Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 32
Verk Egils Sæbjörnssonar myndlistarmanns hafa verið áberandi á sýningum í Svíþjóð undanfarið og verða áfram. Fyrir helgi var opnuð í Andys Gallery í Stokkhólmi einkasýning Egils, Object Species: The Lipsticks, með vídeóinnsetningu og skúlptúrum. Á sýningunni birt- ast einnig 36 metra há tröllin Úgh & Búgar sem komu við sögu þegar Egill var fulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum 2017. Á mynd- listarvikunni í Stokkhólmi, sem stóð yfir síðustu daga, mátti einnig sjá verk eftir Egil í samsýningum í Kummelholmen, Moderna Museet og í Vårberg Centrum. Verk eftir Egil Sæbjörnsson á mörgum sýningum í Stokkhólmi MÁNUDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Breiðablik og Valur hafa bæði farið fullkomlega af stað í Bestu deild karla í knattspyrnu. Um helgina vann Breiðablik sannfærandi sigur á FH og Valur hafði betur gegn erkifjendum sínum og nágrönnum í KR. Nýliðar ÍBV og Leiknir úr Reykjavík mættust einnig í deildinni um helgina, skildu jöfn og náðu þar með bæði í sín fyrstu stig í sumar. »26 Breiðablik og Valur bæði með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Í Covid gerðist það eina nóttina þeg- ar ég var andvaka að þá var líkt og ég renndi í gegnum alla söguna um hann Nóa. Hún kom nánast fullsköpuð til mín. Klukkan sex um morguninn fór ég fram úr og skrifaði niður öll nöfnin á persónum sem við sögu koma. Nokkrum dögum seinna settist ég niður og byrjaði að skrifa, sagan rann upp úr mér fyrirhafnarlítið,“ segir Hilmar Sverrisson sem tók sig til eft- ir sextugt og sendi frá sér sína fyrstu bók. Nói og töfrahringurinn heitir bókin sú og er ævintýri ætlað eldri börnum. Þar segir frá Nóa, 11 ára dreng í Reykjavík sem sendur er í sveit norður í Skagafjörð. Þar lendir hann í ýmsum ævintýrum og kynnist dularfullum öflum og annars heims verum. „Frá því að börnin mín komu til hef ég alltaf verið að búa til ein- hverjar sögur fyrir þau og segja þeim. Svo bættust barnabörnin við og þau hafa öll kokgleypt þetta hjá mér. Sagan um Nóa gerist fyrir norð- an, þar sem ég er fæddur og uppal- inn,“ segir Hilmar og bætir við að meirihluti þeirra persóna sem koma fyrir í sögunni sé löngu látinn. „Flestar þessar per- sónur dóu í svartadauða. Þarna koma meðal ann- ars fyrir þjófar og smygl- arar og þarna eru líka álfar, draugar, huldufólk og uppvakningar. Einnig er mikið um galdra. Ég varð sjálfur var við ýmislegt þegar ég var krakki, en ég byggi þessa sögu ekkert á því,“ segir Hilmar og bætir við að þegar Nói stígi í upphafi sögunnar úr strætó á Króknum taki á móti honum maður að nafni Björn. „Nói segir við þennan Björn að hann sé að fara í sveit á bæ sem heitir Árkot, en Björn segir að enginn hafi búið á þeim bæ í hundrað ár. Síðan nær einhver í Nóa án þess að nokkur taki eftir og í framhaldinu fara Björn og kona hans ásamt lögreglunni að leita að Nóa.“ Hilmar segist vera langt kominn með að skrifa bók númer tvö um Nóa. „Þar er hann farinn að vinna með rannsóknarlöggunni og sögusviðið er hálendið, eða Kjölur. Sú bók heitir Nói og frönsku ferðamenn- irnir, en þeir eru fram- liðnir krossfarariddarar frá því um 1200. Þarna koma við sögu Fjalla- Eyvindur og Halla, Reyni- staðarbræður og fleiri löngu látnar persónur, en þekktar.“ Hilmar segir að sér finnist virki- lega skemmtilegt að sitja í stúdíóinu sínu, hlusta á tónlist og „bulla upp úr sér“ sögur um strákinn Nóa, eins og hann orðar það sjálfur. „Fyrri bókin er komin út sem hljóðbók hjá Storytel og Jóhann Sig- urðarson leikari sér um að lesa hana upp. Við Jói höfum unnið mikið sam- an en ég vinn við að hljóðrita bækur og ég hef tekið upp margar bækur með honum. Þegar Jói hafði lesið handritið mitt um Nóa sagði hann strax já við því að lesa bókina upp fyrir Storytel. Ég er þakklátur fyrir það, því allt lifnar við í upplestri hans, sem er með miklum leikrænum til- burðum. Jói er mikill snillingur.“ Nói kynnist ýmsum annars heims verum - Hilmar Sverrisson sendir frá sér sína fyrstu bók Morgunblaðið/Eggert Hilmar Hér í stúdíóinu og á tölvuskjánum er önnur bók Hilmars Sverrissonar um ævintýri Nóa að verða til. Bókarkápa Nói og töfrahringurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.