austurstræti
eins og við þekkjum það í dag,
Bankastræti og Skólavörðustíg.
Hann lagði ferlimálum fatlaðra
lið í mörg ár og síðar þróunar-
vinnu og hönnum svokallaðra 30
km hverfa í Reykjavík. Og svo
var það Tjarnarbakkinn, sem lík-
lega var það verk sem hann var
hvað stoltastur af.
Sem hönnuður var Kjartan lít-
ið fyrir prjál eða óþarfa flúr en
verkvit hafði hann mikið, enda
lágu rætur hans í garðyrkjunni.
Hans hönnun var hrein og bein,
rétt eins og hann sjálfur. Hann
lagði sig ætíð fram um að skila
verki á réttum tíma og þegar sá
tími kom að þrekið þraut og hann
fann að hann gat ekki lengur
staðið við sitt, lagði hann skóna á
hilluna og hætti. Í veikindum sín-
um lifði hann með reisn; lærði að
gera hlutina á nýja hátt og njóta
lífsins eftir fremsta megni. Aldr-
ei gafst hann upp.
Kjartan var sérkennileg
blanda af heimsborgara og nátt-
úrubarni. Hann naut þess að
ferðast og uppgötva nýjar slóðir,
en þó að stórborgir Ameríku
hefðu sitt aðdráttarafl var líkleg-
ast hvergi staður honum kærari
en Kaldbaksvík á Ströndum, þar
sem fjölskyldan og hópur vina
hefur átt sitt athvarf kynslóð
fram af kynslóð við stórbrotna
víkina og tignarlegan fjallgarð-
inn.
Nú við þáttaskil minnist ég
ógleymanlegra ferða norður í
land við fallega á, því veiðimaður
var hann mikill. Ég minnist allra
skemmtilegu hádegisverða-
fundanna, hlátursins og sagn-
anna, þar sem mál dagsins voru
krufin til mergjar. Ég minnist
fjölskyldumannsins og þess fal-
lega sambands sem hann átti við
sitt fólk. Ég minnist ótal símtala
og rökræðna, sem oftast var
stjórnað af honum, því það var
honum einfaldlega eðlislægt.
Og nú kveð ég góðan vin og bið
honum blessunar og velfarnaðar
um ókunna stigu.
Ragnhildur Skarphéð-
insdóttir.
Það var gæfa að fá að kynnast
Kjartani Mogensen. Það gerðist
þannig að þegar ég hætti störf-
um á Sjónvarpinu fékk ég borð á
skrifstofu konu minnar, þar hafði
Kjartan að setur með starfsemi
sína. Þar naut ég mikillar upp-
fræðslu og félagsskapar.
Kjartan var hinn sanni frjálsi
maður í hugsun. Hann var til
dæmis mikið náttúrubarn og
unni náttúrunni án kredda eða
væmni. Hann gat því bæði notið
náttúrunnar og notað hana eftir
þörfum, eins og farsælum veiði-
manni sæmir. Þessi frjálsa hugs-
un nýttist honum vel í störfum.
Hann gerði ekki landslag eða
skipulag eftir eigin kenningum
og kreddum um það hvernig fólk
ætti að lifa í borg. Kjartan skap-
aði umhverfi með það í huga að
fólki liði vel í fallegu umhverfi.
Það nægir að nefna þrjú dæmi úr
Reykjavík. Fyrst er umhverfi
Tjarnarinnar, í öðru lagi endur-
gerð Skólavörðustígs og í þriðja
lagi umhverfi og aðkoma að Við-
eyjarstofu. Allt eru þetta verk
sem skara fram úr.
Kjartan var líkamlegur af-
reksmaður. Það sleppa ekki allir
lifandi frá því að fara fyrir borð
af togara á Halamiðum að vetri
til. Kjartan sigldi seglbát, eftir-
líkingu af langskipum forn-
manna, frá Noregi til Íslands og
lenti þar í tveggja sólarhringa ill-
viðri. Um svona atburði ræddi
Kjartan af miklu yfirlætisleysi.
Kjartan og Halldóra voru frá-
bærir gestgjafar og þau voru líka
það sem skiptir engu minna máli,
frábærir gestir.
Það er sjónarsviptir að þess-
um ágæta manni.
Ólafur Sigurðsson.
Við Kjartan Mogensen kynnt-
umst í gegnum eiginkonu hans,
Halldóru Ólafsdóttur. Við Hall-
dóra vorum skólasystkini, vinir
og vinnufélagar til margra ára.
Við tilheyrðum hópi sem var
samheldinn í leik og starfi. Kjart-
an varð strax hluti af þessu sam-
félagi svo að við kynntumst
ágætlega. Hann sagði mér fljót-
lega að hann ætti sér athvarf
norður á Ströndum í Kaldbaks-
vík.
Fyrrum ábúandi í Kaldbak,
Önundur tréfótur, var Kjartani
sérlega hugleikinn. Önundur
missti annan fótinn í bardagan-
um í Hafursfirði í viðureign við
Harald lúfu. Hann var græddur
og gekk eftir það með tréfót. Ön-
undur lét þessa fötlun ekki aftra
sér enda segir í Grettissögu að
hann hafi „fræknastur verið og
fimastur einfættur maður á Ís-
landi“. Önundur var heygður
framarlega í dalnum en Kjartan
var þess fullviss að hann hafi
gengið í Kaldbak.
Við sátum stundum norður í
Kaldbaksvík og heilluðumst af
náttúrufegurðinni og sögunni.
Kúrekatónlist frá Skagaströnd
barst yfir Húnaflóann. Oftar en
ekki sat Önundur með okkur og
hallaði sér fram á tréfótinn.
Tíminn leið og böndin styrkt-
ust. Kjartan var mikill mann-
kostamaður, skemmtilegur,
glaðsinna og hafsjór af fróðleik.
Hann var jafnvígur á innstu rök
tilverunnar og einfaldar ræður
þar sem hann gerði grín að sjálf-
um sér.
Með tímanum fjaraði undan
Kjartani. Hann fékk illvígan
lungnasjúkdóm og var bundinn
við súrefniskút. Þrátt fyrir mæði
og öndunarerfiðleika bar hann
sig vel og hafði gjarnan spaugs-
yrði á vörum. Í erfiðum veikind-
um kemur raunverulegur per-
sónuleiki einstaklingsins í ljós.
Kjartan tók örlögum sínum af
æðruleysi. Hann samsamaði sig
með Önundi tréfæti sem ekki lét
alvarlega fötlun aftra sér. Ön-
undur staulaðist um á tréfætin-
um og Kjartan rogaðist með súr-
efniskútinn og hvorugur
kvartaði.
Að leiðarlokum viljum við
þakka fyrir fallega samfylgd þar
sem engan skugga bar á. Ég er
viss um Kjartan er genginn í
Kaldbak og þar sitja þeir að léttu
skrafi hann og Önundur tréfótur.
Þar er glatt á hjalla. Kjartan þarf
engan súrefniskút lengur og Ön-
undur er orðinn tvífættur á nýj-
an leik. Halldóru og öðrum ætt-
ingjum sendum við hugheilar
samúðarkveðjur.
Óttar Guðmundsson og Jó-
hanna V Þórhallsdóttir.
Kjartan Mogensen
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
EDDA FRIÐGEIRSDÓTTIR KINCHIN,
áður til heimilis á Norðurbrú 1,
Garðabæ,
lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi,
25. apríl sl.
Eric A. Kinchin
Geir W. Kinchin Eydís S. Ástráðsdóttir
Karen Eiríksdóttir Árni Jensen
Sandra Sif Árnadóttir