Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 11
AFP
Kreml Rússlandsforseti gengur fram hjá heiðursverði í Moskvu. Hann gæti lýst formlega yfir stríði á mánudag.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Næstkomandi mánudag, hinn 9. maí,
munu Rússar halda upp á sigurdag-
inn svonefnda, en þá er þess minnst
þegar Sovétríkin sálugu unnu sigur
á Þriðja ríki Þýskalands árið 1945.
Sérfræðingar telja líklegt að þá
muni draga til tíðinda í Úkraínustr-
íðinu.
Bent hefur verið á að Moskvu-
valdið kann að lýsa formlega yfir
stríði gegn Úkraínu, en hingað til
hefur einungis verið talað um „sér-
staka hernaðaraðgerð“. Stríðsyfir-
lýsing myndi auka svigrúm hersins
og svara mannaflsþörf. En fleira
kemur til greina, að sögn hernaðar-
sérfræðinga á Vesturlöndum.
Leyniþjónustur Bandaríkjanna
telja sig vita fyrir víst að Rússar
muni um miðjan maí innlima héruðin
Lúhansk og Donetsk í austurhluta
landsins. Eins telja þær líklegt að
Rússar muni gera slíkt hið sama í
borginni Kerson í suðausturhlutan-
um. Þá er ekki talið útilokað að
Rússar reyni að blása til sóknar og
ráðast inn í Ódessu í suðri. Það sé þó
erfitt í ljósi þess hve laskaður
Svartahafsfloti þeirra er eftir altjón
eldflaugabeitiskipsins Moskvu.
Hvort heldur sem er þá segja sér-
fræðingar ljóst að 9. maí verði nýttur
til áróðurs heima fyrir, nauðsynlegt
sé fyrir Moskvuvaldið að beina
athygli almennings frá slæmu gengi
innrásarliðsins í Úkraínu. Einn þess-
ara sérfræðinga, talsmaður utanrík-
isráðuneytis Bandaríkjanna, segist
þegar farinn að greina aukinn þunga
í áróðri Rússa. Og Bandaríkin muni í
samstarfi við bandamenn sína í Atl-
antshafsbandalaginu (NATO) einnig
halda upplýsingum um gang
Úkraínustríðsins á lofti.
Er sem blóðlaus sjúklingur
Nákvæmar upplýsingar um
mannfall í röðum Rússa liggja ekki
fyrir. Úkraínumenn segjast hafa
fellt yfir 23 þúsund innrásarher-
menn frá upphafi átaka, tölur sem
taka skal með fyrirvara. NATO telur
Rússa hafa misst á bilinu 7 til 15 þús-
und hermenn. Það sé þó ágiskun sem
varnarbandalagið segist hafa „litla
trú“ á. Þrátt fyrir ónákvæmar upp-
lýsingar segist varnarmálaráðuneyti
Bretlands telja fullvíst að fallhlífa-
sérsveitir Rússlands, sem bera
skammstöfunina VDV, hafi orðið
fyrir gríðarlegu mannfalli. Er tjónið
svo mikið, að þeirra mati, að mörg ár
mun taka að byggja upp fyrri styrk.
Þá líkir varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna stríðsrekstri Rússa í
Úkraínu við sjúkling sem þjáist af
blóðleysi. Herinn glími við augljósa
óstjórn, þekkingarleysi og slæman
móral sem dregur úr baráttuþreki.
Hvað gerir Moskvuvaldið 9. maí?
- Hernaðarsérfræðingar telja fullvíst að Kremlverjar muni koma með sterkt útspil á sigurdeginum
svonefnda - Formleg stríðsyfirlýsing ekki útilokuð - Mörg ár mun taka að bæta upp mannfall hersins
AFP
Árás Þykkur og dökkur reykur stígur til himins í kjölfar loft-
árása Rússa á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í gær.
AFP
Tár Kona grætur á fjöldafundi í Kænugarði í gær, til stuðnings
þeim hermönnum sem eftir standa í hafnarborginni Maríupol.
AFP
Stríð Úkraínskir hermenn á leið til hvíldar eftir tveggja mán-
aða bardaga á víglínunni við Kramatorsk í Austur-Úkraínu.
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur • Vesti • Kjólar
Peysur • Bolir • Jakkar
Blússur • Buxur
VORVÖRUR
Vinsælu velúrgallarnir
Nýjir litir
Stærðir S-4XL
Einnig stakar velúrbuxur
í svörtu, gráu og dökkbláu
Yfir 200 andstæðingar ríkis-
stjórnar Nikols Pashinyans, for-
sætisráðherra Armeníu, voru í gær
handteknir á miklum mótmælum
sem fram fóru í höfuðborginni
Jerevan. Mikil pólitísk spenna hef-
ur verið í landinu undanfarna mán-
uði í kjölfar ósigurs hersins í vopn-
uðum átökum við her Aserbaídsj-
ans um héraðið Nagornó-Karabak,
en þau hófust fyrst árið 2020.
Mótmælendurnir kröfðust af-
sagnar forsætisráðherrans, sem
gagnrýndur hefur verið fyrir upp-
gjöf í átökunum við Aserbaídsjan.
Stríðið stóð yfir í sex vikur og á
þeim tíma týndu minnst 6.500 her-
menn lífi.
AFP
Fjölmennir útifundir
og handtökur í Armeníu