Morgunblaðið - 04.05.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.05.2022, Qupperneq 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 89% 92% Total Film Radio Times Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald THE LEGACY CONTINUES 72% BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams M eginmáli bókar er skipt í þrjá kafla, I. Íslensku 21. aldar (84 bls.; undirkaflar: Málstað- all, málvenjur, málvillur; Staða ís- lenskunnar; Kynjamál); II. Mál- brigði (147 bls.; 50 þættir um „jafnmargar alkunnar „málvillur““ (12)); III. Íslensk málrækt (159 bls., 25 þættir um „það sem mér finnst mikilvægast að huga að til að ís- lenskan haldi áfram að vera lif- andi tungumál“ (13)). Eiríkur hefur lengi skrifað um íslenskt mál, staðið fyrir rann- sóknum, kennt stúdentum og doktorsnemum og verið ötull talsmaður máltækni, svo nokkuð sé nefnt. En ekki eru all- ir sáttir við skrif hans og hann hefur verið kallaður „reiðareksmaður“ í málvöndunarmálum, t.d. vegna skoðana sinna á þágufallshneigð, ýmiss konar framburðarmyndum, nýju þolmyndinni o.fl.; undanláts- semi er kannski lykilorð í gagnrýni á skrif hans og skoðanir. Margar „pill- ur“ hefur hann fengið á netinu, flest- ar ómaklegar því að hann styður skoðanir sínar jafnan rökum eins og þessi bók er til vitnis um. Menn hafa síðan mismunandi álit á þeim. Bless- unarlega bera margir hag málsins fyrir brjósti, viðgang þess og vöxt. Bókin er ekki hlutlægt fræðirit, seg- ir Eiríkur (11), hann ræðir málin frá persónulegu sjónarhorni, útskýrir hlutina vel enda er maðurinn afskaplega vel að sér í málfræði og orðhagur í betra lagi. Áhugamenn um íslenskt mál hafa gagn af því að lesa þessa bók hvort sem þeir sam- sinna Eiríki eða greinir á við hann. Hér eru margar góðar útskýringar á ýmsum hugtökum málfræðinnar. Þrjár ástæður gefur Eiríkur sér til að berjast gegn málbreytingum: að þær dragi úr fjölbreytni málsins, geri mönnum erfiðara fyrir að skilja málfar „undangenginna kynslóða“ og raski grundvallarþáttum mál- kerfisins (34). Á þetta geta allir fall- ist en líklega er þó ekki einhugur um hvaða breytingar séu háskalegar málkerfinu. Tungumál eru lifandi samskipta- tæki og þau hljóta að breytast í sam- ræmi við það samfélag sem þau þjóna. Óþarfi er þó að hlaupa eftir hverri tískubólu sem blæs út og hjaðnar síðan eða springur. Í Mál- brigðakaflanum er vikið að 50 atrið- um og er umfjöllunin samræmd. Sagt var … og dæmi birt. Rétt væri … og leiðrétting birt, en síðan spurt – eða hvað? Síðan er hvert at- riði útskýrt málfræðilega, dæmi birt úr fornu og nýju máli eftir atvikum og niðurstaða fengin. Eiríkur telur þessar 50 algengu „villur“ ekki ógna málinu. Það er rétt, að „hægt er að rekast á forvitnilega hluti með því að skoða hvað liggur að baki mál- breytingum í stað þess að afgreiða þær umsvifalaust sem „málvillur“ og láta þar við sitja“ (201), sbr. bráð- skemmtilegar pælingar um sögnina að valda sem sumir hafa „ollið“ í lh. þt. (202-204). Líklega dæma býsna margir viðmælanda sinn eftir mál- fari (280), sumir harkalega. Sá sem hér skrifar er miklum mun íhaldssamari en Eiríkur, sumt sem hann ber blak af pirrar mig, t.d. „kynuslinn“ (83-85 o.v.). „Öll vel- komin“ ergir mig. Líka til Selfossar. Mér er einnig ómögulegt að „fara eitthvert“, svo tæpt sé á örfáum at- riðum. Ég er alinn upp við sama málstaðal og Eiríkur og finnst hann henta bæði mér og málinu. „[F]lest kunnum við best við málið eins og við lærðum það“ (249) segir þar. Hitt er síðan annað mál hvort íbúar landsins eigi fulla samleið með hon- um. Þjóðfélagið er svo breytt frá því sem var. Hér má nefna að lang- flestir búa nú í þéttbýli, tölvutækni hefur gerbreytt margvíslegri starf- semi, félagslegu umhverfi og sam- skiptum fólks, allir hafa aðgang að samfélagsmiðlum og enska er allt um lykjandi í margvíslegri afþrey- ingu. Við þetta bætist að börn á máltökuskeiði og unglingar tala jafnmikið og jafnvel meira við jafn- aldra sína en fullorðið fólk, efni í fjölmiðlum ungs fólks er gjarnan á ensku. Færri foreldrar lesa nú fyrir börn sín en venjan var. Enn má nefna að bóklestur yfirleitt er á undanhaldi og það grefur undan al- mennri máltilfinningu og orðauðgi talaðs máls; lesskilningi hrakar megi marka PISA-kannanir. Til úr- bóta væri að auka að mun íslensku- kennslu í almennu kennaranámi, að ekki sé nú minnst á önnur skólastig. Það blasir við á tímum svo örra breytinga á þjóðfélaginu að ungt fólk hrærist í raun í annarri veröld en elsta kynslóðin. Áratugum saman kenndi ég ung- lingum íslensku og allan tímann voru sömu atriðin á dagskrá og reyndust mörgum torræð hvort sem var í grunn- eða framhaldsskóla, t.d. fallbeyging ýmissa orða, við- tengingarháttur, orsakarsögn, setningafræðileg atriði, reglur um y í stafsetningu o.fl. Vandræðalaust með öllu var hins vegar að kenna Gísla sögu Súrssonar, Egils sögu og Njálu! Virðing fyrir málinu virðist þeim sem þetta ritar vera á undanhaldi og birtist m.a. í kæruleysi í fjölmiðlum, t.d. óþörfum enskuslettum þar sem til eru prýðileg íslensk orð. Látum vera þótt stöku sletta fljóti með, en það er afleitt þegar viðmælendur í fjölmiðlum beinlínis raða þeim hverri á aðra ofan. „Við eigum kröfu á að það fólk vandi sig og beiti mál- inu af kunnáttu og þekkingu“ segir Eiríkur (288). Margir dagskrár- þættir eru sendir beint til hlustenda/ áhorfenda og þá skiptir máli að þátt- takendur hugsi áður en þeir tala. Hikorð, tafs og endurtekningar eru óþarflega oft á tungu. Athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum eru sér- stakur kapítuli; margar hverjar eru hlaðnar hrakyrðum og subbuskap. Margir amast við íslensku sem innflytjendur tala og Eiríkur bendir á að vitaskuld eigum við að virða viðleitni þeirra til að tala málið, ekki svara þeim á ensku heldur hrósa. Hrós er einkar hvetjandi til náms, það lærði ég fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna. Við eigum líka að hafa metnað til að kenna tungumálið fólki sem sest hér að. Eiríkur veltir upp ýmsum álitamálum í þessu sam- hengi (69-73 o.v.). Íslenska er notuð á öllum sviðum samfélagsins og verður að vera það. Ýmsir hafa viðrað áhyggjur sínar yfir ásókn ensku, t.d. í háskóla- kennslu, viðskiptalífi og raunar á fleiri sviðum, ekki síst í ferða- mennsku; ótrúlega margar verslanir auglýsa „sale“ í glugga þegar útsala hefst. Það segir sína sögu um virð- ingarleysi fyrir málinu – og mál- notendunum. Segja má að enska sé ríkjandi mál í þjónustu margra veit- ingahúsa. Það er rétt hjá Eiríki að enska verður fyrirferðarmikil í framtíðinni, „samhliða íslensku“ (73). Vonandi samhliða, ekki í stað- inn fyrir. Miðað við alþjóðlega staðla um lífslíkur tungumála höfum við alla burði til þess tala eigin tungu um alla framtíð (256). Háskalegast er ef tungumálið hættir að vera veigamikill hluti af sjálfsmynd unga fólksins (264). Ekki er hægt að orða alla hluti í einni bók. Ég saknaði þess að ekki er fjallað um nafnvenjur og -siði málsins en mér finnst hastarlega að þeim vegið í frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir Alþingi. Nöfn manna eru snar þáttur af ásýnd málsins, ef svo má segja, og hafa ber núgildandi siði í hávegum. Þetta er afskaplega læsilegt rit og þar er vikið að fjölmörgum álita- málum. Áhugamenn um velferð og viðgang íslensku eiga endilega að lesa bókina því hún getur verið upp- spretta röklegrar umræðu um málið og hvernig við getum skilað því til næstu kynslóða. Bókin er í senn ögr- andi og upplýsandi og stangast oft á við ríkjandi hefð. Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn „Þetta er afskaplega læsilegt rit og þar er vikið að fjölmörg- um álitamálum. Áhugamenn um velferð og viðgang íslensku eiga endilega að lesa bókina,“ segir gagnrýnandinn um bók Eiríks Rögnvaldssonar. Máltækni Alls konar íslenska. Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld bbbbn Eftir Eirík Rögnvaldsson. Mál og menning 2021. Kilja, 355 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Íslenska alls staðar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.