Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
Fyrir 21 ári ákvað
ég að fara í áfengis-
meðferð hjá SÁÁ.
Þetta er stærsta og
besta ákvörðun sem
ég hef tekið.
Mér var uppálagt
að fara á tólf spora
fundi, vera í pró-
gramminu, tengjast
samferðafólki mínu, fá
mér trúnaðarkonu,
sinna bataverkefnum og vera heið-
arleg. Þessu hef ég farið eftir og
síðan nýtt þá reynslu til að hjálpa
þeim sem leita til mín.
Ég hef fengið til baka þá aðila
sem voru búnir að loka á mig í
neyslunni. Ég baðst fyrirgefningar
en númer eitt varð ég að fyrirgefa
sjálfri mér.
Þetta hefur ekki alltaf verið auð-
velt, margt sem þarf að takast á við
og mæta áföllum, en það lofaði því
heldur enginn að það yrði auðvelt.
En ég er bara svo miklu betur í
stakk búin en áður til að takast á
við áskoranirnar.
Ég tók æðri mátt inn í mitt líf,
öðruvísi gæti ég þetta ekki. Ég þarf
að biðja og þakka fyrir allt þetta
smáa sem skiptir svo miklu máli
fyrir mig.
Þetta er mín töfraformúla fyrir
því að eignast nýtt og betra líf.
Hún er ekki einföld og það þarf að
hafa fyrir henni, en hún virkar.
Í dag á ég dásamlegt líf. Númer
eitt er að hafa það ein-
falt og skemmtilegt.
Ég geri margt sem ég
gat ekki áður eins og
að sinna áhugamálinu
að mála myndir. Við
hjónin ferðumst mikið
bæði hér innanlands og
utan, erum hætt að
vinna og þá er enn
meiri tími til þess. Ég
hef starfað í félags-
starfi SÁÁ nánast frá
því ég kom úr meðferð
og ég held því fram að það sé besta
forvörnin. Svo má nú ekki gleyma
árlegri Álfasölu SÁÁ. Núna er það
Töfra-Álfurinn sem bregður á leik
og hann minnir okkur á töfrana
sem felast í því að vera edrú. Álfa-
salan er ein mikilvægasta fjáröflun
SÁÁ og það skiptir mig miklu máli
að taka þátt í því verkefni. Ég hef
selt Álfinn í um 20 ár, það er starf
sem mér finnst einstaklega gefandi
enda eru flestir tilbúnir að styrkja
samtökin og erum við þakklát fyrir
það.
Í hverju liggja
töfrarnir?
Eftir Írisi
Kristjánsdóttur
Íris Kristjánsdóttir
» Þetta er mín töfra-
formúla fyrir því að
eignast nýtt og betra líf.
Hún er ekki einföld og
það þarf að hafa fyrir
henni, en hún virkar.
Höfundur er félagi í SÁÁ.
Á undanförnum
vikum hefur mikið
verið fjallað um blóð-
merahald hér á Ís-
landi, en það byggist,
eins og flestir vita nú,
á því að blóð er tekið
af fylfullum merum, 5
lítrar í einu, 8 sinnum
hvert haust, en hver
blóðtaka virðist jafn-
gilda allt að 20% af
blóðmagni hryssu, og það vikulega.
Þetta hefur verið gert hér, vita-
skuld með fullri vitund þeirra sem
fyrir blóðtökunni standa og hana
framkvæma, líka þeirra stjórn-
valda, sem eiga að hafa krítískt
eftirlit með svona starfsemi, þrátt
fyrir það að flestir eða allir fræði-
og vísindamenn á þessu sviði telji
að mest megi taka 10% af blóði
hryssu á 30 daga fresti, og þrátt
fyrir það að blóðtaka af fylfullum
eða mjólkandi merum sé strang-
lega bönnuð í Þýskalandi, reyndar
í öllum 27 löndum ESB, svo og í
Sviss, vegna þess viðkvæma
ástands, sem dýrin eru þá í.
Hér á Íslandi er blóð tekið af
hryssum, sem mest eru bæði fyl-
fullar og mjólkandi!!
Við þetta bætast svo ofbeldi og
meiðingar sem oft þarf að beita
dýrin til að ná þeim í blóðtökubás
og negla þær þar, og svo þeir
áverkar sem dýrunum eru reglu-
lega veittir, vikulega um 8 vikna
skeið, með hálfs sentímetra breiðri
blóðtökunál sem rekin er inn í
slagæð dýrsins, og það af eiðs-
vörðum „dýralæknum“.
Þetta er búið að vera í gangi hér
í um 40 ár, hefur blasað við á tug-
um bæja og MAST hefur átt að
hafa eftirlit með þessu – að dýra-
velferð væri tryggð – en nánast
enginn hefur tekið eftir þessu,
gert eitthvað með þetta, ekki einu
sinni MAST sem fremur hefur
borið blak af starfseminni en hitt;
þetta hefur einfaldlega viðgengist
af gömlum og „góðum“ vana.
Svo koma gestir, erlend dýra-
verndunarsamtök, og vekja okkur
upp af svefni andvaraleysis og af-
skiptaleysis, svefni vana og blindu
daglegrar rútínu.
Og hvað gerist þá?
Mörgum bregður nú
loks í brún; hver
fjandinn hefur verið
að gerast hér!? Í 40
ár!? Og MAST, sem
átti að vita allt um
málið og stýra því,
biður erlendu dýra-
verndunarsamtökin að
senda sér rannsókn-
argögn og nið-
urstöður, til að stofn-
unin geti kynnt sér
málið! Eftir 13 ára
eftirlit.
Í raun og veru snýst þessi hug-
leiðing mín ekki bara um okkur,
mannfólkið, heldur miklu fremur
um dýrin og okkur. Samlífið.
Hestar, blóðmerar, eru auðvitað
spendýr, en mannfólkið er líka
spendýr. Þó ótrúlegt kunni að
virðast, eru taldar vera um 5.500
tegundir spendýra á jörðinni.
Þessi spendýr eru ólík að formi,
gerð og stærð, en eru í
grundvallaratriðum öll eins sköp-
uð; gerð og byggð.
Öll spendýr, ekki bara spendýr-
ið maðurinn, finna fyrir andlegri
og líkamlegri vanlíðan og þján-
ingu, óttast og hræðast, kveljast
af meiðslum og áverkum eins og
við, kvíða reyndar líka fyrir,
hryggjast, syrgja, hlakka til og
gleðjast, allt meira og minna eins
og við.
Tilraunir eru gerðar á músum,
rottum, kanínum, hundum og öp-
um – oftast reyndar með hræði-
legu kvalræði fyrir dýrin sem
sjaldnast lifa tilraunir af – og eru
árangur og niðurstöður síðan not-
aðar fyrir lyfjaþróun og nýjar
lækningalausnir fyrir mannfólkið.
Þetta sýnir auðvitað og sannar
náin tengsl og feikileg líkindi allra
spendýra, menn meðtaldir.
Nýjasta dæmið um það, hversu
lík öll spendýr og menn eru, er
ígræðsla hjarta úr svíni í mann,
sem virkaði.
Í 57 ára gamlan Bandaríkja-
mann, sem var með lífshættulegan
hjartasjúkdóm, var í byrjun ársins
grætt hjarta úr svíni, sem reyndar
hafði verið eitthvað aðlagað með
genabreytingum, og lifði maðurinn
um 10 vikna skeið. Hjartaígræðsla
úr svíni í mann virkaði sem sagt!
Áður hafði það gerst að hjarta-
lokur úr svínum höfðu verið
græddar í menn til að laga eða
lækna hjartagalla, húð af svínum
grædd á brunasár manna og nýra
hefur líka verið grætt í mann.
Þetta sýnir og sannar að við,
spendýrin, erum í grunninn öll
sköpuð eins, nema hvað maðurinn
er auðvitað gráðugri, grimmari og
miskunnarlausari en önnur spen-
dýr. Og hann einn drepur án þarf-
ar, sér til skemmtunr og gleði, af
lægstu hvötum; drápslosta.
Ég hef kallað þetta að sport-
veiðimenn virðist hafa krabbamein
í hjartanu. Önnur spendýr, rán-
dýr, drepa aðeins af þörf.
Fyrir utan það að það liggur nú
fyrir að líffæri úr öðrum spendýr-
um eru í vaxandi mæli að verða
varahlutir í menn, er punkturinn
hér líka þessi: Það liggur nú fyrir
að við, menn og önnur spendýr,
erum ein stór og margbreytileg
fjölskylda, þannig að þegar við er-
um að halda, slátra og éta önnur
spendýr erum við í raun að halda,
slátra og éta nátengdar lífverur.
Flottu kjötauglýsingarnar í blöð-
unum og fallegu steikurnar á grill-
inu eru hold og vöðvar systra okk-
ar og bræðra.
Varahlutir í menn
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Svo koma gestir, er-
lend dýravernd-
unarsamtök, og vekja
okkur upp af svefni and-
varaleysis og afskipta-
leysis, svefni vana og
blindu daglegrar rút-
ínu.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er stofnandi og
formaður Jarðarvina.
Vilhjálmur Bjarna-
son fyrrverandi þing-
maður ritaði grein í
Morgunblaðið um
Lönguhlíðarblokkina
og börnin í blokkinni
þegar hann bjó þar.
Hann minnist í grein-
inni hans Gríms (Ólafs-
sonar) sem varð fyrir
bíl og lét lífið á gatna-
mótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar. Upprifjun þessa slyss
minnti mig þá á grein sem Ragnar
Árnason hagfræðingur og prófessor
skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkru.
Grein sú fjallaði um kostnað af um-
ferðartöfum. Aðdragandi grein-
arinnar er að fyritækið Land-ráð, í
eigu Bjarna Reynarssonar skipu-
lagsfræðings, hafði gert skýrslu fyrir
Vegagerðina. Niðurstaða þeirrar
skýrslu var að ferðatími á höfuð-
borgarsvæðinu hefði lengst um
næstum helming milli áranna 2007
og 2018. Aðalástæðuna fyrir leng-
ingu ferðatíma á höfuðborgar-
svæðinu telur skýrsluhöfundur
Land-ráða vera að Reykjavíkurborg
hafi lagt í verulegan kostnað til að
torvelda umferð í Reykjavík. Þessi
kostnaður leggst á fólk og fyrirtæki,
en hafði þá að vísu aldrei verið mæld-
ur. Jónas Elíasson verkfræðingur og
prófessor, eigandi félagsins Sam-
göngur fyrir alla, rakst á þessa
skýrslu og hafði forgöngu um að
Hagrannsóknir sf., sem er fyrirtæki í
eigu Ragnars Árnasonar hagfræð-
ings og prófessors, mældi umfang
þessara umferðartafa og kostnaðinn
sem þeim fylgir. Niðurstaða skýrslu
Ragnars er að tafatími í bílaumferð á
höfuðborgarsvæðinu er 9 til 20 millj-
ón klst. Samkvæmt skýrslu Hag-
rannsókna sf. er kostnaðurinn sem
íbúar og fyrirtæki hafa af þessum
umferðartöfum 50-60 milljarðar á
ári. Ekki var mældur tafatími gang-
andi og hjólandi umferðar. Nið-
urstaða skýrslu Hagrannsókna sf. er
að miðað við þennan kostnað virðist
mjög ábatasamt fyrir íbúa höf-
uðborgarsvæðisins að fjárfesta í
samgöngumannvirkjum sem draga
úr umferðartöfum. Til að ákvarða
hvaða umferðarmannvirki skili mest-
um ábata þarf að framkvæma kostn-
aðar- og ábatagrein-
ingar. Í lok
greinarinnar segir höf-
undur: „Enn verra er
auðvitað að leggja fé í
umferðarframkvæmdir
sem auka umferðar-
tafir.“ Sú fullyrðing
vekur umhugsun.
Skýrsluhöfundur bend-
ir réttilega á að umferð-
artafir verða hvorki not-
aðar til tómstunda né
vinnu og því tímatap. Af
því leiðir að getir þú hvorki notið
tómstunda né starfað vegna alvar-
legs umferðarslyss eða dauða (munið
hann Grím) er peningalegt tap þitt,
ættingja þinna og þjóðar gífurlegt.
Það þarf því ekki kostnaðar- og
ábatagreiningu til að átta sig á þeim
milljarðaávinningi sem er af umferð-
arljósum, hraðatakmörkunum og
hraðahindrunum, svo þrennt sé
nefnt sem „tefur“ bílaumferð. Hægt
er að skoða tölur slysa og andláta af
völdum bílaumferðar eftir að farið
var að „tefja umferð“, aðallega í
Reykjavík, með hraðatakmörkunum
og umferðarljósum. Áhugaverðar
eru tölur um slys á börnum en fyrstu
hraðahindrunum í íbúðahverfum í
Reykjavík var komið fyrir á tíunda
áratugnum. Kostnaður uppsetningar
hraðahindrana er afar lítill en ábat-
inn af slysalausri umferð í íbúða-
hverfum ómælanlegur. Allir muna
ástæður JC-átaksins „á eftir bolta
kemur barn“. Bílaumferð án ljósa-
stýringa er einnig einfaldlega óhugs-
andi í dag og hraðatakmarkanir í
blandaðri umferð og þröngum götum
sömuleiðis. Hver er ásættanlegur
kostnaður vegna umferðartafa?
Dauðinn í Lönguhlíð
Eftir Stefán
Benediktsson
Stefán Benediktsson
» Vegna skýrslu Hag-
rannsókna um
kostnað af umferðar-
töfum. Hver er raun-
kostnaður af umferð-
artöfum og hver er
ásættanlegur kostnaður
af umferðartöfum?
Höfundur er arkitekt.
steben@internet.is