Morgunblaðið - 04.05.2022, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.05.2022, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 _ Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þor- geir Kristjánsson eru komnir með Magdeburg í undanúrslit Evrópudeild- arinnar í handknattleik eftir sigur gegn Nantes frá Frakklandi á heima- velli í gærkvöld, 30:28. Magdeburg, sem vann keppnina á síðasta ári, hafði unnið fyrri leikinn í Frakklandi með þremur mörkum og var með örugga forystu allan tímann í gærkvöld. Ís- lendingarnir voru óvenjurólegir því Ómar skoraði eitt mark og Gísli ekk- ert, en Michael Damgaard var í mikl- um ham og skoraði tólf mörk fyrir Magdeburg. Hin þrjú liðin í undan- úrslitunum eru Nexe frá Króatíu, Ben- fica frá Portúgal og Wisla Plock frá Póllandi. _ Jón Jökull Hjaltason, 21 árs miðju- maður úr knattspyrnuliði ÍBV, er farinn til Þróttar í Vogum sem lánsmaður og leikur þar í 1. deildinni á komandi tímabili. _ Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Carr leikur ekki meira með ÍBV en hún náði aðeins að spila fyrstu níu mínúturnar í leik liðsins gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni áður en hún var borin af velli. Komið hefur í ljós að hún er með rifið krossband í hné og skemmdan liðþófa. _ Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaðurinn reyndi í handknatt- leiksliði Hauka, fékk ekki leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann hlaut í leik Hauka og KA í átta liða úr- slitum Íslandsmótsins á dögunum. Bú- ist hafði verið við því að hann yrði í banni gegn ÍBV í Eyjum í kvöld. _ Silas Dylan Songani, 32 ára knatt- spyrnumaður frá Simbabve, er kominn til 1. deildar liðs Vestra frá liði Plat- inum í heimalandi sínu. Hann er miðju- maður og var í sex ár í röðum danska liðsins SönderjyskE. _ Þórey Rósa Stefánsdóttir, lands- liðskona í handknattleik, hefur fram- lengt samning sinn við Fram um þrjú ár. Þóra kom í Fram fyrir fimm árum eftir langan feril erlendis þar sem hún lék í Þýskalandi, Danmörku og Noregi. _ Handknattleiksmaðurinn Orri Freyr Gíslason hefur tekið fram skóna eftir þriggja ára hlé og mun leika með Ka- detten í Sviss, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, á lokaspretti tímabilsins þar í landi. Orri lék áð- ur með Val nær allan fer- ilinn en einnig eitt ár með Viborg í Dan- mörku. Kadet- ten er komið í undanúrslitin um svissneska meistaratitilinn og lauk auk þess keppni í átta liða úrslitum Evrópu- deildarinnar í gær- kvöld. Eitt ogannað FH og Víkingur úr Reykjavík vinna sér sæti í efstu deild kvenna í knatt- spyrnu í haust, ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, gengur eftir en hún var birt í gær. FH og Víkingur enduðu í þriðja og fjórða sæti í fyrra en þykja nú líkleg til að fara alla leið. Tinda- stóli, HK og Fylki er spáð þriðja til fimmta sæti en Tindastóll og Fylkir féllu úr úrvalsdeildinni. Grindavík, Haukar og Fjölnir eru sett í 6.-8. sæti en Fjarðabyggð/Hetti/Leikni og Augnabliki er spáð falli. FH og Víkingur upp um deild? Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson Líkleg FH og Víkingur gætu unnið sér úrvalsdeildarsæti í ár. Körfuboltamaðurinn Dagur Kár Jónsson hefur samið við KR-inga um að leika með þeim næstu tvö ár- in. Hann var í röðum Stjörnunnar frá áramótum, eftir að hafa spilað með Ourense á Spáni í nokkra mán- uði, en lék ekkert með Garðabæjar- liðinu vegna veikinda. Dagur er 27 ára gamall bakvörð- ur og lék áður lengst af með Stjörn- unni, eða til ársins 2015, og síðan með Grindavík ásamt því að vera með austurríska liðinu Flyers Wels eitt tímabil, 2018-2019. Hann hefur leikið sex A-landsleiki. Dagur Kár í Vesturbæinn Morgunblaðið/Þórir Tryggvason KR Dagur Kár Jónsson hefur samið við KR til næstu tveggja ára. KA varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í blaki í annað sinn með því að sigra Aftureldingu, 3:0, í þriðja úrslitaleik liðanna í KA-heimilinu á Akureyri. Sigurinn var sannfærandi því hrinurnar enduðu 25:18, 25:19 og 25:16 og stóðu yfir í 25, 26 og 23 mín- útur. KA vann því einvígið sjálft 3:0 og stendur uppi sem þrefaldur meistari á tímabilinu sem lauk í gærkvöld. KA varð deildarmeistari í vetur, sex stigum á undan Aftureldingu, og varð bikarmeistari, einmitt með því að vinna Aftureldingu 3:2 í úrslita- leiknum. Tímabilið hefur sannarlega verið glæsilegt hjá Akureyrarliðinu sem vann 25 af 26 leikjum sínum í deild og bikar. Eina tapið kom á heima- velli gegn Aftureldingu í desember en KA vann eftir það alla þá átján leiki sem eftir voru á tímabilinu. Í úrslitakeppninni var liðið afar sannfærandi og vann alla fimm leiki sína, gegn Þrótti úr Fjarðabyggð og Aftureldingu, án þess að tapa einni einustu hrinu. Samtals vann KA- liðið 75 af 85 hrinum sínum á tíma- bilinu. Eini meistaratitill KA fram að þessu var árið 2019 en þá varð félag- ið jafnframt bikarmeistari í fyrsta skipti. Glæsilegt tímabil hjá KA - Íslandsmeistari kvenna í blaki eftir 3:0 sigur á Aftureldingu og vann 25 leiki af 26 Ljósmynd/Þórir Tryggvason Meistarar KA-konur fagna með bikarasafnið fyrir framan sig eftir sigurinn á Aftureldingu í KA-heimilinu. ÍBV er komið í undanúrslit Íslands- móts kvenna í handknattleik og mætir þar Fram eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik liðanna í Vestmannaeyjum í gærkvöld, 30:26. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti sannkallaðan stórleik en hún skoraði helming marka Eyja- kvenna, fimmtán talsins. Stjarnan var yfir í hálfleik, 16:14, en eftir að staðan var 19:19 náði ÍBV fjögurra marka forskoti og Garðbæingar réðu ekki við það. Elísabet Gunnasdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. Marta Wawrzynkowska varði 11 skot í marki ÍBV, þar af þrjú vítaköst, og Darija Zecevic varði 13 skot í marki Stjörnunnar. Fyrsti undanúrslitaleikur Fram og ÍBV fer fram í Safamýri á föstu- dag en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Ljósmynd/Sigfús Gunnar ÍBV Eyjakonur stigu stríðsdans eftir sigurinn í gærkvöld enda komnar í undanúrslitin þar sem þær mæta Fram í fyrsta leik á föstudagskvöldið. Fimmtán mörk Hönnu komu Eyjakonum áfram Liverpool átti magnaða endurkomu í gærkvöld þegar liðið vann Vill- arreal 3:2 í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í fót- bolta á Spáni. Eftir 2:0 sigur á Anfield virtist enska liðið vera með allt í hendi sér en það breyttist hratt í Villarreal. Boulaye Dia kom Spánverjunum yf- ir strax á 3. mínútu og Francis Co- quelin, fyrrverandi Arsenalmaður, bætti við marki á 41. mínútu. Stað- an var 2:0 í hálfleik og allt hnífjafnt samanlagt, 2:2. Liverpool tók völdin í seinni hálf- leik. Fabinho minnkaði muninn eft- ir sendingu Mohamed Salah á 62. mínútu og Luis Díaz jafnaði með skalla á 68. mínútu eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold. Þar með var staðan orðin 4:2 samanlagt, Liverpool í hag, og Sa- dio Mané skoraði sigurmarkið í leiknum sjálfum á 74. mínútu eftir sendingu frá Naby Keita. Liverpool vann því 5:2 og mætir annaðhvort Real Madrid eða Man- chester City í úrslitaleiknum á Stade de France 28. maí. City er með 4:3 forystu fyrir seinni við- ureign þeirra á Santiago Bernabéu í Madríd í kvöld. Þetta var fyrsti útisigur Liver- pool í undanúrslitaleik keppninnar frá árinu 1985 en í fjögur skipti frá þeim tíma hefur árangurinn á heimavelli fleytt liðinu í úrslitaleik- inn. Liverpool lék síðast til úrslita árið 2019 þegar liðið vann Totten- ham í úrslitaleik í Madríd. Liverpool með magn- aðan seinni hálfleik AFP/Paul Ellis Mark Mohamed Salah fagnar Fab- inho eftir fyrsta mark Liverpool. KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Keflavík: Keflavík – Breiðablik........... 19.15 Garðabær: Stjarnan – KR ................... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, annar leikur: Eyjar: ÍBV – Haukar ................................ 18 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.