Morgunblaðið - 02.05.2022, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
England
Watford – Burnley................................... 1:2
- Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Newcastle – Liverpool ............................. 0:1
Aston Villa – Norwich .............................. 2:0
Southampton – Crystal Palace ............... 1:2
Wolves – Brighton.................................... 0:3
Leeds – Manchester City ........................ 0:4
Everton – Chelsea.................................... 1:0
Tottenham – Leicester ............................ 3:1
West Ham – Arsenal ................................ 1:2
Staða efstu liða:
Manch. City 34 26 5 3 84:21 83
Liverpool 34 25 7 2 86:22 82
Chelsea 34 19 9 6 68:29 66
Arsenal 34 20 3 11 54:41 63
Tottenham 34 19 4 11 59:39 61
Manch. Utd 35 15 10 10 54:52 55
Manchester United – West Ham............ 3:0
- Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 84 mín-
úturnar fyrir West Ham.
C-deild:
Bolton – Fleetwood ................................. 4:2
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 66. mínútu og skoraði fyrir
Bolton.
Þýskaland
Augsburg – Köln...................................... 1:4
- Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara-
maður á 81. mínútu hjá Augsburg.
Ítalía
Sampdoria – Genoa ................................. 1:0
- Albert Guðmundsson kom inn á sem
varamaður á 56. mínútu hjá Genoa.
Danmörk
Midtjylland – Köbenhavn ....................... 0:0
- Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er
frá keppni vegna meiðsla.
- Ísak B. Jóhannesson kom inn á sem
varamaður á 85. mínútu hjá Köbenhavn,
Hákon Arnar Haraldsson var ónotaður
varamaður en Andri Fannar Baldursson
var ekki í hópnum.
OB – AGF.................................................. 1:0
- Aron Elís Þrándarson var ekki í leik-
mannahópi OB.
- Mikael Anderson lék allan leikinn fyrir
AGF og Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu
67 mínúturnar.
Vejle – SönderjyskE................................ 0:3
- Atli Barkarson lék allan leikinn fyrir
SönderjyskE og Kristófer Ingi Kristinsson
kom inn á sem varamaður á 63. mínútu.
B-deild, úrslitakeppnin:
Lyngby – Helsingör................................. 2:1
- Sævar Atli Magnússon kom inn á sem
varamaður í uppbótartíma hjá Lyngby og
Frederik Schram var varamarkvörður.
Freyr Alexandersson þjálfar liðið.
Bandaríkin
Houston Dynamo – Austin...................... 1:2
- Þorleifur Úlfarsson kom inn á sem vara-
maður á 77. mínútu hjá Houston.
B-deild:
Oakland Roots – Colorado Springs....... 0:3
- Óttar Magnús Karlsson lék allan leikinn
fyrir Oakland.
Svíþjóð
Häcken – Varberg ................................... 3:1
- Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan
leikinn fyrir Häcken og lagði upp mark.
- Oskar Tor Sverrisson lék allan leikinn
fyrir Varberg.
Djurgården – Sirius ................................ 4:0
- Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir Si-
rius.
Vittsjö – Häcken ...................................... 0:0
- Agla María Albertsdóttir kom inn á sem
varamaður á 77. mínútu hjá Häcken en
Diljá Ýr Zomers var ekki í hópnum.
Djurgården – Kristianstad..................... 1:0
- Amanda Andradóttir lék allan leikinn
fyrir Kristianstad en Emelía Óskarsdóttir
var ónotaður varamaður. Elísabet Gunn-
arsdóttir þjálfar liðið.
Eskilstuna – Kalmar................................ 1:0
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn fyrir Kalmar.
B-deild:
Trelleborg – Brage ................................. 2:2
- Böðvar Böðvarsson lék fyrstu 70 mín-
úturnar fyrir Trelleborg og lagði upp mark.
Alingsås – Uppsala .................................. 1:1
- Andrea Thorisson lék allan leikinn fyrir
Uppsala.
Noregur
Viking – Haugesund................................ 5:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék
fyrstu 67 mínúturnar.
Brann – Kolbotn ...................................... 2:1
- Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á
sem varamaður á 75. mínútu hjá Brann en
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er frá
keppni vegna meiðsla.
Rosenborg – Lyn...................................... 0:1
- Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á sem
varamaður á 62. mínútu hjá Rosenborg.
Vålerenga – Avaldsnes ........................... 6:0
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék fyrri hálf-
leikinn fyrir Vålerenga.
Bikarúrslitaleikur karla:
Bodö/Glimt – Molde ................................ 0:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir
Bodö/Glimt.
- Björn Bergmann Sigurðarson er frá
keppni vegna meiðsla.
50$99(/:+0$
Tindastóll hafði betur gegn deild-
armeisturum Njarðvíkur, 89:83, í
fjórða leik liðanna í undanúrslitum
Íslandsmótsins í körfuknattleik
karla á Sauðárkróki á laugardags-
kvöld og tryggði sér þannig 3:1-
sigur í einvíginu. Stólarnir mæta
Val í úrslitaeinvíginu og fer fyrsti
leikur þess fram næstkomandi
föstudag á Hlíðarenda.
Nicolás Richotti var stigahæstur
í leik laugardagsins með 24 stig og
þar á eftir kom samherji hans De-
drick Basile með 22 stig. Sigurður
Gunnar Þorsteinsson og Javon Bess
skoruðu 20 stig hvor fyrir Tinda-
stól.
Stólarnir í úrslit
og mæta Val
Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Í úrslitin Baldri Ragnarssyni, þjálf-
ara Tindastóls, fagnað í leikslok.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði
ótrúlegt sigurmark er KA/Þór
tryggði sér sæti í undanúrslitum Ís-
landsmóts kvenna í handbolta með
24:23-útisigri á Haukum í gær. Al-
dís skoraði markið beint úr auka-
kasti eftir að leiktíminn rann út og
skaut KA/Þór í undanúrslit þar
sem liðið mætir Val.
Á laugardag tryggði ÍBV sér
oddaleik gegn Stjörnunni með
sannfærandi 33:24-útisigri og er
staðan í einvíginu 1:1. Sunna Jóns-
dóttir og Harpa Valey Gylfadóttir
skoruðu átta mörk hvor fyrir ÍBV.
Oddaleikurinn fer fram annað
kvöld.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sigurmark Aldís Ásta Heimisdóttir
skoraði ótrúlegt sigurmark í gær.
Ótrúlegt sigur-
mark Aldísar
VALUR – KR 2:1
0:1 Kjartan Henry Finnbogason 18.
1:1 Patrick Pedersen 45.
2:1 Jesper Juelsgård 69.
MM
Hólmar Örn Eyjólfsson (Val)
M
Birkir Már Sævarsson (Val)
Jesper Juelsgård (Val)
Birkir Heimisson (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Ágúst Eðvald Hlynsson (Val)
Beitir Ólafsson (KR)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Kennie Chopart (KR)
Theódór Elmar Bjarnason (KR)
Rautt spjald: Grétar Snær Gunnarsson
(KR) 90., Haraldur Árni Hróðmarsson
(Val/aðstoðarþjálfari) 90.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7.
Áhorfendur: 1.530.
ÍBV – LEIKNIR R. 1:1
1:0 Andri Rúnar Bjarnason 26.
1:1 Sjálfsmark 29.
M
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Viktor Freyr Sigurðsson (Leikni R.)
Bjarki Aðalsteinsson (Leikni R.)
Arnór Ingi Kristinsson (Leikni R.)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8
Áhorfendur: 518.
BREIÐABLIK – FH 3:0
1:0 Ísak Snær Þorvaldsson 45.
2:0 Kristinn Steindórsson 71.
3:0 Ísak Snær Þorvaldsson 72.
MM
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
M
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Davíð Ingvarsson (Breiðabliki)
Damir Muminovic(Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 7.
Áhorfendur: 2.017
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
FÓTBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Valur hafði betur gegn erkifjendum
sínum í KR, 2:1, þegar liðin mættust í
Reykjavíkurslag á Origo-vellinum að
Hlíðarenda í þriðju umferð Bestu
deildar karla í knattspyrnu á laugar-
dagskvöld. Valsmenn eru því áfram
með fullt hús stiga eftir þrjá sigra í
fyrstu þremur leikjum sínum en KR
hefur tapað tveimur leikjum í röð.
Leikurinn var hin besta skemmtun
þar sem glæsileg mörk voru skoruð,
nokkur vafaatriði gerðu vart við sig
og rauð spjöld fóru á loft. Kjartan
Henry Finnbogason kom KR yfir í
fyrri hálfleik með skoti af stuttu færi
eftir laglega fyrirgjöf frá Kennie
Chopart. Seint í hálfleiknum vildi
Kjartan svo fá vítaspyrnu þegar Guy
Smit í marki Vals hljóp hann niður
innan vítateigs en ekkert var þó
dæmt. Þess í stað jafnaði Patrick
Pedersen örskömmu fyrir leikhlé
með glæsilegum skalla eftir hnitmið-
aða fyrirgjöf Birkis Más Sævars-
sonar. Jesper Juelsgård skoraði svo
sigurmark Vals með stórkostlegu
skoti beint úr aukaspyrnu. KR-ingar
vildu fá aukaspyrnu skömmu áður en
dæmd var aukaspyrna á þá, sem Ju-
elsgård skoraði svo úr, en fengu ekki.
Í kjölfarið var eitthvað um pústra,
t.a.m. eftir að Smit kastaði boltanum í
innkast þegar Valsmaður lá á vell-
inum en KR skilaði boltanum ekki til
baka. Undir lokin fékk Grétar Snær
Gunnarsson sitt annað gula spjald og
þar með rautt og Haraldur Árni
Hróðmarsson, aðstoðarþjálfari Vals,
fékk beint rautt spjald þegar upp úr
sauð í uppbótartíma.
Breiðablik vann sannfærandi sigur
á FH, 3:0, á Kópavogsvelli í gær-
kvöldi og er því líkt og Valur með fullt
hús stiga eftir að hafa unnið fyrstu
þrjá leiki sína í deildinni. Breiðablik
er á toppi deildarinnar með betri
markatölu en Valur. Sigurinn var
sannfærandi enda Blikar við stjórn
allan leikinn þó færin hafi látið á sér
standa í fyrri hálfleik og líta Kópa-
vogsbúar sérlega vel út í upphafi
tímabilsins.
Ísak Snær Þorvaldsson, sem fagn-
aði 21 árs afmæli sínu í gær, hélt upp
á tímamótin með stæl. Hann skoraði
fyrsta mark leiksins í gær af harð-
fylgi undir lok fyrri hálfleiks, átti skot
sem Gunnar Nielsen varði og Krist-
inn Steindórsson fylgdi eftir í öðru
markinu og kórónaði svo frábæra
frammistöðu með laglegu skoti á lofti
í þriðja markinu. Ísak Snær er
markahæstur í deildinni með fjögur
mörk í fyrstu þremur leikjunum.
ÍBV og Leiknir úr Reykjavík
skildu þá jöfn, 1:1, á Hásteinsvelli í
Vestmannaeyjum í gær og nældu
þannig bæði lið í sín fyrstu stig í
Bestu deildinni í sumar.
Andri Rúnar Bjarnason kom Eyja-
mönnum á bragðið með sínu fyrsta
deildarmarki fyrir félagið er hann
stýrði boltanum í netið af stuttu færi
eftir laglega fyrirgjöf Guðjóns Péturs
Lýðssonar. Skömmu síðar varð Eiður
Aron Sigurbjörnsson fyrir því óláni
að skora sjálfsmark þegar hann pot-
aði boltanum í eigið net eftir skot
Arnórs Inga Kristinssonar. Síðari
hálfleikur var tíðindaminni þar sem
Eyjamenn voru þó sterkari aðilinn en
þrátt fyrir ágætis færi tókst þeim
ekki að bæta við marki.
Valur og
Breiðablik
með fullt hús
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Tvenna Afmælisbarnið Ísak Snær Þorvaldsson fagnar öðru af tveimur
mörkum sínum fyrir Breiðablik í öruggum sigri á FH í gærkvöldi.
- Æsilegur Reykjavíkurslagur
- Afmælisbarnið óstöðvandi
_ Karlalið Real Madríd í knattspyrnu
tryggði sér spænska meistaratitilinn í
35. sinn á laugardag með öruggum
4:0-sigri á Espanyol. Real á enn eftir
að spila fjóra leiki í spænsku 1. deild-
inni.
_ Sveindís Jane Jónsdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, lék allan leik-
inn og lagði upp fyrra mark Wolfsburg
þegar liðið vann góðan 2:0-sigur á
ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona í
síðari leik þeirra í undanúrslitum
Meistaradeildar Evrópu á laugardag.
Sigurinn dugði þó
ekki til þar sem
Barcelona vann
einvígið sam-
anlagt 5:3 og er
því komið í úrslit.
Þar mætir liðið
landsliðskonunni
Söru Björk Gunn-
arsdóttur og stöll-
um hennar í Lyon. Lyon hafði betur,
2:1, gegn erkifjendum sínum í París
Saint-Germain þar í borg á laugar-
dagskvöld og vann þar með einvígið
samanlagt 5:3. Sara Björk lék ekki
með Lyon vegna veikinda.
_ Teitur Örn Einarsson, Bjarki Már
Elísson og Viggó Kristjánsson, lands-
liðsmenn í handknattleik, reyndust
liðum sínum í þýsku 1. deildinni drjúg-
ir í leikjum þeirra um helgina. Teitur
skoraði sex mörk og gaf eina stoð-
sendingu fyrir Flensburg í öruggum
33:23-sigri á Hamburg. Bjarki skoraði
átta mörk fyrir Lemgo í vondu 27:33-
tapi gegn Erlangen, þar sem Ólafur
Stefánsson er aðstoðarþjálfari. Viggó
skoraði svo átta mörk fyrir Stuttgart í
29:25-sigri á Leipzig, en samherji
hans Andri Már Rúnarsson komst
ekki á blað.
Tveir landsliðsmenn til viðbótar, Gísli
Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi
Magnússon, fóru þá fyrir toppliði
Magdeburg þegar liðið vann nauman
28:27-sigur á Füchse Berlín í gær.
Gísli var markahæstur í liði Magde-
burg með fimm mörk, þar á meðal
skoraði hann sigurmarkið á lokamín-
útu leiksins, og
gaf einnig eina
stoðsendingu.
Ómar skoraði þá
fjögur mörk og gaf
sjö stoðsendingar.
_ Hlín Eiríks-
dóttir var hetja
Piteå þegar hún
skoraði sigurmark liðsins í 1:0-útisigri
á Brommapojkarna í sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu kvenna í gær.
Þetta var þriðja deildarmark Hlínar í
sjötta leiknum á tímabilinu fyrir Piteå,
sem er í 2. sæti deildarinnar.
_ Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu karla, ríkjandi Englands-
meistarar Manchester City og Liver-
Eitt
ogannað