Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 13

Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Lúta í gras Bjarni Felixson íþróttafréttamaður kom með þetta spakmæli í fótboltalýsingum sínum um árið, þegar leikmenn töpuðu leik eða viðureign, og fékk bágt fyrir frá málvöndunarfólki. Þótt Adolf Daði Birgisson, leikmaður Stjörnunnar, lúti hér í gras með tilþrifum þá var hann í sigurliði í fyrrakvöld er Stjarnan vann Víking 5:4, skoraði auk þess eitt mark og lagði upp annað. Eggert Jóhannesson Ef búið er til þjóð- málatorg þar sem stjórnmálamenn, blaðamenn, fræði- menn, listamenn – hin- ar talandi stéttir – rök- ræða stöðugt hver við annan, fella palladóma um menn og málefni, deila skoðunum og upplýsingum og fá við- brögð frá lesendum strax er ekki undarlegt að til verði öflugt verkfæri til að hafa áhrif á skoðanir og jafnvel þær upplýsingar sem taldar eru gildar. Almennir borgarar reyna að hasla sér völl á torginu og setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Á margvíslegum skoð- anatorgum er sumum hampað en öðrum ekki – einhverjir eru for- dæmdir en aðrir eru hafnir upp til skýjanna. Hægt og bítandi byrja torgin að móta alla umræðu sam- félagsins og viðhorf og þar með er lagður grunnur að því að móta sam- félagsgerðina. Það á ekki að koma neinum á óvart að það sé eftirsóknarvert að hafa áhrif á leikreglur þjóð- málatorgsins og stjórna því hvaða efni er kynnt, hvað er sett til hliðar og hvað ekki. Einræðis- og alræð- isstjórnir leggja mikið á sig til að taka að sér fundarstjórn á þjóð- málatorgum eða hrein- lega loka séu þau ráða- mönnum ekki að skapi. Fyrir stjórnlynda auð- menn er freistingin til að kaupa hreinlega fundarstjórnina mikil. Stjórnmálamenn hóta laga- og reglugerð- arsetningu af ótta við að torgin verði vett- vangur skoðana sem eru þeim ekki geð- þekkar eða grafa und- an þeirra eigin hug- myndafræði. Og svo eru þeir sem vilja tryggja að þjóðmálatorgin séu lifandi og opinn vettvangur frjálsra skoðanaskipta – þar sem staðinn er tryggur vörður um málfrelsi al- mennings. Endurskipulagning þjóðmálatorgs Auðkýfingurinn Elon Musk full- yrðir að hann sé í síðastnefnda hópnum. Með yfirtöku á Twitter – einum áhrifamesta samfélagsmiðli heims – segist Musk ætla að end- urskipuleggja þjóðmálatorgið á Twitter til að tryggja skoðanafrelsi og ýta undir öflug skoðanaskipti og dreifingu upplýsinga. Hvort hann stendur við fyrirheitin á eftir að koma í ljós, en ýmislegt bendir til að honum sé alvara. Áhrifamiklir samfélagsmiðlar eins og Twitter og Facebook hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir tilraunir til ritskoðunar. Hér verður ekki farið út í þá gagnrýni að sinni en flestir muna eftir harðvítugum deilum Trumps, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, og forráðamanna Twitter. Þjóðmálatorg Twitters er aðeins hluti af óskilgreindu og fjöl- breytilegu markaðstorgi fyrir net- samskipti, afþreyingu, frétta- og upplýsingamiðlun. Markaðstorgið er óstöðugt – síbreytilegt þar sem jafnvel öflugustu leikmennirnir verða oft undir á endanum. Forráðamenn Netflix byggðu upp afþreyingarveldi enda sannfærðir um að vöxtur fyrirtækisins gæti orðið endalaus. Þeir höfðu rangt fyrir sér og áskrifendum fækkar í fyrsta skipti enda í harðri sam- keppni við nýja leikmenn; inn á svið- ið hafa stigið Hulu, Apple TV+ og Disney+. Í heimi streymisveitna hefur gömlum risum í kapalheiminum gengið erfiðlega að fóta sig. CNN, einn áhrifamesti fréttamiðill heims um árabil, má muna fífil sinn fegri. Áhorf á CNN hefur hrapað. Mánuði eftir að hafa kynnt eigin streym- isveitu, CNN+, var ákveðið að leggja hana niður. Það ævintýri kostnaði 300 milljónir dollara. Og jafnvel Facebook er í erfið- leikum. Notendum samfélagsmiðils- ins er að fækka og tækni- og skil- málabreytingar í farsímum hafa höggvið skarð í auglýsingatekjur. Google er ekki lengur vinsælasta vefsíða heims. Og hver man eftir Yahoo? Flest eru þessi fyrirtæki enn öfl- ug en sum hafa hrasað. Og þeim er stöðugt ógnað af nýjum aðilum, nýrri tækni og nýrri hugsun. Mark- aðstorgið er kvikt og nær aldrei jafnvægi, ólíkt því sem stjórnlyndir fjölmiðla- og stjórnmálamenn vilja telja okkur trú um í þeirri viðleitni sinni að koma böndum á þjóð- málatorgið – innleiða eins konar op- inbera fundarstjórn. Frjáls skoðanaskipti Elon Musk er óvenjulegur auð- maður – umdeildur frumkvöðull sem hefur verið óhræddur við að segja sínar skoðanir. Hann hefur komið fram sem harður baráttumaður mál- frelsis og segist ætla að breyta Twitter til að tryggja að samfélags- miðillinn verði vettvangur frjálsra skoðanaskipta. Musk er sannfærður um að þar hafi forráðamönnum Twitter verið mislagðar hendur en einnig að hægt sé að ná miklu betri árangri í rekstri fyrirtækisins. Viðbrögðin við yfirtöku Musks á Twitter hafa verið áhugaverð. Margir vinstrimenn um allan heim eru að fara af límingunum. Rit- skoðun sem sumir samfélagsmiðlar hafa innleitt síðustu ár hefur verið í góðri sátt við pólitískan rétttrúnað og það hentar stjórnlyndum mönn- um vel. Búast má við að Musk gangi á hólm við rétttrúnaðinn og hafni ritskoðun síðustu ára. Að þessu leyti er yfirtakan á Twitter fagnaðarefni en um leið eykst hættan á að stjórnmálamenn grípi til aðgerða til að koma böndum á þjóðmálatorgið og til þess munu þeir njóta stuðnings áhrifamikilla einstaklinga úr röðum talandi stétta, sem telja sig þess betur um- komna en aðra að móta umræðuna og þar með samfélagið allt. Þannig mun líklega sannast enn og aftur að þeir sem mest eru upp- teknir af því að kenna sig við um- burðarlyndi og tala hæst um mál- frelsi og réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós eru í hjarta sínu stjórn- lyndir og sannfærðir um nauðsyn þess að koma á fót öflugum eftirlits- stofnunum með fjölmiðlum og þjóð- málatorgum, sem skulu því færð í farveg reglugerða og flókinna laga. Eftir Óla Björn Kárason »Ritskoðun sem sum- ir samfélagsmiðlar hafa innleitt hefur verið í góðri sátt við pólitísk- an rétttrúnað og það hentar stjórnlyndum mönnum vel. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Markaðstorg skoðana og upplýsinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.