Morgunblaðið - 04.05.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 04.05.2022, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Rað- og smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Skírteini VinnustaðaskírteiniJóhanna Jóhannsdóttir RITARI Kt. 051277-5929 Veitingastaðurinn Inn ehf. Kt. 670709-5017 Sandblástursfilmur Fundir/Mannfagnaðir Dómkirkjan í Reykjavík Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 17.00 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík Aðalfundur Farfugla Aðalfundur Bandalags íslenskra Farfugla verður haldinn þriðjudaginn 17. maí nk. kl. 19:15 í Dal, Sundlaugavegi 34. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Tilkynningar Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- tillögu. Hestamannasvæði í Vík - Deiliskipulagstillaga Deiliskipulagið nær yfir tæpa 8 ha við Kötlugarðinn austast í Vík og tekur til nýs hesthúsasvæðis fyrir átta hesthús og keppnissvæði. Tillaga þessi liggur frammi á skrifstofu Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 5. maí 2022 til og með 17. júní 2022. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif- stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 17. júní 2022. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Morgunspjall, heitt á könnunni kl. 9-10.30. Jóga með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Söng- stund við píanóið með Helgu Gunnars kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Léttar veitingar í safnaðarsal gegn vægu gjaldi. Opið hús, fullorðinsstarf. Leikfimi, spjall, öðru hverju koma góðir gestir og segja frá einhverju skemmtilegu. Kaffi, meðlæti og spjall. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Stóladans kl. 10. Bónus-bíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Hádegis- matur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími 411 2600. Boðinn Handavinnustofa opin kl. 12.30-16. Sundlaugin er opin kl. 13.30-16. Bústaðakirkja Félagasstarf eldriborgara kl. 13-16, spil og handa- vinna. Gestur dagsins er Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir sem sýnir okkur myndir og muni frá Afríku. Kaffið góða á sínum stað, hlökkum til þess að sjá ykkur öll. Starfsfólk Fossvogsprestakalls. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Ljóðahópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Jónshús lokað vegna Vorsýningar kl. 10. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11. Stóla-jóga í Kirkjuhvoli kl. 13. Leirnámskeið í Smiðj- unni kl. 13. Gönguhópur frá Smiðju kl. 15 / 15.40 / 16.20. Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 16.30. Zumba Gold í Kirkjuhvoli. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10- 11.15 opinn botsía-tími. Kl. 13-15.30 postulínsmálun. Kl. 13-14.30 bingó. Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara kl. 12. Helgistund í kirkj- unni, fyrirbænir og söngur. Matur í safnaðarheimilinu 1000 kr. Full- trúar frá Fram ætlar að kynna almenningsíþróttadeild félagsins í hverfinu okkar. Kaffispjall á eftir. Hlökkum til að sjá ykkur. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla-jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Framhalds- saga kl. 10.30. Handavinna, opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl. 13. Styttri ganga kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10. Gaman saman kl. 13, hvað það verður veit nú enginn. Qi-gong kl. 16.30. Gleðin býr í Borgum. Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9, leir Skólabraut kl. 9, botsía, Skóla- braut kl. 10. Billjard, Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn, Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. alltaf - allstaðar mbl.is ✝ Sævar Árna- son fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 10. ágúst 1946. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. apríl 2022. Foreldrar hans voru Árni Þorkels Árnason, f. 30. desember 1917, d. 29. nóvember 1997, og Helga Gunnólfsdóttir, f. 1. ágúst 1925, d. 8. október 2004. Systkini Sævars voru 10: Drengur, f. 9. apríl 1943, d. 28. ágúst 1943; Gunnlaug Eyfells, f. 30. júní 1945, gift Halldóri Magnússyni, f. 4. ágúst 1942; Árný Kristbjörg, f. 19. júlí 1948, gift Kristjáni S. Rafns- syni, f. 9. júlí 1948, d. 3. júlí 1996; Gunnólfur, f. 18. júní 1950, kvæntur Fanneyju Bjarnadóttur, f. 24. maí 1953; Svala, f. 18. ágúst 1951, d. 29. október 2009, gift Birni Páls- syni, f. 23. maí 1975; Hreiðar, f. 22. júlí 1953; Helga, f. 31. október 1956, gift Sigurjóni Hreiðarssyni, f. 5. desember 1952; Ómar, f. 16. mars 1958, kvæntur Ingibjörgu Á. Blomst- erberg, f. 5. desember 1960; Árni Þór, f. 12. september 1959, kvæntur Ástu Þórarins- dóttur, f. 19. júní 1961; og Skjöldur Vatnar, f. 13. maí 1963, kvæntur Kristínu L. Sveinsdóttur, f. 18. september 1967. Sævar kvæntist 25. mars 1978 eftirlifandi eiginkonu sinni Hildi Ellertsdóttur, fyrr- verandi grunnskólakennara, f. 3. október 1952. Foreldrar hennar voru Ellert Guðmunds- son, f. 13. mars 1930 og Sigríð- ur Marta Sigurðardóttir, f. 28. ágúst 1931. Sævar og Hild- ur eignuðust tvö börn saman: Ell- ert, f. 2. janúar 1979, og Aldísi Ósk, f. 10. ágúst 1985, maki Ómar Örn Kristófersson, f. 1. júní 1982. Börn Aldísar eru Sævar Snær Birg- isson, f. 21. júní 2005, og Katrín Rós Birg- isdóttir, f. 19. mars 2010. Son- ur Hildar er Örn Úlfar Sæv- arsson, f. 28. febrúar 1973, kvæntur Ástu Andrésdóttur, f. 6. janúar 1976. Börn þeirra eru Vala Melkorka, f. 3. sept- ember 2012, Laufey Matt- hildur og Högni Dagfinnur, f. 24. janúar 2016. Sævar ólst upp á Þórshöfn á Langanesi en fluttist til Suður- nesja á unglingsárunum ásamt fjölskyldu sinni. Hann kynntist Hildi, eftirlifandi eiginkonu sinni, í mars 1977 og hófu þau búskap í Keflavík og bjuggu þar lengst af, en síðustu árin í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ. Sævar var til sjós á yngri árum en lauk sveinsprófi, og síðar iðnmeistaraprófi, í húsa- smíði og starfaði sem slíkur alla tíð, lengst af á Keflavík- urflugvelli en einnig við Blönduvirkjun, Vatnsfells- virkjun og í Reykjavík og við verkefni á Grænlandi og í Þýskalandi. Sævar söng með Karlakór Keflavíkur frá 27 ára aldri og síðar einnig með Eldeyjarkórnum og ferðaðist víða og kom fram með söng- félögum sínum, bæði hér heima og erlendis. Útför Sævars fór fram frá Keflavíkurkirkju 3. maí 2022. Pabbi minn er farinn frá okkur eftir rúmlega fimm ára baráttu við krabbamein af völd- um asbests. Til að byrja með voru lífslíkurnar nú ekki mikl- ar, eða um eitt og hálft ár. Hann náði að lifa með því í rúm fimm ár. Þegar ég kom inn í herbergið á spítalanum og hann var að fara yfir hinum megin þá strauk ég á honum höfuðið, sagði honum hversu mikið ég elskaði hann og hversu þakklát ég væri fyrir hann. Þakklæti er tilfinning sem fylgdi mér allan daginn og hefur fylgt mér síðan ég kvaddi hann. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fæðst á af- mælisdegi hans og öll árin sem við deildum saman þeim degi. Ég er svo þakklát fyrir að ég hafi verið það heppin í lífinu að hafa fengið hann sem pabba, og enn þakklátari fyrir að hafa náð að segja honum frá því í einu af okkar mörgum samtölum áður en hann fór frá okkur. Ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem ég hef fengið að hafa hann í lífi mínu og í lífi barnanna minna. Ég er svo þakklát fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast föður mínum sem átti svo stóran þátt í að móta mig. Mér finnst þó erfitt að barnið sem ég ber núna, og er væntanlegt í heiminn á næstu dögum, fái ekki að kynn- ast honum og hann því. Pabbi sagði við mig að hann vonaði að við gætum sagt einhverjar ágætar sögur af sér. En eins og ég sagði við pabba þá verða sögurnar svo miklu meira en bara ágætar. Það eru svo marg- ar frábærar sögur af honum sem hægt er að segja frá. Pabbi minn var svo mikið ljúfmenni, sá alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu og var alltaf tilbúinn til að stökkva til og hjálpa ef einhver þurfti aðstoð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að segja hon- um frá nafni barnsins. Við gát- um rætt saman um nafnið. Hann lofaði að segja engum frá því en hann getur sagt öllum frá því hinum megin núna. Það er bara svo margt sem ég get verið þakklát fyrir með hann pabba minn og ég get skrifað margar blaðsíður um það. Ég leyfi þessum orðum að duga í bili. Ég trúi því, elsku pabbi minn, að þú vakir yfir okkur og passir upp á okkur. Við söknum þín, börnin mín sakna þín. Við elskum þig og pössum upp á mömmu fyrir þig. Leyfi hér einu af mörgum lögum að fylgja með sem þú söngst fyrir mig þegar ég var yngri. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, – þú ert óskin mín. (Þórarinn Guðmundsson/Gestur) Þangað til við hittumst næst. Þín dóttir, Aldís Ósk. Pabbi hafði þann einstaka hæfileika að geta ákveðið ná- kvæmlega klukkan hvað hann ætlaði að vakna og það stóðst alltaf, jafnvel þegar þurfti að skutla fólki í flug um miðja nótt. Nú er hann sjálfur farinn og sorgin og söknuðurinn eru blandin beiskju því hann hefði svo sannarlega átt skilið að vera með okkur miklu lengur. En ávextir erfiðisins gegnum tíðina reyndust eitraðir, mein sem rakið var beint til óheil- næmra vinnuskilyrða. Sævar Árnason kom inn í líf okkar mömmu þegar ég var fjögurra ára og tók ég honum alls ekki jafn vel og hann tók mér. Ég var ekkert á þeim bux- unum að deila móður minni með öðrum en tíminn vann með okkur og fékk ég að kalla hann pabba allar götur síðan og njóta þeirra margvíslegu mannkosta sem hann hafði að bjóða allt til enda. Það var reyndar stundum haft á orði að móðir mín hefði nýtt sér tengsl sem fyrrverandi starfsmaður Þjóðskrár til að finna mér stjúpföður sem héti Sævar, til einföldunar. Samverustundirnar hefðu að ósekju mátt vera fleiri en þær sem áttum voru alla tíð ljúfar og þægilegar og alltaf vildi pabbi allt fyrir okkur systkinin gera, jafnvel þvert á fjárráðin hverju sinni. Þetta var nefni- lega dálítið basl á tímabili en með einstökum dugnaði og vinnusemi tókst pabba, og auð- vitað mömmu líka, að skapa fjölskyldunni góða umgjörð. Ósérhlífni og seigla eru orð sem lýsa honum vel. Ég man eftir dögum þegar pabbi kom heim eftir heilan dag í smíðum og fór svo beint að beita fram yfir miðnætti. Seinna, þegar vinnu skorti á Íslandi, þá var bara farið til Grænlands. Hjálpsemi hans var líka orð- lögð og fengu margir að njóta dugnaðar hans og hæfileika við smíðar í frístundum. Auð- vitað vorum við Ásta þar á meðal en við fengum ómetan- lega hjálp frá honum þegar við eignuðumst okkar íbúð og svo lyfti hann sannkölluðu grett- istaki þegar við stækkuðum við okkur með nýfædda tví- bura. Hann var alltaf boðinn og búinn. Og það er þess vegna sem þetta er allt svona ósann- gjarnt. Að maður sem gaf svona mikið af sér skuli ekki hafa uppskorið meiri og inni- haldsríkari hvíld eftir vel unnin störf í áratugi. Þess í stað tók við barátta við meinið illvíga en með sinni einstöku seiglu tókst pabba að framlengja þá ójöfnu viðureign um mörg ár umfram þær líkur sem honum voru gefnar við greiningu meinsins. Nú er baráttan á enda og innbyggða vekjaraklukkan er hætt að tifa, að minnsta kosti hérna megin í tilverunni. Hinn skilyrðislausi kærleikur Sæv- ars Árnasonar, glaðlyndið, söngurinn, æðruleysið og ósér- hlífnin munu þó áfram vekja með okkur einlægt þakklæti og ómetanlegar minningar alla tíð. Örn Úlfar Sævarsson. Sævar Árnason Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG Þ. JÓNSDÓTTIR frá Blönduósi, lést að kvöldi þriðjudagsins 12. apríl. Útförin fer fram í Blönduóskirkju fimmtudaginn 5. maí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á HSN á Blönduósi. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat Skarphéðinn H. Einarsson Sigrún Kristófersdóttir Jón Karl Einarsson Ágústa Helgadóttir Kári Húnfjörð Einarsson Björk Ágústsdóttir Magdalena Rakel Einarsd. og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.