Morgunblaðið - 02.05.2022, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
✝
Jón Hjörleifur
Jónsson prest-
ur, skólastjóri og
kórstjóri fæddist á
Arnarstöðum,
Núpasveit, Norður-
Þingeyjarsýslu 27.
október 1923.
Hann lést 19. apríl
2022. Foreldrar
hans voru Guðrún
Antonía Jónsdóttir
(1890-1974) hús-
freyja og Jón Tómasson (1883-
1974) bóndi á Arnarstöðum í
Núpasveit. Systkin Jóns voru:
Óskar, Ingibjörg, Bjarni, Re-
bekka, Tómas, Málfríður og
Þorbjörg. Þau eru öll látin.
Jón gekk í barna- og ungl-
ingaskóla að Snartarstöðum í
Núpasveit, stundaði nám við
Laugaskóla í Suður-Þingeyj-
arsýslu, lauk kennara- og söng-
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands 1948, nam við Íþrótta-
skólann í Ollerup í Danmörku,
lauk BA-prófi í guðfræði frá
Atlantic Union College í Banda-
ríkjunum 1955 og MA-prófi frá
Andrews University 1957.
Kona Jóns var Sólveig Árna-
dóttir Jónsson hjúkrunarfræð-
ingur og píanóleikari (1927-
hætta að reykja á vegum Ís-
lenska bindindisfélagsins, ritari
Landssambandsins gegn áfeng-
isbölinu, átti sæti í stjórn Átaks
gegn áfengi og var þar formað-
ur í eitt ár. Hann var stofn-
félagi Líknar- og vinafélagsins
Bergmál og starfaði ötull við
það.
Eftir Jón liggja fjölmargar
sálmaþýðingar og frumortir
sálmar og ljóð. Fjölskylda hans
hefur gefið út tvær bækur með
ljóðum hans, Úr Þagnar djúp-
um og Dreifar – Trúarljóð og
sálmar. Einnig hefur komið út
diskurinn Í bjarma trúar með
söng hans við undirleik Sól-
veigar sem fyrrverandi nem-
endur hans færðu honum að
gjöf á áttræðisafmæli hans.
Jón og Sólveig eignuðust
fjögur börn. Þau eru Sólveig
Hjördís hjúkrunarfræðingur,
maki Stefán Stefánsson vél-
fræðingur; Kristín Guðrún pró-
fessor í spænsku við HÍ og org-
elleikari, maki Jón Thoroddsen
heimspekingur og kennari; Jón
Árni atvinnurekandi, maki
Linda Dís Guðbergsdóttir fa-
steingasali, og Kolbrún Sif
sjúkraþjálfari, maki Ricardo
Muchiutti sjúkraþjálfari og
mannauðsstjóri. Barnabörnin
eru tíu og barnabarnabörnin
fjögur.
Jón Hjörleifur verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju í
Reykjavík í dag, 2. maí 2022, kl.
13.
2017). Foreldrar
hennar voru Krist-
ín Jónsdóttir (1901-
1999) húsmóðir og
Árni Ásgeirsson
(1898-1967) sjó-
maður og trésmið-
ur í Boston,
Massachusetts,
Bandaríkjunum.
Jón og Sólveig
gengu í hjónaband
í Bandaríkjunum
árið 1954 en fluttust til Íslands
1957. Þau bjuggu að Hlíðardals-
skóla í Ölfusi í mörg ár þar sem
Jón var kennari og skólastjóri.
Hann starfaði einnig sem prest-
ur Aðventkirkjunnar í Reykja-
vík og á Akureyri. Hann kom
að tónlistarmálum alla tíð; var
kórstjóri Aðventkirkjunnar í
Reykjavík, Kirkjukórs Hvera-
gerðis- og Kotstrandar, söng-
stjóri skólakórs og karlakv-
artetts Hlíðardalsskóla,
Karlakórs Akureyrar, mennta-
skólakórs í Bekwai í Ghana þar
sem Jón var yfir guðfræðideild
skólans. Síðast stjórnaði hann
Ekkó, kór kennara á eft-
irlaunum. Jón vann að bindind-
ismálum og var frumkvöðull
námskeiða til að hjálpa fólki að
Að vera kristinn á við hvern
þann sem trúir á Jesú Krist
sem frelsara sinn og leitast við
að hafa hann að leiðarljósi á öll-
um sviðum lífsins, sem hefur
persónulegt samband við Krist
með bæn, rannsókn á Guðs
Orði, samfélag við söfnuð hans
og þjónustu við samferðamenn í
nafni Jesú Krists. Við hljótum
líka að viðurkenna að skilgrein-
ing Krists sjálfs sé best þegar
hann segir í Jóh. 13.35: „Á því
munu allir þekkja að þér eruð
mínir lærisveinar ef þið berið
elsku hver til annars.“ Með
þetta í huga má þrengja hug-
takið ,kristinn’ niður í eitt orð –
sem er kærleikur.
Það gildishlaðna orð er mér
efst í huga þegar ég hugsa til
lífshlaups tengdaföður míns
Jóns Hjörleifs Jónssonar sem
lést þann 19. apríl. Þótt margt
sé ágætt er veröld okkar samt
full af vonbrigðum, sorgum,
veikindum og dauða og margir
þjást. Vegna þess kærleiks-
ljóma og mildi sem af Jóni
Hjörleifi stafaði gat hann geng-
ið inn í erfiðar aðstæður hjá
fólki með bæn og huggun þar
sem annars hefði reynst torvelt.
Ég undraðist þegar aðilar sem
voru annað en trúaðir urðu
snortnir og meyrir með honum í
bæn og sá hvernig friður og
hugarró færðust yfir svið þar
sem áður var angist og vanlíð-
an. Ég sá í slíkum hlýjuverkum
hvernig einnig Drottinn veg-
samaðist með því að jarðvegur
var mýktur og fræjum sáð.
Ekkert lokar betur dyrum for-
dóma, vantrúar, tortryggni og
biturleika en kærleikur, og
tengdapabbi var í eðli sínu og
trú einlægur fulltrúi hans og
fyrir þennan kærleika varð oft
ófyrirséð trúboð sem ávöxt bar.
Ég get vitnað um slík áhrif í
eigin lífi.
Boðun fagnaðarerindisins var
Jóni hjartans mál og það var
unun hvernig honum tókst að
samþætta við hana önnur
áhugamál sín þannig að hvað
studdi annað. Jón var nefnilega
sannkallaður lífskúnstner sem
naut lífsins til hins ýtrasta og
hreif aðra með sér hvort sem
var í tónlist eða hvers konar
menningarviðburðum, ljóðlist
(það liggja eftir hann tvær
ljóðabækur), íþróttum, hand-
verki, náttúruskoðun eða um-
ræðum þar sem húmor, hlátur,
matarlyst og krásir komu oft
við sögu.
Heimili Jóns var umferðar-
miðstöð þar sem allir voru vel-
komnir, stundum langdvölum,
og allir sóttu í ljúfa návist hans
og þeirra hjóna.
Jóni var ekkert óviðkomandi
og hjá honum voru allir menn
kóngar og drottningar. Hann
sýndi öllum elsku og virðingu
og með leiftrandi augum,
greind sinni og innsæi kallaði
hann fram það besta í öllum
með hrósi og hvatningu. Hann
lét alla finna að þeir skiptu máli
og væru sérstakir og áhuga-
verðir. Skipti ekki máli hvort
þeir voru háir eða lágir. Óeig-
ingjörn störf hans fyrir Aðvent-
hreyfinguna, ýmsa kóra, bind-
indissamtök og annað verða
seint öll upp talin. Maðurinn
var svo margslunginn og litrík-
ur að óhugsandi er hér að upp-
telja atvik og upplifanir sem
honum tengjast. Til þess þyrfti
bók.
Það eru forréttindi og bless-
un að hafa átt að mann eins og
Jón Hjörleif; mann sem setti
traust sitt á Guð og miðlaði því
svo fallega til annarra. Andans
mann sem fór einstaklega vel
með gáfur sínar og gjafir.
Minning hans mun sannarlega
lifa með okkur og ylja um
ókomin ár.
Stefán Stefánsson.
Skömmu eftir heimsstyrjöld-
ina fyrri sigldi móðursystir mín
Kristín Jónsdóttir til Ameríku
til að freista gæfunnar. Hún
ílentist ytra, giftist ágætum
manni Árna Ásgeirssyni og
eignaðist fjögur börn. Kært var
alltaf á milli móður minnar og
Kristínar og héldu þær uppi
ágætum samskiptum yfir hafið.
Einhverju sinni sagði Kristín
okkur að einkadóttir hennar
Solveig hefði fundið hamingjuna
í faðmi Jóns Hjörleifs Jónsson-
ar. Hann var í námi í Ameríku
þegar hann hitti Solveigu
frænku mína á sjötta áratug lið-
innar aldar.
Þau Jón og Solveig fluttu til
Íslands og urðu bæði áberandi í
safnaðarstarfi Aðventista. Hann
var kennari og skólastjóri og
prédikari en hún sá um tónlist-
ina. Þau eignuðust saman fjög-
ur mannvænleg börn.
Mikið samband var alltaf á
milli fjölskyldna okkar. Jón var
með afbrigðum skemmtilegur
maður, söngelskur og hafsjór af
fróðleik og kveðskap. Hann var
opinn og ærlegur og sagði
ávallt meiningu sína umbúða-
laust. Í öllum veislum stóð hann
upp til að syngja eða halda
ræðu, fara með kvæði og þakka
húsráðendum. Hann var ákaf-
lega félagslyndur og söngurinn
og tónlistin opnuðu honum leið
inn í hug og hjörtu fólks. Jón
kom víða við á langri ævi. Hann
var um tíma trúboði í Afríku,
kórstjórnandi og söngvari.
Hann orti mikið og gaf út ljóða-
bækur með skemmtilegum
kveðskap.
Þeim varð því vel til vina föð-
ur mínum og honum þótt þeir
væru ósammála á mörgum svið-
um. Skáldskapurinn og áhugi á
íslenskri menningu og sögu
tengdi þá saman. Ég kynntist
Jóni fyrir rúmum 60 árum og æ
síðan hefur hann verið óaðskilj-
anlegur hluti tilverunnar. Við
hittumst oft meðan foreldrar
mínir voru á lífi en eftir fráfall
þeirra urðu fundirnir stopulli.
Þegar við hittumst var eins og
það hefði verið í gær því að ein-
lægnin og sterklegt handtakið
var alltaf hið sama.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Jóni Hjörleifi fyrir samfylgdina.
Hann var eðalmenni á alla lund.
Ættingjum hans votta ég sam-
úð.
Óttar Guðmundsson.
En hve lífið væri leitt
og litlaust hér á Fróni
ef við hefðum aldrei neitt
átt í honum Jóni.
(KK)
Jón Hjörleifur var einstakur
maður, það vitum við öll sem
vorum svo gæfusöm að kynnast
honum. Á Hlíðardalsskóla var
hann ekki bara kennari, hann
var okkur bæði faðir og móðir.
Maðurinn með stóra kærleiks-
ríka hjartað sem öllu gat breytt
til betri vegar. Hann kenndi
okkur svo margt sem engin
námsbók kennir, sem ég bý að
enn í dag. Svo stofnaði hann
skólakór. Sólveig kona hans, sú
einstaka manneskja, var honum
alla tíð fast við hlið og átti sinn
stóra þátt í kórstarfinu. Hún
var menntaður píanóleikari og
hjörtu þeirra slógu í takt í
þessu sem öðru. Það var sann-
arlega gaman að vera í kór hjá
Jóni og í raun furðulegt hvað
hann gat látið okkur takast á
við með góðum árangri. Afar fá-
ir nemendur lásu nótur, en við
lærðum utan að allt sem flutt
var, m.a. tónverk eins og Halle-
lúja eftir Beethoven. Við fórum
í söngferðir og sungum í út-
varpinu, sem okkur þótti mikill
heiður. Svo lauk þessum vetri
sem ég minnist með gleði og
þakklæti.
Þrjátíu árum síðar frétti ég
af slysi sem Jón Hjörleifur,
minn kæri vinur, lenti í og var
ekki hugað líf að sögn systur
hans sem ég hitti í strætó. Ég
fór heim, hringdi í skólafélaga
og safnaði saman 43 gömlum
nemendum næsta kvöld heima
hjá mér, þar sem ákveðið var að
senda honum á sjúkrahúsið, ef
hann lifði, kveðju frá gamla
HDS-kórnum. Hann sagði sjálf-
ur að gleðin sem heimsókn okk-
ar, fulltrúa hópsins, hefði vakið
með honum hefði skipt sköpum
og bati hans hefði byrjað þá.
Á 67 ára afmæli Jóns héldum
við gömlu félagarnir honum
veglegt hóf þar sem við gáfum
Jóni gamla skólakórinn í afmæl-
isgjöf. Kórinn fékk nafnið Berg-
mál og við vorum þess fullviss
að besta endurhæfingin fyrir
Jón væri mátulega falskur kór
til að glíma við! Við sungum
saman í þrjú og hálft ár og
fleiri velunnarar höfðu þá bæst
í kórinn, – við vorum orðin al-
vörukór! Einn aðalhvatamaður
að stofnun kórsins var Ólafur
Ólafsson. Hann veiktist alvar-
lega og eftir fráfall hans breytt-
ist kórinn okkar í Líknar- og
vinafélagið Bergmál. Félagið
var stofnað til að hlúa að lang-
veiku fólki og hefur boðið upp á
orlofsvikur í yfir 20 ár, síðustu
ár í Bergheimum í Grímsnesi.
Dvöl þar, ein vika í senn, er al-
gjörlega gjaldfrí fyrir gesti, ríki
og sveitarfélög. Allir sem vinna
að vikunum eru sjálfboðaliðar
og matföng að mestu í formi
styrkja. Jón okkar var mjög
sáttur við breytingarnar á kórn-
um (enda syngjum við enn!) og
dvaldi hjá okkur sem gestur til
ársins 2019 okkur til gleði og
ánægju.
Elsku Jón minn:
Þar sem minningarnar búa
þar ert þú. Þar sem gleðin býr
þar brosir þú. Þar sem kærleik-
urinn ríkir þar stendur þú með
opinn faðm. Þú sem við elsk-
uðum öll, sem gafst okkur
óhörðnuðum unglingum svo
mikið. Guði sé lof fyrir þig.
Öllum sem syrgja Jón send-
um við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi ykkur öll.
F.h. Bergmáls,
Kolbrún Karlsdóttir.
Mér er ljúft að minnast í
nokkrum orðum vinar míns og
velgjörðarmanns Jóns Hjörleifs
Jónssonar. Það var gæfa mín
sem skólastjóri að eignast hann
að vini, lífsglaðan skóla- og tón-
listarfrömuð sem á þeirri
stundu hafði lokið gifturíkum
starfsferli.
Á fyrstu starfsdögum mínum
í nýjum Rimaskóla gerði Jón
Hjörleifur, nýfluttur í hverfið,
sér erindi í skólann með kórnót-
ur í farteskinu og bað um afnot
af ljósritunarvél skólans. Ég
þekkti manninn og var kunnugt
um vináttu og sameiginlegar
hugsjónir hans og föður míns í
bindindismálum. Það brast á
með fagnaðarlátum á okkar
fyrsta fundi og heimsóknir og
erindi Jóns Hjörleifs í Rima-
skóla urðu mörg, enda aufúsu-
gestur á ferð. Kennarar og
nemendur skólans kynntust
ekki síður mannkostum Jóns
Hjörleifs og fengu ávallt hjá
honum hvatningu og hrós. Ég
valdi Jón Hjörleif sem eftirlits-
mann menntamálaráðuneytisins
með samræmdum prófum 10.
bekkjar í Rimaskóla, starf sem
hann skilaði af mikilli samvisku-
semi og umhyggju fyrir nem-
endum í nokkur ár. Við útskrift-
arathöfn á hátíðarstundu mætti
hann alltaf sem heiðursgestur
og ávarpaði útskriftarnemendur
með heilræðum til framtíðar.
Við Jón Hjörleifur áttum
mörg góð og gefandi samtöl og
símtöl og hann sparaði ekki
hrósyrðin á skólastarfið. Bless-
unaróskir og fyrirbænir voru
líka vel þegnar frá honum þeg-
ar fjölmennur skóli var að
skjóta rótum í nýju hverfi.
Mér er minnisstæð ferð okk-
ar Jóns Hjörleifs að Hlíðardals-
skóla í Ölfusi þar sem hann
starfaði í fjölda ára sem kennari
og síðar skólastjóri. Þar gat að
líta skólamannvirki þar sem rík
áhersla var lögð á hágæða tón-
listar- og íþróttaaðstöðu, nokk-
uð sem skólastjórinn barðist
fyrir. Áhrifaríkt var einnig að
fylgjast með frumkvæði og
framgöngu Jóns Hjörleifs við
að koma á hitaveitu úr borhollu
á landareign skólans. Þar
reyndi sannarlega á kjark og
þor við stórhuga framkvæmd
sem sumir efuðust um í upphafi
að væri framkvæmanleg.
Jón Hjörleifur lifði löngu,
viðburðaríku og farsælu lífi
bæði hér á landi og á erlendri
grund. Hann minntist með
þakklæti æskuáranna í Öxar-
firði, kennaraskólaáranna með
bekkjarfélögum, skóla- og
kristniboðsstarfa á vegum Að-
ventistasafnaðarins og síðast en
ekki síst allra þeirra mannbæt-
andi félagsstarfa sem hann kom
nálægt, til ræktunar lands og
lýðs.
Fjölskyldu Jóns Hjörleifs
votta ég innilega samúð við
þessi tímamót. „Verður er
verkamaðurinn launa sinna“
stendur í Lúkasarguðspjalli og
sú vissa bíður vinar míns á nýj-
um vegum. Blessuð sé minning
Jóns Hjörleifs Jónssonar.
Helgi Árnason.
Jóni Hjörleifi kynntist ég
fyrst sem nemandi á Hlíðar-
dalsskóla 1964 en síðan lágu
leiðir okkar saman í ýmiss kon-
ar kirkju- og félagsstarfi. Stór-
kostleg upplifun var að taka
þátt í öllum hópsöngnum sem
boðið var upp á í Hlíðardals-
skóla! Þar voru þau hjónin
fremst í flokki, Sólveig og Jón.
Þvílíkur kraftur, líf og gleði!
Margir nemendur minnast með
hlýhug föstudagskvöldanna
þegar söngstundir hrifu svo
marga og var það helst að
þakka þessum einstöku hjónum!
Við, laglausu og ókórhæfu nem-
endurnir, tókum líka undir af
fullum krafti og gleði! Einnig
ber að nefna allan þann fjársjóð
ljóða sem Jón orti og þýddi.
Stundum talaði hann tækifær-
isvísur beint af munni fram svo
til án nokkurs undirbúnings!
Það var með ólíkindum hvað
þessi lágvaxni en ofurhrausti
maður gat gert. Og alltaf var
hann svo ákveðinn, jákvæður og
reiðubúinn að taka til hendinni
þegar þörf var á.
Ofarlega er mér í huga
hversu miklu jafnvægi hann bjó
yfir þegar ómaklega var að hon-
um vegið, kurteis, yfirvegaður
og málefnalegur, samt ákveð-
inn.
Íslendingasögurnar og mann-
legt atgervi heilluðu Jón. Hann
gat svo sannarlega lifað sig inn
í fornsögurnar! Þeim brá í brún
eldhússtúlkunum í Flókalundi
forðum þegar þeim varð litið út
um gluggann og sáu þar kná-
legan, miðaldra mann í stafni
víkingaskipsins sem stóð við
húsið. Þar stóð Jón vígreifur í
stafni, fótur á borðstokk, ber að
ofan, með ár reista beint í loft,
syngjandi eða hrópandi eitthvað
fornt! Jón var litríkur og tók
sig ekki alltaf of alvarlega!
Minningarnar um Jón Hjör-
leif munu halda áfram að ylja
og kalla fram bros og kenna
okkur að kannski er það að
sýna hlýju og uppörvun eitt það
dýmætasta í fari okkar. Hand-
tök Jóns voru alltaf hlý – oft
full þétt – en hlý! Og alltaf
horfði hann beint í augu fólks
þegar hann talaði við það!
Hafi hann ævarandi þökk
fyrir einstaka viðkynningu.
Minningarnar um Jón munu
ylja og gleðja. Ég verð ávallt
þakklátur fyrir kynni mín af
honum og þeim hjónunum báð-
um.
Guð styrki ykkur og blessi,
kæru börn og aðrir ástvinir
Jóns.
Einar Valgeir Arason.
Það var eftir Jóni Hjörleifi
að lifa lengur en flestir. Hann
mátti hreinlega ekki vera að því
að stöðva vinnuflæði sem hon-
um hafði verið falið, enda féll
honum aldrei verk úr hendi.
Á litríkri og annasamri ævi
hefur Jón starfað sem kennari,
skólastjóri, prestur, trúboði og
unnið að líknarstörfum, heilsu-
gæslu og heilsufræðslu. Hann
hefur unnið að tónlistarstörfum
sem söngvari, kórstjóri, tón-
skáld, útsetjari, að ritstörfum
sem ljóðskáld, sálmaskáld og
þýðandi hundruða sálma sem
sungnir eru í kirkjum landsins
og verða um ókomna tíð. Hann
hefur gegnum árin, með líferni
sínu og fordæmi, lagt grunn að
framtíð og verið hvati að lífs-
máta og starfsævi óteljandi
fjölda ungmenna. Líf hans og
framkoma hefur verið sem opin
bók enda flekklaus fjölskyldu-
maður.
Ég hef þekkt Jón Hjörleif
alla ævi og tjáði honum oft að
hann hefði átt hvað drýgstan
þátt í að móta þá tónlistaræð og
stefnu sem ég hefi starfað eftir
og mótað frá upphafi. Honum
þótti varið í það og gaf Guði
strax kredit.
Áhrif Jóns á umhverfi sitt
voru ómetanleg. Allt sem hann
gerði, allt sem hann kom í verk
var aldrei í eigin þágu heldur
Jón Hjörleifur
Jónsson
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma okkar,
EVA ÞÓRÐARDÓTTIR
sjúkraliði,
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
áður til heimilis í Sæviðarsundi 16,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 5. maí klukkan 13.
Margrét Magnúsdóttir Marinó Þór Tryggvason
Þórður Magnússon
Olga Magnúsdóttir Helgi Ómar Þorsteinsson
Þórdís Guðný Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar